Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 15
6. október 1988 - DAGUR - 15 Wolfgang ásamt hluta af sundfólkinu í Óðni. Wolfgang Sahr þjálfari Óðins. Sund: Ágætur árangur á Akureyrarmóti - 12 ára gamalt met féll Sundmeistaramót Akureyrar 1988 var haldiö í Sundlaug Akur- eyrar 2. október sl. Sigurvegar í einstökum grein- um voru: 400 m fjórsund kvenna Elsa M. Guðmundsdóttir 5:50,94 Birna H. Sigurjónsdóttir 6:17,18 400 m fjórsund karla Pétur Pétursson 5:48,05 Ottó Karl Tuliníus 5:48,77 200 m bringusund drengja Ólafur R. Jónsson 3:22,35 50 m skriðsund drengja Orri Einarsson 37,04 50 ni skriðsund hnokka Rúnar Gunnarsson 44,40 50 m skriðsund meyja Margrét Aðalgeirsdóttir 43,44 100 in skriösund karla Svavar Þór Guðmundsson 58,83 100 in skriðsund drengja Orri Einarsson 1:27,40 100 m skriðsund telpna Elísabet Jónsdóttir 1:22,10 400 in skriðsund kvenna Birna H. Sigurjónsdóttir 5:02,01 400 m skriðsund drengja Björn Pálsson 5:54,59 200 m skriðsund drengja Gísli Pálsson 2:30,80 100 m baksund kvenna Elsa María Guðmundsd. 1:19,55 50 m baksund karla Pétur Pétursson 36,51 50 m baksund hnokka Rúnar Gunnarsson 56,46 50 m baksund meyja Margrét Aðalgeirsdóttir 55,03 100 m bringusund kvenna Þorgerður Benediktsdóttir 1:44,37 50 m flugsund karla Sölvi Már Sveinsson HSÞ 34,95 Þrjú Akureyrarmet voru sett á mótinu: Elsa María Guðmundsdóttir bætti 12 ára gamalt met Sólveigar Sverrisdóttur t' 400 m fjórsundi um 24 sek. Svava H. Magnúsdóttir setti Akureyrarmet í 400 m fjórsundi meyja 12 ára og yngri, en Svava synti á 7:45,70. Birna H. Sigurjónsdóttir bætti eigið met í 400 m skriðsundi 5:02,01. Akureyrarineistari 1988 Karlaflokkur: Svavar Þór Guðmundsson 591 stig fyrir 100 m skriðsund. Kvennaflokkur: Birna H. Sig- urjónsdóttir 543 stig fyrir 400 m skriðsund. Unglingar 13-14 ára: Gísli Pálsson 362 stig fyrir 200 m skriðsund. 12 ára og yngri: Ómar Árnason 360 stig fyrir 400 m fjórsund. Óskar til Víðis Óskar Ingimundarson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Víði Garði. Eins og flestir knatt- spyrnuáhugamenn vita, þjálf- aði Óskar lið Leifturs frá Olafs- fírði síðustu ár. Þar sem Leiftur féll í 2. deild og Víðismönnum tókst ekki að komast upp í 1. deild mætir Ósk- ar sínum gömlu félögum í barátt- unni á næsta ári. EMviðurinn fyrir hendi hér á Akureyri - segir Wolfgang Sahr hinn nýi sundþjálfari Óðins Sundfélagið Óðinn hefur hafíð vetrarstarfsemi sína og ráðið til sín erlendan þjálfara. Hann heitir Wolfgang Sahr og er þýskur að uppruna. Síðustu tvö ár hefur hann þjálfað hjá sunddeild KR, en hóf störf hjá Óðni 1. september. Wolfgang varð fúslega við beiðni Dags um viðtal og fyrsta spurningin sem hann svaraði var af hverju hann hefði komið til Akureyr- ar. „Konan mín, Anna Ríkharðs- dóttir, er ættuð héðan. Við kynntumst í íþróttaháskólanum í Köln, þar sem við stunduð- um nám. Þegar við fluttum til íslands var mér boðin staða sund- þjálfara hjá KR-ingum og hjá þeim starfaði ég í tvö ár. Gunnar Eiríksson, formaður Óðins, nefndi það við mig aö koma til Akureyrar á sundþingi fyrir nokkru. Þá átti ég ekki heimangengt því ég var, fyrir utan að þjálfa, einnig að vinna á Reykjalundi. Eg sagði upp í sumar og var að leita fyrir mér með vinnu. Þá kom þessi hugmynd aftur upp að fara til Akureyrar og við hjónin ákváðum að skella okkur hingað norður." - Hvað eru margir á æfingum hjá Óðni? „Við erum meö tvo hópa og eru tæplega 20 krakkar í hvorum um sig. Annar hópurinn er fyrir byrjendur, en hinn fyrir þá sem lengra eru komnir. Þaö á að fara að auglýsa upp æfingatíma og vonandi stækkar hópurinn enn frá því sem nú er." Markmið að komast í 2. deild að ári - Hvað leggur þú áherslu á með þínum æfingum? „Meðan ég er að kynnast hópnum fara allar æfingar fram í lauginni. Núna legg ég mesta áherslu á úthald og tækni og það þýðir að krakkarnir synda mun meira en þau eru vön. Við höfurn sett okkur markmið að komast upp í 2. deild í sund- inu, en Óðinn er nú í 3. deild. Til þess að ná þessu markmiði okkar verðum við að stækka hópinn hjá okkur. 