Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 5
24. janúar 1989 - DAGUR - 5 Arnarfellið nýja er glæsilegt skip. Á innfelldu myndinni eru f.v. þeir Gunnlaugur Guðmundsson, deildarstjóri Skipa- afgreiðslu KE A, Kristinn Aadnegaard skipstjóri og Jón Arn- þórsson markaðsfulltrúi Skipadeildar Sambandsins á Akur- eyri. Mynd: EHB Nvja AmarfeDið á Akureyri - Skipadeild Sambandsins tekur í notkun glæsilegt strandferðaskip Arnarfellið, hið nýja strand- ferðaskip Skipadcildar Sam- bandsins, kom til Akureyrar í gær. Hér er á ferðinni sterkbyggt, mjög fullkomið og stórt tlutningaskip sem mun þjóna strandtlutningum með vikulegum siglingum milli Reykjavíkur og hafna á Norðurlandi og Vestfjörðum. Jón Arnþórsson, markaðsfull- trúi Skipadeildar Sambandsins á Akureyri, segir að með tilkomu Arnarfellsins sé lögð vaxandi áhersla á þjónustu félagsins við landsbyggðarhafnir. „Skipadeild- in stendur fyrir átaki til að tryggja þjónustuna eins vel og hægt er. „Tökum vikuna snemma með skipadeildinni“ er okkar Nú er orðið ljóst að verðbólga fer ört vaxandi á nýjan leik, þrátt fyrir að verðstöðvun sé enn í gildi. Pví er spáð að hækkun láns- kjaravísitölunnar í þessum mán- uði muni svara til 25-28% verð- bólgu á ári. Sambærileg tala fyrir desember var 2,7%. Þá lítur út fyrir að verðbólgustigið næstu 3 mánuði verði nálægt 20%. Nafnvextir lækkuðu ört síðustu mánuði ársins 1988 til samræmis við lækkandi verðbólgu. Til þess að gæta 'samræmis milli verð- tryggðra og óverðtryggðra inn- og útlána verður á sama hátt nauðsynlegt að hækka nafnvexti á næstunni vegna aukinnar verð- bólgu. Reynt verður að tryggja að vextir af almennu sparifé verði ekki neikvæðir, a.m.k. sé litið til nokkurra mánaða tímabils í senn. Af þessum ástæðum telur Iðn- aðarbankinn fyllstu ástæðu til að hefja nú þegar aðlögun vaxta að breyttum verðlagsaðstæðum. Ákveðið hefur verið að vextir af almennum sparisjóðsbókum hækki nú úr 3% í 5%, óverð- tryggðir vextir Bónusreiknings hækki úr 4,0-5,5% í 6,0-7,5% og forvextir víxla hækki einnig um kjörorð,“ sagði hann. Burðargeta Arnarfellsins er 3.129 tonn, það getur flutt 177 gámaeiningar og 35 tengi eru fyr- ir frystigáma. Stór og aflmikill krani gerir sitt til að auðvelda lestun og losun en lyftigeta kran- ans er 35 t í 23 m radíus, en 25 t í 26 m radíus. Fyrir skömmu var 38 tonna lyftari settur í land á Sauðárkróki með þessum krana. Arnarfellið var byggt í Olden- burg í V.- Þýskalandi árið 1983 og hét þá Sandra. Það er tæplega 90 metra langt og 14 metra breitt. Ganghraði er 13,5 sjómílur. Öll áhöfnin, 10 manns, er íslensk. Yfirvélstjóri skipsins er Baldur Sigurgeirsson. Skipsjórinn, Kristinn Aadne- 2%,'úr 12,0% í 14,0%. Aðrirlið- ir breytast ekki nú. Þessar breyt- ingar hafa ekki umtalsverð áhrif á vaxtamun bankans, en hann er nú u.þ.b. 50% lægri en hann var að meðaltali árið 1988. Þann 1. desember sl. voru 92,9% landsmanna 16 ára og eldri skráðir í þjóðkirkjuna á Islandi. I Fríkirkjum voru 3,4%, 2,3% í öðrum trúfélög- um og 1,3% voru utan trúfé- laga. I þjóðskrá er skráð aðild að hverju trúfélagi sem hlotið hefur löggildingu hér á landi, en þeir sem teljast til ólöggiltra trúfélaga eða til trúarbragða án trúfélags hér á landi, eða upplýsingar vantar um, koma saman í einn lið, „önnur trúfé- lög og ótilgreind.