Dagur - 12.05.1990, Side 5

Dagur - 12.05.1990, Side 5
Laugardagur 12. maí 1990 - DAGUR - 5 HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Baldnr 84165010 frá Bakka. Knapi Freyja Hilmarsdóttir. Svarfdælingar á hestadögum - í Reiðhöllinni 4.-6. maí Hrossarækt stendur með miklum blóma í Svarfaðardal. Svarfdæl- ingar hafa í sinni ræktun lagt áherslu á notkun fyrstu verð- launa stóðhesta og ættbókar- færðra hryssa. Árangurinn hefur skilað sér með óvenjulegum fjölda glæsilegra kynbótahrossa miðað við stærð byggðarlagsins. Á hestadögum í Reiðhöllinni í Reykjavík sýndu Svarfdælingar þennan glæsilega árangur. Sýndir voru þrír stóðhestar, fjórar hryss- ur og einn geltur hestur. Stóð- hestarnir voru þeir Baldur 84165010 frá Bakka, hann er undan Náttfara frá Ytra-Dals- gerði og Söndru sem er fyrstu verðlauna hryssa frá Bakka. Baldur er fyrstu verðlauna hest- ur. Hjörtur frá Tjörn 85165008 faðir Dreyri frá Álfsnesi, móðir Snegla 3954 frá Tjörn. Sólon frá Hóli við Dalvík, faðir hans er Náttfari frá Ytra-Dalsgerði og móðir hans er Blesa 4823 frá Hóli. Kynbótahryssurnar voru þær Sunna 6242 frá Hóli en hún er undan Fáfni frá Fagranesi og Blesu 4823 frá Hóli. Glóblesa frá Þverá 82265022 en faðir hennar er Djákni frá Kirkjubæ og móðir Jörp 76265001 frá Pverá. Snerra 5702 frá Dalvík sem er undan Hrafni 802 og Sunnu 3632 frá Dalvík. Sara frá Pverá undan Björk 75265001 frá Þverá og Erni frá Vík. Auk þess var sýndur glæsihest- urinn Jónas frá Bakka en eigandi hans Sigurhanna Sigtryggsdóttir Bakka sýndi hann. „Afburða hross úr ræktun Svarfdælinga“ Kynnir svarfdælsku hrossanna í Reiðhöllinni var Ármann Gunn- arsson dýralæknir, Laugarsteini Svarfaðardal. Þegar vel heppn- aðri sýningu lauk svaraði hann nokkrum spurningum. - Hver var kveikjan að því að þið Svarfdælingar settuð upp þessa sýningu og fóruð með hana suður í Reiðhöll? „Eiginlega var haft samband við okkur, sennilega vegna þess að það var vitað að allmörg góð hross eru á þessu svæði. Niður- staðan varð sú að sýna hér afburða hross úr ræktun Svarf- dælinga. Pað er mjög óvenjulegt að þetta margir áberandi stóð- hestar komi úr svona litlu byggð- arlagi." - Er ekki mikil vinna að fara með svona sýningu hingað í Reiðhöllina? „Jú, þetta er feikna dýrt og mikil fyrirhöfn. Menn leggja mikið á sig. Eigendur og knapar standa straum af kostnaði en auk þess höfum við reynt að fjár- magna sýningarferðina með aug- lýsingum og framlagi frá Svarfað- ardalshreppi og ef til vill fleiri aðilum." Mikill aðstöðumunur - Var vel tekið á móti ykkur hér, getur Reiðhöllin þjónað því hlut- verki að vera reiðhöll allra landsmanna? „Já, já það var vel tekið á móti okkur og Reiðhöllin þjónar vissulega hlutverki fyrir alla landsmenn. Hins vegar er mikill aðstöðumunur. Pað er mun erfið- ara og kostnaðarsamara fyrir þá sem koma lengra að, að sýna hér. Pað er ekki um neinn styrk eða framlag frá Reiðhöllinni að ræða. Ef hún á að standa undir nafni sem reiðhöll allra landsmanna þá þyrfti að koma til aðstoð við þá sem lengra eiga að sækja. Trygg- ingar á hrossunum og flutningur þeirra hingað suður eru dýrustu þættirnir.“ Hugsjón og metnaður - Þið teljið samt sem áður að það sé fyrirhafnarinnar virði að koma hingað í Reiðhöllina og sýna ykkar hross? „Þetta er fyrst og fremst hug- sjón og metnaður, að vekja athygli á því hvað við höfum fram að færa. Hér er umfjöllunin og auglýsingin. Enda hefur það vakið undrun og athygli hér hve blómleg hrossarækt er stunduð í Svarfaðardal,“ sagði Ármann. Vor í lofti. Stóðhestar í notkun á Norðurlandi 1990 Skagafjörður Hús Fyrra Seinna Þáttur772 frá Kirkjubæ Skagafjörður Skarðshreppur Alm.hólf Hrafn 802 frá Holtsmúla Alm.hólf - Hervar 963 frá Sauðárkróki Úlfsstaðir/Fljót Viðvík Víðimelur Feykir 962 frá Hafsteinsst. Viðar979 Hjaltastaðir Hólar Svaðadeild frá Viðvík Hólar Víðimelur Kýrholt Þengill 84157807 Hólum Ríp Stóraseila Hofsstaðasel Fákur807 frá Akureyri Merkigil Vörður3 v. frá Enni Geisladeild Toppur85176001 frá Eyjólfsstöðum Gránadeild Hósías 86162001 Sauðárkróks- frá Kvtabekk og Rípurdeild Stígur 1017 frá Kjartansstöðum Sörli 653 Flugumýri Lýtingsstaðahr. Alm.hólf Riddari 1004 Glampi 87187005 Flugumýrar- hvammur Lýtingsstaðir Austur-Húnavatnssýsla Eldur950 frá Stóra-Hofi Goði 84151003 frá Sauðárkróki A-Hún Alm.hólf Kolfinnur 1020 frá Kjarnholti A-Hún A-Hún Hlynur910 frá Hvanneyri Áshreppur Mímir 86157002 Botnastaðahólf Andri frá Kirkjubæ Askurfrá Sauðanes Sauðárkróki Húnastaðir Vestur-Húnavatnssýsla Eldur950 frá Stóra-Hofi Barkarstaðir Stjarni 81149001 frá Melum Reykjum Miðf. Goði84151003 frá Sauðárkróki Urðarbak Kopar1125 frá Galtarnesi V-Hún V-Hún V-Hún Stfgur 1017 frá Kjartansstöðum Þorkelshóli Reykur frá Hoftúnum V-Hún Dagurfrá Mosfellsbæ V-Hún Eyjafjörður og Þingeyjarsýsla Gassi1036 frá Vorsabæ Garði Aðaldal Baldur 84165010 frá Bakka Rauðuvík Hjörður 84165008 frá Tjörn Möðruvellir Öxnafell Sólon 84163001 frá Hóli Hranastaðir Bringa Dreyri 834 frá Alfsnesi Náttfari 776 Þingeyjars. frá Ytra-Dalsgerði Snældu-Blesi 985 Eyjafjörður frá Árgerði Árgerði Árgerði Garður1031 frá Litla-Garði Bjarmi frá Árgerði Akureyri A-Hún Bitra Óðinn frá Akureyri Reykur frá Hoftúnum Litla-Dal Samtún

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.