Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15. október 1985 Útboð Sauöárkrókskaupstaður óskar eftir tilboðum í múrverk, lagnir og raflagnir að hluta í 2. áfanga heimavistar Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki (innanhúss). Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofum Sauðárkróks við Faxatorg og Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen h/f, Glerárgötu 30, Akureyri gegn 3.000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofum Sauðár- króks mánudaginn 21. október 1985 kl. 11.00 í viðurvist þeirra bjóðenda, sem viðstaddir kunna að verða. Odýri húsgagnamarkaðurinn í Drangshúsinu í Skipagötu opinn þessa viku frá kl. 13-18. Nú eru húsmunirnir nærri gefins. S1QNN3K Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávalit fyrirliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING Veladeild KEA símar 21400 og 22997 Búvélaverkstæðið Óseyri 2 - sími 23084 " ; Wi H ' i éé ; ■. " fokdreifar.:---------------- Meiri lyfjaneysla kvenna en karla Kristín Waage fór á ráðstefnu sem fjallaði um konur og misnotkun lyfja. (Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir). „Konur leita frekar til Iækna en karlar, konur liggja oftar á sjúkrahúsum en karlar, kon- ur neyta um það bil tvisvar til þrisvar sinnum meira af ró- andi deyfilyfjum en karlar.“ Þessar fullyrðingar komu fram í grein í blaðinu 19. júní, ársriti Kvenréttindafélags ís- lands 1985. Ýmsum kann að þykja þessar staðhæfingar ótrúlegar en samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið bæði hér á landi og er- lendis eru þetta óvéfengjan- Iegar staðreyndir, segir í greininni. Þar er viðtal við Kristínu Waage, sem fór á ráðstefnu erlendis sem fjall- aði um konur og lyf. Hún seg- ir svo um ástæður þessa í við- tali við Gullveigu Sæmunds- dóttur: „Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni virðist mega nefna nokkrar megin- ástæður. í fyrsta lagi er oft gert of lítið úr ýmsum sérvandamál- um kvenna og svo hins vegar oft of mikið. Oft er eðlilegt líkams- ástand kvenna meðhöndlað sem sjúklegt og róandi lyf gefin við því sem getur talist eðlilegar kringumstæður. í þessu sam- bandi má benda á að konur fá oft mikið af lyfjum þegar þær Nú þarf enginn að neyta lyfja óvit- andi um áhríf þeirra. AUar upplýs- ingar má fá í tveimur nýútkomnum bókum um lyf. eru á breytingaaldri. Það kom fram á ráðstefnunni að í þróun- arlöndunum þar sem blæðingar eru taldar óhreinar og tíðalok því visst frelsi ber minna á ýms- um sjúkdómseinkennum hjá konum á breytingaaldri en hjá konum á Vesturlöndum þar sem elli og ófrjósemi er ekki æskileg. Þannig að félagsmótun kvenna hefur greinilega sitt að segja. Það má líka benda á að konur eru því vanar að vera með- höndlaðar með lyfjum við ýms- um kringumstæðum og þær leita oftar til læknis en karlar. Millj- ónir kvenna um allan heim taka til dæmis einhver hormónalyf og svo getnaðarvarnarpilluna. Á ráðstefnunni var mikil áhersla lögð á það að konur virðast yfirleitt leita lausna á vandamálum sínum og leita sér aðstoðar ef eitthvað bjátar á. Kannski er þar komin ein skýr- ing á því að þær leita frekar til lækna en karlar. Konur virðast eiga auðveldara með að ræða málin og gangast við því að eitt- hvað sé að. Karlmenn aftur á móti streitast lengur gegn