Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 15
24. janúar 1989 - DAGUR - 15 Við lok mannsævi verður eftirlif- andi helst fyrir að spyrja og í síð- asta lagi þó eins og vænta mátti. Hver var hann þessi maður? Hvað hafði hann látið eftir sig liggja? Hafði ég látið ævi hans og amstur mig einhverju skipta eða gengið til liðs við hann er hann þurfti þess með? Við höfðum þó átt samleið mestan hluta ævi hans og meira en hálfa mína og þar að auki búið sinn hvoru megin í Kinnarfellinu, hann norðan og vestan í, ég sunnan og austan í þessu merkilega felli sem máski er eldfjall undir niðri. Petta er hinn beiski þverskurður af almennum skiptum manna en síst voru þó fáleikar með okkur, miklu fremur vinátta. Á nýársdagsmorgun nýliðnum lést á sjúkrahúsinu á Húsavík Sigurður Marteinsson bóndi í Ystafelli, fæddur þar 9. maí 1924. Pó að lát hans kæmi að óvörum svo skjótt sem það bar að þar sem hann hafði ekki verið rúm- fastur svo talið væri svo nokkru næmi, þá var það ekki ókunnugt vinum hans eða grönnum ellegar máski héraðsbúum að hann gekk vanheill að verki sínu mörg umliðin ár, þó ekki væru mörg. Það mátti vera hverjum manni hryggðarefni hvernig þessi táp- mikli, gjörvilegi íþróttamaður og ungmennafélagi varð að lúta í lægra haldi fyrir heilsubresti sem mörgum úthlutast með svo furðu- legum hætti, á öllum æviskeiðum og öldungar sem börn verða að búa við. Pað er sjaldan skýrt markað í búskaparsögunni þau skil sem kunna þó að vera til þegar kyn- slóðir deila með sér þeim arfi sem jörðin og landið eitt býr yfir, ennþá síður markaður hvenær og hver er þáttur barna þar sem nöfn foreldra eru sérstaklega tengd við og talin standa fyrir af- rekum. En alveg er víst að þegar byggt var vandaða íbúðarhúsið á bújörð Marteins og Köru árið 1947. þegar Sigurður Marteins- son var 23 ára, þá var það hann sem var afgerandi afl í fram- kvæmdum þar og alla tíð síðan að fráteknum allra síðustu árum sem hljóta að flokkast til frávika í gjafmildi vorrar forsjár. Það því fremur var þetta svo að hann var meira en búhagur bangari. Hann var mjög góður smiður kominn frá smíðadeildinni í Laugaskóla þar sem Þórhallur Björnsson kennari og bóndinn á Ljósavatni deildi út um byggðir miklum hag- leik nemenda sinna nærri eins og trúboði frá smíðaloftinu á Laug- um sem sjá mátti á fjölda heimila fram til vorra daga þó til kæmu hin mjúku hægindi, sem líka eru fögur og traust þó ýmsir eigi erfitt að rísa úr sæti. Foreldrar Sigurðar Marteins- sonar voru þau Kara Arngríms- dóttir frá Torfunesi, þar sem hún var fædd og talin til og máski ekki síður til Ljósavatns, þar sem for- eldrar hennar bjuggu, einnig. Ég heyrði hennar ungur getið þar sem hún sk'rifaði í blað kvenfé- laganna og hafði einbeittar skoðanir en fyrst og síðast vissi ég hana og man sem húsfreyjuna í Ystafelli móður barna sinna og konu Marteins sem var heima- ræktaður Ystafellsmaður og góð- bóndi og sonur Sigurðar þess þjóðkunna bónda, kennara, sam- vinnuleiðtoga og loks ráðherra sem þar fór lengi orð af. Kona Sigurðar var Kristbjörg Mar- teinsdóttir frá Bjarnastöðum í Bárðardal ellegar Lundarbrekku sem hún máski var ekki síður tengd vegna æskuára en hún hafði snemma á ævi sýnt hetju- skap mikinn er sorgin sótti að henni. Sögu Sigurðar Marteinssonar má telja slungna úr þremur þáttum, það er hans eigin eðlis- gróna manngerð, sem hann varð úr að smíða eða tæta líkt og við öll saman reynum úr okkar efni. Þá var það ættmenna áhrifavald- ið, en fyrst og síðast þó þáttur jarðarinnar þar sem hún er og eins og hún er. Ystafell er á margan hátt lista- smíð frá skaparans hendi, en hef- ir væntanlega ekki beðið tjón af mannverkum tveggja eða þriggja kynslóða þó nýsnævi kenninga og trúarhugmynda hafi slegið þar fölva á, sem þó samvinnusúlan ber sig með reisn á kjallarahellu þeirra kaupfélagsmanna sem stofnuðu Sambandið, enda er sá fölvi varla af himni fallinn. Þeir sem aka veginn hér hjá garði þurfa ekki að