Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 24.01.1989, Blaðsíða 11
l6L-T^éöffL-2^nW^8ÍS íþróttir Sheff. Wed náði óvænt stigi á Highbury - Nott. For. óstöðvandi - West Ham og Newcastle berjast á botninum Tvö mörk Paul Stewart fyrir Tottenham dugðu liðinu ekki til sigurs gegn Middlesbrough. Það var óvenjulítið um óvænt úrslit í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar á laugardaginn og því ekki miklar breytingar á stigatöflunni. Arsenal hefur enn öruggt forskot, en Liver- pool, Nottingham For. og Manchester Utd. hafa verið að sækja í sig veðrið og ætla greinilega ekki að gefast upp í baráttunni um meistaratitilinn. Nottingham For. hefur leikið mjög vel að undanförnu og sjón- varpsáhorfendur fengu að sjá lið- ið í beinni útsendingu gegn Ast- on Villa. Forest lék einn sinn besta leik í vetur, nettur samleik- ur á þungum vellinum og sjálfs- traustið og sigurviljinn mikill. Steve Hodge náði forystu fyrir liðið strax á 2. mín. eftir mistök í vörninni hjá Villa. í síðari hálf- leiknum hafði Forest yfirburði og bætti við þrem mörkum án þess leikmönnum Villa tækist að svara fyrir sig. Fyrst Stuart Pearce með þrumuskoti eftir aukaspyrnu, þá Gary Parker af stuttu færi og síð- asta orðið átti síðan bakvörður- inn Brian Laws. Terry Wilson átti mjög góðan leik í vörninni hjá Forest og hélt markakóngin- um Alan Mclnally í heljargreip- um. Ef Forest heldur áfram að leika af sama krafti og að undan- förnu verður erfitt að stöðva liðið. Arsenal hafði mikla yfirburði á heimavelli í leik sínum gegn Sheffield Wed., átti 80% af leiknum en framlínumenn liðsins voru linir upp við markið. Sigurður Jónsson lék ekki með Sheffield liðinu þar sem hann er nú í leikbanni og liðið gerði h'tið Úrslit 1. deild Arsenal-Sheffield Wed. 1:1 Coventry-Wimbledon 2:1 Liverpool-Southampton 2:0 Luton-Everton 1:0 Middlesbrough-Tottenham 2:2 Millwall-Norwich 2:3 Newcastle-Charlton 0:2 Nottingham For.-Aston Villa 4:0 Q.P.R.-Derby 0:1 West Ham-Manchester Utd. 1:3 2. deild Barnsley-Oldham 4:3 Birmingham-Watford 2:3 Blackburn-Chelsea 1:1 Bournemouth-Sunderland 0:1 Bradford-Brighton 0:1 Crystal Palace-Swindon 2:1 Ipswich-Stoke City v 5:1 Manchester City-Hull City 4:1 Oxford-Leeds Utd. 3:2 Plymouth-Walsall 2:0 Portsmouth-Shrewsbury 2:0 W.B.A.-Leicester 1:1 Úrslit í vikunni Deildabikarinn 5. umferð Bradford-Bristol City 0:1 Luton-Southampton 1:1 Nottingham For.-Q.P.R. 5:2 West Ham-Aston Villa 2:1 í undanúrslitum mætir Nott- ingham For. Bristol City og West Ham leikur gegn Luton eða Southampton. Leikið er heima og að heiman. Þá léku Newcastle og Wat- ford tvívegis í vikunni í 3. umferð FA-bikarsins, en leik þeirra i 3. umferð lauk með jafntefli 2:2. Fyrri leiknum á heimavelli Newcastle lauk 0:0, en Watford sigraði síðan heima 1:0. annað en verjast. Eftir klukku- tíma leik virtist þó hið ómögu- lega ætla að gerast, löng sending fram og Imri Varadi slapp í gegn og skoraði fyrir Sheffield Wed. En 15 mín. fyrir leikslok tókst Paul Merson að jafna leikinn fyr- ir Arsenal eftir sendingu Alan Smith með viðstöðulausu skoti, hans 12. mark í vetur. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal nagar sig örugglega í handarbökin fyrir að tapa tveim stigum heima gegn liði Sheffield Wed. Liverpool hafði álíka yfirburði í leik sínum heima gegn South- ampton og Arsenal í sínum leik, en munurinn var sá að Liverpool tókst að sigra í sínum leik. Glen Cockerill fékk eina tækifæri Southampton í leiknum, er hann komst í sendingu frá Gary Ablett ætlaða markverði, en mistókst að skora. Leikmenn Liverpool óðu hins vegar í tækifærum og aðeins frábær markvarsla hins 37 ára markvarðar Southampton, John Burridge, hélt liðinu á floti þar til á 73. mín. að Liverpool