Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 24. janúar 1989 Bífaperur 6-1 2 og 24 volta — Flestar tegundir Samlokur fyrir og án peru þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Flug Akureyri-Reykjavík: Á annað hundrað manns veðurtepptir á hvorum stað Vegna mikillar úrkomu og hvassviðris um vestanvert landið um helgina, röskuðust samgöngur á landi og í lofti. Ekkert var flogið milli Akur- eyrar og Reykjavíkur á sunnu- dag og sömu sögu var að segja af Flugfélagi Norðurlands, þeir flugu ekkert þann dag. Fljót- lega eftir hádegi í gær hófst þó áætlunarflug hjá FN og var flogið á flesta áætlunarstaði félagsins. Síðdegis í gær var ætlunin að Endurbætur á Drangey SK-1 og Skagfirðingi SK-4: Bresk skipasmíða- stöð fékk verkið Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. og Fiskiðja Sauðárkróks hf. hafa samið við bresku skipa- smíðastöðina Globe Engineer- ing í Iiull um að hún taki að sér endurbætur á togurunum Drangey SK-1 og Skagfirðingi Niðursuðuverk- smiðjan á Akureyri: 15 konum sagt upp störfum Vegna óvissu í sölumálum hefur 15 konum verið sagt upp störfum hjá Niðursuðu- verksmiðju K. Jónsson og Co. á Akureyri. Uppsagnarfrest- urinn er ein vika og taka þær gildi eftir næstu helgi. Kristján Jónsson hjá Niður- suðuverksmiðjunni segir að konunum hafi einungis verið sagt upp til bráðabirgða og í bréfi til þeirra komi fram að þær verði endurráðnar aftur ef aðstæður breytast. Kristján segir að beðið sé eft- ir að málin skýrist varðandi sölumálin og átti hann von á að það yrði fyrir lok vikunnar. mþþ Húnaþing: Enn aka þeir á hrossin - íjórða hrossið féll um helgina Enn aka þeir á hrossin í Húnaþingi. Um helgina var ekið á hross við Hjaltabakka, skammt sunnan Blönduóss, og féll það í valinn. Þrjú hross hlupu í veg fyrir stóran vöruflutningabfl og eitt þeirra varð fyrir bílnum með fyrr- greindum afleiðingum. Er þetta sjötta hrossið á skömm- um tíma sem verður fyrir bifreið í Húnaþingi, og það fjórða sem fellur í valinn. Á veginum milli Skagastrand- ar og Blönduóss var um jól og áramót ekið á fjögur hross og aflífa þurfti tvö þeirra. Síðan var ekið á hross í Langadal, sem einnig þurfti að aflífa. -bjb SK-4. Nokkrar skipasmíða- stöðvar víða um heim gerðu tilboð í þessar endurbætur, þ.á m. tvær íslenskar, en þeir bresku buðu best. Samtals mun kostnaður við yfirferð skipanna nema rúmum 20 milljónum króna. Þau fara í slipp næstu daga og verða til- búin um mánaðamótin febrú- ar-mars. Viðgerð og endurbætur á Drangey munu kosta 11,5 millj- ónir króna. Skipið verður sand- pússað og málað, vélin verður yfirfarin, vistarverur endurbætt- ar, skipt um opnanlega brúar- glugga og ýmislegt fleira. Mestur kostnaður fer í sandpússningu og málningu, eða 2,7 milljónir og endurbætur á vistarverum munu kosta um 2 milljónir. Skagfirðingur SK-4 fær svipaða meðferð og Drangey, nema hvað ekki verður farið í vistarverur, meira en búíð er að gera fyrir þær, og skipta um brúarglugga. Skipið verður pússað og málað, vélin yfirfarin og einnig verður settur nýr krani um borð. Er það einn dýrasti hluturinn, en búast má við að endurbætur á Skagfirð- ingi munu kosta á bilinu 10-12 milljónir króna. Drangey selur afla sinn á morgun í Hull og fer að því búnu beint í slippinn. Skagfirðingur selur nk. föstudag í Bremerhaven og siglir síðan yfir til „Tjallanna" hjá Globe í Hull. -bjb Boeing-þota Flugleiða legði upp frá Reykjavík með farþega sem biðu fars til Akureyrar og tæki til baka álíka fjölda sem beið á Akureyri eftir flugi til Reykjavík- ur en hætt var við það vegna slæmra brautarskilyrða á Akur- eyri. Því stóð til að hefja flutning farþega með Fokker-vélum félagsins en til þess að flytja alla sem biðu þurfti a.m.k. 3-4 slíkar ferðir. Öxnadalsheiðin hefur verið ófær síðan á sunnudag og átti ekki að hefja mokstur þar fyrr en í dag. Sömu sögu var að segja um Vatnsskarð, Lágheiði og um Fljót til