Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 5
15. október 1985 - DAGUR - 5 -orð í belg. Það sakar ekki að hræra ögn í svona málum Mikið var ánægjulegt að lesa svar Gísla Jónssonar við bréfi mínu í Degi. Jæja, Gísli hefur sagt sitt og ég mitt - eða svona hér um bil. Ég vildi aðeins bæta við örfáum orðum. Fyrst og fremst, Gísli minn, eru gestirnir þínir okkur aldrei til ama, allra síst erlendir gestir sem vilja rabba um heima og geima - þeir eru nefnilega skemmtilegustu gestirnir. Eins og ein af starfsstúlkunum þínum getur sagt þér, hefur Hótel Varð- borg lengi verið þekktur sam- komustaður fyrir erlenda ferða- menn sem vilja spjalla við okkur. Flestum finnst gott að búa á hótelinu okkar vegna þess að við gefum okkur tíma til að sinna fólki. ísland er sérstætt land og spurningarnar eru margar sem svara þarf. Nei, það eru ekki gestirnir sem við kvörtum yfir, það er farang- urinn sem fylgir þeim. Lobbýið okkar er ekki stórt og oft verður þröngt í anddyrinu þegar hópar eru að fara á morgnana. En kannski iagast þetta þegar nýja bíóið kemst undir þak og hótelið fær rýmri gestamóttöku. Þá get- um við auðveldlega hýst svo sem eins og hálfa rútu í viðbót - og brosað blítt! Þá verður líka hægt að taka ennþá fleiri pakka sem fólk kemur með að kvöldi til og við höfum hlaupið með yfir á af- greiðslu sérleyfisbíla morguninn eftir - eða böggla sem koma með rútunni og við höfum útbýtt eftir lokun sérleyfisbíla. Öll þessi þjónusta finnst mér í lagi, en þeg- ar gestir kvarta aftur og aftur um óþægindi fer maður að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að breyta kerfinu einhvern veginn. Það var ætlun mín að vekja at- hygli á nokkru, sem fólk hefur hingað til nöldrað um hvert í sínu horni. Ef málin eru alltaf af- greidd þannig, verða úrbæturnar aðeins draumur eins og umferð- armiðstöðin hans Gísla. En það er gott að eiga drauma - með góðum vilja er ef til vill hægt að láta þá rætast síðar meir. Eitt finnst mér Gísli hefði átt að láta ósagt. Þar á ég við orð hans um ónæði vegna umferðar í grennd við Hótel Varðborg. „Þetta er hvimleitt," segir Gísli, „en þetta hefur lengi verið svona. Þetta er vandamál sem er til stað- ar í öllum stærri bæjum og borgum." Kannski finnst Gísla allt í lagi að 17-18 ára unglingar fái að nota ökutæki sem leikföng, en það finnst mér ekki. Hávaði fylgir alltaf unglingum, eins og ég man vel og fæ ekki heldur að gleyma með tvo unglinga í fjöl- skyldunni. En þegar hætta fylgir þessum hávaða stendur mér ekki á sama - um gestina okkar, gang- andi vegfarendur eða þessa ungu ökumenn. Eitt kvöld fyrir skemmstu ók hvatvís bílstjóri á miklum hraða yfir gangstéttina beint framan við aðaldyr hótels- ins og slapp reyndar naumlega við grindverkið utan við Borgar- bíó. Ef einhver hefði stigið út á þessu augnabliki, hefði hann orð- ið fyrir bílnum. Ekki veit ég hvað öðrum finnst, en ég er á þeirri skoðun að þetta sé ekki aðeins þreytandi, heldur blátt áfram hættulegt, eins og glöggt má sjá af þessu dæmi sem ég nefndi. Þegar Sinfóníuhljómsveit ís- lands gisti hjá okkur, fékk Sig- urður Björnsson lögregluna til að loka götunni. Þetta voru 50 vinn- andi menn sem voru að spila þrjá daga í röð hér á Norðurlandi og vissulega þurftu þeir svefnfrið. En það er sama hvort um er að ræða tónlistarmenn eða t.d. starfsmenn Orkustofnunar. Það er ansi hart að vinnandi fólk fái ekki að sofa vegna þess að götur bæjarins eru notaðar sem