Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 8
2#0 jan úár Tí}89 ^ -EXA<S€J Ri- -7 ö sýndu þá ágætis leik. Þær náðu I væri úr KA-stelpunum. Próttar- forystunni strax í byrjun og héldu arnir tóku sig saman í andlitinu henni alveg til loka hrinunnar. og tryggðu sér sigur í leiknum Lokatölur 15:11 fyrir KA. með því að skora 15 stig gegn 9 En þá var eins og allur vindur | stigum KA. Hrefna Brynjólfsdóttir átti góðan leik gegn Þrótti en það dugði ekki til. Mynd: TLV Getraunir: Minjónin fór á Dalvík - 23 ára leikmaður Dalvíkur- liðsins sá heppni KA sigraði Þrótt frá Neskaup- stað í 1. deild karla í blaki 3:0 og eru Akureyrarstrákarnir enn ósigraðir í deildinni. Þróttarar skoruðu reyndar fyrsta stigið í fyrstu lotunni en þar með var draumurinn búinn. KA-liðið tók öll völd á vellinum og skoraði níu stig í röð án þess að Norðfirðingum tækist að svara fyrir sig. Þá tóku gestirnir sig saman í andlitinu og minkuðu muninn í fimm stig. En munurinn var þeg- ar orðinn of mikill og Fei þjálfari KA innsiglaði sigurinn í lotunni með tveimur góðum smössum. Önnur lotan var mun jafnari. Þróttararnir börðust vel og virtist það koma KA-mönnum dálítið úr jafnvægi í byrjun. Það voru því gestirnir sem náðu forystunni og héldum henni út mest alla lot- una. Staðan var 14:13 fyrir Þrótt en þá kom leikreynsla KA-manna í ljós. Þeir héldu haus á meðan Þróttarar fengu tvö tækifæri méð Það er komin hefð fyrir því að Tindastóll og KR mætist í bikarkeppnum. SI. sumar mættust knattspyrnulið félag- anna í 16-Iiða úrslitum Mjólk- urbikarsins og allir vita hvernig sú viðureign fór sællar minn- ingar. Nú voru það körfuknatt- leikslið félaganna sem drógust saman í 8-liða úrslitum Bikar- keppni KKÍ. Dregið var í beinni útsendingu í íþrótta- þætti Sjónvarpsins sl. laugar- dag og Tindastóll kom síðastur upp úr pottinum. Án efa verður stórleikur 8-liða úrslitanna á milli íslandsmeistara Hauka og bikarmeistara Njarð- víkinga. Hinar tvær viðureignirn- ar verða á milli b-liða Njarðvík- inga og Stúdenta og Breiðabliks og ÍR. Leikirnir í 8-liða úrslitun- uppgjöfum til að gera út um leik- inn. Það mistókst og KA sigraði 16:14. í seinustu lotunni fengu vara- menn KA að spreyta sig og stóðu sig með sóma. Staðan var jöfn framan af en síðan tóku heima- menn af skarið og sigruðu örugg- lega 15:10. KA-Iiðið var mjög jafnt í þess- um leik og ekki sanngjarnt að nefna einn leikmann öðrum fremur. Fei þjálfari er búinn að gera góða hluti með KA-liðið og eru leikmennirnir farnir að vinna saman eins og vel smurð vél. Það vakti athygli hve smávaxið Þróttarliðið er. Haukur Valtýs- son hefði verið með stærri mönn- um í þessu liði. Flestir leik- mennirnir eru ungir að árum en inn á milli eru gamlir jaxlar. í þessum leik bar mest á gamla brýninu og fyrirliðanum Ólafi Sigurðssyni. Karlablakmaður ársins í fyrra Marteinn Guðgeirs- son leikur nú með sínu gamla félagi, en hann leikur í sumar um fara fram 7.-11. febrúar nk. Tindastóll mætir KR-ingum í HagaskólanUm þriðjudaginn 7. febrúar og fær síðan þá röndóttu í heimsókn í „síkið“ laugardag- inn 11. feb. „Við hefðum ekki getað fengið sterkara lið, nema þá kannski Njarðvík. Annars fáum við meira út úr því að spila við KR heldur en einhver b-lið, þeir eru ekkert ósigrandi. Upp á að komast lengra í keppninni var maður auðvitað búinn að óska sér að fá lakari liðin, en ég er alveg sáttur við að fá KR-inga. Þetta er spurning um hvernig við stöndum okkur á útivelli," sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Tindastóls, í samtali við