Dagur - 12.05.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 12.05.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. maí 1990 - DAGUR - 17 efst í hugo Þingmenn! Látið byggðasjónarmið ráða Þaö sem mér er efst í huga núna er hin mikla umræða um atvinnumál, sem farið hefur fram á Akureyri undanfarið og þá sérstaklega um álver við Eyjafjörð. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir annarri eins svartsýni og nú er ríkjandi hér í bæ í atvinnumálum. Þetta á sér- staklega við þegar maður talar við vini og kunningja, sem margir eru iðnaðar- menn, verkamenn eða atvinnurekendur. Minna ber á svartsýninni hjá starfs- mönnum ríkis og bæjar, sem er ekki óeðlilegt, því þeir telja sig nokkuð örugga með sína vinnu. Þegar maður hugleiðir af hverju umræðan snýst að miklu leyti um það hvort álver verði byggt við Eyjafjörð eða á Faxaflóasvæðinu, liggur svarið í aug- um upþi. Stjórnvöld hafa tekið um það pólitíska ákvörðun að álver rísi á íslandi og mikill meirihluti þingmanna styður þá ákvörðun. Einn þingflokkur er þó á móti stóriðju en það eru þingmenn Kvenna- listans. Þá er Stefán Valgeirsson einnig á móti. Alþýðubandalagsmenn hengja haus eins og vanalega þegar minnst er á stóriðju og vitna í flokkssamþykktir um eignaraðild (slendinga o.s.frv., en eru ekki alfarið á móti álveri. Það liggur Ijóst fyrir af hverju stjórn- völd leggja svo mikla áherslu á stóriðju nú. Aðalatvinnuvegir íslendinga búa við samdrátt og kvóta, bæði sjávarútvegur og landbúnaður, og ekkí er fyrirsjáanleg nein breytinga á því á næstunni. Það þarf því að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið ef okkur á að takast að við- halda því velferðarkerfi, sem við búum nú við. Það er við þessar aðstæður sem við ræöum um staðsetningu álvers. Bygging álvers og virkjana er stærsta fram- kvæmd, sem ráðist hefur verið í á ís- landi og slagar hátt upp í fjárlög íslend- inga á ejnu ári. Af því framkvæmdin er svona stór, skiptir mjög miklu máli hvar álverið verður reist. Svo stór fram- kvæmd getur hæglega valdið stórkost- legri byggðaröskun en áður hefur þekkst hér á landi. Það er því fullkomlega eðlilegt að fólk á Akureyri og í Eyjafirði óttist um sinn hag og krefjist þess að ríkisvaldið og raunar allir þingmenn, sem eru fylgjandi þessari stórframkvæmd, láti byggða- sjónarmið ráða. Svavar Ottesen Útgáfa tímaritsins New Scandinavian Technology: Tækifæri til að afla sambanda í Evrópu Nýlega hófst útgáfa á tímaritinu New Scandinavian Technology. Því er ætlað að vera vettvangur fyrirtækja, rannsóknaraðila og annara aðila á Norðurlöndunum sem vilja tækninýjungar og vörur sem er árangur af rannsókna- og þróunarvinnu. Blaðinu er fyrst og fremst dreift á megilandi Evrópu en í minna mæli til ann- arra heimsálfa. Útgefendur eru tæknistofnanir á öllum Norðurlöndunum auk Norræna Iðnaðarsjóðsins. Full- trúi íslands í útgáfunefnd er Emil B. Karlsson, kynningarstjóri Iðn- tæknistofnunar. Tilgangurinn nteð útgáfunni er að kynna sam- eiginlega þær nýjungar á sviði rannsókna og vöruþróunar sem fram koma á Norðurlöndunum, gagnvart sameiginlegum markaði Evrópubandalagsins. Blaðinu er einnig beint á aðra markaði en þó ekki í eins ríkum mæli og til Evrópu. Fyrirtæki og aðilar sem eiga erindi í blaðið eru einkum þeir sem óska eftir samböndum setn gætu leitt til samstarfs, sölu á einkaleyfi eða umboðs erlendis. Enginn kostnaður fylgir því að fá umfjöllun í blaðinu en útgáfu- nefnd tekur ákvarðanir um efni hvers blaðs. Allir sem telja sig eiga erindi með efni í blaðið eru hvattir til að koma því á framfæri