því að gera eitthvað í málunum og virðast hafa meiri tilhneigingu til þess að bæla niður og afneita vandamálunum. Annað atriði hefur líka vafa- laust áhrif en það er að lífið úti á við er meira við hæfi karla en kvenna. Konur eru meira einar heima við - oft einmana, óör- uggar og jafnvel hræddar. Ef til vill hallast þær að lyfjum í slík- um kringumstæðum en karlarn- ir aftur á móti að áfenginu. Það er heldur ekki ólíklegt að pen- ingahliðin hafi þarna sitt að segja en það er mun ódýrara að neyta lyfja en áfengis því að yfirleitt eru lyfin niðurgreidd af hinu opinbera og þeirra er yfir- leitt neytt samkvæmt læknis- ráði. Án efa hefur áhrif í þessu sambandi tímaskortur og að- stöðuleysi lækna. Svo má líka benda á að við- horf þjóðfélagsins eru allt önn- ur gagnvart drukkinni konu en þegar karlmaður á í hlut og drukkin kona er dæmd harðar en kona sem neytir lyfja sam- kvæmt læknisráði.“ .mínir dagar og annarra. Um miðnætti eitt sunnudags- kvöld nýlega, hófst í Ríkisút- varpinu stund, sem helguö var niannlegum hjörtum. Þartta tör fram umræöa þriggja manna, sem gegna mikilsverðum hlut- verkurn í þjóðlífinu. Tveir þeirra eru scrmenntaðir í að tala til hjartnanna og vekja þar mannbætandi kenndir, en einn sérfræðingur í heilbrigðis- málum hjartnanna og um þau snerust umræður þeirra að mestu. Hlustendur urðu nokkru fróðari um gerð og hlutverk þessa líffæris og þá erfiðu lífs- reynslu, sem bíður þeirra sem bíða heilsutjón á hjarta sínu. Mér hefur alltaf fundist starf- andi hjarta eitt hið merkasta fyrirbæri jarðiífsins og öll hin háþróaða véltækni veraldarinn- ar bágborin í samanburði við þessa guðsgjöf, sem við byrjum að njóta áður en við fæðumst. Og síðan erfiðar hjartað inni f myrkri brjóstsins oftast langan mannsaldur og tekur sér aldrei augnablikshvíld frá því að halda blóðstraumnum t horfi. Hjartastaðurinn hefur verið í mikluin metum og mikið uin þter höfuðstöðvar talað og skráö. Þar þróast kenndirnar, fyrst og fremsl þær hlýju, sá scm ekki fimuir lil þeirra cr sagður hjartalaus. Góður vinur veröur hjartfólginn, ástarorð eða sáryrði hitta beint í hjarta- staö, Matthías orti, - hjarta því slæröu svo fast og svo ott, og honum verður á aö scgja: „Líkt og útúr ofni, æpi stiknað hjarta“ og hefur oft tekist betur. Fagur þjóðarsiður var, að gift fólk ávarpaði maka sinn með ávarpinu, hjartað mitt, og jafn- vel löngu eftir að manneskjum- ar voru orðnar töluvert leiðar Einar Kristjánsson skrifar hvor á annarri. Bardagakappar fornsagnanna voru ekki fund- vísir á hjartastaðinn en hjuggu og stungu fremur á óæðri hluta óvinanna, enda að líkindum fá- fróðir í líkamsfræðinni. Sál- fræðingur þeirrar tíðar, sá er kvað Hávamál með meiriháttar hagleik orða og spekimælgi, yrkir svo um konur: ,Á hverfanda hveli voru þeim hjörtu sköpuð, brigð í brjóst of lagið. “ Hjá hinurn alltsjáandi spek- ingi örlar sannarlcga á lífslygi og fordómum, sem forhertasta karlrembudólgi nútfðarinnar væri við hæfi að bera á borð. Sagan, bæði sú skráða og óskráða, hefur afsannað þenn- an sleggjtidóm, og þcim dómi verður ekki áfrýjað. Umræðan og hugleiðingarnar um starf hjartans og kenndir þess, er að sjálfsögðu ótæmandi verkefni. En þessi fáu orð eru brot af hjartað, sem fram fór í Ríkisút-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.