vita um þann hluta Ystafells sem er hinum megin fellsins en gott hefðu þeir af því. Austan í Kinnarfelli sem rís sem næst gegnt höfuðbólinu rís Fellsskógur á móti morgunsól þar sem Skjálfandafljót byltist fram úr gljúfrum en Ullarfoss hrynur fram af bjarginu og þar sem sjógengnir fiskar troða marvaðann um Skipapoll og Grænhyl og stikla á flúðum inn með skuggaslútandi bjarginu. En það sem umfram allt hinn prúði birkiskógur rís í brattri hlíðinni og sívaxandi mæli gefur nýjum skógi af erlendri ætt olnbogarými til landnáms. Þarna er sá nýi skógur margra tegunda trjáa að reyna tilverurétt sinn í íslenskri jörð. Þessi er sá skógur sem er drjúgur hluti af lífsstarfi Sigurðar Marteinssonar og máski að stærstum hluta fullnæging hans tómstunda sem menn kalla eða eftirlætisstarfa. Ekki veit ég hversu mörg þúsund tré eru þarna í vexti en líta má þetta starf vissulega sem trúboð gegn vantrú vorra atvinnuleiðtoga og forsjármanna á líðandi stund og getur þó framtíðin ein skorið úr um árangur en öll rök eru með skógræktarmönnum í þessu máli ef viðhaft er úrval og kynbætur sem viðurkennt er í öllum öðrum búskap. Ekki skal hér undan dregið það markvissa framtak frænda Sigurðar sem búa í sama túni en þeir eru einnig miklir af- reksmenn í sama skóginum en hér kemur líka til hreysti og harðfengi manna, en líka það er forgengilegt og vantar senn hvað líður nýja liðsmenn. Væri vel við hæfi að hinir brattgengu menn í þjóðmálum girtu í kringum Kinn- arfellið í minningu málefnis og manna í samráði við eigendur landsins. Það sýndi auk þess alvöru þeirra samninga sem aldrað Minning: Alda Einarsdóttir Fædd 25. febrúar 1922 - Dáin 28. desember 1988 Nú er góða konan hjá lækninum dáin. Hún Alda, sem við kynnt- umst fyrst, þegar hún var við afgreiðslu hjá Gissuri Péturssyni augnlækni. Hún lést í sjúkrahús- inu á Akureyri þann 28. des. síð- astliðinn. Róleg, alúðleg og kurteis við alla svaraði hún í sím- ann eða ræddið við fólkið. Það var oft langt að komið, hafði staðið lengi í biðröð og var kvíðafullt um árangur af ferð- inni. Öllum tók Alda vel með sinni falslausu alúð og reyndi að leysa vandræði allra með sinni léttu og þægilegu framkomu. Síð- ar áttum við eftir að tengjast Öldu og kynnast henni betur og nutum vináttu hennar og gest- risni. Það var gott að koma á Rán- argötuna, þar var tekið opnum örmum á móti gestum með alúð- legri gestrisni. A seinni árum bjó Alda á Ránargötu 26, ásamt móður sinni Guðrúnu Stefáns- dóttur, sem nú dvelur háöldruð á sjúkrahúsinu á Akureyri. Maður Öldu, Njáll Helgason, var þá látinn. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Margréti, nú kaupkonu á Akureyri. Hennar maður er Páll Hjálmarsson frá Blönduósi. Synir þeirra eru tveir, Hjálmar og Njáll Ómar. Guðrún átti áður einn son, hann heitir Helgi Már. Bræðurnir hafa allir verið mjög nákomnir ömmu sinni. Einkum hefur Helgi dvalið mikið hjá henni og notið ástríkis hennar og umönnunar og átt þar sitt annað heimili. Það var ánægjulegt að heim- sækja Öldu og finna og sjá hve létt hún tók lífinu hversdagslega með móður sína aldraða og dótt- ursoninn unga, þar var ekki kyn- slóðabilið. Það var þægilegt að vera í návist hennar, því hún hafði þennan hæfileika að gera gott úr öllu, reyna að jafna ágreininginn með sínu létta og ljúfa skapi. Við minnumst að leiðarlokum hennar Öldu, sem svo gott var að kynnast og kveðjum hana með orðum skáldsins: Hvert vinarorð, sem vermir hug, þá vakir böl og stríð, hvert góðs manns orð, sem gleður hug, mun geymast alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Guðný og Kristinn, Blönduósi. fólk gerði að hausti um tilfærslu í búskap. Enn bjóða gamlir land- námsskógar skjól nýjum stofnum og mætti svo fara að aftur bitu lömbin lágresið á milli trjánna en létu blágresið óbitið, nú er ekki lengur bitinn broddurinn sem upp úr hjarninu stóð þegar við þó ætluðum að lifa af veturinn. Sigurður Marteinsson hverfur fyrstur sinna