Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 7
_bækuc 15. október 1985 - DAGUR - 7 ólmi gðmlu bókhaldsaðferðina. þess frá uphafi og fylgst vel með. Hún segir okkur að fyrstu kjúkl- ingarnir sem framleiddir voru í Sveinbjarnargerði hafi farið í Sjálfstæðishúsið. Ekki til að skemmta sér heldur sem fæða ofan í fyrstu gestina sem þangað komu. Þetta var árið 1963. Mikil þróun og framfarir hafa átt sér iturhúsinu. Gufu leggur yfir vinnslusalinn. Myndir: gej. stað á búinu á þessum árum. Nú eru sláturfuglar milli 5 og 6 þús- und á viku. Fyrstu kjúklingarliir sem fóru í Sjallann voru 80 tals- ins og þótti góð sala. Öll framleiðsla er send beint á markað. Það eru um 5 tonn á viku af kjúklingakjöti. Eitthvað verða allir þessir fuglar að borða til að verða stórir og feitir fyrir neytendur. Jú, það eru um 1600 tonn af fóðurvörum sem búið í Sveinbjarnargerði þarf til að ala þann fjölda fugla sem fyllir maga okkar íslendinga. Þegar sagðar eru tölur eins og 5 þúsund fuglar, eða 1600 tonn af fóðri þarf einhverja aðra útskýr- ingu fyrir óvita í þessum málum til að átta sig á staðreyndum. Þess vegna löbbuðum við Jónas í hænsnahúsið að skoða fuglagrey- in sem alin eru til að við mann- fólkið getum haft góðan mat á borðum okkar á tyllidögum. Það er ótrúlegt að koma inn í eitt svona hús. Það er um 70 metra langt, með grindum á báða bóga. Þar er rými skipt niður í hólf sem rúma mörg hundruð fugla. Það eru því um tuttugu þúsund fuglar í einu slíku húsi. En alls .eru um 80 þúsund fuglar á fóðrum á bú- inu. Þetta er stór tala og mikill fjöldi einstaklinga sem þarna er saman kominn. Menn geta ímyndað sér mismuninn á því þegar Jónas og Anný voru að byrja með 300 fugla, eða nú þeg- ar þeir eru um 80 þúsund talsins. Allt það fóður sem þarf til bús- ins er keypt erlendis frá. „Það er ekki framleitt fóður hér á landi sem hægt er að nota, nema fiski- mjöl sem er af svo skornum skammti að það borgar sig ekki að eiga við það. Það mundi verða um 4-5% af allri notkun á búinu, auk þess sem þyrfti að blanda það á staðnum, en allt korn sem við fáum erlendis frá er blandað úti,“ sagði Jónas. Hann sagði okkur sögu sem er einkennandi fyrir ástandið í þessum málum sem mörgum öðrum. Það er nefnilega jafn dýrt að flytja korn- ið frá Kaupmannahöfn til Akur- eyrar, og frá Reykjavík til Akur- eyrar. Fóðurvöruskattur er einnig til- takanlega hár á kjúklingabúum. Fóðurvöruskattur sem búið í Sveinbjarnargerði þarf að borga er um fimm hundruð þúsund á mánuði. „Það er heldur ekki varið vöru- verð á okkar afurðum. þannig að við erum háðir sveiflum á mark- aðinum,“ sagði Jónas. „Árið 1983 var til dæmis mjög erfitt hjá kjúklingabændum. Það var fræga árið þegar allt kjöt var sett á út- sölu. Að öðru leyti gengur þetta vel, enda erum við með gott fólk í vinnu. Hins vegar er óhætt að segja það að samvinna bænda í þessari stétt er afskaplega léleg, þó ekki sé fastar að orði kveðið." - Gott starfsfólk segir þú. Hvernig gengui að fá fólk til starfa? „Það gengur yfirleitt injög vel. Hér er sama fólkið hjá okkur árum saman. Hins vegar eru breytingar í kringum þann tíma þegar skólar eru að byrja. Sá tími er einmitt nú. Þess vegna vantar fólk til starfa hjá okkur í dag. Við höfum leitað til nágrannabæjarfé- laga hér í kring. Það er alls staðar sama sagan, engir eru atvinnu- lausir. Þá er mér spurn, hvar er allt þetta atvinnuleysi sem talað er um reglulega í fjölmiðlum í dag? Þetta er góð spurning. Við höf- um hana til umþenkingar í lok spjalls og heimsóknar í kjúkl- ingabúið Fjöregg í Sveinbjarn- argerði á Svalbarðströnd í Eyja- firði. Við þökkum góðar móttök- ur. - gej Mannlífsskógurinn íslenski er vissulega kjarnaskógur, þrátt fyr- ir marga kalkvistina. En jafnan fer svo að nokkur tré vaxa hátt yfir hin; kann þar hvort tveggja að valda, eðliskostir þeirra og að einhverju leyti umhverfi. Jarð- vegurinn er frjór. 