Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 13
6;' öktóbér' 1988 - DAGUR - f3 Fiskurinn tók eldinu misjafnlega, sérstaklega villifiskurinn. Þarna sést hvað hann hefur stækkað inismikið. Dýhóll: Býður til bleikjuveislu á Hótel Blönduósi Á síðastliðnum vordögum var stofnað á Klönduósi hlutafé- lagið Dýhóll hf. Markmið félagsins var að gera tilraunir með að aia bleikju í markaðs- stærð. Komið var upp tveimur eldiskerum og leitt að þeim lindarvatn úr vatnsbólum sem vatnsveita Blönduóss var hætt að nýta sem neysluvatns- brunna. Nú er fiskurinn kom- inn í neyslustærð og fyrir skömmu bauð Dýhóll ýmsum velunnurum fyrirtækisins og blaðamönnum til hádegisverð- ar á Hótel Blönduósi þar sem eldisbleikja var á borðum. Það eru sex áhugamenn, Pétur Brynjólfsson, Sturla Þórðarson, Sigurður Kr. Jónsson, Sigurður H. Þorsteinsson, Ágúst Sigurðs- son og Þórður Pálsson sem eru hluthafar í Dýhóli hf. Flestir eru hluthafarnir þekktir veiðimenn, en þó með ákveðnum undan- tekningum. Þetta mun fyrst hafa verið kannað fyrir um ári og þá verið unnið nokkuð af Pétri Brynjólfs- syni og Unni Kristjánsdóttur, iðnráðgjafa. Unnur var á þessum tíma að vinna að sérstöku verk- efni í sambandi við nýtingu veiði- vatna og markaðsmöguleika á því sviði. Sem kunnugt er, er mjög löng hefð fyrir veiði í sil- ungsvötnum í þessu héraði. Gögn voru fengin úr nyrstu héruðum Noregs þar sem bleikju- eldi er stundað og einnig voru kannaðar aðstæður hér heima fyrir. Þetta gæti verið mikilvægt atriði. Ef um útflutning á villi- bleikju væri að ræða gæti eldið á eldisbleikju og fóstur á villi- bleikju lengt markaðstímabilið. Ekki fundust sérlega hentugar aðstæður á þessu svæði sem mælt gætu með því að hér yrði stundað bleikjueldi en menn staðnæmd- ust við Dýhól. Kannað var hvort hægt væri að nýta fóður úr rækjuúrgangi eða öðru heimafengnu hráefni. í samráði við doktor Tuma Tómas- son, fiskifræðing, útibússtjóra veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal, var ákveðið að gera tilraun með bleikjueldi, þá með því að ná villifiski og og ala hann með sama hætti og eldisfiskinn. Kom það í hlut Dýhóls að kanna hvort hægt væri að ala bleikjurn- ar við orkulausar aðstæður þ.e.a.s. í köldu lindarvatni. Þegar til átti að taka voru bleikjuseiði nánast ófáanleg á landinu en þó fengust 2500 stykki af 50 g seiðum hjá Hólalaxi og voru þau keypt og sett í eldisker þann 19. maí. Þá var hafist handa við að ná villibleikju sem sett var í annað ker sem Dýhóll var þá búinn að setja upp og tengja. Það gekk illa að ná villibleikjunni og var fengin sérfræðiaðstoð að sunnan en hún skilaði mjög takmörkuðum ár- angri. Villibleikjan var veidd á þremur stöðum, í Friðmundar- vatni á Auðkúluheiði, Svínavatni og einu vatni í Langadal. Margir hafa sýnt þessu fram- taki verðskuldaðan áhuga og m.a. hefur Mjólkurfélag Reykja- víkur lagt til allt fóður fyrir fiskinn. Bæjaryfirvöld á Blönduósi hafa greitt götu Dýhóls eftir því sem hægt var og fiskifræðingar hafa sýnt þessari tilraun veruleg- an áhuga. Nú hefur fiski verið slátrað og var hann á borðum á Hótel Blönduósi síðasta laugardaginn í september. Fiskurinn sem á borðum var, var 3-400 g og taldi hótelstjórinn það mjög hag- kvæma stærð til neyslu á matsölu- stöðum. Flakanýtingin var að sögn hans ótrúlega góð, eða lið- lega 50% sem mun teljast mjög gott. Kynnt var fyrir boðsgestum hvernig starfsemi Dýhóls hefði gengið og lögð voru fram sýnis- horn af fiski sem sýndu að villi- bleikjan hafði tekið eldinu mis- jafnlega. Skásta útkoman varð á þeirri bleikju sem náðist í upp- hafi, áður en vötnin fóru að hlýna og sýndu bestu einstaklingarnir svipaða svörun við eldinu og eldisbleikjan. Vanhöld