eins konar leikvöllur. En kannski verður það eins og svo oft áður. Það þarf slys til að beina athygl- inni að hlutunum, svo að eitthvað sé gert. Jæja, Gísli, líklega verður við aldrei sammála um suma hluti, en það sakar ekki að hræra ögn í svona málum. Alltaf er gagnlegt að fá fram fleiri sjónarmið. Ég þakka svarið og samvinn- una við nýjasta bæklinginn þinn. Þar vorum við alla vega sammála. Vonandi verður hann til þess að laða marga ferðamenn til Akur- eyrar á komandi sumri. —lesendahorniá Einhvers staðar þarf að setja möridn á strætisvagnaferðir Viljum ekki missa af Rás 2 Vegna lesendabréfs í Degi um ókeypis strætisvagnaakstur skóla- fólks sagði Karl Jörundsson skólafulltrúi, að það væru til lög um hvernig akstri skólanema skuli háttað. Ríkissjóður greiðir hluta af aksturskostnaði nem- enda. Reiknað er með að ef not- aður er strætisvagn þá greiði ríkissjóður 50% af kostnaði. Miðað er við að fjarlægð frá heimili til skóla skuli vera 1500 metrar. „Það segir sig sjálft að einhvers staðar verður að setja mörkin, þannig að ef við færum að taka nemendur austan Skógarlundar sem ekki eiga rétt á þessu, þá er spurning hvar á að stoppa. Endar þá með að við keyrum alla nem- endur í skólann," sagði Karl. Bæjarfélagið hefur ekki tekið að sér að taka meiri þátt í aksturskostnaði nemenda og hef- ur þá farið eftir grunnskólalögun- um. Sagði Karl að reynt væri í öll- um tilfellum að ganga lengra til móts við fólk þegar skipta þarf upp götu. Sagði Karl ennfremur að fólk hefði sýnt þessu máli skilning. Við höfum nokkrir starfsmenn fyrirtækis á Húsavík verið að ræða um svæðisútvarpið og vilj- um koma skoðunum okkar um það á framfæri. Okkur finnst svæðisútvarpið lélegt, útsending- artíminn of langur. Efnið er út- þynnt og verður þess vegna leiðinlegt. Svæðisútvarpið var ágætt í vor hálftími á morgnana og annar síðdegis. Það væri alveg nóg að það sendi út núna frá 18 til 18.30. Margir hafa ekki lokið vinnu fyrr en kl. 18, hafa ekki aðstöðu til að hlusta á útvarp í vinnunni og taka ætti tillit til þeirra. Við viljum ekki rnissa af að geta hlustað á Rás 2 milli kl. 17 og 18, því þar eru skemmtilegir þættir á þeim tfma. Óánægðir hlustendur. Húsvíkmgar - Þingeyingar Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Pað er Ingibjörg Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif- ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi- björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór- afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof- unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5, sími 41529. Akureyringar • Nærsveitir Er húsið þitt kalt? Við einangrum og lokum kuldann úti. ROCKWOOL Innblásin Rockwool einangrun erfjárfesting, sem borgar sig upp á skömmum tíma. Hún er marg- falt ódýrari aðferð. Þú stórlækkar hitunarkostnað og færð hlýrra og betra hús. Þú eykur verðmæti fasteignarinnar. Við einangrum fljótt og vel, þú þarft ekki að flytja úr húsinu á meðan. Við einangrum eitt hús á dag. Þú færð steinull, sem er vatnsfráhrindandi og mun eldþolnari en önnur einangrun. Innblásin Rockwool steinull er besta hljóðein- angrun sem þú færð í veggi, gólf og þök, því við ráðum þéttleikanum. Steinull blásið á loftplötur steinhúsa og í timburhús. Einföld og góð lausn. Pantaðu skoðun í síma 91-22866. Við veitum þjónustu um allt land. HUSA EINANGRUN Klapparstig 27 Rvik s:91 22866

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.