Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 15.10.1985, Blaðsíða 9
15. október 1985 - DAGUR - 9 __íþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson „Það vantar fjölbreytileika og leikgleði í handboltann í dag“ - segir Pálmi Pálmason þjálfari Völsungs Pálmi Pálmason er nafn sem flestir áhugamenn um hand- bolta þekkja. Pálmi er gamall refur í handbolta og lék hér á árum áður bæði með Fram og Iandsliðinu, eða þangað til hann fluttist til Húsavíkur árið 1977, en þá tók hann sér frí með þeirri undantekningu þó að hann lék nokkra leiki með Fram 1978 og flaug þá í leiki suður. Pálmi hefur nú tekið skóna fram að nýju og er far- inn að þjálfa og leika með Völsungi í 3. deildinni í hand- bolta. Dagur hafði samband við Pálma og spurði hann fyrst hve- nær hann hafi byrjað að æfa handbolta. „Ég hóf minn feril hjá Fram 9 ára gamall en gekk síðan í Ár- mann eftir eins árs dvöl í Fram og lék með þeim í nokkur ár en var svo lánaður til Fram árið 1968 þá í öðrum flokki og fór með þeim til Noregs í keppnisferð og gekk síðan til liðs við Fram þegar heim var komið.“ - Varstu þá skólaður til í ferð- inni? „Já, þetta var gert af þeim með nokkurri útsjónarsemi, ég spilaði síðan með Fram til 1977 eða þangað til ég fluttist norður, að vísu spilaði ég nokkra leiki með Fram í fallbaráttunni 1978 og flaug þá suður í leiki. Svo í kring- um 1980 lék ég með Þór þegar Arnar Guðlaugsson þjálfaði þá og núna í sumar skipti ég yfir í Völsung." - Nú lékst þú nokkra lands- leiki fyrir íslands hönd. „Ég lék með landsliðinu á ár- unum ’75-’76 en þó aðallega ’76 og urðu þeir alls 11 á þessum árum. Árið ’75 var Viðar Símon- arson þjálfari en þeir Birgir. Björnsson og Karl Benediktsson árið eftir og það ár fór ég með landsliðinu til Bandaríkjanna í keppnisferð. Síðan árið eftir flyt ég til Húsavíkur eins og ég sagði áðan og hætti að æfa að mestu leyti og þar með var landsliðssæti úr sögunni.“ - Finnst þér mikill munur á handbolta í dag og þegar þú lékst með Fram og landsliðinu? „Að mínu áliti er handboltinn ekki eins góður í dag og hann var þegar ég var að koma upp í meistaraflokk fyrir . nokkuð mörgum árum, þegar menn eins og Ingólfur Óskarsson, Gunn- laugur Hjálmarsson, Guðjón Jónsson, Ragnar Jónsson, Birgir Björnsson, Órn og Geir Hall- steinssynir svo einhverjir séu nefndir, voru upp á sitt besta. Strákarnir í dag eru stórir og sterkir og mjög skotfastir en það vantar alveg snjalla menn sem geta skotið af gólfi því oft eru varnarmenn og þá sérstaklega í landsleikjum 2ja metra menn sem erfitt er að skjóta yfir. Þetta eru allt upphopparar í dag. Einn- ig finnst mér vanta þessa leik- gleði og fjölbreytileika í hand- boltann í dag eins og var þegar þessir karlar voru hvað bestir sem ég taldi upp hér áðan. Nú er líkamlega þjálfunin sennilega meiri í dag en nokkurn tíma áður og því má spyrja sig hvers vegna það skilar sér ekki í betri bolta, því eins og ég sagði þá finnst mér boltinn ekki eins góður og hann var.“ - Hvernig finnst þér svo að vera byrjaður aftur í handbolta? „Gaman, en erfitt.