Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL_____________________________ Að borga með landsbyggðinni Menn eru nú sem óðast að vakna til vitundar um það ófremdarástand sem skapast hefur í lands- byggðarmálum. Fólk úti á landi hefur vaknað til vitundar um það að suðvesturhornið hefur í sí- auknum mæli sogað til sín fjármuni og fólk. í fyrsta skipti í mörg ár má finna bæði beiskju og reiði meðal landsbyggðarfólks af þessum sökum, segir höfundur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins um síðustu helgi og er þar að finna gleðilegt dæmi um vitundarvakningu varðandi þessi málefni. Þessi mál eru nefnilega komin á hið versta stig. Þau hafa verið látin dankast og því miður verður að segjast eins og er, að stjórnmála- mennirnir sem kosnir eru til þess að hafa áhrif á gang landsmála, hafa látið þau afskiptalaus. Það er ekki fyrr en þróunin er orðin sú að til hreinna vandræða horfir, sem landsfeðurnir vakna. Höfundur áðurnefnds Reykjavíkurbréfs segir að kjarni málsins sé auðvitað sá, að við hljótum að leggja áherslu á að landið allt verði byggt. Það komi ekki til greina að ísland verði borgríki á suðvesturhorni landsins. „Við viljum byggja landið allt. Það kostar peninga. Við hljótum að leggja þá fram. Það kostar skilning á sjónarmið- um og lífsviðhorfum þess fólks, sem byggir dreifbýlið. Sá hluti þjóðarinnar sem býr í þéttbýli verður að hafa manndóm í sér til þess að öðlast þann skilning," segir í Reykjavíkurbréfinu títt- nefnda. Þrátt fyrir að það hljóti að teljast til gleði- fregna þegar stærsta blað landsins, málgagn stærsta stjórnmálaflokks landsins, áttar sig á staðreyndum, verður ekki hjá því komist að benda á þann tón sem þarna kemur fram og er svo algengur meðal höfuðborgarbúa. Tónninn er sá að við í höfuðborginni verðum að fá skilning á sjónarmiðum fólksins úti á landi, við í borginni viljum byggja landið allt en það kostar peninga og því verðum við borgarbúar að leggja þá fram. Sem sagt: Það er höfuðborgarbúinn sem verður að borga brúsann af því að leyfa fólki að búa úti á landi. Fólkið úti á landi hefur ekkert um þetta mál að segja. En málið er ekki svona einfalt. Það eru lands- menn allir — og ekki síst þeir sem vinna að frum- framleiðslunni úti um land — sem halda uppi þjóðfélaginu, þar á meðal of stórri og dýrri höf- uðborg miðað við höfðatölu. Það er fólkið á landsbyggðinni sem ekki fær afrakstur starfa sinna í neinu samræmi við það sem það leggur til þjóðarbúsins. Það er vegna þessa og vegna þess viðhorfs margra á höfuðborgarsvæðinu, að landsbyggðarfólk þurfi á einhverri ölmusu að halda að sunnan, sem vaxandi reiði og beiskju gætir meðal þess. _y/ðfa/ dagsins. Verðum að vera vel vakandi - segir Hermann Huijbens forstöðumaður pökkunarstöðvar KEA Mynd: KGA „Hugmyndin að þessari pökk- unarstöð KEA er gömul. Við höfum staðið í undirbúningi síðan í febrúar 1984. Það þurfti að breyta húsnæðinu og að kaupa vélar.“ Við fengum Hermann Huijbens mat- reiðslumann í Viðtal Dags-ins en hann veitir nýrri pökkunar- stöð KEA forstöðu. Vélarnar sem Hermann talar um eru annars vegar vakum- pökkunarvél og hins vegar dino- pökkunarvél, en sú sér um aö pakka vörunni í bakka. Dino- pökkunarvélin er að sögn Her- manns mjög fjölbreytt, getur lok- aö bökkum, lofttæmt eða loft- skipt, þannig aö varan fær lengra geymsíuþol og betri lit. í pökkunarstöðinni er áherslan lögð fyrst og fremst á frosið kjöt í neytendaumbúðum, en einnig er um að ræða rétti tilbúna á pönn- una eða í ofninn og í framtíðinni í örbylgjuofninn. „Við erum að koma til móts við tímaleysið í þjóðfélaginu," sagði Hermann „það eru ekki all- ir sem hafa tíma til að gera þessa hluti.“ Hermann er frá Hollandi. Kom hingað til lands árið 1974 og dvaldi í hálft ár í Reykjavík en flutti þá hingað til Akureyrar og hefur verið hér síðan. Kona hans Þóra G. Ásgeirsdóttir er fædd hér og uppalin. „Fyrst eftir að ég kom hingað vann ég í útibúi kaupfélagsins í Byggðavegi. Síð- an vann ég á Hótel KEA í þrjú ár til að ná mér í réttindi sem ís- lenskur matreiðslumaður. Eftir það vann ég í Hrísalundi í tvö ár og nú er ég kominn í pökkunar- stöðina. Þar sé ég um daglegan rekstur. Pökkunarstöðin er deild úr Kjötiðnaðarstöðinni og þaðan kemur hráefnið, en lokavinnslan fer fram í pökkunarstöðinni. Starfsmenn deildarinnar eru sex. Við sendum okkar vörur í minni búðir kaupfélagsins, einnig í Hrísalund og í Sunnuhlíð að ein- hverju leyti. Við sendum líka kjöt víða um Norðurland og einu sinni í viku sendum við frosið kjöt og rétti í JL-húsið í Reykja- vík.“ Hermann í pökkunarstöð KEA. - Hvernig kanntu við starfið í pökkunarstöðinni? „Ég kann mjög vel við mig, þetta er gott starf. Það er ýmis- legt í deiglunni, við erum ennþá að undirbúa okkur. Þróa, bæta, breyta og auka.“ - Bjóðið þið upp á marga rétti? „Við erum með um 250 rétti á skrá, en tæknilega er ekki hægt að framleiða svo mikið á hverjum degi. En við reynum að gera sem mest og reynum að koma til móts við óskir neytenda. Við erum með ýmsa standard rétti en reyn- um að prófa okkur áfram með nýja með. Við verðum að vera vakandi og fylgjast vel með. Það er tíska í matargerðinni eins og öðru.“ - Hvað er í tísku í dag í matar- gerðinni? „Það er margt, ég get nefnt að allt sem er innbakað er mjög vin- sælt um þessar mundir. Annars er þetta dálítið árstíðabundið, á sumrin er kryddlegið kjöt mjög vinsælt á grillið. Aftur á veturna er þetta meira hefðbundið.“ -mþþ íí M O ■ M A N V O A G O R -SATf //Ð SEGJf) £# £G SVö SMÆTSY/M MUtfD!, /H> ÉG /£> HU&S/9 UM rtt> &///£>£ £A/DI 'rfl/F M/TT •

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.