Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 06.10.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 6. október 1988 Sexmannanefnd: Breytingar á grund- vallarverði búvara - samkomulag um grundvallarverð á kartöflum í framhaldi setningar bráða- birgðalaga ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar hefur sexmannanefnd ákveðið grundvallarverð á mjólk, ull, kjöti og kartöflum. Verðlagsgrundvöllur í mjólk og nautakjöti hækkaði um rúm 6% frá 1. október. Ákveðið var að fella niður áfangahækkanir í verðlagsgrundvelli sauðfjár- afurða en ákveðið að taka inn svokallaða rekstrarvexti í staðinn. Þetta gerir að verkum að verðlagsgrundvöllur í sauðfjár- rækt hækkar verulega meira en annað, eða 8,9%. Að sögn Hauks Halldórssonar formanns Stéttarsambands bænda eru um 4% af þessari hækkun tilkomin vegna rekstrarvaxtanna. Breyting á grundvallarverði ullar varð engin enda leyfir heimsmarkaðsverð á ull ekki hækkanir. Gærur lækka um 12% frá síðasta ári og af þessum tveimur ástæðum hækkaði kjöt um 10,9%, að sögn Hauks Hall- dórssonar. Á fundinum náðist einnig sam- komulag um grundvallarverð á kartöflum en ekki hefur verið skráð verð á kartöflum síðustu tvö ár. Samkvæmt ákvörðun sex- mannanefndar er framleiðenda- verð á kartöflum þannig: Bökun- arkartöflur 54,68 kr.. 1. flokkur 42,06 kr., 2. flokkur 29,44 kr., 3. flokkur 12,62 kr. Nú er unnið að verðskráningu á eggjum og kjúklingum og má vænta ákvörðunar á næstunni. JÓH Aðalfundur Skákfélags Akureyrar verður sunnudaginn 9. okt. kl. 14.00 í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Þingvallastræti 18. 10. mín. mót verður í kvöld kl. 20.00. Skákfélag Akureyrar. Rafverktakar - Rafiðnaðarmenn Rafmagnseftirlit ríkisins býður rafverktökum og öðrum rafiðnaðarmönnum á Akureyri og nágrenni að koma á fræðslu- og umræðufund á Hótel KEA föstudaginn 7. okt. kl. 14.00. Rafmagnseftirlit ríkisins. Handbolti Æfingatímar veturinn 1988-89 Meistaraflokkur karla Mánudaga kl. 19.00-20.30 Þriðjudaga kl. 19.00-20.30 Miðvikudaga kl. 20.30-22.00 Fimmtudaga kl. 20.30-22.00 3. flokkur Mánudaga Miðvikudaga Sunnudaga 4. flokkur Mánudaga Fimmtudaga Sunnudaga 5. flokkur Þriðjudaga Fimmtudaga Sunnudaga 6. flokkur karla Þriðjudaga kl. 19.00-20.00 Sunnudaga kl. 9.30-11 .OO Skemman Höll Skemman Höll karla kl. 17.00-18.00 Skemman kl. 17.00-18.00 Skemman kl. 1 6.00-1 7.00 Höll karla kl. 17.00-18.00 Glerárskóli kl. 19.00-20.00 Glerárskóli kl. 15.00-16.00 Höll karla kl. 1 8.00-1 9.00 Glerárskóli kl. 20.00-21 .OO Glerárskóli kl. 1 1 .00-12.30 Glerárskóli Glerárskóli Glerárskóli Meistaraflokkur kvenna Þriðjudaga kl. 20.30-22.00 Miðvikudaga kl. 18.00-19.00 Fimmtudaga kl. 22.00-23.00 Sunnudaga kl. 15.00-16.00 3. flokkur kvenna Þriðjudaga kl. 21.00-22.00 Miðvikudaga kl. 21.00-22.00 Höll Skemman Höll Skemman Glerárskóli Glerárskóli 4. flokkur kvenna Miðvikudaga kl. 17.00-18.00 Glerárskóli Sunnudaga kl. 16.15-17.30 Glerárskóli Þessi æfingatafla verður í gildi í vetur Jlr Sundlaugarbyggingin á Grenivík bíður vorsins, en þá verður hafist handa á ný. Mynd: OB Grýtubakkahreppur: Búið að steypa upp fyrir sundlauginní - vatn úr tilraunaborholu ekki nógu heitt I sumar var borað fyrir heitu vatni, sem hugsanlega gæti nýst til upphitunar sundlaug- ar á Grenivík. Nú fyrir skömmu kom upp 20 gráðu heitt vatn í borholu við Bárð- artjörn. Búið er að steypa upp fyrir sundlauginni. