Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 12
Fjölskyldutilboð í Smiðju og á Bauta sunnudaginn 20. október í hádeginu og um kvöldið Matseðill: Prinsessusúpa, sítrónukryddaður lambahryggur með bakaðri kart- öflu og cognacsósu. Verð á Bauta kr. 350.00. Verð í Smiðju kr. 400.00. Fyrir 12 ára og yngri í fylgd foreldra frír hamborgari eða samloka með frönskum kartöflum .Aðeins örfá sæti laus.“ Mynd: KGA. „Byggjum í vetur og flytjum í vor - ef veður ieyfir,“ segir Sveinn Jónsson stjórnarformaður Árvers hf. Þessa dagana er verið að Ijúka útgreftri að grunni nýrrar rækjevinnslu Árvers hf. á Ár- skógsströnd. Stefnt er að því að ljúka steypuvinnu á næstu dögum. Sveinn Jónsson stjórnarfor- maður Árvers hf. sagði að ef tæk- ist að ljúka steypu á grunni fyrir snjóa, yrði hægt að vinna við bygginguna í vetur, því hér væri um stálgrindahús að ræða. í þessum fyrsta áfanga, sem er um 1000 nf að flatarmáli, verður vinnusalur, frystir, hráefnis- geymsla og tækjaklefi. „Við stefnum að því að byggja upp í vetur, flytja í vor og taka nýju bygginguna í notkun um mitt ár 1986,“ sagði Sveinn Jóns- son og var hinn bjartsýnasti. Við skulum vona að veðurguð- irnir sitji á strák sínum einhverja stund enn og gefi Árversmönnum ráðrúm til að ljúka steypuvinn- unni. BB. - þegar slys verða með eiturefni Nýjar vélar til Flugleiða? Flugáhugamenn litu til himins rétt fyrir hádegi í gær, því þá kom flugvél fljúgandi inn fjörðinn og lenti á Akureyrar- flugvelli. Ekki þykir það tíðindum sæta þótt flugvél sjáist á lofti heldur hitt að þessa vél þekktu fáir. Þarna var á ferðinni vél sem verið er að kynna Flugleiðum vegna væntanlegra kaupa nýrra véla fyrir félagið. Vélin er af gerðinni ATR-42 og er samvinna Frakka og ítala. Þykir hún geta komið til álita í stað Fokkervéla Flugleiða, sem eru orðnar gamlar. Að sögn manna þykir þessi vél hin glæsi- legasta í alla staði og er talin henta vel fyrir styttri flugbrautir. Ef svo óheppilega vildi til að hættuleg eiturefni, t.d. sterk sýra, helltust niður á vinnustað á Akureyri gæti farið svo að leita yrði til Reykjavíkur eftir aðstoð þar sem ekki eru til ör- uggir búningar á Akureyri fyrir þá menn sem ætlast er til að bregðist við slíkum slysum, þ.e. slökkviliðsmenn. Nýlega varð lítils háttar óhapp í Efnaverksmiðjunni Sjöfn á Ak- ureyri þegar nokkrir lítrar af þynntri saltpéturssýru helltust niður í vörugeymslu verksmiðj- unnar. Starfsmenn brugðust skjótt og rétt við og engin hætta var á ferðum en þó leituðu þeir 61 umferðaróhapp í september í septembermánuði var 61 um- ferðaróhapp tilkynnt til lög- reglu á Akureyri, 47 voru teknir fyrir of hraðan akstur og Grímsey: Drangur náði í saltfisk Um helgina náði Drangur í um 30 tonn af fullstöðnum saltflski út í Grímsey. Sagði Steinunn Sigurbjörns- dóttir í samtali við Dag, að fisk- urinn færi jafnharðan og alltaf vantaði saltfisk. Tvö fiskverkun- arhús eru í eyjunni. í sumar var fjöldinn allur af trillum við veiðar við Grímsey, líklega á milli 30 og 40 trillur. Gæftir voru þó slæmar, yfirleitt súld og leiðindaveður. Allir stærri bátarnir frá Gríms- ey voru búnir með kvóta sinn í vor, einhverjir fóru á rækjuveið- ar og eins á kolaveiðar. Einnig sagði Steinunn að eitthvað af bát- unum ætti eftir ufsakvóta og væri að veiða upp í hann núna. - mþþ 12 teknir grunaðir um ölvun rið akstur. Þetta kemur fram í samantekt sem Vörður Traustason lögregluþjónn á Akureyri