Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 1
 feaffld Sæljónið EA-55 sökk undan Siglunesi í gær: Hvarf í djúpið á hálfri mmútu Mannbjörg varð Sæljónið EA-55, 60 tonna tré- bátur frá Dalvík, sökk í gær, 25 mflum norður af Siglunesi. Þrír menn voru um borð og björguðust þeir allir yfir í Bjarma EA-13, sem kominn var þeim til aðstoðar. Skipverjar á Sæljóninu EA-55 urðu varir við að leki var kominn að bátnum um kl. 13.30 í gærdag, en hann var þá á togveiðum. Þeir Skóverksmiðjan Strikið: 4000 pör á tveimur mánuðum - „gengið betur en við bjuggumst við,“ segir Haukur Ármannsson „Þetta hefur gengið miklu bet- ur en við bjuggumst við í upp- hafi,“ sagði Haukur Armanns- son framkvæmdastjóri Skó- verksmiðjunnar Striksins á Akureyri. Haukur og félagar tóku við rekstrinum fyrir tveimur mánuðum. Á þessum tveimur mánuðum hefur Strikið selt tæplega 4000 pör af skóm og eru þeir með markað um land allt. Með nýjum eigendum var skipt um fram- leiðslunafn, gamla Actnafnið var grafið og ný tóku við. Þar má nefna Nico og Nicola herra- og dömuskó og Mountan og Everest kuldaskó. Haukur sagði að á þeim tíma sem Strikið hefði starfað væri búið að vinna talsverðan markað sem tapast hafði og var hann ánægður með árangurinn. Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá skó- verksmiðjunni, „enda myndum við staðna ef þeirra væri ekki leit- að,“ sagði Haukur. Nú vinna 39 manns hjá verksmiðjunni. mþþ höfðu þegar samband við Bjarma EA-13, sem einnig var á togveið- um, 5-6 mílum sunnar, og báðu skipverja að vera viðbúna að koma þeim til aðstoðar. Hálftíma síðar tilkynntu þeir að lekinn hefði aukist og þeir væru búnir að hífa veiðarfærin. „Um fjögurleytið vorum við beðnir að fara til móts við Sæl- jónið, en þá var um það bil míla á milli bátanna“, sagði Arngrím- ur Jónsson, skipstjóri á Bjarma, í samtali við Dag í gærkvöld. Var þá kominn mikill sjór í vélarrúm Sæljónsins og vélin farin að hiksta. Að sögn Arngríms var Bjarmi kominn á vettvang þegar vél Sæljónsins stöðvaðist. Það var um klukkan 5. Þá var lekinn orð- inn það mikill að skipverjar á Sæljóninu sáu sér ekki annað fært en að fara yfir í Bjarma. Sæljónið var síðan tekið í tog en skömmu síðar slitnaði vírinn. Þá var snúið við og tveir skipverja fóru aftur yfir í Sæljónið og komu sverari vír fyrir. „Þeir voru rétt komnir yfir í Bjarma aftur, þegar Sæljónið lagðist á hliðina. Hálfri mínútu seinna var báturinn horfinn", sagði Arngrímur. Hann sagði að björgunin hefði í alla staði tekist vel, þótt veður hafi verið slæmt á þessum slóðum, 6 til 7 vindstig. Bjarmi kom inn til Dalvíkur um miðnætti. Gert er ráð fyrir að sjópróf fari fram í dag. BB. Slátran á Dalvík lauk í gær I gær lauk almennri slátrun fjár í Sláturhúsinu á Dalvík. Þarna má segja að um þáttaskil sé að ræða, því óvíst er um framtíð sláturhússins og alls ekki öruggt að nokkurn tíma verði slátrað þar á ný. í dag verður síðan hafist handa við að farga riðufé Svarfdælinga, en skrokkar þess verða urðaðir. Vegna riðunnar verður öllunt geitum á svæðinu sömuleiðis slátrað í haust. Þegar ljós- myndari Dags kom við á sláturhúsinu í gær, rakst liann m.a. á Þórarin Jónsson frá Bakka, sem hér er e.t.v. að rista eina af sínum síðustu kindum. Hann er einn elsti starfsmaður hússins og hefur sömuleiðis starfað einna lengst. Mynd: TLV Ferðamenn í Mývatnssveit: Vaxandí áhugí á sölu vetrarferða Leiðinlegt veður seinni partinn í sumar setti strik í reikning Mývetninga hvað ferðamanna- straum varðar. Undanfarið hefur verið leiðindatíð í sveit- inni og