hafa engin verið á eldisbleikjunni og lítil á hinni, þótt hún hafi tekið fóðri misvel. Fyrirtækið á nú nokkur hundruð kíló af eldisfiski sem er tilbúinn til neyslu ef áhugi er fyrir hendi. Þrátt fyrir að Dýhóll hafi ekki skilað neinum arði til þessa ríkti mjög góð stemmning á matar- fundinum og hluthafarnir titluðu hver annan með virðulegum nöfnum eins og framkvæmda- stjóra og formann og þess háttar. Fram kom að þetta hefur fram að þessu líkst góðum veiðitúr með tilheyrandi kostnaði sem hefur skilað litlu öðru en mikilli ánægju af því að standa í þessu. Áuðheyrt var að hluthafarnir voru ekki komnir að því að leggja árar í bát en þess í stað virtust þeir ákveðnir í að halda starfinu áfram og reyna að finna leiðir til að gera starfsemina arð- bæra. Bleikjan bragðaðist mjög vel en nokkur blæbrigðamunur var á lit fisksins eftir því hvort um var að ræða eldis- eða villifisk. Eldis- fiskurinn var mjög vel rauður en villifiskurinn var nokkuð misjafn- ari að því leyti. Um 20 manns voru í matar- boðinu og voru allir sammála um að fiskurinn hefði bragðast mjög vel og einnig fóru allir út fróðari um það sem er að gerast hjá Dýhóli og að hverju þeir félagar stefna. fh Þingeyjarsýslur: Aðalgeir hættir Húsvfkingar - Þingeyingar. Hinn 1. okt. sl. hætti ég flutninga- starfsemi minni en nýtt fyrirtæki, Aðalgeir Sigurgeirsson hf. tók við starfseminni. Um leið og ég þakka ánægjuleg viðskipti í 32 ár, vona ég að nýja fyrirtækjð njóti áfram viðskipta ykkar. Lifið heil. Aðalgeir Sigurgeirsson. (Fréttatilkynning.) Tökum slysin úrumferð - JC-félögin selja möppur undir tjónaskýrslur Er tjónaskýrslan krumpuð í hanskahólfinu? Er til penni í bílnum? Er eitthvað sem hægt er að skrifa á ef óhapp verður? Sé svarið við einhverri þessari spurningu já, er þörf fyrir möpp- urnar undir tjónaskýrslur sem JC-félögin á Norðurlandi eru með til sölu. Þessar möppur eru litlar og handhægar, passa akkúrat undir tjónaskýrslurnar, þeim fylgir penni og þær eru nógu stíf- ar til að hægt sé að skrifa á þeim. Sölubörn ganga í hús á laugar- daginn 8. október nk. og vikuna þar á eftir og bjóða fólki möpp- urnar, en hvert eintak kostar 300 kr. Þar sem fólki ber skylda til að vera með tjónaskýrslur í bílnum, ætti mappan að vera kærkomin lausn á geymsluvanda þeirra, því eins og allt of oft hefur viljað brenna við, eru þær krumpaðar og óhrjálegar þegar til á að taka. Utan á möppunum eru síma- númer lögreglu, sjúkrabíls og læknavaktar um land allt, en á framhliöinni eru menn hvattir til að taka slysin úr umferð. Eða eins og einn af hönnuðum ntöpp- unnar orðaði það: Megi allir bíleigendur í landinu eignast svona möppu og geyma síðan tjónaskýrsluna sína í henni, slétta og fallega, um ókomna framtíð. Mappan er úr stinnu plasti og því auðvelt að skrifa á henni. Mynd: gb Rafmar hf. er flutt að Draupnisgötu 7 Sími 27410. Körfubolti Æfingatímar veturinn 1988-89 Meistaraflokkur Mánudaga Miövikudaga Fimmtudaga Föstudaga 3. flokkur Miövikudaga Fimmtudaga Sunnudaga 4. flokkur Þriðjudaga Fimmtudaga Sunnudaga Minni bolti Þriöjudaga Sunnudaga Þessi æfingatafla verður í gildi í vetur kl. 20.30-22.00 Skemman kl. 19.00-20.30 Skemman kl. 19.00-20.30 Höll kl. 18.00-19.00 Skemman kl. 18.00-19.00 Glerárskóli kl. 22.00-23.00 Glerárskóli kl. 15.00-16.15 Glerárskóli kl. 20.00-21 .OO Glerárskóli kl. 21 .00-22.00 Glerárskóli kl. 13.45-15.00 Glerárskóli kl. 17.00-18.00 Glerárskóli kl. 12.30-13.45 Glerárskóli it Eiginmaður minn, KJARTAN EIÐSSON, Höfðahlíð 13, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. október kl. 16.00. Björg Steingrímsdóttir og börn. Aðalheiður Jónsdóttir og systkini hins látna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.