“ gaard, er búinn að starfa lengi hjá Skipadeild Sambandsins. Hann byrjaði þar árið 1966 og var á ýmsum skipum til ársins 1973. Arið 1972 lauk hann námi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Frá 1973 til 1977 stundaði hann nám í vélvirkjun og er með réttindi sem vélvirki. Frá 1977 þar til um síðustu ára- mót var hann stýrimaður á Dísar- fellinu og skipstjóri í afleysing- um, þ.e. á báðum þeim skipum sem hafa borið það nafn. Til gamans má geta þess að fyrsta höfnin sem Arnarfellið kom til þegar skipið kom til landsins í byrjun janúar var Sauðárkrókur, en Kristinn er einmitt Sauðkræk- ingur að uppruna. Áætlun skipsins er þannig að á fimmtudögum er farið frá Reykja- vík áleiðis til ísafjarðar eða Vest- fjarðahafna, og er komið þangað á föstudegi. Á laugardögum er farið til Sauðárkróks/Siglufjarð- ar, á sunnudögum til Húsavíkur og til Akureyrar og Dalvíkur á mánudögum. Þaðan er siglt til baka og komið við á Vestfjarða- höfnum á þriðjudögum. Á mið- vikudögum er skipið í Reykjavík og vörur úr því eru fluttar samdægurs í skip sem sigla á erlendar hafnir. EHB Aðeins þeir sem skráð sig hafa utan trúfélaga teljast vera það. Nýfædd börn eru talin til trúfé- lags móður, en trúfélagaskipti eru tilkynnt af einstaklingunum sjálfum. Af öðrum söfnuðum en þjóð- kirkjunni og fríkirkjunum eru meðlimir Kaþólsku kirkjunnar fjölmennastir. Því næst koma Áðventistar og Hvítasunnu- söfnuðurinn. Þá eru Vottar Jehóva og Baháísamfélagið sömuleiðs nokkuð fjölmennir söfnuðir. VG Iðnaðarbankinn hækkar vexti Á fjórða þúsund íslendingar 16 ára og eldri eru utan trúfélaga: 92,9% í þjóðkirkjimni og 3,4% í fríkirkjum Stjórnarráð íslands Nýtt símanúmer Frá mánudeginum 23. janúar 1989 hefur Stjórnarráð (slands símanúmerið 91-60 90 OO r Akureyringar - Eyfirðingar ÞORRINN ER BYRJAÐUR Getum útvegað veislusali fyrír þorrablótið og eða aðrar veislur. Bendum sérstaklega á elsta hús bæjarins, Laxdalshús, sem kjörinn stað fyrir hvers konar mannfagnað. Veislueldhús Bautans, sér um allt til veislunnar - lánum áhöld og útvegum starfsfól.k. Allur þorramatur kemur úr Bautabúri og er í háum gæðaflokki. BAUTINN - BAUTABÚRIÐ ^---------------——— --.........—^ Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir. Lyfsöluleyfi Sauðárkróksumdæmis (Sauðár- króks Apótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varðandi birgðir, áhöld og innréttingar. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. júlí 1989. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 19. febrúar n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 18. janúar 1989. Tölvufræðslan auglýsir: PC - Grunnnámskeið Námskeið fyrir byrjendur í tölvunotkun. Kynntur er algengur notendahugbúnaður auk þess sem fjallað er um vélbúnað PC-tölva. Efni námskeiðsins: ★ Helstu hugtök tölvutækninnar ★ Vélbúnaður PC-tölva ★ Jaðartæki ★ Stýrikerfið MS-DOS ★ Ritvinnslukerfið Word-Perfect (Orðsnilld) ★ Töflureiknirinn Multiplan ★ Verklegar æfingar Námskeiðið hefst miðvikud. 1. febrúar 1989. Innritun og nánari upplýsingar eru í síma 27899 eftir kl. 13.00. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.