við Emil B. Karlsson. Enn sem komið er eru engar auglýsingar í blaðinu en áætlað er að síðar meir verði blaðið að einhverju leyti fjármagnað með auglýsinga- tekjum. Margar fyrirspurnir hafa borist Tvö tölublöð hafa nú þegar kom- ið út, hvert í 30.000 eintökum. Upplag blaðsins fer vaxandi og verður 50.000 eftir tvö ár. Blaðið er sent endurgjaldslaust til sér- staklega valins hóps aðila auk þeirra sem óska eftir áskrift. Mjög markvisst er unnið að því að finna viðtakendur að blaðinu. M.a. var fenginn áskrifendalisti af sambærilegu blaði, listar með sérstökum ntarkhópum eru keyptir auk þess sem blaðið er lát- ið liggja frammi á viðeigandi sýn- ingum í Evrópu þar sem hægt er að gerast áskrifandi. Enda hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa og hafa fyrirspurnir um vörur og verkefni, sem blaðið hefur tekið til umfjöllunar, farið fram úr björtustu vonum. í síðasta blaði var Sjávarnasl, sem Fiskmar hf. framleiðir, kynnt. Meðal fyrir- spurna sem bárust kom ein frá Japan þar sem óskað er eftir gerð kaupsamnings hið fyrsta. Blaðið er skrifað á ensku, á málfari sem auðvelt er að skilja. Það er prentað í lit og allt hið vandaðasta í útliti. Álver við Eyja^örð: Almennur fundur í Sjall- anum á þriðjudagskvöld Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og álviðræðunefnd sveitarfé- laga við Eyjafjörð boðar Akureyringa og aðra Eyfirð- inga til almenns fundar í Sjall- anum á Akureyri nk. þriðju- dagskvöld, 15. maí, kl. 20.30. Fundarefnið er álver við Eyjafjörð. A fundinum verða flutt þrjú framsöguerindi. Andrés Svan- björnsson, yfirverkfræðingur markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, flyt- ur erindi urn umhverfisáhrif álvers. Þóra Hjaltadóttir, for- maður Alþýðusambands Norður- lands, fjallar um atvinnuleg og félagsleg áhrif álvers og Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar, flytur erindi sem hann nefnir „Álver á íslandi - Mögu- leikar Eyfirðinga". Búist er við að fundurinn verði mjög fjölmennur, enda óhætt að fullyrða að fyrirhuguð bygging nýs álvers á íslandi sé mál mál- anna á Eyjafjarðarsvæðinu um þessar mundir og stutt í að ákvörðun um staðarval slíks iðju- vers verði tekin. Fundarstjóri verður Jón Arn- þórsson. SUMARBÚÐIR LAUGUM f REYKJADAL 27. maí-2. júní 12 ára og eldri 3. júní-9. júní 8-11 ára ÍÞRÓTTIR ★ LEIKIR ★ FÉLAGSMÁL ★ ÚTIVIST Innritun og upplýsingar: Freydís Anna .. 43134 Anna Rúna ..... 41271-41333 Gunnar ........ 43107-43116 Heslamenn Akureyri - Eyjafirði Hinn kunni reiðkennari Eyjólfur ísólfsson mun halda reiðnámskeið á Akureyri dagana frá 16.- 24. maí. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu mæti til skráningar í Skeifuna miðvikud. 16. maí kl. 20.00. íþróttadeild Léttis. BRIDGE • BRIDGE Opið kvöld Opið þriðjudaginn 15. maí, spilamennskan hefst Iþróttakennarar! Vegna forfalla vantar íþróttakennara við Hrafna- gilsskóla frá 1. sept. 1990 til 1. feb. 1991. Nýtt og glæsilegt íþróttahús. Upplýsingar veitir Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri í síma 96-31137 eða 96-31230. Bifreiðastöð Norðurlands hf. vill gjarnan koma efri tveim hæðum hússins, Hafnar- stræti 82, í notkun. Ekki er ráðgert að selja hæðirnar, en langtíma leiga er æskileg. Hæðirnar eru til ráðstöfunar í einu lagi eða í hlutum. Á það skal bent að húsnæðið þarfnast endur- bóta. Hvor hæð er um 200 m2. Áhugasamir aðilar hafi samband við Gunnar M. Guð- mundsson, stjórnarformann, í síma 23510 eða sendi tillögur til Bifreiðastöðvarinnar, Hafnarstræti 82, 600 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.