systkina af vettvangi vorrar skammdrægu sjónar,, þeirra sem með honum uxu upp., En eftir lifa Kristbjörg húsfreyja á Siglufirði, kona Jóhannesar Hjálmarssonar, sem fast hefur sótt þar sjóinn en alltaf tekið land til konu sinnar og barna; Jónína, sem lengi bjó á Landamóti með manni sínum og börnum, er nú á Akureyri, þar sem hún missti mann sinn fyrir aldur fram, Sigurð Sigurðsson hinn kunna söngstjóra; Arngrímur, sem ávaxtar pund sitt fyrir sunnan ásamt konu og börnum, athafna- maður sem eitt sinn gróf sundur Landamótsmýrar þegar þjóð vor trúði á slíkt. Víst var Sigurður í Ystafelli mikill gæfumaður þegar til hans kom Helga Elísabet Schiöth fædd 10. júní 1937 og varð eiginkona hans og fram til hinstu daga. Helga hafði komið frá Austur- Þýskalandi með viðdvöl á Siglu- firði þar sem hún var kona Öge Schiöth lyfsala og kunns söngmanns. Eignuðust þau þrjá drengi sem hún kom með að Ystafelli eftir að hafa misst mann sinn. í Ystafelli hefur heimili þeirra verið fram undir síðustu tíma, Alfreðs, sem hefir læknis- nám að baki, heilbrigðisfulltrúi á Húsavík með heimili, konu og barn; Þóris og Helga Birgis við háskólanám. Helga var atgervis- kona, greind og viðbrigðadugleg og gekk hún í öll sín hlutverk í móður- ellegar húsfreyjustarfinu sem voru mörg, af óskaplegri elju og fórnfýsi, má vera af rneiri kröftum en endilega voru til svo mjög sem hún var búin að gefa af þeim og sé nú þess vegna heilsu- tæp orðin. En tápleg eru þau börnin þeirra tvö Helgu og Sigurðar, Kristbjörg Góa, fædd 20. febrúar 1972 nú að hefja nám í menntaskóla og Marteinn Sigurður fæddur 12. nóvember 1975, ennþá í skóla heima í sveit sinni. Sigurður hefur verið árlegur gestur margra að færa þeim ársrit Skógræktarfélagsins þar sem hann var mikill áhugamaður og áhrifamaður með setu á fundum en mestur þó í verkum sínum fyr- ir málefnið. Hann átti líka marg- ar ferðir vegna Sparisjóðs Kinn- unga nærri 100 ára, og átti lengi við hann skipti og var í stjórn sjóðsins, sá hann vaxa þó varla eins hratt og öspina við Ysta- fellsbæinn sem ber þar langt ofar mæni húsa. Á nýliðnu hausti var hver skepna þessa gamalgróna bús leidd í hvarf frá bænum í umsjá þess sem metast verður sem úrræði eins og komið var og víða koma nú við sögu þar sem fólki fækkar og fé. Kannski koma þau til með að aka frævagninum sem sáir til skógar í Kinnarfellið. Það er notalegt baksvið að horfa til og ekki langt frá manni, þegar Baldvin svo lágur í lofti sem hann var, fóstbróðir Sigurð- ar, bjó værð að kvöldi en upprisu að morgni búfé þeirra og búsæld meðan naut við. Hann var fágæt- lega vel búinn að dyggð og trú- mennsku að taka á sig það sem ekki þjónaði upplagi Sigurðar að hann sjálfur væri fastbundinn við. Kannski má horfa til þess að Baldvin með þessum háttum sín- um væri meiri þátttakandi en menn hugðu í nýjum skógi elleg- ar því merkilega safni frímerkja og póstkorta sem þarna var til í bænum. Gott var líka að eiga þá að baki sér þegar viðkvæm málefni voru í umræðu og fram- kvæmd sem eiga jafnan fleiri sjónarhóla að horfa af. En þeir þurftu ekki að bera sárindi frá, aðeins gleðina að sjá hlutina gerast. Jarðarför Sigurðar Marteins- sonar fór fram frá hinni nýju Þór- oddsstaðarkirkju 7. janúar síð- astliðinn að vistöddu miklu fjöl- menni. Kirkjukórinn söng frá kirkjuloftinu: „Þú kristur ástvin alls sem lifir, ert enn á meðal vor. Þú ræður mestum mætti yfir, og máir dauðans spor. “ Séra Björn H. Jónsson, okkar mikils metni prestur, gerði einu sinni enn málefninu góð og góð- viljuð skil og lét þessa dökku mjúku ræktarmold falla á kistu- lokið. Ég býð öllum gleðilegt ár. 12. janúar 1989. Jón Jónsson, Fremstafelli. Forsætísráðherra með fiuid á Akureyri Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, heldur almennan fund á Hótel KEA þriðjudaginn 24. jan. kl. 21.00. Fundarefni: Atvinnu- og efnahagsmál. Ællir velkomnir Stjórn K.F.N.E.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.