Dagur - 12.05.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 12.05.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 12. maí 1990 5. og 6. áfangi Verkmenntaskólans: 45 mílljónir vantar til að ljúka áföngunum að fuilu Framkvæmdir við Verkmennta- skolann á Akureyri voru til umræðu í Bæjarstjórn Akur- eyrar á þriðjudag. Þórarinn E. Sveinsson spurðist fyrir um hver staða mála væri í bygg- ingarmálum skólans, og hvort heimila ætti lántöku til að Ijúka tilteknum framkvæmd- um. í bókun bæjarráðs frá 3. maí kemur fram að beiðni bygginganefndar skólans um lántöku sé frestað. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sagði að búið væri að framkvæma fyrir 8 milljónir króna í 5. áfanga VMA, en ekki hafi verið gert ráð fyrir fjárveit- ingu til þeirrar framkvæmdar á yfirstandandi ári. Þessar fram- kvæmdir fóru fram eftir áramót, meðan fjárhagsáætlun var í vinnslu, en forsvarsmenn bygg- ingarframkvæmdanna töldu, að bæjarstjórn hefði ekki gefið afgerandi svör um hvort þeir fjár- munir, sem til skólans væru veitt- ir, skyldu fara til 5. eða 6. áfanga skólans. Því var haldið áfram með framkvæmdir við 5. áfanga, þar til fjárhagsáætlun var tilbúin. Sigurður segir að í huga bæjar- stjórnar hafi ekki leikið vafi á hvert fjármunirnir hefðu átt að fara, þeir hafi átt að renna til 6. áfanga, þannig að hægt væri að koma honum í kennsluhæft ástand í haust. Félagsaðstöðu hafi hins vegar vantað við skólann, og þegar skólanefndin lagði fram óskir sín- ar um framkvæmdir hjá bæjaryf- irvöldum komu fram hugmyndir hjá henni um að halda ætti áfram framkvæmdum við 5. áfangann. Til þess að svo mætti verða þyrfti að taka lán á þessu ári, sem yrði endurgreitt á næsta ári með fjár- veitingu ríkisins og bæjarfélags- ins. Staðan í dag er sú, eftir að búið er að eyða ofangreindum 8 millj- ónum, að ekki þarf nema 3 millj- ónir til viðbótar til að koma hluta af þessu húsnæði í það horf að þokkaleg starfsaðstaða fáist fyrir nemendur. Sigurður varpaði fram þeirri spurningu hvort mögulegt væri að draga eitthvað úr kostnaði við byggingu 6. áfanga, þannig að hann myndi nýtast skólanum næsta haust, þótt ekki væri um endanlegan frágang að ræða. Bæjarráð var þó ekki tilbúið til að taka lán svo ljúka mætti 5. og 6. áfanga að fullu, því þá hefði þurft um 45 milljónir króna, til -viðbótar við fjárveitingu til verksins á árinu, til að ljúka því. EHB Sparisjóður Pórshafnar og nágrennis: Níu milljónir í hagnað árið 1989 y Akureyri: Oánægja með drulluslóð á Hlíðarbraut í Giljahverfi, norðan Rangár- valla, er hafin gatnagerð með öllu því umstangi sem því fylgir. Mikil drulluslóð er frá vinnusvæðinu eftir Hlíðar- brautinni, eingöngu vegna þess að pallbílarnir eru ekki útbúnir sem skyldi með gafii aftast á pallinum. Drulluslóð þessi fer fyrir brjóstið á mörgum, þegar þessi fjölfarna akstursleið er ekin. Að sögn Þorsteins Friðriksson- ar, forstöðumanns Bifreiða- skoðunar íslands hf. á Akureyri, er ekkert til í lögum eða reglu- gerðum sem skyldar eigendur pallbíla til að útbúa bíla sína skjólborði að aftan. „Það er ráðamanna bæjarins að setja reglur um þetta mál,“ sagði Þorsteinn. Er haft var samband við Landssamband smábátaeigenda: Ma verður upplýsinga og „skáka“ óprúttnum aðflum Við breytingar á samþykkt laga um stjórn fiskveiða frá 5. maí sl., sem taka eiga gildi 1. janúar 1991, urð nokkrar breytingar á réttindum smá- bátaeigcnda. í frétt frá Landssambandi smábátaeigenda er tekið fram að öll væntanleg aflahámörk taki mið af veiðireynslu: 1. 