Alþýðublaðið - 07.05.1968, Síða 8

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Síða 8
 &iJöiLE “i — Viltu nú ekki segja mér eitthvað írá þeim árum þegar þú varst á sjónum? Hvenær byrjaðirðu á sjó? — Ég byrjaði að stunda sjó vorið 1918. — Ég var austur í Grímsnesi um veturinn, eins og ég sagði þér um daginn, og kom svo suður í maímánuði. Þá réðist ég matsveinn á' mótorbátinn Freyju úr Hafnarfirði sem var 19 og hálft tonn. Á þeim bát var ég kokkur á vorvertíðinni. Um sumarið fórum við á síld norður fyrir land, vorum aðallega á Siglufirði, og ég held við höfum fengið eitthvað 5-600 tunnur. Við vorum auðvitað með herpinót, en það var alveg einstakt að svona lítið skip eitt sér, væri með þau veiðarfæri, enda af- skaplega þröngt um borð. Við vorum fjórtán á', lúkarinn frek- ar lítill, að vísu káeta líka, þar sváfu einir þrír eða fjórir og í mótorhúsinu tveir. Þar að auki urðu menn að vera saman í koju. — Fyrst um vorið voruð þið á línu. — Fyrst um vorið vorum við á línu og fiskuðum aðallega vest ur í Jökuldjúpi. — Nú varst þú kokkur, var veður, einhver geigur kannski í mér, en karlarnir sögðu að það gæti komið svo vont veður að ég yrði að skorða ketilinn. Hann gæti ekki staðið á lúkarsgólfinu óskorðaður. Þá sagði ég körlun- um að það kæmi ekki til að ég fengi sjóveiki fyrr en það væri orðið svo vont að keíillinn ylti. En svo fór ketillinn um og ég var alheill. Sem sagt ég fann aldrei til sjóveiki. — Hvað var gert, ef menn urðu sjóveikir í þá daga? — Það var ekkert að gera, sumir yfirunnu þetta, sjóuðust eins og kallað var. Meðul voru engin við þessu, en strákur sem með mér var á Surprise kvað sér hafa verið sagt, að ef hann næði að renna niður gubbunni, þegar hún væri komin upp í hálsinn, fengi hann aldrei sjó- veiki framar. Þetta hafa menn reynt, en ég held það hafi ekki komið að notum. — Var ekki til í dæminu að drekka brennivín? — Ég held að það hafi enga þýðingu, og drukknir menn á sjó voru ekki vel séðir, brenni- vín var heldur ekki að fá þá. Þá var bannið. —Hvað hafðirðu upp úr þe§su það ekki heldur einföld elda mennska? — Ojú, ég hafði lítið gert að matreiðslu áður, þó hafði það fyrsta sumri á sjónum? — Og þénustan var ósköp lítil. Þá voru engir samningar, og útgerðarmaðurinn réði að komið fyrir að ég eldaði mat. Þetta gekk. í flestum tilfellum voru stráklingar matsveinar á mótorbátunum. — Varstu sjóveikur? — Sjóveikur var ég aldrei. En náttúrlega gat ég ekki vitað það fyrirfram, og þegar ég fór fyrst sem kokkur á Fréyju spurði ég hvort að"það mundi koma vont verulegu leyti hvað mannskap- urinn hafði, kauptrygging eng- in. Og þegar við komum af síldveiðunum þá var ástandið svo bágborið, að við skulduðum fæðið okkar, en fæðisskuldir var ekki hægt að innheimta, þegar ekkert var þénað. Við sem sagt komum gersamlega slyppir og snauðir heim um haustið. — Hvað gerðirðu svo næstu misserin? — Næstu árin á eftir var ég til skiptis á mótorbátum og skútum. Ég var á mótorbátum úr Hafnarfirði, t. d. kokkur á Nönnu með Guðmundi heitnum Magnússyni, föður Guðmundar í. Guðmundssonar ambassadors í London, og ég var einnig háséti á Leifi, sem gerður var út frá Hafnarfirði þá. Sve- var ég á skútunni Surprise. Einar Þor- gilsson átti þann kútter. Mig að skipið skaffaði fæðið, en samkvæmt skráningarbók var alveg víst hvað hver maður átti að hafa yfir vikuna, bæði