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri í Grýtubakkahreppi sagði að nóg rennandi vatn hefði fundist, en það væri ekki nægi- lega heitt til upphitunar sund- laugarinnar. „Við verðum að kaupa okkur varmadælu til við- bótar," sagði Guðný. Hafist var handa við sund- laugarbygginguna í sumar og sagði Guðný óráðið hvenær hægt verður að taka hana í notkun. „Bjartsýnustu menn gæla við næsta sumar," sagði hún um það atriði. Sundlaugin er 8xl6 metrar að stærð og verður til að byrja meö útisundlaug, cn uppi eru áform um að byggja yfir hana síðar meir. Heildarkostnaður við sundlaugarbygginguna var áætl- aöur samkvæmt verðlagi í sept- ember 1987 um 8,8 milljónir króna og fyrsti áfanginn, sem er uppsteypan á 2,5 milljónir. mþþ Treg skotveiði: Tíðarfarið hagsteett fyrir gæsína Gæsaveiöi viröisl ekki hafa gengið sem skyldi á Eyjafjarö- arsvæðinu í haust, en að sögn bænda á svæðinu hefur verið skotið minna af gæs hjá þeim en undanfarin ár. I Skagafirð- inum þar sem venjulega er mikið um gæs er sömu sögu að scgja, en þar mun hafa veiðst ákaflega lítið. I Húnavatnssýslum er útlitiö eitthvað betra og eru dæmi þess að tvcir mcnn hafi fengið rúm- lega 70 gæsir á tveimur helgum. „Eg hcld nú að það sé ekki minni gæsaveiði en undanfarin ár og sala á gæsaskotum hefur t.d. vcr- ið svipuð og venjulega. Að vísu hefur þetta verið aðeins öðruvísi núna, þar sem tíðin hefur verið hagstæð fyrir gæsina," sagði Einar Long hjá Eyfjörð í samtali við Dag, en hann er öllum hnút- um kunnugur í þessum málum. „Kuldinn hefur verið minni, lítill snjór í fjöllum og þær koma því síöur niður. Þá er gæsin styggari núna cn áður, en þegar snjór er á jörðu er hún ekki eins vör um sig." Hann sagði enn töluvert um gæs fyrir norðan, t.d. frammi í Eyjafirði. Aöspurður um hvort bændur lcyföu almennt aö skotið væri hjá þeim, sagði hann það yfirleitt vera. Þó væri alltaf eitthvað um skyttur sem ekki bæðu um leyfi og væri það ekki heppilegt auk þess sem það skapaði hættu. Einar sagði áhuga á gæsa- skytteríi mikinn og reiknaði með að hann myndi aukast þegar liði að rjúpnaveiðitímanum. VG Siglufjörður: Kcnnara- laun jöfriuð - óánægja væntanlega úr sögunni Bæjarstjórn Siglufjarðar ákvað á fundi sínuni nýlega, að verða við ósk skólanefndar varðandi jöfnuð á hlunnindagreiðslum til kennara. Um nokkurn tíma hefur ríkt megn óánægja á staðnum vegna hlunnindagreiðslna til aðkomu- kennara, á meðan heimamenn sátu á hakanum. I sumar var ákveðið að greiða réttindakenn- urum sem kæmu til starfa ákveðna upphæð, en það sam- ræmdist ekki hugmyndum skóla- nefndar sem vildi að allir, jafnt kennarar sem leiðbeinendur sætu við sama borð. Nú var hins vegar ákveðið að greiða öllum, kennurum sem ieiðbeinendum sömu hlunnindi. VG „Sala á gæsaskotum het'ur verið svipuð og undanfarin ár,“ segir Einar Long hjá versluninni Eyfjörð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.