Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 7
24. janúar 1989 - DAGUR - 11 Alþýðuhúsinu á Akureyri: it á bókmenntum standa viö sitt. Við þurfum líka að breyta landslögum hér á ís- landi á þann veg að ríkisforstjór- ar og stjórnendur ríkisfyrirtækja sem ekki standa í stykkinu verða að fara frá. Þeir verða að hætta, alveg eins og forstjórar í fyrir- tækjum sem farið hafa á hausinn verða að hætta.“ Hvað með Sverri Ögurvíking? Utanríkisráðherrann og fyrrver- andi fjármálaráðherra lagði sín lóð á vogarskálar í umræðu um bruðlið í ríkisrekstrinum. Hann sagði það sína skoðun að ráðu- neyti fjármála og fjárlaga- og hagsýslustofnun með sína 40 starfsmenn væri síður en svo ofmannað. Annað gilti hins vegar um hina miklu byggingu undir svörtuloftum handan götunnar, „einhver mesta marmarahöll í Reykjavík sem nefnist Seðla- banki. Þar starfa 160 manns, þar af a.m.k. 150 sem naga blýanta." Með þessum orðum komst Jón Baldvin heldur betur á flug. Allar „vinsælustu" persónurnar í þjóð- félagsfarsanum urðu honum tilefni stórra orða. „Hvað með bankaskelfirinn? Hvað með Sverri Ögurvíking, sem gleymdi að hann ætti hlut í Ögurvík og að selja hlutabréfin sín? Þau seldust víst ekki. Hann situr í Lands- bankanum, þessum þjóðbanka íslendinga, settur þangað af Þor- steini Pálssyni og er hinn raun- verulegi leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, samkvæmt hans gaspri frá degi til dags. Hann er ekki búinn að vinna fyrir bið- laununum. Það er sennilega skýringin. Landsbankinn er með 12-1300 manns í sinni þjónustu. Banka- kerfið á íslandi er alveg maka- laust. Það var verið að telja up fyrir mér að á Akureyri og í nánd væru á bilinu 11-13 innlánsstofn- anir!“ Nordal mikill bókmenntamaður Flokksformönnunum varð tíð- rætt um Seðlabankann og hvern- ig ákveðnir menn þar gerðu ríkis- stjórninni erfitt fyrir. Ólafur Ragnar sagði það mjög óeðlilegt að Geir Hallgrímsson, forystu- maður Sjálfstæðisflokks í 30 ár, ætti að framkvæma stefnu stjórn- arinnar sem Seðlabankastjóri. Hann sagði það algilt í öllum vestrænum ríkjum nema á íslandi að skipta um Seðlabankastjóra með reglulegum hætti. „Meira að segja í Bandaríkjunum er það talið eðlilegt og sjálfsagt að tak- marka setu þeirra í u.þ.b. 5 ár vegna þess að það verður auðvit- að að vera samhengi í því sem landsstjórnin vill og það sem pen- ingastofnanir eru að gera,“ sagði Ólafur Ragnar. Að sjálfsögðu bar Jóhannes Nordal á góma í þessari umræðu og sagði Olafur að um hann væri margt gott að segja, t.d. væri hann vel að sér í bókmenntum! Jón Baldvin benti á, varðandi fyrirspurn um brottrekstur Nordals, að á stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar væri m.a. að afnema eilífðarráðningar ríkisstarfs- manna. Yilja ekki kollsteypu í kjaramálum Svör Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins við þeirri spurningu hvernig stjórnin muni taka á komandi kjarasamningum voru nokkuð afdráttarlaus. Þeir gáfu báðir í skyn að óhugsandi væri við núverandi aðstæður að hleypa, af stað launahækkunum sem næðu upp allan stigann. Um þetta sagði formaður Alþýðu- bandalagsins: „Kjarasamningar þeir sem eru framundan verða auðvitað erfiðir. í þeim mun blasa við þessi stóra spurning: Vilja menn stuðla að því að efna- hagsstjórnunin takist. Vilja menn stuðla að því að við náum hér stöðugleika í verðlagi og drögum úr skuldum eða ætla menn að sprengja þetta í loft upp. Ég hef sagt að í þessum kjarasamning- um eigi menn að reyna að ná jöfnuði. Það á að látg. félagslegt réttlæti verða þar að leiðarljósi. Það á að reyna að tryggja hag hinna lægstlaunuðu.“ Jón Bald- vin ræddi þessi mál einnig og sagði það mjög mikilvægt að ekki verði „kollsteypa í kjaramálum" á þessu ári því stefnt sé að því að „sigla út'þetta ár í stöðgleika.“ Aðspurðu^ hvort til greina komi að ríkisstjórrríri grípi inn í kom- andi kjarasamninga sagðist Jón Baldvin ekki útiloka það. „Það getur vel verið. Ef hér verður upplausn og vitleysa í kjaramál- um sem þýddi það að hér eigi að sprengja upp launastig í landinu, upp fyrir allt sem skynsamlegt getur talist, upp fyrir okkar greiðslugetu, þá ætla ég ekki að lýsa því yfir fyrirfram að það komi ekki til greina að ríkisstjórn hlutist til um kjarasamninga.