Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 2
2 —'DAGUR - 24. janúar 1989 / Sauðárkróksbraut: Utafkcwsla við Messuholt - engin alvarleg meiðsl Aðfararnótt sl. sunnudags var útafkeyrsla á Sauðárkróks- braut við bæinn Messuhoit, skammt utan Sauðárkróks. Bifreið hafnaði með framend- ann í skurði, en mikil hálka var á veginum þegar óhappið átti sér stað. Tvennt var í bflnum og voru bæði flútt á Sjúkrahús- ið á Sauðárkróki, mikið skorin í andliti. Bifreiðin er mikið skemmd. Ökumaður var í beltum, en ekki farþegi í framsæti. Hann kastaðist í framrúðuna þegar bíll- inn endaði í skurðinum og skall einnig á ökumanninn. -bjb ÁTVR á Akureyri: Sjálfsafgreiðsla fyrir 1. mars Nú standa yfir breytingar á verslun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Akureyri. Þessar breytingar fela í sér að tekið verður upp svokallað sjálfsafgreiðsluform eins og tíðkast í nokkrum útsölum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að verkið sé á áætlun sem miðast við að breytingum verði Iokið áður en sala á bjór hefst hér á landi. Lageraðstaða útibúsins á Akureyri verður eftir sem áður á sömu hæð og verslunin og sagði Höskuldur að ekki þurfi að koma til kaupa á viðbótarhúsnæði fyrir ÁTVR á Akureyri vegna tilkomu bjórsins. JÓH Skákfélag Akureyrar: Suðurbrekkan feng- sæl í hverfakeppni Fyrsta mót Skákfélags Akur- eyrar á nýju ári var hverfa- keppni. Þar var bæði keppt í hraðskák og hægskák, þar sem umhugsunartíminn var 30 mínútur. Sveit Suðurbrekk- unnar bar sigur úr býtum í síðarnefndu keppninni með 16 vinninga, Eyrin-lnnbærinn fékk 12>/2 v., Norðurbrekkan IOV2 v. og Glerárhverfi 9 v. Suðurbrekkan sigraði einnig í hraðskákinni og fékk sveitin 32V vinning. Norðurbrekkan varð í öðru sæti með 29 vinninga, síðan kom Eyrin-Innbærinn og Glerár- hverfi rak lestina. í 15 mínútna móti sem haldið var nýverið sigraði Jón Björg- Kaupleiguíbúðir fyrir fatlaða: Sjálfsbjörg komi inn í myndina - Snæbjörn Pórðarson formaður félagsins svarar bæjarstjóra og félagsmálastjóra vinsson og fékk hann 6 vinriinga af 7 mögulegum. Kári EÍíson varð annar með 5'/2 v. og í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Sigurjón Sigurbjörnsson og Jakob Þór Kristjánsson með 4Vi vinning. SS Erlendum ríkis- borgurum hérlendis: Fjölgaði um 24,7 % á síðasta árí Samkvæmt þjóðskrá 1988 átti 9.351 íbúi fæddur erlendis lög- heimili hér á landi og á sama tíma voru erlendir ríkisborgar- ar hérlendis 4.829. Báðar þess- ar tölur hækkuðu verulega á síðasta ári, sú fyrrnefnda um 15,0% og hin síðari um 24,7%, en í þeirri tölu eru ekki erlend- ir sendiráðsmenn og varnarliðs- menn því þeir eiga ekki lög- heimili hér á landi. Hluti þeirra sem fæddir eru Snæbjörn Þórðarson, formað- ur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, hefur svarað skrifum Sigfúsar Jóns- sonar, bæjarstjóra Akureyrar, og Jóns Björnssonar, félags- málastjóra. Svarið er á þessa leið: „Það hefur margoft borið á góma hjá stjórn Sjálfsbjargar hversu nauðsynlegt það væri fyrir félagið að eiga eða hafa umráða- rétt yfir einni eða fleiri íbúðum til að leigja skjólstæðingum félags- ins um lengri eða skemmri tíma. Því þótti það hittast vel á að á sama tíma og hafin er bygging á íbúðakjarna fyrir aldraða við Víðilund, þar sem aðgengi á að vera til fyrirmyndar ásamt all- nokkurri þjónustu við íbúana, að Akureyrarbær hyggst standa fyrir byggingu á 5 félagslegum kaup- leiguíbúðum, en í þeim bygg- ingarflokki þarf framkvæmda- aðili ekki að leggja fram nema 15% af byggingarkostnaði, á móti 85% er koma frá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Stjórn Sjálfsbjargar sótti hinn 25. nóv. sl. bréflega um að fá umráðarétt yfir 3 þessara íbúða til Bæjarráðs. Um miðjan des. í fyrra var svo skýrt frá því í Degi að bæjaryfirvöld hyggðust velja nefndum félagslegu kaupleigu- íbúðujn stað í fjölbýlishúsi við Helgamagrastræti 53, ásamt 10 almennum kaupleiguíbúðum. Það var því Ijóst að ef nefndar íbúðir yrðu byggðar þar var Sjálfsbjörg út úr myndinni vegna skorts á þjónustu við íbúana, þó svo að aðgengi væri í lagi. Um svipað leyti hafði Jón Björnsson samband við undirrit- aðan í síma og tjáði honum að hann.