1 dag, hinn 15. október, eru 100 ár síðan eitt þetta kjarnatré skaut rótum meðal vor: Jóhannes Sveinsson Kjarval. Stjórn Kjar- valsstaða réði Indriða G. Þor- steinsson árið 1976 til að rita ævi- sögu meistarans; og liggur verk hans nú fyrir í tveim bindum, hvorki meira né minna en um 600 bls. alls. Vitanlega eru bækur þessar skreyttar fjölda mynda af mönnum og málverkum; þær síðarnefndu hefðu þó mátt vera fleiri. En hér er ekki um beina listaverkaútgáfu að ræða. Það væri vitaskuld ofdirfska að ætla að fella dóm yfir svo viða- miklu verki eftir jafnlítinn undir- búning og ég hefi haft. Ég get þó lýst því sem minni skoðun að höf- undur hafi unnið hér þrekvirki. Að baki þessa verks liggur óhemju vinna við könnun heim- ilda. Um Kjarval hefur verið rit- að meira en um nokkurn annan íslenskan listmálara, m.a. skrif- aði Thor Vilhjálmsson rithöfund- ur forláta bók um hann 1964. Var hún fagurlega myndum prýdd. Þá má nefna formála fyrir öðrum myndabókum Kjarvals og tugi, jafnvel hundruð umsagna um hann og sýningar hans frá fyrstu tíð, heima og erlendis. Þá eru viðtöl við mjög stóran hóp manna er átti samleið með þess- um undramanni. Ekki hefur ver- ið minnsta verkið að lesa allt það sem hann orti, bundið og óbund- ið og velja úr því til birtingar hér. En Indriða er sú listiðja Kjarvals allhugarhaldin, ekki síður en málverkin og kannski um of. í stíl þessa verks verður skáld- sagnahöfundurinn Indriði lítt greindur, jafnvel að maður sakni stundum þeirra fjörtaka í máli sem honum eru lagin. Raunar er hógværð hans einstök í persónu- legri afstöðu; hann lætur Kjarval sjálfan og samferðamenn hans tala. Bókagerðarmanns er að kanna efnivið og vinsa úr hið besta, byggja síðan úr því heil- steypt verk. Hér talar ævisögurit- ari tilgerðarlausum málrómi, orðhagur og háttvís. Hann er svo óeigingjarn að hann nýtir mjög við hóf þær skringisögur sem um Kjarval mynduðust í lifanda lífi; hefðu þær þó án efa aukið líkur á að verkið yrði kallað „skemmti- legt“ aflestrar. Indriði heldur sig við stað- reyndir. Smiðnum sem finnur ilm af efniviðnum tekst hér að láta okkur njóta hans með sér allar síður bókanna. Verkið lýtur lög- málum sígildra íslenskra ævi- sagna: Greind er ætt og uppruni, ævibrautin síðan þrædd eftir öll- um finnanlegum vegvísum. Þjóðinni eru megindrættir í sögu meistarans kunnir. Hann var fluttur fjögurra ára úr for- eldrahúsum í Meðallandinu aust- ur í Borgarfjörð til frændfólks síns, elst þar upp við venjuleg störf til sveita, síteiknandi ein- fari. Fer ungur til sjós á skútur, síðan til náms er leiðir til Lista- akademíunnar í Kaupmanna- höfn, kemur loks heim til ævi- starfsins. En hér ber strax að geta þess, sem ég tel afar mikinn feng: Allir vita að Kjarval giftist danskri konu, rithöfundinum Tove. Þau áttu saman tvö börn en slitu fljótt samvistir. Hér fáum við loks margt og mikið að vita um konu þessa. Hún er hinn gullni þráður sögunnar. Hún unni Kjarval alla tíð og vann honum margt til þrifa erlendis. Þau skildust að sem iíkamar, bjuggu saman sem sálir. Enginn veit hve djúpan bláma, mikla heiðríkju og viðkvæman streng hún á í óviðjafnanlegum lista- verkum þessa fjölhæfa snillings. Það gleður mig mjög að finna þessa huldukonu hér í veru- leikanum. Kjarval var ótrúlega marg- slungin persóna: Hann var al- skyggn á þetta blessaða land okk- ar og mannlíf þess; enda varð það allt leiksvið hans og fyrir- mynd. Hann kenndi okkur vissu- lega að lesa umhverfi okkar opn- ari huga. Sú arfleifð er hann skildi eftir skal stolt okkar og auður. Það má einnig vera stolt okkar 'nú hve fljótt samferða- menn hans sáu hver hann var og hve margir studdu hann og unnu honum. Indriði drepur að vísu oft á féleysi hans framan af; en Kjarval gegndi ekki þeirri norn, fátækt. Innri auðurinn var svo ríkulegur. Allir sem studdu hann gerðu það af aðdáun á þeim auði, ekki aumkvan. En skap hans leyfði honum ekki að vera ann- arra skuldunautur. Hann galt allt tvöfalt sem gefið var þegar hann mátti. Og nú er hvert verk hans best lausafé þeim er festu hönd á, þó þau færðu honum aðeins að- dáunina lengi vel, að nokkru marki. Þreyttur maður lagðist þessi snillingur til hvíldar eftir langan vinnudag. Skyldi ekki rithöfundurinn Indriði örtaka orðinn eftir átta til níu ára starf við að tengja saman alla þræði þessarar ævisögu? Svo er hún margvís. Það þótti ekki öllum sem Ind- riði G. Þorsteinsson væri rétti maðurinn til að rita sögu meist- ara Kjarvals er hann var ráðinn, hann væri enginn listfræðingur. Hann gerir heldur enga tilraun til að leika slíkan hér á bókarsíðum, tjá okkur hvernig eigi að meta mynd, hvað sé í henni að finna. Og það er þakkarvert. Sá er skoðar mynd á að sjá hana með eigin augum, ekki annarra. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, skrifar formála að verkinu. Nafnaskrá fylgir og koma þar rúmlega 560 menn við sögu. Segir það ekki sitt um við- fangsefni höfundar? Bækurnar eru þokkafullar frá forlagsins hálfu og hönnuðar, Hafsteins Guðmundssonar, hefðu þó gjarnan mátt vera í stærra broti vegna myndanna. Kristján frá Djúpalæk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.