Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 14
Aiskýlas Framhald a 1 5. síðu. Þetta orðar Grímur Thom- sen svo: Líkt og þegar ljónshvolp ala lítinn menn, veifar hann hala og viðrar, senn flaðrar upp á fólk og sníkir, felur klær og tenn, gæfur er hann enn. í fyrstu blíður bráðum lýðum birtir hann hversu næm er náttúran, uxann þrífur, eykinn rífur. ýfist við hvern mann, seint það fóstrinn fann. Það er málfræðinga og griskumanna að gera upp á milli aðferða þeirra Jóns og Gríms, skólalegrar nákvæmni og skáldlegrar endursköpunar. En einhversstaðar í milli þeirra Iiggur leið hins farsæla þýð- anda sem einhverju sinni kann að koma grískum harmleik alla leið á íslenzku. Sízt af öllu vildi ég vanþakka verk Jóns Gíslasonar, sem vel kann að vera þarflegt þeim sem leggja stund á grískunám og þeim sem vilja hafa íslenzkan texta til hliðsjónar við lestur Aga- memnons á erlendu máli. En ekki laðar leikurinn til lestrar í þessari gerð né veitir hún hugmynd á við ýmsar erlendar þýðingar um dramatíska kynngi verksins, raunverulega enn í dag. — ÓJ. Samur og jafn Framhald af 5. síðu. mann með sér enn eitt sinn. 'Því er það að erfitt getúr reynzt að ræða verðleika sagnanna meéf rökum með og móti: maður lætur sér nægja að vitna um kynni sín af þeim. I grein þeirri sem fyrr var nefnd og til er vitnað í for- mála hinnar nýju útgáfu Pans finnur Halldór Laxness að „danskri orðaskipan“ þýðand- ans í Sulti. Vísast má finna samskonar dæmi í öðrum þýð ingum Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi sem ekki hefur aðhyllzt skólalegan púrisma í máli fremur en margir aðrir góðir rithöfundar. Engu að síð ur er hann sannarlega meist- ari í meðferð málsins og þýð- ing hans á Pan á sínu leyti ,,bókmenntalegt fullkomnun- arverk“ eins og formálinn kemst að orði. Ekki vegna þess að Jón frá Kaldaðarnesi bræði upp stíl Hamsuns og semji hann að nýju í sinni mynd, heldur vegna undur- Samlegrar næmi og nákvæmni þýðingarinnar, vegna þess hve þýðandinn skrifar fullgildan hamSúnskan stíl á íslenzku. Hamsúnsþýðingar Jóns Sigurðs sonar frá Kaldaðarnesi eru, meðal annars þessvegna, ein af perlunum í þýddum bókmennt um okkar og ættu að sjálf- sögðu jafnan að vera fáan- 'i legar í bókum eins og Pan er nú fyrir tilstuðlan Máls bg menningar. — ÓJ. Mótmæli legt að kanna það sums stað ar hvort prestar fái ekki búið ær- og kýrlaust! GA. Opna Frarnhald úr opnu. fá ferð á skipið, og meiningin var að stagvenda, en skútan neitaði. Og í stað þess að stag- venda, fór skipstjórinn í það að kúvenda, og við vorum komnir alveg upp undir brimgarðinn, þegar hún tók við sér. Ef aftur hefði verið reynt að stagvenda og ekki tekizt þá, má alveg bú- ast við, að við hefðum lent upp undir berginu. — Var þetta í vondu veðri? — Þetta var í dálítið vondu veðri og náttmyrkri. Svona lag- að kemur fyrir á flestum skip- um. Þetta var svo sem enginn stór-háski, að minnsta kosti kom- um við allir heim. — Og þú hélzt áfram á sjón- um? — Já, til ársins 1924 var ég ýmist á skútum eða mótorbátum. Tvö sumur var ég t- d. á síld fyrir norðan á mótorbát sem hét Róbert. Skipstjóri var Eiður Benediktsson, gamall sægarpur og hraustur vel. Svo upp úr því komst ég á togara og fór á tog- arann Apríl, skipstjóri Valdimar Guðmundsson. Ég var lengi með honum. En á togurum var ég alls í nærri átta ár, og þar af með