Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 6. októbér 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jafnrétti kynjanna Fyrir þremur árum voru samþykkt á Alþingi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar með var fenginn nauðsynlegur lagagrundvöllur til að eyða kynferðislegu mis- rétti hvar sem það væri að finna. Samþykkt þessara laga var einn stærsti áfangi sem náðst hefur í jafnréttisbaráttu kynjanna hin síðari ár. Hins vegar er það að koma æ betur í ljós að þessi mikilsverðu lög eru nánast virt að vettugi. Allar launakannanir sem gerðar hafa verið á síðustu árum gefa til kynna að karlar hafi hærri laun en konur fyrir sambæri- leg störf. Þetta misrétti birtist ekki endilega í hærra tímakaupi karla, heldur miklu fremur í því að körlum er umbunað með meiri yfir- vinnu en konum, auk þess sem stærstur hluti hlunnindagreiðslna rennur til karla. Þá hefur það löngum tíðkast að karlar séu fremur vald- ir til stjórnunarstarfa en konur, þótt menntun og starfsreynsla sé sambærileg. Hið opinbera hefur síst veitt gott fordæmi að þessu leyti. Nefnd, sem Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra skipaði í desember sl., komst að þeirri niðurstöðu að launamis- rétti viðgengist hjá hinu opinbera í ríkum mæli. Niðurstöður könnunar, sem Jafnréttis- ráð lét gera nú á dögunum á framkvæmd fyrr- nefndra laga um jafnan rétt karla og kvenna, benda í sömu átt: Alger kyrrstaða virðist ríkja hjá hinu opinbera á þessu sviði og síst þokast í jafnréttisátt. Tæplega 9 af hverjum 10, sem skipaðir voru eða kosnir í opinber ráð og nefndir 1987, eru karlar. Breytingar eru óverulegar miðað við sams konar könnun árið 1985. Ljósí er að við eigum þann vafasama heiður að vera eftirbátar hinna Norðurlandaþjóð- anna hvað varðar jafnstöðu kynjanna. Það er því ekki að ófyrirsynju sem félagsmálaráðu- neytið hefur farið þess á leit við ráðuneyti og ríkisstofnanir, að gerðar verði jafnréttisáætl- anir fyrir næstu fjögur árin, þar sem fram komi annars vegar hvernig þessum málum sé hátt- að nú í viðkomandi stofnun og hins vegar hvernig draga megi úr þessu misrétti með markvissum aðgerðum. Það er svo sannarlega tímabært að grípa til raunhæfra aðgerða til að rétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Konur eiga skilyrðislaust að hafa sama rétt og sömu stöðu og karlar til að nýta menntun sína og starfshæfni í þjóðfélag- inu. Það er undirstaða almennra mannrétt- inda. Allt tal um annað er tímaskekkja. BB. Erfiðleikar útgerðarinnar bitna beint á þjónustufyrirtækjunum - Þórður Helgason verslunarstjóri hjá Sandfelli hf. á Akureyri í viðtali dagsins Þórður Helgason tók nýlega við starfi verslunarstjóra hjá Sandfelli hf. á Akureyri, en það fyrirtæki hefur verslað með útgerðarvörur í bænum undanfarin fimm til sex ár. Sandfell hf. var stofnað árið 1964 á Isafirði og rekur umfangsmikla veiðarfæraversl- un í þremur landshlutum, því fyrir utan höfuðstöðvarnar á Isafirði er einnig útibú í Vest- mannaeyjum. Þórður Helgason er frá Græna- vatni í Mývatnssveit. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1979 og fór þegar að námi loknu til starfa sem útibússtjóri Kaup- félags Þingeyinga í Mývatnssveit. í því starfi var hann í þrjú ár en fór því næst til starfa hjá Kaup- félagi Eyfirðinga þar sem hann veitti Hljómdeild KEA forstöðu ásamt öðrum manni. - Hvernig vildi það til að þú hófst störf hjá Sandfelli hf, Þórður? „Það má segja að tilviljun hafi ráðið því. Vorið 1985 svaraði ég auglýsingu um að maður óskaðist til ábyrgðarstarfa hjá verslunar- fyrirtæki úti á landi, án þess að nánar væri tilgreint hvar það væri. Ég vissi ekki fyrr en síðar að ætlunin væri að ég færi til Vestmannaeyja og setti þar upp útibú frá grunni." - Hvernig lagðist í þig að fara til Vestmannaeyja? „Það lagðist eiginlega engan veginn í mig því þegar ég kom þangað var rok og rigning og ég sá ekkert fyrir myrkri enda var komið miðnætti þegar Herjólfur lagðist að bryggjunni. Ég hafði aldrei áður til Vestmannaeyja komið en ég verð að segja að mér líkaði vel í Eyjum. Fyrsta verk mitt var að taka vörur sem höfðu komið á undan mér. Þá tók við starfið í verslun- inni sem fólst í því að fá menn til að líta inn og skoða. Það má segja að ég hafi þurft að byrja á að kynna fyrirtækið og sýna útgerðarmönnum fram á að við værum ekki neinir vitleysingar og að hér væri fyrirtæki sem vissi hvað það var að gera.