Dag þegar hann var spurður álits á drættinum gegn KR. -bjb með Tindastóli á Sauðárkróki í 2. deildinni í knattspyrnu. Stelpurnar töpuðu . . . Stúlkunum í KA-Iiðinu gekk ekki eins vel og strákunum og urðu að sætta sig við 3:1 tap. Þróttarliðið var mun sterkara allan tímann og áttu KA-stelp- urnar ekki möguleika gegn frísku Þróttarliðinu. Það er kínversk eiginkona þjálfara Þróttar, sem reyndar er einnig kínverskur, sem leiðir liðið og er hún mjög snjöll í uppspilinu. Annars var ekki mjög mikill munur á liðunum og sigraði Þróttur 15:10 í fyrstu hrinunni eftir nokkurn barning. Önnur hrinan þróaðist svipað og sú fyrsta. Þróttarstelpurnar náðu forystunni en náðu ekki að hrista Ákureyrarmeyjarnar af sér. Með góðum endaspretti náðu þær þó að sigra 15:9. KA-stelpurnar komu ákveðnar til leiks í þriðju hrinunni og KAvfll Fei aftur Samningaviðræður standa nú yfir á milli blakdeildar KA og Fei, hins kínverska þjálfara KA, um endurráðningu á næsta ári. FuIIur vilji er hjá báðum aðilum að ná samning- um og eru KA-menn bjartsýnir að Fei verði áfram á Akureyri. Stefán Magnússon formaður blakdeildarinnar segir að viðræð- ur standi nú yfir við Fei og sé full- ur áhugi hjá honum að vera hér áfram. Það veltur þó dálítið á því hvort konan hans getur komið með honum næsta vetur. Hún þjálfar nú blak hjá háskólaliði í Kína og ekki er víst að hún eigi heimangengt næsta vetur. Kona Feis er mjög stórt nafn í kínverska blakheiminum. Hún var fastamaður í kínverska lands- liðinu og varð m.a. Ólympíu- meistari með liðinu á leikunum í Los Angeles. Að sögn Stefáns hafa KA- menn mikinn áhuga á því að ráða hana til þess að fá meiri festu í kvennablakið hjá félaginu en það hefur háð liðinu hve margar hætta á hverju ári. Fei hinn kínverski þjálfari KA. Ingólfur Knstjansson frá Dal- vík datt í lukkupottinn á laug- ardaginn hjá Islenskum get- raunum. Hann var með 12 rétta og þar að auki nokkrar raðir með 11 réttum og hlýtur fyrir vikið 1,1 milljón. í samtali við Dag í gær sagðist Ingólfur hafa verið frekar latur við getraunirnar í vetur og að þetta hafi einungis verið í annað skiptið sem hann tippar í vetur. „En það er öruggt að ég mun tippa það sem eftir er vetrar,“ sagði hinn getspaki Dalvíkingur. Vinningsseðillinn var með sex tvöfalda leiki og hina einfalda. Það þýðir að Ingólfur hefur eytt um sex hundruð krónum í millj- ónina. Ingólfur er 23 ára gamall og leikur með Dalvíkurliðinu í knattspyrnu. Hann segir að pen- ingarnir komi sér vel því hann hafi verið að huga að íbúðarmál- um í þó nokkurn tíma. „Ætli maður drífi sig ekki í að kaupa íbúð núna fyrst innborgunin get- ur verið svona rífleg," sagði Ingólfur kampakátur. Hann segist hafa fylgst með ensku knattspyrnunni á laugar- daginn en ekki gert sér grein fyrir því að hann var með 12 rétta fyrr en hann var búinn að fara yfir seðilinn. „Ég trúði ekki mínum eigin augum þannig að ég lét kunningja minn fara yfir seðilinn og hann tjáði mér að þetta væru örugglega 12 réttir. Síðan beið ég spenntur að sjá hvort margir væru með 12 rétta en þegar kom í ljós að ég var einn með slíkan seðil þá var mikilli spennu létt af mér,“ sagði Ingólfur Kristjánsson sem varð rúmlega milljón krón- um ríkari á laugardaginn. Þess má geta að potturinn á laugardaginn var stærsti einfaldi potturinn í sögu getrauna frá upphafi. Björn Sigtryggsson og fclagar hans í Tindastólsliðinu mæta KR-ingum í 8 liða úrslitum bikarsins. Bikarkeppni KKÍ: Tindastóll fær þá röndóttu x - í 8 liða úrslitum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.