náði loks forystunni. John Aldridge skor- aði eftir sendingu Ray Hough- ton. Ian Rush skoraði síðara mark liðsins 4 mín. síðar eftir frábæra sendingu Jan Molby. Liverpool færðist því tveim stig- um nær Arsenal og hefur alls ekki gefið upp vonina um að verja meistaratitilinn. En Coventry er fyrir ofan Liverpool og leikur mjög vel þessa dagana, leikmenn liðsins ákveðnir í að láta ekki stóru liðin einoka baráttuna. Liðið sigraði Wimbledon á heimavelli sínum og skoraði David Speedie úrslita- markið um miðjan síðari hálf- leik. Cyrille Regis skallaði í átt að marki, Speedie tók við boltan- um, sá að Hans Segers var of framarlega í marki Wimbledon og vippaði boltanum snyrtilega yfir hann í markið. Coventry náði forystu í leiknum er David Smith var felldur í vítateig, Brian Kilcline lét verja frá sér vítið, en fékk boltann beint aftur og þrum- aði honum í netið. John Scales jafnaði strax fyrir Wimbledon eftir hornspyrnu, en sigur Coven- try sanngjarn. West Ham hefur vakið verð- skuldaða athygli í bikarleikjum sínum að undanförnu, en tekst ekki að fylgja því eftir í deildinni. Liðið hafði þó yfirburði heima gegn Man. Utd. fyrsta hálftíma leiksins og Liam Brady náði for- ystu fyrir liðið með marki úr víta- spynru eftir brot Steve Bruce á Leroy Rosenior. Rosenior og David Kelly hefðu getað bætt við mörkum, en Jim Leighton í marki Utd. varði vel. Gordon Strachan jafnaði síðan fyrir Utd. rétt fyrir hlé og rétt eftir hlé náði liðið forystu. Lee Martin varð fyrir boltanum er Alvin Martin reyndi að hreinsa frá, og af hon- um fór knötturinn í netið. Brian McClair gerði síðan út um leik- inn með þriðja marki Utd. eftir að Bruce hafði skallað boltann til hans og McClair sendi hann við- stöðulaust í netið. Everton hefur aðeins skorað 8 mörk á útivelli í deildinni í vetur og bætti ekki við þá tölu gegn Luton sem aðeins hefur tapað einum leik á plastvelli sínum í 1. deildinni í vetur. Roy Wegerle skoraði eina mark leiksins fyrir Luton í fyrri hálfleik. Tvö mörk Paul Stewart sitt hvoru megin við leikhlé komu Tottenham yfir á útivelli gegn Middlesbrough. Colin Cooper hafði náð forystu fyrir Boro og Stewart Ripley náði síðan að jafna fyrir liðið og leiknum lauk með jafntefli 2:2. Það eru erfiðir tímar hjá nýjasta framkvæmdastjóranum í deildinni, Trevor Francis hjá Q.P.R. Lið hans tapaði á heima- velli gegn Derby þar sem Geraint Williams skoraði eina mark leiks- ins 5 mín. fyrir leikslok. Peter Shilton markvörður Derby varði vítaspyrnu í leiknum frá Simon Barker og Q.P.R. missti Wayne Fereday meiddan út af strax eftir 12 mín. Charlton vann sinn fyrsta sigur á útivelli síðan 1. okt. er liðið sigraði Newcastle með tveim mörkum Robert Lee. Newcastle keypti nýlega Danann Frank Pingel frá Arhus fyrir £250.000 og hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið, en varð að fara meiddur út af eftir 2 mín. 2. deild • Chelsea hefur nú nauma for- ystu í 2. deild, gerði 1:1 jafntefli úti gegn Blackburn. Kerry Dixon skoraði í fyrri hálfleik fyrir Chelsea, en Mark Atkins jafnaði í síðari hálfleik fyrir Blackburn. • Man. City virðist ætla upp, burstaði Hull City 4:1 með mörk- um Paul Molden, David White og tveim frá Wayne Biggins. • Paul Wilkinson og Garry Thompson komu Watford í 2:0 úti gegn Birmingham eftir 18 mín., en Steve Whitton jafnaði með tveim mörkum fyrir Birm- ingham áður en Thompson skor- aði sigurmark Watford. • í miklum markaleik Barnsley og Oldham skoruðu Steve 1 Lowndes, David Currie tvö og eitt var sjálfsmark fyrir Barnsley, en Roger Palmer og Andy Ritchie tvö gerðu mörkin fyrir Oldham. • Gamla kempan Eric Gates skoraði sigurmark Sunderland gegn Bournemouth. • Adrian Owers skoraði eina markið í leik Bradford og Brigh- ton fyrir