Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 6. október 1988 6. október 1988 - DAGUR - 9 veig leggur áherslu á að fólk stundi teygjur sjálft við öll tæki- færi, s.s. eftir sund, skokk og aðra áreynslu. Sumir klykkja síðan út með því að fara í gufubað eða nuddpott áður en þeir fara í sturtu og slaka á, jafnvel yfir kaffisopa. Eftir þessa törn koma menn endurnærðir heim, þrátt fyrir erfiðan vinnudag. Ungir piltar voru áberandi í Vaxtarræktinni í íþróttahöllinni þegar blaöanienn komu á staðinn, enda mæta þeir yfir- leitt fyrr á daginn en aðrir aldurshópar. Mynd: gb a - segir Sigurður Gestsson Vaxtarræktin í íþróttahöllinni er líkamsræktarstöð í eigu Sigurðar Gestssonar. Sigurður er kunnur vaxtarræktarkappi og hefur hann orðið íslands- meistari í greininni, þannig að það er auðsótt mál að leita til hans með fyrirspurnir sem lúta að vaxtarræktinni. Enda eru lærisveinar hans margir. - Er þetta sérhæfð stöð fyrir keppnisfólk í vaxtarrækt? „Nei, hún er fyrir allan almenning. Keppnisfólkið í vaxtarrækt sem er á Akureyri æfir þó hérna, en það er ekki nema um I0% af fólkinu sem sækir stöðina. Þetta er almenn líkamsrækt." - Ef ég hyggst hefja líkams- rækt hjá þér, hvað á ég þá að gera? „Þú mætir bara á staðinn. Fyrst ferðu í gegnum upphitun, síðan taka við tækjaæfingar og byrj- endur eru u.þ.b 45 mínútur að fara í gegnum æfingarnar. Svo eru teygjur á eftir. Það er mikið um endurtekningar í byrjenda- prógramminu, þannig að þeir fá þyngdir sem þeir ráða við 10-15 sinnum." - Er markmiðið að ná til sem flestra vöðva? „Já, í þessum æfingum nær maður til allra vöðva sem á ann- að borð er hægt að ná til í æfing- um. Þetta er virkasta líkamsrækt- arformið hvað vöxt varðar, það er ekkert sem virkar betur á vöxt en tækjaæfingar. Þú nærð nánast til allra vöðva líkamans og þú ert með þyngdir sem þér henta hverju sinni. í allri leikfimi ertu bara með eina þynd, þína eigin líkamsþyngd, en í tækjum ertu með minni eða meiri þyngdir eft- ir því sem best hentar hverju sinni.“ Lyfta, pumpa, toga, teygja. Mikið úrval æfingatækja er í líkamsrækt- arsal Sigurðar. Mynd: gb Þrisvar í viku - Sækir fólk á öllum aldri í vaxtarræktina? „Já, en því miður finnst mér vanta meira af fullorðna fólkinu. Flestir eru á aldrinum 16-30 ára en ég vil sjá miklu meira af fólki eldra en þetta því í rauninni eru engin aldurstakmörk í líkams- ræktinni. Ég vil meina það að þörfin aukist frekar en hitt með aldrinum." - Hvaða markmið hcfur fólk sem hingað kemur? „Það er auðvitað misjafnt. Flestir eru að sækjast eftir betri heilsu, en margir eru líka að sækjast eftir félagsskap. Ég held að flestir hafi þó það markmið að bæta vöxtinn." - Hve oft þarf maður að æfa til að ná því markmiði? „Það er einstaklingsbundið, en ég tel tvær æfingar í viku of lítið. Menn þurfa að taka verulega á ef æfingarnar eiga að skila sér af einhverju viti. Þrjár æfingar í viku er lágmarkið að mínu mati, ef áþreifanlegur árangur á að nást. Mataræðiö er líka gífurlega stór þáttur í æfingaprógramm- inu." - Getur fólk fengið einhverjar ráðleggingar í þeim efnum hjá ykkur? „Já, almenningur getur leitað endalaust til okkar hér sem höf- um reynslu af vaxtarrækt. Síðan erum við með sérstakt byrjenda- námskeið fyrir karla og þar fá þeir ráðleggingar varðandi