Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 7
6.ðÖRfóbéföf9e82--Dfc&Öfe£- 79 Blönduós: Nýtt og rúmgott pósthús tekið í notkun Síðastliðinn föstudag bauð Póstur og sími til vígsluhátíðar á nýju pósthúsi sem risið er að Hnjúkabyggð 32 á Blönduósi. Húsið er 355 fm að stærð og er heildarkostnaöur við byggingu þess með fullfrágenginni lóð tæpar 30 milljónir klróna. Starfsemi póstafgreiðslunnar hófst í nýja húsinu á mánu- dagsmorguninn. Jósef S. Reynis, arkitekt teikn- aði húsið en verkfræðiteikningar annaðist Rafteikning hf. og Almenna verkfræðistofan hf. Framkvæmdir hófust við bygg- inguna síðla árs 1986 en þá sá Þorvaldur Evensen á Blönduósi um að undirbúa grunn hússins. í maímánuði 1987 var bygging hússins boðin út og var samið við Fjarðarsmiðjuna hf. í Garðabæ. Yfirsmiðir voru Gunnar Jensson og Sigurjón Pálsson. Pípulagnir og verktakar hf. á Blönduósi önnuðust pípulagnir undir stjórn Jóhannesar Péturssonar og Stefán Steingrímsson sá um raf- lagnir fyrir hönd Vélsmiðju Hún- vetninga. Innréttingar í húsinu eru frá verkstæði Pósts og síma og sá Halldór G. Stefánsson um uppsetningu þeirra. Umsjónarmaður með byggingu Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma athendir Sigurði Her- mannssyni póstmeistara lykilinn að nýja húsinu. Nýja pósthúsið stendur á góðum stað í bænum. Starfsfólk pósthússins ásamt Ársæli Magnússyni umdæmisstjóra. hússins var Einar Evensen, húsa- smíðameistari á Blönduósi. í nýja pósthúsinu eru 160 pósthólf. Húsið er mjög rúmgott og sýnilega byggt fyrir vaxandi starfsemi í framtíðinni. Auðheyrt var á starfsfólki pósthússins að það var mjög ánægt með nýja húsið enda hljóta viðbrigðin að vera mikil þar sem gamla póst- húsið var orðið mjög úrelt sent von er því það var tekið í notkun sem pósthús og símstöð árið 1946 en var byggt 1925. Bréfhirðing var fyrst á Blönduósi á árununt 1882 og 1883 en lagðist svo af fram til árs- ins 1899 af einhverjum ástæðum. Þann 1. maí 1899 var póst- afgreiðsla opnuð á Blönduósi og Blöndósingar voru á undan sinni samtíð með að sameina starfsemi Pósts og síma. Það gerðist árið 1930 en þann 1. apríl það ár var Karl Helgason ráðinn póstmeistari og símstöðvarstjóri á Blönduósi. Núverandi póstmeistari á Blönduósi er Sigurður Her- mannsson. Hann tók við því starfi þann 1. jan. 1987 af Haraldi Jónssyni sem þá hafði verið póst- meistari á Blönduósi um 30 ára skeið. Tólf ntanns vinna nú hjá Pósti og síma á Blönduósi. fh Verðkömum NAN N.A.N. lagði leið sína á hjólbarðaverkstæði bæjarins, þar sem vetur nálgast óðfluga og kannaði verð á vetrarhjólbörðum með nöglum. Könnun sem þessi getur ekki orðið nákvæm, þar sem gæðamunur getur verið á hinum ýmsu tegundum vetrardekkja. Höldur sf. selur ný vetrardekk undir merkjum Firestone og Michelin og sóluðu dekkin eru frá Sólningu og Norðdekk. Dekkjahöllin selur ný vetrardekk frá Firestone og fl. og sóluðu dekkin eru frá öllum innlendum aðilum og einnig erlend. Hjólbarðaþjónusta Heiðars selur ný vetrardekk frá Continental, Goodyear og Michel- in. Sóluðu dekkin eru frá Sólningu og Norðdekk. Hjólbarðaþjónusta Tómasar Eyþórssonar selur ný vetrardekk frá Firestone, Arouroa og Bridgestone og sóluðu dekkin eru frá Norðdekk. Smurstöðin Shell-Olís er með ný vetrardekk frá Ohtsu og sóluð Norðdekk. Hjólbarðaþjónusta KEA selur sóluð vetrardekk frá Norðdekk. Gúmmívinnslan hf. selur ný vetrardekk frá Firestone og Kleber og sóluðu dekkin eru frá Sólningu. Umfelgun hvort sem viðskiptavinur tekur undan eða verkstæði og sömuleiðis jafnvægisstillingin, þá er verðið miðað við eitt dekk. Skrifstofutími N.A.N. er breyttur frá 1. október, skrifstofan er opin alla virka daga frá 9-13 og símatími er sömu daga frá 11-13. Vetrardekk með nöqlum. Höldur s. f. Dekkja- höllin Hjólbarða- þjónusta Heiðars Hjólbarða- þjónust Tómasar Eyþórss Smurstöð Shell-Olis Hjólbarða- þjónusta KEA Gúmmi- vinnsl 12" 155x12 Nýir hjólbarðar 3177.- 3290.- 3300.- 2730.- 12" 155x12 Sólaðir hjólbarðar 2956,- 2970.- 3015.- 3015.- 3015.- 3015.- 2810.- 13" 165x13 Nýir hjólbaróar 3815.- 3500.- 3780 .- 3680.- 3065.- 13" 165x13 Sólaðir hjólbaröar 3227 .- 3175.- 3220.- 3225.- 3225.- 3225.- 3015 .- 14" 175x14 Nýir hjólbarðar 4542.- 3750.- 3900.- 4150.- 3850.- 14" 175x14 Sólaðir hjólbarðar 3631.- 3645.- 3650.- 3650.- 3655.- 3625.- 3420 .- 15" 165x15 Nýir hjólbaróar 4227 .- 4070 .- 15" 165x15 Sólaðir hjólbaróar 3661.- 3690.- 3730.- 3735.- 3650.- 3655.- 3450.- 12" Slöngur 560.- 600.- 500.- 600.- 620 .- 600.- 13" Slöngur 650.- 650.- 600.- 650.- 650 .- 650.- 650.- 14" Slöngur 736.- 700 .- 750.- 800.- 700 .- 795.- 650.- 15" Slöngur 668.- 750.- 700,- 800.- 750.- 650.- 715.- Umfelgun ef viðskiptavinur tekur undan 300.- 300.- 310.- 300.- 300.- 310.- 310.- Umfelgun ef verkstæðið tekur undan 300.- 455.- 460.- 450 .- 450.- 465.- 465.- Jafnvægisstilling 300.- 300.- 300.- 300.- 300 .- 310.- 310.- Hvaó eru margir naglar i dekki '78-100 80-100 80-90 70-100 78-96 80-90 60-80 Hvað kostar naglinn 8.- 8.- 8.- 8.- 8.- 8.- 8.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.