áliti að Sjálfsbjörg geti ekki endurleigt félagslegu kaupleigu- íbúðirnar sem félagið sótti um að fá eignarrétt á, vegna réttar þess sem íbúðina situr til að fá hana keypta. Jafnframt bauðst hann til að senda samantekt á þeim möguleikum sem í boði væru hjá Húsnæðisstofnun sem til greina kæmu fyrir Sjálfsbjörg. Það er álit undirritaðs að leið- beiningar Jóns séu ekki svar Bæjarráðs. Þó svo að umsókn Sjálfsbjargar um kaupleiguíbúðir sé ef til vill gölluð er það sjálf- sögð afgreiðsla umsókna að þeg- ar mál hafa verið til lykta leidd sé öllum umsóknum svarað af þeim er þær eru stílaðar til. í þessu til- viki virðist sem erindi Sjálfs- bjargar hafi aldrei komið inn á borð bæjarráðsmanna. Snæbjörn Þórðarson. Það er von stjórnar Sjálfs- bjargar, þótt nú hafi ef til vill hlaupið smá snurða á þráðinn, að leitað verði leiða, er bæjaryfir- völd hyggjast kaupa eða byggja kaupleiguíbúðir, að Sjálfsbjörg geti komið inn í myndina og fengið eignarhald eða umráðarétt yfir einni eða fleiri íbúðum fyrir sína skjólstæðinga.“ Formaður Sjálfsbjargar sagði að lokum að blaðaskrif væru, að sínu mati, ekki heppilegasti vett- vangurinn fyrir lausn þessa máls, og vonaðist hann til að farsæl lausn finndist sem fyrst. pHR erlendis eru börn íslenskra for- eldra er dvöldust þar við nám eða störf. Tala fólks með eilent ríkis- fang hækkar árlega vió flutning þess til landsins, en lækkar við brottflutning þess síðar og við það að því er veitt íslenskt ríkis- fang. Arin 1952 og 1982 breyttust lagareglur um ríkisfang þannig, að fyrir 1952 fengu konur ríkis- fang eiginmanns síns við giftingu, en eftir það hefur hjónavígsla ekki áhrif á ríkisfang. Fyrir 1982 fékk barn fætt í hjónabandi ævin- lega ríkisfang föður síns, en síðan þá fær það íslenskt ríkisfang ef annað foreldra er íslenskt. VG Hljóðbylgjumenn komnir heim - senda alla dagskrána nú út frá Ráðhústorgi á Akureyri um verður fólk tekið tali og ýmsir Utsendarar Hljóðbylgjunnar sem héldu uppi útsendingum stöðvarinnar í höfuðborginni eru komnir norður aftur og farnir að senda út frá bæki- stöðvum sínum við Ráðhús- torg á Akureyri. „Þetta var mjög spennandi tímabil,“ segir Pálmi Guðmundsson útvarps- stjóri um þann tíma er Hljóð- bylgjumenn höfðu aðsetur í Armúlaskólanum í Reykjavík. Nokkrar breytingar hafa orðið á dagskrárstefnu Hljóðbylgjunnar og segir Pálmi að þær miði eink- um að því að auka hið talaða mál. Tekin hefur verið upp morg- unþáttur, sem er í umsjá Ómars Péturssonar og stendur hann frá klukkan 7 á morgnana til klukk- an 9. Síðdegis sér Þráinn Brjáns- son um talmálsþátt, en pi'tarnir báðir hafa komið við sögu Hljóð- bylgjunnar áður. í þáttum þess- Þessir fjórmenningar héldu uppi starfsemi Hljóðbylgjunnar í Reykjavík, en starfsemin er nú alfarið flutt norður. Mynd: jóh fróðleiksmolar um það sem efst er á baugi fylgja með, auk þess sem spiluð verður tónlist. Jafnframt því sem breytingar voru gerðar á dagskrá stöðvar- innar var útsendingartíminn lengdur og er nú útvarpað frá klukkan 7 að morgni og fram til klukkan 00.01 að nóttu. Vaktin er því staðin í 18 tíma á sólar- hring. Pálmi segir rekstur útvarps- stöðvarinnar ganga vel, fyrstu mánuðir ársins séu þó ætíð erfiðir auglýsingalega séð. Hann segir að árangur sé þegar kominn í ljós eftir að stöðin færði út kvíarnar og hóf útsendingar um suðvestur- hornið. „Við erum búin að kynna okkur vel og viðbrögð hlustenda hafa verið góð. Við höldum ótrauð áfram og erum að bræða með okkur ýmsar nýjungar," seg- ir Pálmi. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.