Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 6. október 1988 Sjúkrahús Húsavíkur: Ný setustofa fyrir aldraða - tekin í notkun á hjúkrunardeild Starfsfólk og vistmenn voru í sannkölluðu hátíðarskapi er ný setustofa var tekin í notkun á Sjúkrahúsi Húsavíkur fyrir skömmu. Setustofan er á þriðju hæð hússins en þar er hjúkrunardeild fyrir aldraða. Tilkoma hinnar nýju setustofu uppfyllir brýna þörf vistmanna fyrir notalegan og vistlegan stað á hæðinni, en eina setustofan fyrir fólkið hefur verið á ganginum við stigauppgönguna og matsalur fólksins er inni í miðju húsi og gluggalaus. Á hæðinni eru nú rúm fyrir 32 vistmenn en það var ein sjúkra- stofan sem var innréttuð sem setustofa. í stofunni eru sæti fyrir 22, auk þess sem rými er fyrir hjólastóla. Húsgögnin sem keypt voru í stofuna eru hönnuð sér- staklega með þarfir aldraðra í huga og stofan er björt, rúmgóð og vistleg. Geirþrúður Pálsdóttir, hjúkr- unardeildarstjóri átti hugmynd- ina að því að búa betur að vist- mönnum á deildinni með því að innrétta eina stofuna sem setu- stofu. Eftir tveggja eða þriggja ára umræður, umhugsun og undirbúning hefur verið gefið samþykki til breytinganna, inn- réttingin hönnuð og setustofan opnuð. Félagasamtök hafa lagt hönd á plóginn við húsgagnakaup og búnað setustofunnar og þakkaði Geirþrúður fulltrúum jjeirra í ávarpi þegar stofan var tekin í notkun. Þessi félagasamtök eru Styrktarfélag aldraðra í Þingeyj- arsýslu, ýmis kvenfélög í sýsl- unni, Kiwanisklúbburinn Skjálf- andi á Húsavík og Bahá’íar á Húsavík. Gjafir til stofunnar bár- ust einnig frá öðrum deildum stofnunarinnar og einstaklingum. Starfsfólkið á hæðinni hélt veg- legt kaffisamsæti fyrir vistmenn og gesti og gaf vinnu sína og ann- að það sem til veislunnar þurfti. Sr. Sighvatur Karlsson flutti blessunarorö og Hulda Salóinons- dóttir flutti ávarp fyrir hönd starfsfólks. Einnig fluttu ávörp þær Elín Aradóttir frá Styrktar- félagi aldraðra og Aldís Friðriks- dóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkra- hússins. IM Hulda Salómunsdóttir flytur þakkir frá starfsfólki. Sigurjón Jóhannesson og Elín Aradóttir frá Styrktarfélagi aldraðra. Geirþrúður Pálsdóttir hjúkrunardeildarstjóri þakkar félögum framlögin til setustofunnar. Geirþrúður Pálsdóttir ásamt einum heimilismanni. Starfsfólk útbjó og gaf veitingar í tilefni dagsins. Myndir: IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.