Dagur


Dagur - 12.05.1990, Qupperneq 3

Dagur - 12.05.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 12. maí 1990 - DAGUR - 3 fréttir Vegagerð ríkisins á Akureyri: 482 milljómr til framkvæmda í sumar Helstu verkefni í umdæmi Vegagerðar ríkisins á Akureyri á þessu ári, samkvæmt vega- áætlun 1990 eru, auk fram- kvæmda í Ólafsfjarðarmúla, vinna við Norðurlandsveg og Norðausturveg, og við þjóð- brautirnar Bakkaveg, Dag- verðareyrarveg, Svalbarðseyr- arveg, Mývatnssveitarveg, Flugvallarveg í Mývatnssveit og Hólsfjallaveg. í heild kosta þessar framkvæmdir 482 millj- ónir króna. Ákveðið hefur verið að ljúka við lagningu bundins slitlags á Norðurlandsveg, á kafla frá Krossastöðum að Bægisá. Lagt verður seinna klæðingarlag á veg- inn frá Skútustöðum að Garði. I heild kosta framkvæmdir við Norðurlandsveg, þ.m.t. fram- Fjölbýlishús aldraðra Víðilundi 20: Aðeins ein íbúð óseld Framkvæmdir við seinna fjöl- býlishús aldraðra við Víði- lund 20 á Akureyri hafa geng- ið allvel, en verkið mun samt vera aðeins á eftir áætlun. Húsið á að vera tilbúið til afhendingar í lok júní, og fyrstu íbúarnir munu flytja inn um miðjan júlí. Magnús Garðarsson, bygg- ingaeftirlitsmaður, segir að fyrst eftir áramótin hafi vinna við húsið gengið frekar rólega, en nú er farið að vinna af fullurn krafti. Byggingin er varla meira en tvær til þrjár vikur á eftir áætlun, en verktakinn varð fyrir töfum í fyrra vegna vetrarveðr- áttu. Fjölnismenn áttu, samkvæmt samningi, að skila verkinu til bygginganefndarinnar um miðj- an júní, en farið var fram á tveggja vikna lengingu bygging- artímans. Allvel var tekið í þá beiðni, en íbúðunum á að skila tilbúnum 15. júlí. Lyftan í húsið er komin til Akureyrar, og ætti að vera komin á sinn stað innan tilskil- ins tíma. Hvað aðrar framkvæmdir við Víðilund snertir segir Magnús Garðarsson að í vor og sumar Verði unnið við að mála húsin og Ijúka við þá pússningu sem eftir er utanhúss. Gengið verður frá lóðinni við fyrra húsið í sumar, en auk þess verður unnið eins mikið og unnt er við lóð síðara fjöibýlishúss- ins. Ekki verður þó hægt að klára hana alveg, vegna rasks sem verður við byggingu þjón- ustukjarnans. Bygging síðast- nefnda mannvirkisins verður boðin út um næstu mánaðamót eða fljótlega úr því. Ein íbúð er óseld í Víðilundi 20, hún er þriggja herbergja, 86 fermetrar að gólffleti. EHB kvæmdir í Öxnadal, 79 milljónir króna. Á Norðausturvegi verður lagt seinna klæðingarlag á veginn frá Raufarhöfn að flugvellinum við bæinn. í fyrra var seinna kiæðingarlag lagt á veginn frá Hafralónsá, Langanesvegi, á 6,3 km kafla, frá Pórshöfn að Fiská, auk fyrra klæðingarlags á 1,3 km kafla frá Þórshöfn að Brúarlandi. Fram- kvæmdir þessar greiðast af vega- fé á þessu ári, að hluta. Heildar- kostnaður við Norðausturveg í ár er 143 milljónir. Hvað Norðurlandsveg snertir hefur verið boðið út verk sem er framhald af útboði á síðasta ári, kafli frá Bægisá að Pverá. Bundið slitlag verður lagt á þennan kafla haustið 1991. Framkvæmdir í ár nýtast ekki til umferðar fyrr en á næsta ári. Vegagerð í Svarfaðardal í fyrra, 3,2 km kafli frá Hreiðars- staðakoti að Hóli, greiðist að hluta af vegafé á þessu ári. Á Bakkavegi verður skipt um ræsi í sumar, við Pálmholtslæk. Hluti Dagverðareyrarvegar verður styrktur með möl. Utboð vegna Svalbarðseyrar- vegar verður auglýst á næstunni. Vegurinn frá Norðurlandsvegi niður á eyrina verður byggður upp með möl í sumar, en á næsta ári verður sett á hann bundið slitlag. Seinna klæðingarlag verður Lögregla og Lions á Sauðárkróki: Reiðhjólakeppni í dag Reiöhjólaleiknikeppni fór fram í íþróttahúsinu á Sauöár- króki um helgina. Keppendur voru víðsvegar af Norðurlandi, þrettán talsins en þeir voru all- ir tólf ára gamlir. Keppendur höfðu þreytt bók- legt próf í skólum sínum og unn- ið sér þátttökurétt í verklegu keppninni. Prautirnar sem kepp- endur þurftu að leysa voru hinar fjölbreytilegustu og sýndu krakk- arnir mikla lcikni. Umferðarráð, lögregla og Lions stóðu fyrir keppninni. Dómarar voru frá Lions, þeir Steinn Sigurðsson og Steirin Ástvaldsson. Hlutskarpastur varð Þórir Halldórsson Síðuskóla Akureyri með 263 stig. Annar varð Freyr Ævarsson Lundarskóla Akureyri með 218 stig. Þriðji varð Ragnar Már Magnússon Gagnfræðaskóla Sauðárkróks nteð 212 stig. Laugardaginn þann tólfta maí verður haldin önnur keppni og verður hún eingöngu ætluð kepp- endum frá Sauðárkróki. Fyrir þeirri keppni standa Lögreglan og Lions og búast má við að keppendur verði fleiri en um síð- ustu helgi en þá var þátttaka frek- ar dræm. kg lagt á Flugvallarveg í Mývatns- sveit, og á Mývatnssveitarveg milli Vagnbrekku og Stekkjar- ness verður sett seinna klæðingar- lag. Hólsfjallavegur verður lag- færður í sumar og malarslitlag bætt á hluta vegarins. EHB Súrmjólk n t»& i? blöndubum ávöxtum Nil tóhst! Viðbótarsending oi nýju STORNO jorsímunum úuíeins meó vsk Vegna mikilla vinsælda nýju STORNO 440 farsímanna og hagstæðra innkaupa getum við boðið STORNO 440 farsíma í bíl á aðeins 83788 kr. staðgreitt m. vsk og STORNO 440 bíla- og burðatæki á aðeins 99.748 kr. ^ staðgreitt m. vsk. *o«*6 'íUS-'?. X \ 3- Fyrstu sendingar seldust upp, en okkur tókst að fá viðbótarmagn á þessu frábæra verði. Símarnir eru tilbúnir til ísetningar og innifalið í verðinu er móðurstöð, talfæri, bílloftnet, kaplar, hljóðnemi og hátalari fyrir handfrjálsa notkun. STORNO farsímarnir em v.-þýsk gæðavara og búa yfir öllum fullkomnustu eiginleikum farsíma og með STORNO 440 getur þú notað þjónustu tölvubanka og boðkerfisins. Gríptu tækifærið því við eigum takmarkaðar birgðir af þessum vönduðu og ódým farsímum. Komdu í soludeildir Pósts og síma og staðfestu pöntun hið fyrsta. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöövum um land allt Verð miðað við staðgreiðslu og gengi 25.4.1990.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.