Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. október 1985 Kjúklingabúið í Sveinbjarnargerði heimsótt Áttatíu kjúklingar fóm í Sjallann Það er reisulegt býli Sveinbjarnargerði þar sem það stendur í hlíðinni norðan og austan við Svalbarðseyrarkauptúnið. Gul hús með rauðu þaki. Mörg hús og löng. Þar fer fram búskapur sem á ekki eins upp á pallborðið hjá yfirvöldum og til dæmis það sem kallað er hefðbundinn búskapur. Kjúklingar eru bústofninn í Sveinbjarnargerði ef einhver skyldi ekki vita það. Kjúklingar, sem eru með vinsælustu sunnudagssteikum hjá venjulegu fólki, eru það sem ræktað er í alifuglabúinu í Svein- bjarnargerði. Þar ráða ríkjum Anný Larsdóttir, norsk að upp- runa og maður hennar Jónas Halldórsson sem kallaður er kjúkl- ingabóndi. Það var auðsótt mál og sjálf- sagt að við fengjum að skoða allt sem snerti kjúklingarækt þegar farið var fram á það við þau ágætishjón Anný og Jónas. Málið var, að frést hafði að búið væri að taka í notkun nýtt og fullkomið kjúklingasláturhús í Sveinbjarn- argerði. Þess vegna lék okkur forvitni á að skoða það. Jónas tók á móti okkur á hlað- inu og bauð velkomin að bænda- sið. Það var ekki um annað að ræða en drífa sig í sláturhúsið því slátrun var að verða lokið. Hún hefst kl. 7.00 á morgnana og er lokið um kl. 10.00. Nýja slátur- húsið er ekkert frábrugðið öðrum húsum á svæðinu að ytri gerð. Þegar inn er komið leynir sér ekki að þarna er vandað til alls frágangs. „Allt er frágengið þannig, að það þoli mikia bleytu og mikinn þvott,“ segir Jónas. Það verður að segjast eins og er að blaðamanni varð ekki um sel þegar hann kom inn í salinn þar sem slátrun fór fram. Þarna stóð stæðilegur ungur maður og aflíf- aði kjúklinga eins og ekkert væri. Menn voru sammála um að það væri ekkert merkilegra að höggva kjúkling en slægja fisk. Enda fórst slátraranum verkið vel úr hendi. Einnig var hann handfljót- ur. Halldór Sigfússon hefur það verk með höndum að aflífa kjúklingana. Hann segir að þetta sé eins og hvert annað verk. „Kannski ívið óþrifalegra.“ Hann hefur unnið nokkuð lengi hjá Fjöreggi eins og fyrirtækið heitir. Þann morgun sem við vor- um þarna hafði hann slátrað um 800 kjúklingum. Það er ekki mik- ið á mælikvarða kjúklingabúsins í Sveinbjarnargerði. Eftir að Halldór hefur höggvið kjúklinginn, er hann látinn í sér- stakt ílát sem sér um blóðtæm- ingu. Þaðan fer fuglinn í ker með sjóðandi vatni. En við það losnar fiðrið af fuglinum. Eftir það tek- ur við hringvinnsla þar sem eru margar hendur er vinna öll þau handbrögð sem þarf til að kjúkl- ingurinn fái það útlit er við, venjulegir neytendur þekkjum. „Allt þetta er unnið á eins stutt- um tíma og mögulegt er,“ segir Jónas. Það er ákaflega mikilvægt að fá kjötið eins fljótt og kostur er í frysti. Það tryggir bestu gæðin.“ Það var líka svo að ekki liðu margar mínútur frá því að Hall- dór handlék kjúklinginn þar til hann var kominn í gegnum alla vinnsluna og beið eftir því að verða settur í neytendaumbúðir. Jónas sagði að ennþá væri unn- ið við gömlu vélarnar, því þær nýju væru á leiðinni. Með þeim nýju væri allt gert til að minnka notkun mannafla við slátrunina. Hins vegar kom í ljós að sú að- ferð sem notuð væri við slátrun í nýjum tækjum væri umdeild þar sem rafmagn væri notað við að aflífa fuglinn. Einnig þyrfti mjög færa menn sem skæru fyrir á hálsi fuglanna. En allt er gert til að hafa vinnsluna eins hreinlega og mögulegt væri. Þessi nýju tæki eru keypt í þeim tilgangi. Það voru margra landa íbúar sem voru við vinnsluna þennan dag. Fyrir utan þessa venjulegu hefðbundnu íslendinga, voru þarna inenn frá Chile og Dan- mörku. „Það er alltaf töluvert af út- lendingum hjá okkur,“ sagði Jónas. Nú vinnur hér fólk frá Chile, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, auk fólks úr Skagafirði, Akureyri og að sjálfsögðu Þing- eyjarsýslum. Um tuttugu manns eru í vinnu hjá Jónasi og Anný um þessar mundir. „Oft eru fleiri en nú, því fólk fór héðan í slátur- hús annars staðar. Það er alltaf einhver rómantík í kringum slát- urtíð,“ segir hann. Nýja sláturhúsið var tekið í notkun 4. október sl. Byrjað var á byggingu hússins fyrir tveimur árum. Kom fram að það hafi ver- ið byggt eftir ströngustu kröfum. Enda var ekki hægt að komast hjá að sjá það, því frágangur var all- ur hinn besti. Aðbúnaður starfs- fólks var líka í þeim flokki. Þegar Jónas og Anný hófu kjúklingarækt í Sveinbjarnar- gerði fyrir rúmum tuttugu árum var búið ekki stórt. Fyrsti kjúkl- ingahópurinn sem þau fóðruðu taldi 300 fugla. Það tók tvo mán- uði að ala hann. Þegar hér er komið sögu er kominn hádegismatur þó klukk- an sé ekki nema 10.00 að morgni. Vinnutíma hefur verið þannig fyrirkomið að unnið er frá kl. Hjónin Anný og Jónas með Sveinbjamargerði í baksýn. Það er enn unnið við gömlu vélarnar í nýja slá Anný Larsdóttir við nýja tölvu sem leysir af h Ricardo Arancibia. L., Ari Fossdal verkstjóri og Bima Harðardóttir unnu við pakkn- ingu strax að lokinni slátmn. 7.00 á morgnana fram til kl. 15.10 á daginn með matarhléi kl. 10.00 og kaffitíma um hálf tvö. Þessi vinnutími hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki. Við förum í mötuneyti starfsmanna. Þar er hæstráðandi dönsk stúlka Kirsten að nafni. Hún dvelur í Svein- bjarnargerði ásamt unnusta sín- um Steen Kristensen. Hann er aðallega við smíðar á búinu en var í slátruninni þennan dag vegna manneklu í sláturhúsinu. Þama kemur Anný kona Jónasar og sest við borðið hjá okkur. Hún svarar spurningum varðandi búið af kunnáttu. Auðheyrt er að hún hefur verið við uppbyggingu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.