Siglufjarðar, en Ólafs- fjarðarmúli var ruddur og opnað- ur í gærkvöld. í gær var sömu- leiðis rutt austur um frá Akureyri og var fært þaðan um Víkurskarð til Þórshafnar. Veðurstofan spáir hvassviðri og snjókomu eða éljum á Norður- landi í dag, en á morgun á að létta til og er spáð björtu veðri fram á fimmtudag. VG - ^ Mokið, mokið, mokið meiri snjó Mynd: TLV Sameining Sjóvá og Almennra trygginga: Rekstrarspamaðuriim um 50 milljónir á ári - „Tilbúnir í samkeppni,“ segir Ólafur B. Thors Þessa dagana bíður nýstofnað vátryggingafélag, SJOVA- ALMENNAR tryggingar hf. þess að fá starfsleyfi og mun strax að því fengnu taka við af Sjóvá hf. og Almennum trygg- ingum hf.. Eins og blaðið skýrði frá sl. föstudag eru hlut- hafar í nýja félaginu um 400 taisins en hlutafé er 175 millj- ónir. Eignaraðild Almennra trygginga nemur fjórðungi hlutafjár en þeir sem áður áttu hlutafé í Sjóvá eiga 75% hluta- fjár. Ólafur B. Thors, núverandi forstjóri Almennra trygginga hf. og verðandi framkvæmdastjóri nýja félagsins, sagði í gær að á fyrsta ári sé gert ráð fyrir að spara 50 milljónir króna í rekstri með sameiningunni. Gera megi því ráð fyrir að sparast hafi um einn milljarður um aldamót vegna sameiningarinnar. Ólafur sagði einnig að tíðindin um sameiningu Brunabótafélags- ins og Sámvinnutrygginga hafi komið á óvart. „Þetta breytir engu fyrir okkur en styrkir okkur í þeirri trú að við höfum tekið rétt spor og markað rétta braut. Við erum að sameinast til að standa betur að vígi og veita betri þjónustu í samkeppninni. Ef aðr- Akureyri: Forsætisráðherra heldur fund fjórði með 83 atkvæði og Ólafur Ragnar Grímsson fékk 69 (stærð úrtaks var 805 manns). EHB Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, heldur almennan fund um efnahags- og atvinnumál á Akureyri í kvöld. Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðurlandi eystra boðar fundinn, og hefst hann kl. 21.00 á Hótel KEA. Leikur eflaust mörgum forvitni á að heyra og sjá vinsælasta íslenska stjórnmálamanninn, en samkvæmt könnun sem SKÁÍS og Stöð 2 gerðu í þessum mánuði er Steingrímur langsamlega vin- sælasti stjórnmálamaður þjóðar- innar. Hann fékk 243 atvæði, næstur varð Halldór Ásgrímsson með 140 atkvæði og þriðji Þor- steinn Pálsson með 98 atkvæði. Jón Baldvin Hannibalsson varð Dalvíkingur heppinn í getraunum: Vaim rúma milljón Vinningarnir frá Islenskum getraunum streyma nú hingað norður. I seinustu viku hlaut Rakel Guðlaugsdóttir úr Mývatnssveit fjórar milljónir og núna á laugardaginn hlaut Dalvíkingurinn Ingólfur Krist- jánsson 1,1 milljón fyrir að vera einn með 12 rétta. Ingólfur er 23 ára gamall leikmaður með Dalvíkurliðinu og hyggst nota peningana til að fjárfesta í íbúð á Dalvík. Hann tippaði fyrir rúmar sex hundruð krónur og var með sex leiki tvö- falda. Sjá nánar viðtal við Ingólf á íþróttasíðu. ir gera slíkt hið sama þá er það væntanlega vegna þess að þeir sjá hagræðinguna í sameiningunni. Við erum tilbúnir í samkeppnina og fögnurn henni,“ segir Ólafur B. Thors. JÓH Norðausturland: Rólegt hjá lögreglu Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var rólegt um helgina á Norðausturlandi. Ekki er vitað um nein óhöpp eða vandræði í umferðinni. Það voru þó ekki allir sem héldu sig heima og hlustuðu á vonda veðrið í útvarpinu, því þorrablót voru haldin í Mývatnssveit, Bárð- ardal og á Tjörnesi. Lögreglan á Vopnafirði sagði að þar hefðu verið 300 manns á þorra- blóti á laugardagskvöld og hefði það farið í alla staði vel fram. Lögreglan á Raufarhöfn sagði mannlíf gott á staðnum, og að þar hefði allt verið rólegt um helgina. Þokkalegt veður hefði verið, en eins og gengi væru skaflar hér og þar. Lögregla hef- ur ekki þurft að aðstoða fólk vegna slæmrar færðar í vetur. Af veðri á Vopnafirði var það að frétta að smáskot gerði síðdegis á sunnudag en í gær var komin austangola og hláka. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.