1985-1987 tvö bestu árin valin er persónubundin reynsla. 2. 1987-1989 tvö bestu árin valin er bundin við bátinn. Fastur netaveiðikvóti sem verið hefur og tók mið af stærð báta verður afnuminn. í fréttinni frá LS er tekið fram að úthlutaður kvóti á næsta ári sé framseljanlegur, sem þýði með öðrum orðum að smábátaflotinn verði verðlagð- ur á sama hátt og skip sem hafi verið á aflamarki. í dag sé óop- inbert markaðsverð á kvóta sem seldur sé varanlega varla lægra en 125 kr/kg, m.ö.o. verðgildi 40 tonna kvóta sé 5 milljónir króna. Síðan segir í frétt LS: „Á síðustu dögum hefur orðið vart við óprúttna aðila hér í þjóðfélaginu, sem jafnvel aldrei áður hafa komið nálægt útgerð, sem notfæra sér vanþekkingu einstakra smábátaeigenda sem ekki hafa gert sér grein fyrir þessum miklu breytingum sem orðið hafa með tilkomu lag- anna. Dæmi eru nú þegar um menn sem selt hafa frá sér bát með allgóðri aflareynslu án þess að verðleggja væntanlegt afla- mark í samræmi við gildandi markaðsverð og geta þannig orðið fyrir verulegu fjárhags- legu tjóni. Brýna nauðsyn ber því til fyrir þá smábátaeigendur sem hyggjast selja báta sína og veiðiheimildir að afla sér allra upplýsinga um gang mála á þessum markaði, því þarna er um að ræða upphæðir sem skipta milljónum. Þá beinir LS þeim tilmælum til skipasala að þeir gæti að jöfnu hagsmuna umbjóðenda sinna, hvort sem þeir eru smá- bátaeigendur eða aðrir.“ óþh Guðmund Guðlaugsson, bæjar- verkfræðing, vegna þessa, þá sagði Guðmundur: „Allflestir pallbílar Akureyrarbæjar eru þannig útbúnir, að ekkert fellur af pöllum þeirra. Einnig eru margir bílar Stefnisbílstjóra þannig útbúnir. Tilmæli eru frá bæjaryfirvöldum að útbúa pall- bíla gafli, en engin reglugerð. Slóðin, sem hefur myndast á Hlíðarbrautinni, er ekki einvörð- ungu vegna þess að mold fellur af pöllum bílanna, heldur berst mikið með hjólbörðum þeirra. Þetta fer allt að lagast, þegar verkinu miðar betur afrarn." ój Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis skilaði rúmlega 9 milljóna króna hagnaði á sl. ári samanborið við 8 milljóna hagnað árið 1988. Fjármuna- tekjur voru 65,3 milljónir árið 1989, 14% meiri en árið 1988. Launakostnaður nam 7,5 millj- ónum sem er það sama í krónutölu og á árinu 1988. Heildarinnlán Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis voru í árslok 1989 187,9 milljónir og höfðu aukist um 21,7 milljón króna, eða 13,11%. Aukningin er nokkru minni en meðaltalsaukn- ing sparisjóðanna, sem var 33,5%. í lok síðasta árs námu heildar- útlán Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis 182,8 milljónum króna og höfðu aukist um 40,8 milljónir eða um 26,7% Lausafjárstaða sparisjóðsins var góð á síðasta ári. í lok þess var innistæða á viðskiptareikn- ingi í Lánastofnun Sparisjóðanna hf. 15,8 milljónir króan á móti 26,9 milljónum árið 1988. Spari- sjóðurinn