veðrið var ekki sérlega skemmtilegt. stóran hluta ágústmánaðar. Vaxandi áhugi er fyrir vetrarferðum til Mývatnssveitar og binda menn vonir við sölu á slíkum ferðum til útlendinga. í vetur er fyrirhugað að halda áfram með dagskrá Ferða- málafélags Mývatnssveitar frá fyrra vetri og bjóða upp á vetrar- ferðapakka til sveitarinnar. Nú er unnið að því að markaðssetja slíkar vetrarferðir, þar sem boðið er upp á vélsleðaferðir og dorg- veiði og m.a. er verið að kanna sölu slíkra ferða í Bandaríkjun- um, Frakklandi og Þýskalandi auk Norðurlandanna. Arnþór Björnsson hótelstjóri á Hótel Reynihlíð sagði um sumar- ið að um miðjan ágúst hefði botninn dottið úr ferðamanna- straumi til sveitarinnar. Gistinæt- Tangi hf. á Vopnafirði: Sfldin ljósi punkturiim í tilvenmni - 25 milljón króna hagnaður síðasta árs að étast upp Eins og fjölmörg önnur fisk- vinnslufyrirtæki á Tangi hf. á Vopnafirði í miklum rekstrar- erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á, en menn binda vonir við að síldarvertíðin muni að einhverju leyti bæta slæma stöðu fyrirtækisins. Engar uppsagnir eru þó fyrirhugaðar hjá Tanga og hráefnisskortur háir fyrirtækinu ekki. Tveir bátar eru nú að búa sig undir síldveiðar sem hefjast eftir helgina, en það eru Lýtingur 215 tonna bátur sem verið hefur á rækju og Sigþór frá Húsavík. Á síðustu vertíð var saltað í 13.200 tunnur hjá Tanga og vonaði Pét- ur Olgeirsson framkvæmdastjóri að magnið yrði svipað nú. „Síld- veiðarnar eru eini ljósi punktur- inn í tilverunni," sagði Pétur. Tangi hefur verið með stærstu síldarsöltunarfyrirtækj um lands- ins undanfarin ár. Á síðasta ári skilaði Tangi 25 milljón króna hagnaði, en hann er svo gott sem uppurinn. Fyrstu átta mánuði þessa árs hefur jafnt og þétt gengið á eigið fé fyrir- tækisins og tugi milljóna vantar inn í reksturinn til að endar náist saman. Jafnvel þó að síldveiðar gengju þokkalega og gott verð fengist fyrir síldina sagði Pétur að rnikið vantaði upp á til að rétta dæmið af. Á milli 150 og 170 manns eru á launaskrá hjá fyrirtækinu og sagði Pétur að uppsagnir væru ekki inni í myndinni. „Það er alveg klárt mál, uppsagnir á stað sem þessum eru ekkert annað en dauðadómur.“ Kvótastaða fyrirtækisins er góð, Brettingur á eftir 1325 tonn af kvóta, þar af 570 tonn af þorskkvóta og Eyvindur Vopni á 130 tonna þorskkvóta eftir. Smábátarnir hafa undanfarin ár lagt upp á milli 350 og 400 tonn af fiski hjá fyrirtækinu síðustu þrjá mánuði ársins. mþþ ur á hótelinu væru nokkuð færri í ágúst ef miðað væri við sama tíma í fyrra. Matsölu sagði hann verulega minni síðasta mánuð sumarsins miðað við það síðasta og nefndi að um 1400 færri matarskammtar hefðu verið seld- ir nú. Júní- og júlímánuð sagði hann hafa komið svipað út og sömu mánuði á síðasta ári. Arnþór sagði að íslendingar hefðu verið minna á ferðinni í sumar en oft áður og nefndi veð- ur og verðlag sem aðalskýringu. Jón Illugason hjá Eldá í Mývatnssveit sagði að júní hefði verið heldur slappur hvað varðar ferðamenn í sveitinni, en úr hefði ræst þegar kom fram í júlí, enda hefðu margir lagt leið sína í sveit- ina í kjölfar umbrota við Kröflu. Hann tók í sama streng og Arn- þór og taldi að veðrið hefði haft veruleg áhrif á ferðamannakom- ur til sveitarinnar. Útlenda ferða- menn kvað Jón stjórnast æ meir af veðurfari er þeir skipuleggja ferðalög sín, en það hefði ekki verið mjög áberandi áður. Skýr- ingu þar á sagði hann einkum þá að útlendingar ferðuðust í síauknum mæli á eigin vegum. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.