mataræði eftir því sem þeir óska eftir. Einar Guðmann er með þessi byrjendanámskeið og hann er mjög klár í þessum fræðum." Erfítt að drífa sig af stað - En hvað með þátttöku kvenna? „Hún er oft mjög góð og við erum líka með sérstaka kvenna- tíma. Þetta höfðar ekki síður til þeirra. Ég er kannski hlutdrægur, en ég segi að tækjaæfingar séu langbestar fyrir vöxtinn. Mann- eskja sem leggur hart að sér getur gjörbreytt vextinum á tiltölulega skömmum tíma. Þetta gerist ekki af sjálfu sér, það þarf hörku til. Sumir mæta í líkamsrækt aðeins til að friða samviskuna og rúlla í gegnum þetta átakalítið. Það skilar engu." - Er ekki mikið átak fyrir suma að drífa sig af stað? „Jú, það virðist vera heilmikið mál að hafa sig af stað í líkams- rækt. Fullorðna fólkið heldur kannski að þetta sé bara fyrir yngra fólkið, en það er auðvitað misskilningur. Ég hef unnið á fjölmennum vinnustöðum í gegn- um tíðina og þekki því marga og þegar ég hitti gamla vinnufélaga á götu úti er þetta það fyrsta sem þeir tala um, að þeir verði að fara að drífa sig í líkamsrækt. Þeir þögn í 30 sekúndur og fólkið hvílir sig. Þetta er endurtekið og stendur yfir í hálftíma. Hina dag- ana standa æfingarnar lengur yfir og hléið er styttra. Þetta er meira puð og meiri þjálfun fyrir hjarta og blóðrás en tækjahringurinn." „Reynum að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma“ Veggboltinn á Bjargi er nýjung sem vakið hefur mikla athygli, m.a. eru Reykvíkingar mjög hrifnir af sölunum og vilja halda þar mót. Fyrsta mótið verður haldið 21.-22. október og er það opið mót. Sólveig sagði að vegg- tennis væri skemmtileg íþrótt og góð til að auka þrek og snerpu. Hún sagði að boðið væri upp á hrömun Sigurður Gestsson fylgist hér vel með æfingum eins af yngri lærisveinunum. Mynd: GB ætla að koma en síðan virðast þeir ekki hafa kjark til að taka fyrstu skrefin. Ég held þó að fordómarnir séu nánast horfnir, kannski einn og einn púki sem ekki þorir og þarf að hafa eitt- hvað á móti þessu sjálfs sín vegna. Fólk finnur það eftir að hafa komist í gegnum fyrstu erfiðleikana, strengi og þvíum- líkt, hvað þetta gerir því gott." „Líkamsrækt hægir á eHinni“ Og Sigurður heldur áfram: „Fólk er farið að vinna þannig störf að það þarf á líkamsrækt að halda. Þar á ég ekki bara við kyrrsetu- störf á skrifstofu því í iðnaði eru tækin farin að vinna mikið af erf- iðari störfum og hreyfingar manna því einhæfari. Líkams- Líkamsrækt er fyrirbyggjandi aðgerð og getur komið í veg fyrir atvinnusjúkdóma, segir Sólveig Þráinsdóttir sjúkra- þjálfari. Mynd: TLV - segir Sólveig Þráinsdóttir sjúkraþjálfari Líkamsrækt hefur notið vax- andi vinsælda á síðustu árum og nú er svo komið að allflestir stunda hana í einhverjum mæli. Ýmsar tegundir líkams- ræktar eru í boði, hvort sem það eru hefðbundnar íþróttir, leikfimi, sund, eróbikk og svo mætti lengi telja, en sumir hafa þó alltaf tengt hugtakið líkamsrækt við þrektæki og lóð. En hvað er þá vaxtarrækt? Til að fræðast um líkamsrækt í tækjasölum gripum við til þess ráðs að heimsækja Líkams- ræktina á Bjargi og Vaxtar- ræktina í Iþróttahöllinni á Akureyri. Fyrst hittum við að máli Sólveigu Þráinsdóttur, sjúkraþjálfara á Bjargi. - Segðu mér fyrst Sólveig, hvernig á maður að bera sig að því að byrja í