kjöt, sykur, smjörlíki, skonrok eða kringlur og rúgbrauð. Það var slegið borðum undir dekkbitana yfir lestinni, og þegar maður léí úr höfn voru brauðin látin á þessar hillur. Þau geymdust þarna furðuvel, sennilega hefur saltið úr lestinni varið þau myglu. í vortúrunum 'vbrkt:^ við oft fimm vikur úti í einu renna færi nema á annarri hvorri síðunni I senn, því til hlés var ekki rennt, þá hefði færið farið undir kjöl. — Höfðu menn gott upp úr sér á skútum? — Oft svona sæmilegt og stundum gott, a.m.k. þeir sem voru heppnir og stunduðu færið vel. Afli var jafnari en á mót- orbátum, þekktist varla að menn kæmu heim slyppir og snauðir. Eins og ég sagði áðan, átti hver maður helminginn af því sem Sigvaldi Hjálmarsson ræðir öðru sinni við Jón Sigurðsson um líf hans og störf til sjós og lands. II. Á SKÖTUM OG TOGURUM minnir að hann væri um 72 smá- lestir. — Já, segðu mér frá veru þinni á skútunum. — Kjörin voru hálfdrætti, maður átti helminginn af því sem maður dró. Það átti að heita Togarinn Apríl. Mynd af málverki. — og það mátti heita furðulegt hvað þau voru eftir þann tíma. Fæðið var náttúrlega heldur leiðigjarnt, a.m.k. miðað við það sem nú þykir. Saltkjöt fengum við útvigtað eins og ég var að segja, og maturinn var saltkjöts- súpa alla virka daga, en þó ekki kjöt nema annan hvern dag. —• Þann daginn sem maður fékk ekki kjöt, var borðað rúgbrauð með súpunni. Einstaka manni man ég eftir sem átti fyrir stór- um barnahópi að sjá og ekki bragðaði á kjötinu, heldur geymdi sinn skammt óhreyfðan þangað til hann kom heim til konu og barna. Þetta sýnir nokkuð hvernig kjörin voru hjá sjómönnum og verkafólki á þess- um tíma, og lýsir vel hugsunar- hættinum. Soðning var auðvitað eftir þörfum. Á sunnudögum var venjulega sætsúpa, og þar af kemur máltœkið: „Sunnudagur í landi, sætsúpa til sjós.” Það var eina tilbreytingin. — Hve margir voru á skút- unni? — Á skútunum voru svona 20—24 og allt upp í 30 menn, dálítið eftir stærð. Á Surprise var notað hvert pláss. Ætli það hafi ekki verið um hálf önnur alin á milli bauja sem kallað var, vaðbaujanna, sem maður dorgaði í. Þetta var miðað við hve margir komust á síðuna. Að sjálfsögðu vár ekki hægt að hann dró, nema kokkurinn. Hann var ráðinn upp á fast kaup. En þegar hann gat því við komið var hann uppi og átti þá sjálfur allt sem hann dró. Helminga- skiptin giltu þó ekki um allan fisk. Útgerðin átti helminginn af öllum þorski, löngu og ufsa, en annan fisk átti hásetinn sjálf- ur, svokallað tros, keilu, stein- bít, heilagfiski o. fl. Þetta var allí saltað í tunnur. Svo kinn- aði hver maður sína hausa og setti í salt, og það var allmikið búsílag. Sumir seldu kinnar og tros og höfðu gott upp úr., — Fórst þú með þitt tros til föður þíns? — Já, ég lagði það í búið. Og það kom fyrir að maður hafði svo mikið að maður seldi. Sveita- menn keyptu oft tros, og maður fékk lamb fyrir eða smjör. Vöru- skipti voru algeng, því margir fengu kaup sitt greitt í úttekt. ÞOtta var viðskiptamáti fyrri tíma. — Hvernig var með fiskað- gerð? — Venjulega var gert að afl- anum og saltað á lönguvakt á sumrin, en mig minnir á kvöldi- vakt á vertíð. — Gengu þá allir .í það eða hver í sitt? — Það var vaktin sem gerði það. Þær gengu til skiptis. Vakta- skiptingin var þessi: Kvöldvakt frá 7—12 á miðnætti, hunda- 8 7. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.