átti einnig ríkisvíxla að upphæð 20 milljónir króna. Lausafjárhlutfall Sparisjóðsins var alltaf vel fyrir ofan tilskilið lágmark 1989. Eigið fé Sparisjóðsins í lok árs- ins 1989 var 40,9 milljónir og jókst um 14,1 milljón króna eða 52,7% á árinu. Samkvæmt 40. grein laga um sparisjóði skal eig- ið fé á hverjum tíma ekki vera lægra en sem svarar 5% af niður- stöðutölum efnahagsreiknings að viðbættum ábyrgðum, en að frá- dregnu eigin fé, peningum í sjóði og innistæðum í Lánastofnun Sparisjóðanna hf., Seðlabanka Islands og öðrum innlánsstofnun- um. Þannig reiknað er eiginfjár- hlutfall sparisjóðsins 23,7% eða næstum því fimmfalt. Á árinu 1989 störfuðu að meðaltali 5 starfsmenn hjá Spari- sjóði Þórshafnar og nágrennis. Þorkell Guðjónsson er spari- sjóðsstjóri. óþh 1 skák Landsmót í skólaskák: Þórleifur í 2. sæti Þórleifur Karlsson frá Akur- eyri náði 2. sæti á Landsmóti í skólaskák fyrir grunnskóla- nema. Hann tefldi í flokki eldri nemenda (7.-9. bekk) og fékk 7V2 vinning af 9 mögulegum, sama vinningafjölda og Magn- ús Örn Úlfarsson frá Reykja- vík. Þórleifur og Magnús urðu að Fjórveldakeppnin: Skákfélag Akureyrar bar sigur úr býtum Fjórveldakeppnin í skák var haldin í fimmta sinn fyrir skömmu, en þetta er keppni milli sveita frá Skákfélagi Akureyrar, Skákfélagi Eyja- fjarðar, Taflfélagi Dalvíkur og Skákklúbbi KEA. Áður hafði Skákfélag Akureyrar unnið bikar til eignar en fyrirtækið Sæplast gaf nú nýjan bikar til keppninnar. Urslitin urðu þau að Skákfélag Akureyrar bar sigur úr býtum í Fjórveldakeppninni, hlaut 12 vinninga af 18 mögulegum. Skák- klúbbur KEA varð í öðru sæti með 11 vinninga, Eyfirðingar fengu 8'/2 vinning en Taflfélag Dalvíkur rak lestina. Sex keppendur eru í hverri sveit og var sveit Skákfélags Akureyrar sigurstranglegust. Skákgarpar í KEA fylgdu þó fast á eftir enda eru þar ýmsir kunnir kappar úr Skákfélagi Akureyrar, s.s. Rúnar Sigurpálsson, Jón Björgvinsson og Sigurjón Sigur- björnsson. SS telfa tveggja skáka einvígi um fyrsta sætið en að þeim skákum loknum voru þeir enn jafnir. Magnús náði síðan að knýja fram sigur í þriðju einvígisskákinni. í flokki yngri nemenda lenti Páll Þórsson frá Akureyri í 8. sæti með 2xh vinning, en Björn Margeirsson frá Sauðárkróki fékk 31/2 vinning o'g náði 6. sæti. Sigurvegari varð Helgi Áss Grét- arsson og vann hann allar sínar skákir. íslandsmót barnaskólasveita fór einnig fram fyrir skömmu. Lundarskóli á Akureyri lenti í 2,- 3. sæti með 19 vinninga, en Æf- ingaskóli Kennarasambands ís- lands hafði nokkra yfirburði og sigraði með 25'/6 v. af 27 mögu- legum. SS Norðurlandamót í Esbjerg: Þórleifur Karlsson landsbyggðarfulltrúi Norðurlandamót í skólaskák hefst í Esbjerg í Danmörku 23. maí næstkomandi. Þórleifur Karlsson frá Akureyri verður þar meðal keppenda og verður hann fulltrúi landsbyggðarinn- ar á íslandi. Keppt verður í fimm flokkum og verða tveir keppendur frá ís- landi í hverjum flokki, eða 10 þátttakendur alls. Þórleifur Karlsson er sá eini í þessum hópi sem ekki er frá Reykjavík og hann verður því að halda uppi merki hinna dreifðu byggða landsins á skákmótinu í Esbjerg. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.