Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 5
6. októbér 1988 - DAGCJR - 5 kvikmyndarýni jlJón Hjaltason Holly Hunter, William Hurt og Albert Brooks voru öll tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í Sjón- varpsfréttum. Til sölu mjög gott verslunar- eða iðnaðar- húsnæði við Oseyri. Húsnæöið er um 150 fm og er á jaröhæð. Hent- ugt fyrir hvers konar starfsemi. Uppl. gefur Fasteignasalan Brekkugötu 4, sími 21744. Barnanáttföt Stærðir 100-140. Verð kr. 520,- Telpnanáttkjólar Stærðir 2-6. Verð kr. 510,- Barnanáttföt Stærðir 2-6. Verð kr. 660,- Skíðahanskar bama Stærðir 4-10. Verð frá kr. 275,- ETFJÖRÐ BE Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Í|S|® m Venjulegt fólk aldrei þessu vant Borgarbíó sýnir: Sjónvarpsfréttir (Broadcast News). Leikstjóri: James L. Brooks. Aðalhlutverk: William Hurt, Albert Brooks og Holly Hunter. Twentieth Century Fox 1987. Eitt andartak eða kannski tvö birtist kunnuglegt andlitið á tjaldinu. Ég glenni upp augun. Petta er sjálfur Jack Nicholson að lesa fréttir í sjónarpinu. Það sem vekur undrun og nokkra athygli (og það er líklega tilgangurinn) við þátt Nicholsons í nýjustu mynd James L. Brooks, Sjón- varpsfréttum, er hversu lítilfjör- legur hann er. Leikarinn frægi er rétt aðeins nógu lengi á tjaldinu til að allir geti áttað sig á návist hans en ekki mínútu fram yfir það og er myndin þó löng. En þetta er ekki það eina sem vekur athygli þegar Sjónvarps- fréttir ber á góma. Fyrir það fyrsta þá var hún í apríl síðastliðnum tilnefnd til sjö Ósk- arsverðlauna. Hún þótti líkleg til að verða kjörin besta mynd árs- ins 1987. William Hurt gerði til- kall til Óskarsins fyrir besta leik karlmanns í aðalhlutverki og sömu sögu var að segja um Holly Hunter nema hvað þar voru kvenhlutverk undir smásjánni. Þá var Albert Brooks á höttunum eftir styttunni eftirsóttu fyrir bestan leik í aukahlutverki en af þessum þremur hafði hann vafa- lítið mestu möguleikana á að hreppa hnossið. Það vildi bara svo illa til að á árinu sem leið lék Sean Connery hlutverk lögreglu- þjóns í Hinum vammlausu (The Untouchables) sem í raun og veru var aðalhlutverk en þó flokkað sem aukahlutverk. En það var ekki nóg með að allir þrír helstu leikararnir í Sjón- varpsfréttum væru í úrslitum keppninnar um Óskarinn, heldur var hún einnig með í keppninni um besta handritið, sem leik- stjórinn sjálfur James L. Brooks samdi, bestu kvikmyndatöku- stjórnina og bestu klippinguna. Og hver varð svo uppskeran? í Óskörum talið engin. Síðasti keisarinn hans Bertoluccis sópaði til sín níu styttum og kastaði dimmum skugga yfir Sjónvarps- fréttir Brooks. Það er þó síður en svo ástæða fyr- ir íslenska áhorfendur að hunsa Sjónvarpsfréttir, styttuleysið er enginn merkimiði fyrir okkur bíófara að fara eftir. Þótt þetta sé aðeins önnur myndin sem Brooks leikstýrir þá verður það ekki séð á handbragðinu. Sjónvarpsfréttir er þvert á móti athyglisvert fram- lag í hið útbelgda safn banda- rískra kvikmynda sem tröllriðið hafa heiminum síðustu áratug- ina. