Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 13
tfiúfls[ .í*5 - HUöAG ~ Si' 24. janúar 1989 - DAGUR - 13 Fréttatilkynning frá Olíufélaginu hf.: Vöntun á svartolíu og birgðastöð á Seyðisfirði Bæjarstjórn Seyðisfjarðar sam- þykki samhljóða ályktun þann 13. desember sl. þar sem krafist er að olíufélögin tryggi loðnu- verksmiðjum næga svartolíu. Ástæðan fyrir þessari ályktun er sú fullyrðing bæjarstjórnarinnar að vandræðaástand hafi skapast hjá loðnuverksmiðjum vegna síendurtekinnar vöntunar á svartolíu. Ennfremur er það ein- dregin ósk bæjarstjórnarinnar samkvæmt ályktuninni að nýti olíufélögin sér ekki olíubirgða- tank Olís á Seyðisfirði eigi loðnu- verksmiðjurnar sjálfar að fá að sjá um innflutning á svartolíu. ykkur á myrkrinu! Borgarbíó Alltaf nýjar myndir Símsvari 23500 Tamningar Járningar Tek að mér tamningar í vetur. Einnig þjálfun gæðinga og kynbótahrossa. Annast járningar og tann- röspun. Umboðssala á hrossum. Jóhann G. Jóhannesson. Sími 96-23159, í matar- tímum og eftir kl. 8 á kvöldin. Par sem ályktun þessi hefur verið send helstu dagblöðum landsins vill Olíufélagið hf. taka eftirfarandi fram. 1. Það hefur aldrei skapast vand- ræðaástand hjá loðnuverk- smiðjum sem eru í viðskiptum hjá Olíufélaginu hf. vegna vöntunar á svartolíu. Pvert á móti hefur Olíufélagið hf. ávallt tryggt loðnuverksmiðj- um næga svartolíu. Fullyrð- ingar bæjarstjórnarinnar um annað er vísað á bug. Loðnu- verksmiðjur á Seyðisfirði eru ekki í viðskiptum hjá Olíufé- laginu hf. 2. Svartolíunotkun á Austur- landi árið 1987 var um fjórð- ungur af heildarnotkuninni. Að mati Olíufélagsins hf. er ekki hagkvæmt fyrir olíufélög- in að nýta olíubirgðatank Olís á Seyðisfirði, þó það geti verið hagkvæmt fyrir Seyðisfjarðar- kaupstað vegna hærri tekna af hafnargjöldum. Sá kostnaður sem hlýst af því að gera Seyð- isfjörð að viðbótar innflutn- ingshöfn og dreifa svartolí- unni þaðan til Austurlands er töluvert hærri en kostnaður- inn-við að dreifa svartolíunni frá Reykjavík til Austurlands. Þar kemur til auk flutnings- kostnaðar frá Seyðisfirði til Austfjarðahafna aukaflutn- ingsgjald sem erlend skipafé- lög taka vegna viðkomu á Seyðisfirði, rekstur olíu- birgðastöðvarinnar, verulegar lagfæringar á olíubirgðatank- inum svo gerlegt sé að geyma svartolíuna, fjármagnskostn- aður vegna aukningar birgða, lakari nýting flutningaskipa og núverandi innflutningshafna. 3. Auk áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum verður við olíudreifingu og birgðahald að leitast við að gæta fyllstu hag- kvæmni. Ljóst er að eftirspurn eftir svartolíu getur verið sveiflukennd einkum á loðnu- vertíð, þar sem aflamagn og veður hafa áhrif á svartolíu- notkunina. Pessi óvissa í notk- un gerir birgðahald erfiðara. Nýting birgða hlýtur að verða lakari og dreifing óáreiðan- legri ef innflutningshafnir eru fleiri en færri undir slíkum kringumstæðum. Akureyrarmót B.A.: Hörður og Öm efstir Tíu umferðum af 25 er nu lok- ið í Akureyrarmóti Bridge- félags Akureyrar í tvímenn- ingi. 26 pör taka þátt í mótinu og eru spilaðar fimm umferðir á kvöldi, fimm spil milli para, eftir Barometer-fyrirkomulagi. Staðan að loknum tíu umferð- um er þessi: Stig 1. Hörður Steinbergsson - Örn Einarsson: 95 2. Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson: 85 3. Ólafur Ágústsson - Sveinbjörn Jónsson: 69 4. Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson: 68 5. Jón Smári Friðriksson - Páll H. Jónsson: 60 6. Gunnlaugur Guðmundss. - Kristinn Kristinsson: 49 7. Gissur Jónasson - Gunnar Berg: 47 8.-9. Magnús Aðalbjörnsson - Pétur Jósepsson: 43 8.-9. Kristján Guðjónsson - Stefán Ragnarsson: 43 10. Páll Pálsson - Þórainn B. Jónsson: 42 Öll spil eru tölvugefin. Keppn- isstjóri er Albert Sigurðsson en tölvuútreikning annast Margrét Þórðardóttir. Næstu fimm umferðir fara fram í kvöld. Spila- mennska hefst kl. 19.30 í Félags- borg. Leiðrétting Vegna mistaka féll niður ein lína í Heilsupóstinum í síðasta helg- arblaði Dags. Fyrir bragðið breyttist merking viðkomandi málsgreinar verulega og varð jafnvel torkennileg! Um leið og við biðjumst vel- virðingar á þessu, birtum við málsgreinina aftur og að þessu sinni eins og hún átti að vera: „Læknar við Duke háskólann hafa hins vegar fundið tannbursta í maga fjögurra manna. Það var þó ekki með vilja gert að gleypa burstann en samt tókst það.“ KRISTBJÖRG INGJALDSDÓTTIR frá Öxará, lést að Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, sunnud. 22. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstud. 27. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina. Sigríður G. Torfadóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, EIRÍKS GEIRSSONAR, Smáratúni 1, Svalbarðseyri. Halldóra Geirsdóttir, Axelína Geirsdóttir, Ragnar Geirsson, Bjarney Bjarnadóttir, og aðrir ættingjar. Vistheimilið Sólborg Laus rúmlega 50% staöa í eldhúsi. Vinnutími frá kl. 12.30-19.00. Unnið aöra hverja helgi. Upplýsingar á skrifstofu Sólborgar í síma 21755 frá kl. 10-16. Forstöðumaður. Alúðar þakkir til allra sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 11. janúar með heimsóknum, gjöfum og kveðjum. Guð blessi ykkur öll. HELGI SIGURJÓNSSON. Öllum þeim fjær og nær, sem heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu 19. þ.m. með gjöfum heimsóknum og heillaóskum færi ég alúðar þakkir og bið Guð að blessa ykkur öll. KRISTJÁN TRYGGVASON, Norðurgötu 45, Akureyri. Tilboðsverð á smáauglýsingum Mú gefst tækifæri til að auglýsa ódýrt á smáauglýsingasíðu Dags því fram til 1. mars verður sérstakt tiJboðsverð á smáauglýsingum T DEQI. Ef greiðsla fylgir með auglýsingunni er verð kr. 300,- fyrir eina birtingu og kr. 150,- fyrir hverja endurtekn- ingu. Mú er tilvalið tækifæri til þess að hreinsa til í geymslunni. Auglýsing í DEC5I borgar sig. Strandgötu 31, 600 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.