“ - Er þetta frumraun þín sem þjálfari? „Nei, ég þjálfaði yngri flokka Fram og einnig meistaraflokk kvenna hjá Fram og urðu þær ís- landsmeistarar utanhúss undir minni stjórn hér á Húsavík 1973. Síðan þjálfaði ég hér á Húsavík 2. flokk kvenna og einnig meist- araflokk kvenna sem fór á lands- mótið í Keflavík nú síðast, þann- ig að ég hef þjálfað töluvert áður.“ - Ertu bjartsýnn á gengi Völsungs í 3. deildinni í vetur? „Já mjög, ég er virkilega ánægður með strákana miðað við aðstæður, t.d. var okkar fyrsti leikur í íslandsmóti önnur spilæf- ing liðsins, við töpuðum í þeiin leik og einnig fyrir Selfossi fyrir sunnan í næsta leik á eftir mjög naumlega þar sem úthaldið brást öðru fremur. En við eigum eftir að láta að okkur kveða í vetur, það er öruggt. Mórallinn er mjög góður og það er mikið atriði í öll- um íþróttum.“ 1 1 STAÐAN 13 . deild Staðan í 3. deild íslandsmóts- ins í handknattleik i eftir leiki helgarínnar i er þessi: Skallagrímur - Ögri 26:12 UFHÓ - Selfoss 30:30 Reynir - IA 24:24 Fylkir - IBK 20:21 IH - Týr 25:24 UMFN - Týr 20:25 ÍA 3 2-1-0 74: 56 5 Þór 3 2-1-0 70: 55 5 ÍBK 2 2-0-0 60: 32 4 Seifoss 3 1-2-0 97: 85 4 UMFN 3 2-0-1 87: 80 4 ÍH 3 2-0-1 85: 83 4 Týr 4 2-0-2: 100: 80 4 Reynir 2 1-1-0 40: 37 3 Völsungur 3 1-0-2 76: 75 2 Skallagr. 3 1-0-2 62: 75 2 UFHÓ 4 0-1-3 106:130 1 Fylkir 2 0-0-2 33: 37 0 Ögri 3 0-0-3 35: 93 0 - Eitthvað að lokum, Pálmi? „Það vakti athygli mína í þess- ari suðurferð okkar á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði sem hafa góð íþróttahús inni í miðjum bæ hversu fáir áhorfend- ur mættu til þess að hvetja sín lið, þeir voru teljandi á fingrum ann- arrar handar. Aftur búum við við það hér að áhorfendur þurfa að koma á leiki með okkur og hér um daginn þegar við spiluðum við Þór var fullt af fólki frá Húsa- vík sem hvatti okkur óspart og var mjög góð stemmning í hús- inu. Mér finnst það alveg einstakt með • þetta fólk hér á Húsavík hvað það er líflegt og vakandi og styður okkur og styrkir á einn eða annan hátt,“ sagði Pálmi að lokum. keyra um 40 km í Lauga til að' Námsflokkar Akureyrar í vetur veröur boðið upp á nokkur stutt tölvu- námskeið, m.a. í almennri tölvunotkun, rit- vinnslu, forritun o.fl. Innritun er í síma 23151 milii kl. 15 og 17 mið- vikudag, fimmtudag og föstudag. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. __________________|| Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. u Hraðlestrarnamskeið á Akureyri Viltu auðvelda þér námið og vinnuna? Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu bæta náms- og vinnutækni þína? Viltu margfalda lestur þinn á fagurbókmenntum? Viltu auka frítíma þinn? Ef svörin eru játandi, þá skaltu drífa þig á næsta hraö- lestrarnámskeið sem hefst laugardaginn 19. október. Skráning á kvöldin kl. 20-22 í síma 91-16258. HRAÐLESTRARSKÓLINN -14 sekúndur. Hugbúnaðarkynning á Norðurlandi Við sölumenn Hugar sf. ætlum að sækja ykkur Norðlendinga heim til að kynna: Micro- SaFeS framleiðslustýringuna Rhombus verkbókhaldskerfið Hug-telex samskiptahugbúnaðinn BOS viðskipta- og skrifstofuhugbúnaðinn Við verðum á Hótel Húsavík þriðjudaginn 15. okt. frá kl. 13-18 og í Sjallan- um Akureyri miðvikudaginn 16. okt. á sama tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.