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að Kanarnir eigna sér bíómyndagerðina og kalla hana hina amerísku listgrein. Hængurinn er bara sá að það er byrjað að falla allverulega á þessa list í meðförum banda- rískra leikstjóra. Ákveðin tegund mynda, sem ég hika ekki við að kalla formúlumyndir, veður uppi og fáir þora að reka upp öðruvísi vein af ótta við að verða falskir. Skondið en svona er þetta. Ástæðan fyrir þessari stundum kátlegu taktfestu er einföld; pen- ingar. Það eru miklar upphæðir settar undir í þessu spili og tapið getur orðið óheyrilegt. Vegna þessa er ákaflega ánægju- legt að sjá að hugrekki er enn að finna í stóru bandarísku kvik- myndaverunum. Sjónvarpsfréttir eru lýsandi dæmi um slíka dirfsku. í myndinni er varla nokkur formúla, engin klisja. Upphafið er jafn frábrugðið því sem við eigum að venjast og endirinn sem er vægast sagt ákaf- lega óbandarískur. Það er ekkert endanlega útkljáð, bíómyndinni lýkur óhjákvæmilega en æviskeið persónanna er langt því frá á enda runnið. það er óneitanlega breskur blær yfir þessum mála- lokum og raunar er ekki frítt við að myndin öll sé á breskum nótum. Hún segir ekki nein stór- tíðindi, morð, rán eða mútur eru ekki á dagskrá. Engin ofurmenni heldur eða skálkar. Fólkið er venjulegt og umhverfið senni- legt. Því verður þó ekki neitað að Brooks á svolítið í land með að ráða fullkomlega yfir þeirri tækni að segja sögu venjulegs fólks af sömu snilld og frændur hans aust- an hafs. Kannski er ég þó í þessu að villast á ólíkum grundvallar skapgerðareinkennum Banda- ríkjamanna og Breta sem gera þá fyrrnefndu svolítið yfirborðslega en hina aftur hæggengari en um leið meira traustvekjandi - og meiri tilfinningaverur þegar öllu er á botninn hvolft. Þrátt fyrir að Sjónvarpsfréttir birti okkur ósköp venjulegt fólk þá er atvinna þess þannig að í hugum sumra er það sveipað ákveðnum dýrðarljóma. Myndin er nefnilega, eins og nafnið ber með sér, um starfsfólk hjá einni af stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Erillinn er mik- ill og baráttan hörð fyrir lifi- brauðinu. En það er enn ein rós í hnappagat Brooks að hann er aldrei neitt nálægt því að falla í þá gryfju að setja persónurnar á stall. Myndina í gegn eru þær mannlegar, jafnt í sigrum sem ósigrum, ást sem öfund. JC AKUREYRI er félagsskapur fyrir ungt fólk áaldrinum 18-40 ára JC er alþjóðlegur félagsskapur, sem hefur þjálfun einstaklingsins að leiðarljósi. JC á fjöl- mörg félagsmála- og stjórnunarnámskeið. Námskeið sem haldin verða á vegum JC Akureyrar fyr- ir áramót eru: ísbrjóturinn Eykur sjálfstraust, léttir af þeim hömlum, sem kunna aö vera á eðlilegri og frjálslegri tjáningu i töluðu máli. (6 kvölda námskeið). Hefst þriðjudaginn 11. október. Leiðbeinandi: Magga Alda Magnúsdóttir. Fundarsköp og fundarstjórn Þjálfar þátttakendur í að taka virkan þátt í fundastörfum og stjórna fundum samkvaemt réttum fundarsköpum. Verður haldið helgina 14.-16. október. Leiðbeinandi Eggert J. Levy. Óskipulagði stjórnandinn Sýnir þörf skipulags, forgangsröðunar og tímastjórnunar. Höfðar vel til fólks i stjórnunarstörfum. Verður haldið föstudaginn 4. nóvember. Leiðbeinandi Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur. Fundargerðaritun Kennir hvað skrifa á í fundargerðir á hinum mismunandi fundum. Haldið helgina 14.-16. október. Leiðbeinandi Rannveig Sigurðardóttir landsritari JC Islands. Bansettu fundirnir Kennir mikilvægi góörar skipulagningar á fundum. Verður haldið laugardaginn 5. nóvember. Leiðbeinandi Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur. Happdrætti Vinningshafar fá ókeypis þátttöku á ofangreind námskeið. Vinningsnúmer: 925, 937, 1260, 1313, 3252, 4006, 4007, 4980, 5023, 5430. Námskeiðin eru öllum opin. Upplýsingar og innritun í símum 26650 og 26511 (Halldór) eða 24509 og 27322 (Hallgrímur). BÚÁLFUR SÍÐAN 1210 Lifrarkæfu Papriku paté Karrý paté Skinku paté Veisluskinku Sklnku Hangiáleggi Rúllupyisu Lambasteik

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.