Valdimar á Apríl í ein 5—6 ár. — Þú varst háseti? — Háseti, já, já, og það má segja, að togaravistin var skemmtilegt líf. Þá voru sex tím- arnir komnir, vökúlögin frægu sem Jón heitinn Baldvinsson kom í gegn af sínum alkunna dugnaði. Ég hef því aldrei verið á togara vökulagalaust, og áður en ég hætti var átta tíma hvild- in komin. Ég get vel gert mér í hugarlund hversu mikill munur var að hafa þótt ekki væri nema þessa stuttu hvíld. Það kom fyrir á Halanum vorið 1924 og 25 og jafnvel 26 að maður stóð alveg átján tíma, allan tímann sem leyft var að vinna samfleytt, og þetta reyndist anzi erfitt. Þetta var kannski 10—12 daga túr og alltaf átján tímar. Þá var karfinn svo gífurlega mikill og varpan þar að auki stundum hengilrifin, þannig að þar var meira en nóg að gera allan sól- arhringinn. JDft og einatt var mesta vinnan sú að koma karf- anum út, en honum var öllum hent. — Siglduð þið með áflann? — Já, við veiddum í salt á vertíðinni, en í ís á haustin og sigldum til Englands. Ætli ég hafi ekki farið um fjörutíu ferð- ir til Englands meðan ég var á togurum, aðallega til Hull, einu sinni eða tvisvar kom ég til Grimsby, en aðallega til Hull. — Þetta hefur þótt ævintýra- legt í þá daga. — Já, það má segja að maður þóttist hólpinn þegar maður var kominn á íogara. Yfirleitt fengu ekki aðrir pláss, en þeir, sem, voru góðir sjómenn og hraustir til hvers sem vera skyldi, nema þeir ættu einhverja sérstaka að 1 14 7. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐip SKOLPHREINSUN úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólarhringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæW og þjónusta. R ö R V E R K sími 81617. — Voru þá engin vinnutíma- til þess að komast í pláss. — Togarasjómennskan hefur þótt góð atvinna. — Já, ég get sagt fyrir mig að síðustu árin liafði ég um 5000 krónur á ári. Það þóttu ágæt laun. — Hve lengi gengu togararn- ir á ári í þá daga? —Þeir lágu svona í tvo mán- uði, og þann tíma hafði maður vinnu við að skrapg og mála. Þannig entist vinnan allt árið. — Það hefur almennt verið lítil vinna á þessum árum þótt ekki væri beinlínis atvinnuleysi.- — Það var oft lítil vinna. Einu sinni var langur kolastrækur í Englandi og þá gengu togararn- ir ekki á meðan, og maður fór þá í‘ hvað sem var, tók þök að mála upp á akkorð og gerði hvað sem til féllst. — Varstu á mörgum togur- um? — Nei, lengst á April, og svo á Barðanum og seinast á Hilmi. Þegar ég fór af Hilmi bað ég skipstjórann um sjóferðabókina mína, en hann sagði að úr því ég ætlaði í land hefði ég ekkert með hana að gera, svo ég fékk hana aldrei. Hann sagði ef hún væri hjá sér, vissi hann að ég ætlaði á sjó aftur. — Hvenær hættirðu? — Ég var í landi dálítinn tíma 1930, vann við fisksölu, en fór á sjó aftur, og svo um haustið 1931 fór ég alveg í land og vann hjá Jóni og Steingrimi við fisk- sölu. Mér var farið að leiðast á sjónum, vildi gjarnan komast í land. Eins og ég sagði þér, hafði ég um 5000 krónur síðustu árin á togurunum, en ég réði mig hjá Jónj og Steingrími fyrir 325 kr„ á mánuði. Þótt maður væri við aðgerð til kl. 11 eða 12 á nóttu, var ekki greidd nein eftirvinna. Mánaðarkaupið var óbreytt hversu mikið sem unnið var. Og á sumrin varð maður að fara upp kl. 6, en á veturna kl. 7 að morgni. — Hvar voruð þið? —í skúrum við Tryggvagötu þar sem