líkamsrækt hjá ykkur? „Sá sem er að byrja þarf að panta fyrsta tímann. Hann ersíð- an skoðaður og tekið á honum einfalt þrekpróf. Eftir það fær hann prógramm við sitt hæfi og eftir fyrsta tímann getur hann mætt þegar honum hentar, seinnipartinn á daginn, og það er alltaf sjúkraþjálfari á staðnum sem leiðbeinir fólki og fylgir því eftir. Við kennum því æfingar og teygjur og útskýrum hvers vegna það er að gera tilteknar æfingar. Þetta einfalda þrekpróf sem við tökum í upphafi gefur okkur hugmynd um hvernig viðkom- andi er á vegi staddur. Eftir nokkrar vikur er sjálfsagt að fara fram á að prófið verði endurtekið til að ganga úr skugga um hvort einhverjar framfarir hafi átt sér stað. Það er dálítið misjafnt hvað við leggjum áherslu á, enda Iíkamsástand fólks mismunandi, Á Bjargi hefst æfingahringurinn nieð upphitun á þrekhjóli. Mynd: TLV en hver fær prógramm við sitt hæfi. Við brýnum fyrir fólki að fara rólega af stað og auka smám saman við sig." Upphitun, æfíngar og teygjur Líkamsræktarsalurinn á Bjargi er greinilega vinsæll heilsubótar- Ofurlítil samhjálp er nauðsynleg í hinum margvíslegustu tækjum. Mynd: GB ræktin er engin bóla, áhuginn vex stöðugt, og hún verður alltaf til staðar þótt kannski taki hún ein- hverjum formbreytingum. Tækjaæfingarnar eru eitt það þægilegasta sem menn fara í. Til dæmis í þessari stöð mætir þú hvenær sem þér hentar eftir klukkan hálf fimm á daginn, en í hópíþróttum ertu öðrum háður." - Geturðu dregið saman helstu kosti líkamsræktar? „Fyrir utan það að bæta útlit og heilsu þá hægir líkamsræktin verulega á allri hrörnun. Það hef- ur sýnt sig að þetta hægir á ell- inni, þannig að það er til mikils að vinna. Þetta örvar starfsemi líkamans og flýtir fyrir endurnýj- un. Ég hef t.d. séð fólk í líkams- ræktarstöðvum í Bandaríkjunum sem er kannski orðið 50-70 ára gamalt, en það er í alveg ótrúlega góðu formi. Ég vil því endilega hvetja allt fullorðið fólk til að hafa sig af stað, þá sér það kannski hvers það hefur farið á mis." Þar með sláum við botninn í þetta líkamsræktarspjall og von- andi hafa menn sannfærst um að það er ekkert skelfilegt við það að drífa sig á staðinn og renna í gegnum æfingarnar. Bætt heilsa hlýtur að vera áhugamál flestra. Við berum ábyrgð á líkama okk- ar og sú ábyrgð er mikil. SS „Leggjum ekki áherslu á vaxtarrækt“ Sólveig sagði að gott líkamlegt ástand væri besta lyfið gegn verkjum, það væri vísindalega sannað, og hún sagðist telja að með líkamsræktinni væri verið að vinna að fyrirbyggjandi aðgerð- um og reynt að koma í veg fyrir sjúkdóma. Langflestir sem koma til sjúkraþjálfara þjást af atvinnu- sjúkdómum eða öðrum kvillum sem þeir hafa komið sér upp vegna ónógrar þekkingar á eigin líkama. - En eftir hverju sækist fólki í líkamsræktinni? „Það er auövitað misjafnt. Við fáum hingað fólk sem vill losna við aukakíló, fólk með vöðva- bólgur, fólk sem er veilt í baki, sem er ekki skrítið því meirihluti mannkynsins þjáist af bakverkj- um. Við leggjum ekki neina áherslu á vaxtarrækt, lieldur alhliða þjálfun innan skynsam- legra marka. Það er ekki mark- mið okkar að gera fólk að vöðva- fjöllum." - Þið auglýsiö líka púltíma, hvaða fyrirbæri er það? „Púltímarnir eru hugsaðir sem tilbreyting fyrir fólk sem er kom- ið í þokkalegt form. Þeir