Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 6. október 1988 Kodak Express Gædaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni Jbesta ^Pediömyndtr Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Sólskinsstundir í september: Verður lágmarksmetið frá 1943 slegið? - úrkoma 40% umfram meðallag í sumar Þrálát norðaustanátt setti svip sinn á veður liðins sumars á Norðurlandi. Þrátt fyrir þá alræmdu átt norðan fjalla var sumarið með hlýrra móti og skiptir þar mestu hlýr júnímán- uður en þennan fyrsta mánuð sumarsins mæidust 224 sól- skinsstundir. í september sást hins vegar afar lítið til sólar, en rigningar voru því meiri. Meðalhiti í september var rétt undir meðallagi, en hann mældist 6,5 stig og úrkoman var 75 milli- metrar, sem er tvöföld meðalúr- koma á Akureyri í þeim mánuði. Úrkoman fór yfir einn millimetra á dag í alls 12 daga í september sem þýðir að talsverð rigning hafi verið annan hvorn dag. Septembersólin lét lítið sjá sig nýliðinn mánuð, en vegna lítils- háttar galla í mælingum liggja nákvæmar sólskinsstundartölur ekki fyrir. Trausti Jónsson deild- arstjóri í spádeild sagði þó að svo virtist vera sem nýtt lágmarksmet yrði sett hvað sólskinsstundirnar varðaði. Árið 1943 mældust 33 sólskinsstundir á Akureyri og er útlit fyrir að þær séu færri nú. Sumarið í heild varð með hlýrra móti og hlýindi júnímán- aðar skipta þar mestu, en sólskins- stundir þess mánaðar urðu 224. Hins vegar var óvenju hvasst mánuðinn þann. Seinni hluta sumars voru norðaustlægar áttir ríkjandi og þeim fylgdu rigningar og vatnavextir. Afleiðingin varð sú að úrkoma mældist 40% um- fram meðallag yfir sumarið allt. rnþþ Siglfirðingar leita að heitu vatni - fimm tilraunaborholur boraðar á næstunni A næstunni verða boraðar fimm tilraunaborholur fyrir Hitaveitu Siglufjarðar, en Sigl- firðingar hafi átt í erfíðleikum með nægilega mikið magn af heitu vatni yfír köldustu mán- uði ársins. Jarðhitaleitin er einn liður í aðgerðum veitu- ncfndar til að bæta þar úr. Þá er einnig verið að skoða hvort breytingar á sölukerfí myndu bæta stöðuna. „Viö förum út í þetta sem einn lið aðgerða til að leysa orkuvand- ann,“ sagði Hannes Baldvinsson formaður veitustjórnar. í sumar vann jarðfræðingur frá Orku- stofnun að rannsóknum og stað- setti fimm holur sem hann telur að vert sé að bora. Holurnar eru víða um bæinn, en nú fær hita- veitan allt sitt vatn úr Skútudal. Borun holanna var boðin út og gengið hefur verið til samninga við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, en tilboð þeirra þótti hagstæðast. Áætlaöur kostnaður vegna jarðhitaleitarinnar eru tæpar tvær milljónir og hefur ver- ið sótt um jarðhitaleitarlán til verkefnisins. Aðrar tillögur Orkustofnunar til lausnar heitavatnsvanda Sigl- firðinga voru m.a. breytingar á sölukerfi veitunnar. Lagt er til að skipt verði yfir í mæla í stað hemla og er nú verið að skoða þann kost nánar og er unnið að gerð kostnaðaráætlunar vegna skiptanna. „Afstaða til þess verð- ur tekin þegar þær tölur liggja Ijóst fyrir,“ sagði Hannes. mþþ Þessir starfsmenn Akureyrarbæjar létu norðanáttina og kuldann ekki trufla sig við vinnu sína. Mynd: GB Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti: Bætur almanna- trygginga hækkaöar um 3% Samkvæmt yfirlýsingu ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum þar sem gert er ráð fyrir aðgerðum til að jafna kjör og bæta afkomu líf- eyrisþega hefur Guðmundur Bjamason heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra gefið út reglugerð um 3% hækkun bóta almanna- trygginga. Hækkun þessi gildir frá 1. október. Hækkunin nær til tekjutrygg- ingar, heimilisuppbótar og sér- stakrar heimilisuppbótar. Sam- kvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneytinu verður grunn- lífeyrir eftir hækkun kr. 9.577, tekjutryggingin kr. 17.620, heimilisuppbótin kr. 5.990 og sérstaka heimilisuppbótin kr. 4.120. Sú breyting varð á bótaflokk- um almannatrygginga 1. septem- ber 1987 að bætt var inn nýjum bótaflokki, sérstakri heimilisupp- bót, sem ætlað