Ellingsen er nú. Þarna .voru got út á götuna. Maður gleypti þarna norðanvindinn. Þetta var anzi kuldalegt, þegar hvasst var. ákvæði komin? — Yfirleitt ekki, að minnsta kosti ekki hjá mánaðarkaups- mönnum. — Var ekki byrjað verulegt atvinnuleýsi á þessum árum sem þú varst í fisksölunni? — Jú, það var byrjað. Ég man þegar Gúttóslagurinn var, þá var komið atvinnuleysi og verkalýð- urinn gerði kröfur um atvinnu- bótavinnu. Ég var þá niður í sænska frystihúsi, yfirmaður við að ísa kola niður í kassa til út- flutnings, og ég fór þaðan í slag- inn, stóðst ekki mátið. — S. H. NÆSTA GREIN: JÓN GER- IZT ERINDREKI. Kjörskrá Framhald af 2. síðu. ráð fyrir að kjósendur verði nú 35.911, en voru 33.375 í fyrra. Kjósendatalan skiptist þannig á kjördæmin, og eru tölurnar frá þingkosningunum í fyrra birtar í svigum aftan við kjósendafjölda hvers kjördæmis: Reykjavík 48,- 577 (45.419), Reykjaneskjör- dæmi 18.475 (16.726), Vestur- landskjördæmi 7.352 (6.901), Vestfjarðakjördæmi 5.760 (5,- 387), > Norðurlandskjördæmi vestra 5.900 (5.638), Norður- landskjördæmi eystra 12.449 (11.646), Austurlandskjördæmi 6.453 (6.033), Suðurlandskjör- dæmi 9.991 (9.351). 8 keppendur Framhald af 6. síðu. sýnt sjóstangaveiðimönnum þann heiður að vera verndari mótsins. Mun hann m.a. verða viðstaddur setningu mótsins og ávarpa þátttakendur við það tækifæri. 'Mótstilhögun verður í aðal- dráttum ,á þá leið, að erlendu þátttakendurnir koma til lands ins í tveimur hópum dagana 30 og 31 maí. Að kvöldi 31. maí verður mótið sett og fer setningin fram á Hótel Loft- leiðum, en þar verður aðalað setur erlendu gestanna og að almiðstöð mótsins. Róið verð ur frá Keflavík dagana 1. 2. og 3. júní. Þá verður farið með þá sem þess óska í sil- ungsveiði svo og í kynnisferð ir um Reykjavík og víðar. Aðalframkvæmdanefnd móts ins skipa: Bolli Gunnarsson, Halldór Snorrason, Magnús Valdimarsson, Friðrik Jóhanns son og Karl Jörundsson. S.l, laugardag bauð undir búningsnefndin fréttamönn- um með sér í veiðiferð og verð ur hennar getið sérstaklega í blaðinu einhvern næstu daga. Valtýr ^ Framhald af 7. siðu. dvalizt þar oft á undanförnum sumrum. Flest eru málverkin máluð á síðustu 2 árum; eitt málverkið hefur þó listamaðurinn unnið að í 20 ár, Blá og svört form, og kostar 50,000 kr. Annars er verði stillt í hóf, frá 2.500 kr. Valtýr sýndi fyrst í París ’49 og árið eftir hér á landi, en hann hefur alls haldið 12 sjálf stæðar sýningar auk margra samsýninga. Síðast hélt Valtýr yfirlitssýningu í Unuhúsi í fyrra, en flestöll málverkin, sem til sýnis eru í Listamanna skálanum eru máluð á 2 síð- ustu árum. Norskur ráöherra Framhald af bls. 1 inu, EFTA, en ráðherrann telur þá reynslu vera mjög góða, og reynslu Norðmanna af erlendu fjármagni í atvinnulífinu. Ráðherrahjónin norsku munu dvelja hér á landi þar til á föstu dag og mun þeim gefast tæki- færi til að kynnast mönnum og málefnum, bæði í iðnaði og stjórnsýslu, og jafnframt munu þau kynnast landinu að nokkru. ✓ Askriftð- síminn er w & & Jarðaför móður okkar JÓHÖNNU LINNET fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. maí kl. 13. 30. Börn hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGUNNAR ÓLAFSDÓTTUR Ölduslóð 36, Hafnarfirði. Guðfinna Gisladóttir Ólafur G. Gíslasson, Gísli Ingi Sigurgeirsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.