gerði í tengslum við umferðarviku sem Slysavarna- deild kvenna á Akureyri hélt vikuna 1. til 5. október sl. Tveir gangandi vegfarendur urðu fyrir bifreið, 4 farþegar slösuðust í umferðarslysum, 2 bifreiðarstjórar og einn ökumað- ur bifhjóls. Unglingar úr Glerár-, Oddeyr- ar- og Gagnfræðaskóla gerðu umferðarkönnun samhliða um- ferðarvikunni og náði hún til 8.581 ökutækis á ferð og 710 gangandi vegfarenda. Helstu niðurstöður úr þessari könnun voru þær að mikill fjöldi gang- andi vegfarenda gætir ekki nægi- lega að sér og/eða gengur ekki rétt yfir götu, eða 204. 334 öku- menn stöðvuðu of seint við gatnamót, en það sem algengast var hjá ökumönnum, var að gefa stefnumerki of seint eða alls ekki. 795 ökumenn gáfu ekki stefnumerki og 291 of seint. -mþþ aðstoðar slökkviliðsins við að skipta um loft þar sem lítils hátt- ar gufa myndaðist við óhappið. En bæði í Sjöfn og víða annars staðar eru geymd ýmis efni sem eru bæði hættulegri og í stærri ílátum en þarna var um að ræða og var Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri spurður að því hvort ekki væri þörf á sérstökum búningum sem staðsettir yrðu á Slökkvistöðinni á Akureyri til að bregðast við slíkum óhöppum. Tómas sagði að hann hefði þegar farið fram á það á fundi al- mannavarnanefndar að slíkir búningar yrðu keyptir til Akur- eyrar en það hefði ekki náðst í gegn á þessu ári. Hann kvaðst hins vegar vonast til að þeir yrðu keyptir á næsta ári þannig að við þyrftum ekki að leita eftir aðstoð um langan veg til þess að bregð- ast við eiturefnaslysum. -yk. Slökkvilið Akureyrar: Vantar hlífðarföt Hofsós: Malbikun gatna lokið á næsta ári Á Hofsósi hefur á síöastliðnu sumri og í haust verið skipt um jarðveg í 6 götum eða samtals um 1,2 kflómetra. Jafnframt var skipt um allar holræsalagn- ir þar sem þess þurfti og vatns- lagnir og lagðar grunnvatns- lagnir. Þetta er undirbúnings- vinna fyrir malbikunarfram- kvæmdir á næsta ári. Að sögn Ófeigs Gestssonar sveitarstjóra eru þetta fram- kvæmdir upp á 11-12 milljónir króna og stærsta verkefni sveitar- félagsins. „Ef þetta gengur upp, þá verð- ur búið að malbika allar götur í þorpinu á þremur árum, en við hófum framkvæmdir á árinu 1983.“ í tengslum við gatnagerðina er verið að setja upp ný götuljós, er um að ræða bæði lýsingu á götum þeim sem verið er að vinna við og einnig við eina býlið sem tilheyrir hreppnum, Voga. Sagði Ófeigur að þessi nýju götuljós kostuðu um 600 þúsund. Ný tölvustýrð hafnarvog var keypt til Hofsóss fyrir skömmu og er verið að setja hana niður. Kostaði hún 1,5 milljónir króna. Fyrir skömmu var lokið við að ganga frá snyrtingu meðfram gangstéttum og lóðamörkum, en í fyrra voru gangstéttir lagðar á um 800 metra kafla. - mþþ Vopnafjörður: „Læknavandinn leystur til bráðabirgða“ - segir sveitarstjóri „Þetta er allt á réttri leið. Við erum búnir að leysa lækna- vandann í bili, að vísu bara til bráðabirgða,“ sagði Sveinn Guðmundsson sveitarstjóri á Vopnafirði, þegar hann var spurður um stöðuna í læknis- málum þeirra Vopnfirðinga, en þar hefur verið læknislaust til skamms tíma. „Þengill Oddsson, sem var hér- aðslæknir hérna í 10 ár, verður hér út októbermánuð. Svo er búið að ráða lækni í nóvember sem verður þann mánuð. Það verða því lausamenn hér á næst- unni en þetta lítur út fyrir að verða í lagi,“ sagði Sveinn Guð- mundsson sveitarstjóri að lokum. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.