Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 11
15. október 1985 - DAGUR - 11 Kvennaáratug lýkur: Listahátíö eyfirskra kvenna og kvennafrídagur Senn líður að lokum kvenna- áratugar Sameinuðu þjóð- anna, en áratugurínn hófst þann 24. október 1975 með kvennafrídegi um land allt. Eyfirskar konur ætla að Ijúka áratugnum á svipaðan hátt, þ.e. með því að eyfirskar konur taki sér frí frá störfum þann 24. október næstkom- andi til að ræða kjör sín og úr- bætur þar sem þeirra er þörf. Til að vekja ærlega athygli á konum og þeirra verkum verða vikurnar á undan ýmsar sýningar á list kvenna, aðallega eyfirskra. Flestar sýningarnar verða síðustu vikuna fyrir kvennafrídaginn, þ.e. 19.-24. okt. Á sýningunum munu konur einnig koma frain og flytja tónlist, lesa ljóð og fremja gjörninga. Má því segja að þetta Eldur í einangrun Um kl. 5:30 á laugardag kvikn- aði í einangrun á útvegg á íbúðarhúsi á Ártúni í Kinn, en það er 40 ára gamalt steinhús. Verið var að vinna að því að setja asfalt á sökkul hússins og var gaslampi notaður við verkið. Klemenz Sigurgeirsson bóndi Ártúni taldi sennilegt að eldur hefði komist að einangrun, sem er torf í veggnum, um sprungu. Kallað var á slökkvilið frá Húsa- verði listahátíð eyfirskra kvenna. Punkturinn yfir i-ið verður svo kvennafrídagurinn sjálfur. Þá verður opið hús í Alþýðuhúsinu' á Akureyri frá kl. 9 um morgun- inn. Þar verður ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks, en hápunkturinn verður fundur um kjör kvenna. Dagskráin vikuna fyrir kvennafrídaginn er á þessa leið: Laugardagur 19. október: Sýning á handavinnu eyfirskra kvenna opnuð í anddyri Iþrótta- hallarinnar kl. 14. Sýningin verð- ur aðeins opin í 2 daga, kl. 14-22, báða dagana. Fjórar myndlistarsýningar kvenna opnaðar kl. 15. í Dynheimum: Samsýning, gjörningar framkvæmdir kl. 17. í Lóni: Samsýning. Þar verður flutt tónlist við opnun. Tónlist verður einnig flutt sunnudag 20. okt. kl. 15 og mánudagskvöld og miðvikudagskvöld kl. 20.30. í Gamla Lundi: Einkasýning Rutar Hansen. Samsýning á lofti. í Lundi verða lesin ljóð eftir konur kl. 16 opn- unardaginn og einnig sunnudag- inn, mánudags- og miðvikudags- kvöld verða einnig lesin ljóð kvenna. Sunnudagur 20. október: Kynning á verkum Kristínar Sigfúsdóttur, á Hrafnagili kl. 14- 22. Fimmtudagur 24. október: Þann dag verður opið hús í Al- þýðuhúsinu á Akureyri frá kl. 9 um morguninn og fram eftir kvöldi. Þar verður fjölbreytt dagskrá allan daginn með þátt- töku kvenna víða úr Eyjafirði. Á dagskránni verður söngur, hljóð- . færaleikur, upplestur, leikþættir, o.fl. o.fl. Kl. 14 verður almennur fundur um kjör kvenna. Úrslit verða til- kynnt í ljóða- og smásagnasam- keppni sem efnt var til á meðal eyfirskra kvenna. Að lokum skal þess getið að í þessari viku stendur yfir sýning Þóru Sigurðardóttur í Dynheim- um. Er sýningin opin fram á fimmtudag og er opin frá kl. 15- 22. Söngfólk Kirkjukór Akureyrarkirkju vantar söngfólk í allar raddir, þó sérstaklega tenór og bassa. Stjórnandi kórsins er Jakob Tryggvason. Æfingar eru á þriðjudagskvöldum. Nánari uppl. veitir formaður kórsins Páll Bergsson í símum 25086 (vinna) 25795 (heima). Notum ljós í auknum mæli — í ryki, regni.þoku og sól. UMFERÐAR RÁÐ AEG frystikistur AEG heimilistæki eru í sérflokki hvað gæði snertir. Áratuga reynsla og frábær þjónusta. AEG tæki á hvert heimili. uam- uy glervörudeild. SiMt (96)21400 vík, en á meðan unnu heima- menn að því að slökkva eldinn með því að bora göt á vegginn með steinbor og dæla vatni undir þrýstingi inn. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en um kl. 1 um nóttina og hafði þá verið fengin loft- pressa frá Húsavík og brotin nið- ur hluti veggsins inn að einangr- un. Skemmdir urðu á húsinu af vatni og reyk, en ekki að fullu ljóst hve miklar að sögn Kle- menzar á sunnudag. IM. Hofsós: Hraöfrystihusiö skilar hagnaði - fjórða árið í röð Allt útlit er fyrir að Hraðfrysti- húsið hf. á Hofsósi muni skila arði þetta árið, og er það þá fjórða árið í röð sem það gerist. Um 40 manns vinna hjá Hraðfrystihúsinu sem á eign- arhlut í Útgerðarfélagi Skag- firðinga. Togarar félagsins leggja einn þriðja hluta hráefnisins upp hjá Hraðfrystihúsinu. Er því ekið frá Sauðárkróki til Hofsóss um 37 kílómetra leið. „Við höfum verið heppin með starfsfólk og ætli það sé ekki stærsta málið í þessu. Hjá okkur hefur unnið fastur kjarni í mörg ár og það hefur mikið að segja,“ sagði Gísli Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins er hann var spurður um hverju helst bæri að þakka það að frysti- húsið skilar nú arði fjórða árið í röð. - mÞÞ Komið strax og gerið bestu kaupin Kemman Glerárgötu 34 • Sími 23504 • Akureyri Markaðurinn byrjaði á mánudag kl. 9 í versluninni Skemmunni Mesta útsala, sem haldin hefur verið á fatnaði á Akureyri í manna minnum.... Buxur - Peysur - Blússur - Skíðabuxur Jakkar - Pils - Skyrtur - Bolir.. Allt á innan við hálfvirði... Engin flík á meira en 500 kr... Allt gæðavara...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.