er að tryggja að bætur einstaklings séu aldrei und- ir lágmarkslaunum. Eftir 3% hækkunina nú eru bætur einstakl- ings kr. 37.307 eða 13% hærri en lámarkslaun sem eru 33.040 kr. JÓH Óánægja á Egilsstöðum: Næsta deild Byggða- stofnunar til Ísaíjarðar - „leiðinda lykt af þessu,“ segir Sigurður Símonarson bæjarstjóri Það kom nokkuð flatt upp á forsvarsmenn á Egilsstöðum þegar nýlega var tilkynnt, að næsti staður sem Byggðastofn- un hyggst setja upp deild á, sé Isafjörður en ekki Egilsstaðir. Þar hefur verið litið þannig á, að fyrir lægi ákvörðun Byggða- stofnunar um að strax eftir að komið hefði verið af stað deild stofnunarinnar á Akureyri, yrði hafíst handa við undirbún- ing um að hún kæini á fót deild á Egilsstöðum. „Menn voru alltaf inni á þess- ari röð og við höfum ekki litið svo á, að við þyrftum að vera með sérstakan áróður fyrir því, heldur haldið að þetta væri ákveðið og afgreitt tnál. Þess vegna kom fréttin um það að röð- inni hefði verið víxlað okkur mjög á óvart,“ sagði Sigurður Símonarson bæjarstjóri á Egils- Akureyri: Erfitt að útvega fötluðum vinnu - fáir í starfi á Bjargi vegna verkefnaskorts Erfítt atvinnuástand á Akur- eyri um þessar mundir hefur leitt til þess, að nokkuð erfítt hefur reynst fyrir fólk að fá vinnu. Bitnar þetta ekki síst á fötluðum einstaklingum, en fyrir 6 mánuðum tók til starfa sérstakur starfsmaður sem sér um atvinnuleit fyrir fatlaða. Inga Magnúsdóttir gegnir þessu starfi og sagði hún í samtali við blaðið, að gengið hafi nokkuð rysjótt að útvega fötluðum ein- staklingum vinnu. í dag eru það yfir 20 einstaklingar sem þyrftu á atvinnu að halda en helmingur þeirra þyrfti fyrst að komast í endurhæfingu. „Forsendan fyrir því að hægt sé að gera gagn í þessu starfi, er að koma fólki inn á verndaðan vinnustað fyrst, þar sem það getur öðlast starfshæf- ingu. Stærsta vandamálið á Bjargi nú er verkefnaskortur, en þar vinna nú aðeins örfáir ein- staklingar og nýir eru ekki teknir inn.“ Ein megin ástæða þess, að Bjarg getur ekki tekið inn nýja einstaklinga, er að í kjölfar tolla- lagabreytinga um síðustu ára- mót, voru þeir ekki lengur sam- keppnisfærir varðandi verð á raf- magnsklóm og tenglum, sem var stór þáttur í framleiðslu þeirra. Inga segir, að ef raunhæfur árangur eigi að nást, þyrfti að vera á Akureyri staður eins og Múlalundur í Reykjavík. Aðspurð sagði hún það ekki aðallega þroskaheft eða mikið fatlað fólk sem er á skrá hjá henni. „Hjá okkur er einnig fólk sem er að ná sér eftir veikindi, hefur lent f slysum eða á við geð- ræn vandamál að stríða. Þau störf sem við leitum eftir, eru því eins misjöfn og fólkið sjálft.“ Á döfinni er að fara af stað með kynningarherferð hjá stærri fyrirtækjum á Akureyri og leiða forsvarsmönnum þeirra fyrir sjónir, að fatlaðir einstaklingar geti verið eins góðir starfsmenn og aðrir, þó að þeir geti e.t.v. ekki gert hvað sem er. VG stöðum. „Það sem okkur kom mest á óvart var, að ástæðan fyrir þessu væri sú að menn á Austur- landi væru ekki sammála, m.a. um staðsetningu stofnunarinnar. Ég kannast ekki við að það hafi neitt sveitarfélag gert samþykkt í þessa átt og manni finnst leiðinda lykt af þessu. Það getur vel verið að einstaka sveitarstjórnarmenn hafi í einkaviðræðum við starfs- menn Byggðastofnunar eða stjórn hcnnar sagt eitthvað annað, en mér þykir það ákaflega veik forsenda fyrir stofnun af þessu tagi til að kúvenda í svona ákvörðunartöku.“ Dagur hafði samband við Guðmund Malmquist forstöðu- mann Byggðastofnunar í Reykja- vík og sagði hann, að aldrei hafi legið fyrir ákvörðun um að Egils- staðir yrðu á undan. „Þá hef ég orðið var við vissan ágreining um staðsetningu stofnunarinnar á Egilsstöðum, en fyrir vestan er enginn ágreiningur um ísafjörð. Þar er þörfin e.t.v. ívið meiri en fyrir austan og þar sem fjárhagur Byggðastofnunar leyfir ekki að hægt verði að setja upp tvær stofnanir á sama árinu og eftir ákveðið spjall, var mér falið að horfa næst til ísafjarðar, en það var ákvörðun stjórnar.“ VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.