Brighton. • Swindon náði forystu með marki Steve Foley gegn Crystal Palace, en Mark Bright jafnaði fyrir Palace sem skoraði síðan sigurmarkið rétt í lokin. • Sovétmaðurinn Sergei Balt- acha lék sinn fyrsta leik með Ips- wich og skoraði fyrsta mark liðs- ins í 5:1 sigrinum gegn Stoke City. Jason Dozzell gerði tvö og Chris Kiwomya gerði það sama fyrir Ipswich. • Oxford sigraði Leeds Utd. í spennandi leik þar sem Martin Foyle skoraði fyrst fyrir Oxford, en Noel Blake jafnaði. Les Phill- ips náði aftur forystu fyrir Oxford, en Vince Hilaire jafnaði enn fyrir Leeds Utd. rétt fyrir hlé, en í síðari hálfleiknum skor- aði Paul Simpson sigurmark Oxford. • Tommy Tynan skoraði annað mark Plymouth gegn Walsall. • Portsmouth sigraði Shrews- ■bury 2:0 og skoraði Warren Asp- inall fyrra mark liðsins úr víta- spyrnu. • W.B.A. var heppið að ná jafn- tefli á heimavelli gegn Leicester, Paul Reid náði forystu fyrir Leic- ester, en Gary Robson náði að jafna fyrir W.B.A. seint í leikn- um. • í 3. deild er Wolves efst með 56 stig, Port Vale 46 og Swansea 44 stig. • í 4. deild eru Rotherham og Crewe með 44 og Wrexham 42 stig, en á botninum eru Darling- ton 18 og Colchester 15 stig. P.L.A Staðan 1 . deild Arsenal 21 13- 5- 3 46:22 44 Norwich 22 11- 8- 3 33:24 41 Coventry 21 10- 5- 6 30:21 35 Nott.Forest. 22 8-10- 4 31:24 34 Millwall 21 9- 6- 6 32:27 33 Man.Utd. 22 8- 9- 5 31:19 33 Derby 21 9- 5- 7 23:16 32 Liverpool 20 8- 8- 5 27:18 32 Everton 21 8- 6- 7 26:23 30 Middlesbro 22 8- 5- 9 29:34 29 Wimbledon 21 8- 4- 9 25:29 28 Aston Villa 21 6- 9- 6 31:33 27 Luton 22 6- 8- 8 24:26 26 Tottenham 21 6- 7- 8 31:32 25 Southampton 22 5- 9- 832:4224 QPR 22 6- 6- 9 23:22 24 Sheff.Wed. 21 5- 8- 8 18:29 23 Charlton 22 5- 8- 9 24:32 23 Newcastle 22 4- 5-13 17:40 17 West Ham 22 4- 5-13 19:39 17 2. deild Chelsea 26 13- 9- 4 49:27 48 Watford 26 14- 5- 7 40:25 47 Man.City 26 13- 8- 5 38:24 47 W.B.A. 26 12- 9- 5 45:26 45 Blackburn 26 13- 5- 8 42:37 44 Barnsley 26 11- 7- 8 36:32 40 Sunderland 26 10-10- 6 36:27 40 Ipswich 26 12- 4-10 41:33 40 Portsmouth 26 10- 8- 8 37:33 38 C.Palace 26 10- 8- 7 37:32 38 Bournemouth 2611- 4-1128:3137 Stoke 25 10- 7- 8 29:40 37 Leeds Utd. 26 9-10- 7 31:25 37 Plymouth 26 10- 6- 9 35:35 36 Leicester 26 9- 9- 8 33:35 36 Swindon 26 8-10- 8 33:35 34 Hull 26 8- 8-10 34:39 32 Bradford 26 7-10- 9 26:31 29 Brighton 26 8- 4-14 36:53 28 Oxford 26 7- 6-13 37:43 27 Oldham 26 5- 9-12 39:45 23 Shrewsbury 26 4-11-1121:38 23 Walsall 26 3- 8-15 27:42 17 Birmingham 26 3- 7-15 18:50 15 Norwich enn með í baráttunni Á sunnudag lék Norwich á útivelli gegn hinu harðskeytta liði Millwall. Norwich hefur leikið mun betur á útivöllum í vetur en heima og bætti nú sínum sjöunda sigri á útivelli við. Sigurmarkið í leiknum skor- aði Robert Fleck fyrir Norwich með viðstöðulausu skoti er að- eins voru 2 mín. til leiksloka. Par með minnkaði liðið forskot - sigraði Millwall 3:2 Arsenal í efsta sætinu í 3 stig. Norwich tók tveggja marka forystu á fyrstu 8 mín. leiksins. Ian Butterworth og Mark Bow- en skoruðu fyrir liðið. En Millwall lét það ekki slá sig út af laginu og tókst að jafna fyrir hlé með mörkum Tony Cascarino og Jimmy Carter. Fyrri hálf- leikurinn mjög vel leikinn og skemmtilegur. Heldur dró úr gæðum leiksins í síðari hálf- leiknum og það var Millwall sem sótti mun meira og virtist líklegra til að sigra í leiknum. Markvörður Norwich, Bryn Gunn, lék mjög vel í síðari hálf- leiknum og varði hvað eftir ann- að mjög vel frá sókndjörfum leikmönnum Millwall. Það virt- ist því allt stefna í jafntefli þar til Fleck tryggði Norwich sigur- inn í lokin og lið Norwich er því enn með í baráttunni um meist- aratitilinn. P.L.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.