eru einu sinni til tvisvar á dag, léttari á þriðjudögum og fimmtudögum en þyngri hina dagana. Þetta er stöðvaþjálfun, fólk fer ákveðinn hring í salnum og gerir æfingar á hverri stöð. Við notum tónlist í púltímanum og í léttari tímanum stýrum við þessu þannig að við spilum tónlist í 30 sekúndur og fólkið puðar á meðan, síðan er Líkamsrækt er jafnt fyrir konur sem karla, unga sem aldna. Mynd: tlv tilsögn fyrir byrjendur í vegg- tennis. Skólarnir hafa sýnt i'þrótt- inni áhuga og t.a.m. hefur verið stofnaður veggtennisklúbbur í Verkmenntaskólanum. Vegg- tennissalirnir eru opnir alla daga vikunnar. Vissara er að panta eða festa sér tíma í veggtennis en frjáls mæting er í líkamsræktina. Sól- vcig sagði að sú ráðstöfun hefði gefið mjöggóða raun. Fólk mætir þegar því best hentar, ber sjálft ábyrgðina, enda eiga menn auð- vitað að bera sjálfir ábyrgð á eig- in líkama. - Segðu mér Sólveig, eru enn við líði fordómar gagnvart lík- amsrækt? „Nei, ég verð ekki vör við fordóma. Við bjóðum upp á örugga þjónustu, enda erum við sjúkraþjálfarar og eigum aö hafa lært eitthvað á þessum fjórum árum í háskóla. Við teljum okkur því vita hvað við erum að gera og pössum okkur á því að ofbjóða ekki neinum." Sjúkraþjálfararnir á Bjargi vinna að sérhæfðari verkefnum, sjúkraþjálfun, til klukkan fjögur á daginn, en síðan tekur almenn líkamsrækt við. Sólveig sagði sjúkraþjálfunina mjög fjölbreytt og mikið starf og hún taldi t.a.m. að Bjarg væri eina stöðin utan suðvesturhornsins sem sinnti barnasjúkraþjálfun að einhverju marki. - Að lokum, gildi líkams- ræktar? „Já, ég segi það að líkamsrækt sé fyrirbyggjandi aðgerð, eins og hún er rekin hér. Með henni stuðlum við að bættri líðan fólks, reynum að koma í veg fyrir atvinnusjúkdónia, reynum að leiðrétta rangar líkamsstöður og hreyfingar. Við teljum að með líkamsræktinni getum við fækkað fjarvistum hjá fólki úr vinnu og ég veit það af eigin reynslu að manni líður miklu betur andlega ef maður reynir á sig líkamlega." SS staður. Þar mátti sjá fólk á öllum aldri, af báðum kynjum, ósköp venjulegt fólk, launþega jafnt sem atvinnurekendur. Ekki ítur- vaxin vöðvabúnt, heldur fólk sem vill bæta heilsuna, auka þrek og vellíðan. Ef við lýsum í stuttu máli því sem fram fer í salnum þá byrja allir á upphitun. Flestir hjóla á þrekhjóli þar til þeir eru orðnir vel heitir, enda má alls ekki hefja æfingar fyrr en vöðvarnir hafa verið búnir undir það. Síðan tek- ur við ákveðinn hringur í tækjun- um, sniðinn að þörfum hvers og eins, en reynt er að taka líkam- ann almennt í gegn. Sólveig sagði að áherslurnar væru misjafnar og algengasti kvillinn hjá fólki væri vöðva- bólga, stirðleiki í herðum og hálsi. Æfingarnar eru sniðnar samkvæmt því, en einnig er lögð áhersla á hjartað og því verður fólk að fara í gegnum æfingarnar af krafti, reyna á sig. Fólki er ráðlagt að taka tímann á æfingahringnum, nota alltaf sama tímann, en eftir því sem þrekið eykst tekur hringurinn styttri tíma og þá er bara byrjað á öðrum hring. Þannig gerir maður alltaf meira og meira á sama tíma. Að æfingunum loknum taka við teygjur, sem eru mjög mikilvægar fyrir vöðvana. Sól- Líkamsrækt í tækjasölum Líkainsrækt er fyrirbyggjandi aðgerð Líkamsrækt hægir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.