“ Bál sem hægt verður að verma sig við I lokaorðum formannanna ítrek- uðu þeir að ekki stæði fyrir dyr- um sameining A-flokkanna en hins vegar væri fundaherferð þeirra til þess fallin að koma af stað umræðu um þessi mál. „Við tókum vissa vogun með því að boða til þessara funda. En við gerðum það vegna þess að við töldum það skyldu okkar á þess- um tímamótum að hefja samræð- ur við fólkið í landinu um póli- tískan vilja og þá framtíð sem við viljum móta,“ sagði Ólafur Ragnar. Og Jón Baldvin átti síð- ust orð fundarins: „Ég vona að þessi fundur hafi ekki verið leið- inlegur. Ég vona að hann hafi vakið miklu fleiri spurningar en svör. Ég vona að þið haldið umræðunni áfram. Ég vona að þetta sé einhverskonar neisti sem hefur kannski kveikt bál sem aðr- ir geta vermt sig við þótt síðar verði.“ óþh Ahugamenn um pólitík létu sig ekki vanta á fund þeirra Olafs Ragnars og Jóns Baldvins í Alþýðuhúsinu. Salurinn var, sem maður segir, kjaftfullur. Blaðamanni er ekki kunnugt um hversu margir sóttu fundinn en trúlega hafa þeir verið vel á þriðja hundrað. Myndir: GB Opið á laugardögum hArgreiðslustofan ^amiUa Hólsgerði 4 • Sími 22069 • Akureyri Grolfskálinn JAÐRI Salarkynni Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri eru til leigu fyrir einstaklinga, hópa og fé- lagasamtök. Húsnæðið hentar vel fyrir árshátíðir og aðra mannfagnaði. Ferðaskrifstofa Akureyrar tekur á móti pöntunum í síma 25000. Utboð Framkvæmdanefnd um byggingu Dvalarheimilis aldraðra á Siglufirði óskar eftir tilboðum í innan- hússfrágang 20 einstaklings- og hjónaíbúða við Hlíðarveg á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent hjá Hauki Jónassyni, Túngötu 16, Siglufirði og Helga Hafliðasyni arkitekt, Þingholtsstræti 27, Reykjavík, gegn 8 þús. kr. skila- tryggingu. Verkinu skal að fullu lokið 1. des 1989. Tilboð verða opnuð í fundarsal Bæjarstjórnar Siglu- fjarðar Gránugötu 24 þriðjud. 7. febrúar 1989 kl. 14.00. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsai embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Grenilundi 7, Akureyri, þingl. eig- andi Tryggvi Pálsson, föstudaginn 27. janúar 1989, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóð- ur Akureyrar. Hrísalundi 8g, Akureyri, þingl. eig- andi Árni Harðarson o.fl., föstudag- inn 17. janúar 1989, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Akureyrar og Gunnar Sólnes hrl. Kaldbaksgötu, Skála, a-hluta, Akur- eyri, þingl. eigandi Bílasalan hf., föstudaginn 27. janúar 1989, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána- sjóður og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Skarðshlíð 14g, Akureyri, talinn eig- andi Friðrik Bjarnason, föstudaginn 27. janúar 1989, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birg- ir Arnason hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Guðjón Steingrímsson hrl., Sveinn Skúlason hdl., Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafsson hdl. og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Steinahlíð 5e, Akureyri, þingl. eig- andi Sæmundur Pálsson o.fl., föstu- daginn 27. janúar 1989, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Jón Ingólfsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Vallargötu 5, Grímsey, þingl. eig- andi Sigurður Bjarnason o.fl., föstu- daginn 27. janúar 1989, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guð- mundsson hdl., Ólafur Birgir Árna- son hdl., Gunnar Sólnes hrl., Þórólf- ur Kr. Beck hrl., Atli Gíslason hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Þrastarlundi v/Skógarlund, Akur- eyri, þingl. eigandi Pétur Valdimars- son. föstudaginn 27. janúar 1989, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsai embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Hlíðarenda, Akureyri, þingl. eigandi Baldur Halldórsson, föstudaginn 27. janúar 1989, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Akureyrar. Mímisvegi 16, Dalvík, þingl. eigandi Sigmar Sævaldsson, föstudaginn 17. janúar 1989, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er innheimtu- maður ríkissjóðs. Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eigandi Rán hf., föstudaginn 27. janúar 1989, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtu- maður ríkissjóðs, Sveinn Snorrason hrl. og Brunabótafélag Islands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.