1 jafn stóru bæjarfélagi og Akureyri er ekki spurning að sundfélag á að vera ofar á lands- mælikvarða. Þetta er stór staður og aðstaöan sem við höfum er ágæt. Félagið hefur átt einn og einn góðan sundmann, en það er ekki nóg til þess að félagið standi sig á íslandsmóti. Þetta gerist ekki á einni nóttu og taka verður tillit til þess að svona uppbygging tekur nokkur ár. En fyrsta skrefið er aö sigra í 3. deildinni næsta haust og kom- ast þar með upp í 2. dcild." Kröfurnar eru gífurlegar - Ef við snúum okkur almennt að sundíþróttinni, þá náðu íslendingar ekki neinum sérstök- um árangri á Ólympíuleikunum t.d. í sundi. Er raunhæft fyrir okkur að senda keppnisfólk í svona stórkeppni? „Sundfólk. eins og annað keppnisfólk, veröur aö hafa eitthvað til að stefna aö. Keppni, eins og Ólympíuleikarhir, eru einmitt tilvalið markmið fyrir metnaöargjarnan sundmann. Hins vegar er það rétt að sú aðstaða og sá stuðningur sem íslensku sundfólki er boðið upp á gefur ekki raunhæfa möguleika til þess að ná betri árangri en raun ber vitni. Þá er ég ekki að lasta það scm gert hefur veriö fyrir afreksfólk í sundi hér á landi. Máliö er þaö hreinlega að kröfurnar eru orön- ar það gífurlegar að fólk verður að hafa æft daglega í fleiri ár til þess að eiga raunhæfa möguleika á aö vera í fremstu röð í sundi í heiminum í dag. Þetta er alltaf spurning hvert markmið okkar er. Ef íslending- ar senda sitt besta sundfólk og stefna að því að vera fyrir framan miðju, og það er það sem ég held að gert hafi verið, þá geta þeir verið þokkalega ánægðir með árangurinn. Ef liins vegar markið er sett hærra, þá er ekki hægt að gera annað en styðja enn betur við bakið á besta sundfólkinu og gcfa því kost á að æfa sína íþrótt sem atvinnu. Það kostar hins vegar peninga og ekki er víst að íþróttayfirvöld séu tilbúin í siíka atvinnumennsku." Vantar í báða enda - Nú eru þeir elstu sem æfa hjá Óðni einungis 17 ára. Hver er ástæðan fyrir því að fólk hættir yfirleitt að æfa eftir þennan aldur? „Já, þetta var það sem ég tók fyrst eftir þegar ég kom hingað til lands. Segja má að það vanti í báða enda hjá sundfólki hér á landi. Krakkar byrja ýfirleitt ekki að æfa fyrr en um 11-12 ára aldur og svo eru þeir hættir fyrir tví- tugsaldurinn. Hjá strákum, sérstaklega, er þetta of snemmt að hætta. Líkami þeirra þroskast hægar en hjá stúlkum og þeir eru oft ekki bún- ir að taka út fullan líkamsþroska fyrr en um tvítugt. Sundmaður á því mörg sín bestu ár framundan eftir þann aldur, en það er hend- ing ef maður sér keppanda á þeim aldri hér á landi. í Þýskalandi er t.d. nemum í framhaldsskólum veitt aðstoð til þess að þeir geti hakliö áfram að æfa, án þess aö það komi niður á náminu. Hér hætta næstum allir ef þeir halda áfram í skóla. og svo maöur tali ekki um ef menn fara út á vinnumarkaöinn. Unglingaþjálfunin þyrfti að byrja miklu fyrr og ein ástæðan fyrir því aö ekki gengur betur aö ná til krakkanna er skortur á þjálfurum. Þctta er sérstaklega áberandi úti á landi þar sem þjálfarar stoppa yfirleitt ekki lengur en eitt eða tvö ár. ef tekst að fá þjálfara á annað borð." - Hvernig líst þér á að starfa á Akureyri? „Ég hef fengiö mjög jákvæðar móttökur, bæði hjá krökkunum og forráöamönnum félagsins. Mér skilst að frekar erfiðlega hafi gengið að fá pláss í lauginni á undanförnum árum, en núna hef- ur það gengið betur. Það er því ekki hægt að segja annað en að ég sé þokkalega ánægður með aðstæðurnar sem boðið er upp á hér í bænum. Ég hef nú ekki verið langan tíma hér og er rétt að kynnast krökkunum. Áhuginn er mikill hjá þeim og hef ég trú á því að samstarfið verði gott og árangur- inn vonandi í samræmi við það. Ef vel tekst til ætti félagið að geta komist í fremstu röö innan nokkurra ára, enda er efniviður- inn fyrir hendi hér á Akureyri." sagði Wolfgang Sahr þjálfari Óöins í samtali við blaöið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.