“ - Var mikil samkeppni við ykkur í Eyjum? „Nei, varla getur maður sagt það, en þó má segja að hún hafi verið fyrir hendi að vissu leyti. Við komum með stærri og þyngri hluti á lager en hafði verið boðið upp á áður. Hér var aðallega um að ræða hluti fyrir togaraútgerð og slíkt sem menn vantaði alltaf af og til en höfðu aldrei verið til á lager. Kaupfélagið í Vestmanna- eyjum hafði verið með smærri hluti á lager áður en við komum en þeir hættu fljótlega alveg með útgerðarvörur eftir að Sandfell var komið með útibú. Þarna var líka annar aðili sem hafði verið að auka við sig í útgerðarvörun- um á móti okkur.“ - Þú tókst við Akureyrar- umboðinu í júlí. „Já, það er rétt. Ég hafði látið þá ósk uppi að ég vildi gjarnan taka við versluninni á Akureyri þegar ljóst varð að fyrrverandi verslunarstjóri hér hafði tekið til- boði um að fara í annað starf. Það er nokkuð mikill munur á starfinu hérna og í Vestmanna- eyjum. í Eyjum þekkti maður alla viðskiptavinina því þeir voru á minna svæði, eins og gefur að skilja. Hérna er þjónustan miklu dreifðari um stórt svæði því við- skiptavinirnir eru allt frá Sauðár- króki austur á Vopnafjörð, auk nokkurra annarra staða vestar og austar. Þetta svæði er erfiðara í fleiri en einum skilningi því auk þess að vera miklu víðfeðmara en í Eyjum ganga innheimtustörf hægar fyrir sig hér. í Vestmanna- eyjum fiskuðu menn mikið í gáma og fengu aflann greiddan svo að segja um leið. Hér er þetta ekki svona og mér finnst útgerðin almennt vera illa stödd fjárhags- lega hér fyrir norðan. í Eyjum var undantekning ef maður lenti í vandræðum með að fá reikninga greidda." - Er ástandið svona slæmt hjá útgerðinni? „Já, því er ekki að neita. Fólk heyrir um erfiðleika útgerðarinn- ar í fjölmiðlum og víðar en þessir erfiðleikar koma beint niður á okkur hérna. Okkur vantar hreinlega fé í reksturinn ef útgerðin borgar ekki. í versta til- felli getum við þurft að neita fyrirtækjum um vörur því það gengur ekki að láta menn fá vör- ur sem þeir borga ekki, það sjá allir." - Hver er markaðsstaða Sand- fells á Akureyri og hvað verslið þið með? „Það má segja að við séum með allt frá handfærabúnaði, t.d. sökkum og önglum, upp í flot- troll fyrir togara. Mikil sala fer fram í síma þannig að við fáum pantanir og sendum vörur síðan áfram. Maður sér suma viðskiptavinina sjaldan eða aldrei. Þetta er mikil breyting frá því sem ég var vanur í Vest- mannaeyjum. Hvað varðar samkeppni við okkur á Akureyri tek ég fram að ég hef aðeins verið hér stutt. Þó er það greinilegt að samkeppni við Sandfell er fyrir hendi hérna og hún er töluverð. Þar er aðal- lega um að ræða Eyfjörð en þeir stækkuðu við sig í fyrra. En ég segi að samkeppnin er alltaf til góðs því hún bætir þjónustuna." - Hvernig kanntu við þig á Akureyri? „Mjög vel, ég var auðvitað búinn að búa áður hér á Akureyri og ég kann betur við veðurfarið hérna fyrir norðan en fyrir sunnan. Ég hafði alltaf gaman af því að stríða Vestmanneyingum á snjónum og ég var vanur að segja við þá í þau fáu skipti sem snjó festi að það væri nú betra að hafa snjóinn en bannsetta rigning- una og rokið. Þeir vilja allt frekar en snjó, jafnvel rok og rigningu.“ - Sérðu fyrir þér að Sandfell eigi eftir að stækka enn meira? „Já, það geri ég, en þá þarf ýmislegt að koma til varðandi útgerðina. Velgengni útgerðar og frystingar er grundvöllur þess að þjónustufyrirtæki í útgerð eins og Sandfell gangi. Við finnum strax fyrir samdrætti í útgerðinni.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.