Dagur - 12.05.1990, Page 10

Dagur - 12.05.1990, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 12. maí 1990 Haraldur Júlíusson, byggingameistari hjá Haraldi og Guðlaugi hf. og golfleikari, er í helgarviðtali að þessu sinni. Hann þekkir vel blómaskeið og hnignun byggingariðnaðar á Akureyri, íbúða- kapphlaup og vinnubrjálæði. Hann hefur ákveðnar skoðanir á þessum málum og fer heldur ekki dult með þær. Við ræðum einnig um álversmálið og að sjálfsögðu um golf, en Haraldur fékk mikla golfdellu fyrir nokkrum árum. En samkvæmt ágætri hefð byrjum við á því að kynnast aðeins fyrstu árunum í lífí hans. Haraldur er fæddur á Akureyri, sonur .lúlíusar Bogasonar og Hrafnhildar Finns- dóttur en þau eru bæöi látin. Hann ólst upp í Fjólugötu 14 á Eyrinni og var Þórsari. „Ég var náttúrlega í fótbolta eins og allir. gutlaði bara. Svo fékk ég mikla skíðadellu unt tíma en var aldrei í keppni, hafði bara gantan af þessu. Ætli ég hafi ekki verið í fót- bolta fram til 14-15 ára aldurs, þá liætti ég, enda breyttust aðstæður fljótt. Kvennamál- in byrjuðu snemma og ég festi mig mjög ungur. Þá tók brauðstritið viö." Byggt * tyígang fyrir Eyjólf Agústsson - Fórstu þá að huga að húsnæði og börnum strax á unglingsárum? „Já, börnin komu fljótt. Ég eignaðist tví- bura þegar ég var ekki nema 18 ára og stúlku fimm árum scinna. Þá var ég byrjað- ur að læra trésmíðina og fór fljótt að byggja og selja í aukavinnu. Ég ætlaði að græða." - Hjá hvcrjum lærðirðu trésmíöina? „Ég lærði hjá Marinó Jónssyni og vann hjá honum, en ég fékk mér lóð og byggði á henni í aukavinnu. Fyrsta húsið sem ég byggði seldi ég Eyjólfi Ágústssyni, en viö vorum gantlir leikfélagar. Þetta hús er í Lerkilundi 10." - Var atvinnuástandið gott á þessum árum? „Já, það var alltaf nóg að gera. Það kom rnikið þenslutímabil í byggingariðnaðinum upp úr 1970 og maður gat unnið 24 tíma á sólarhring ef ntaður bara treysti sér til þess. Þetta tímabii stóð alveg fram til 1980." - Vannstu áfram hjá Marinó og byggöir hús í aukavinnu? „Ég vann hjá Marinó í 8-9 ár. Þá var félagi minn, Guðlaugur Arason, byrjaður að vinna hjá honunt líka. Viö tókum okkur síðan til og vildum fara að starfa sjálfstætt. Það var cnn nóg að gcra, við fcngum okkur lóðir og byggðum. og svo skringilega vildi til að fyrsta húsið sern við byggðum saman seldum við einmitt Eyjólfi Ágústssyni." „Höfum alltaf haft nóg að gera“ Þetta var áður en Haraldur og Guðlaugur stofnuðu fyrirtæki. Haraldur og Guðlaugur sf. var stofnað 1980 og hélst með því sniði til ’87 er því var breytt í hf. En skall ekki kreppan á í byggingariðnaðinum einmitt upp úr 1980? „Jú, en við höfðum yfirdrifið nóg að gera og höfum alltaf haft. Það er fyrst núna sem við sjáum fram á að þetta geti orðið rólegra. Ég hef getað unnið að vild í tuttugu ár." - En hvað gerðist í þessum iðnaði upp úr 1980 sem orsakaði almennan samdrátt? „Verðtryggingin skipti náttúrlega höfuð- máli. Það var húsaæði hjá íslendingum, allir urðu að byggja yfir sig. Ég man hvernig þetta var hjá mér sjálfum. Hugsunin var sú að fyrst að Jón og Pétur byggöu yfir sig þá varð maður að gera það líka. Ég átti ckki krónu þegar ég byrjaði að byggja en byrjaði samt á einbýlishúsi, enda taldi ég mig geta þá ráðið byggingarhraðanum. Þetta gekk svona, allir byggðu, verðbólgan át skuldirn- ar og þær urðu að engu, en svo kom verö- tryggingin. Það er eins og fólk hafi ekki átt- að sig á því. Allir héldu áfram að byggja en komust svo í vandræöi þegar þeir þurftu að fara að borga af lánum. Þetta fór illa bæði með einstaklinga og byggingaverktaka. Eftirspurnin minnkaði smárn saman og það má segja að þessir byrj- unarerfiðleikar hafi komið í Ijós hjá sumurn tíu árum seinna. Þetta var ntikið högg." Húsaæði og hin glötuðu ár - Var félagslega húsnæðiskerfið ekki lítið áberandi á þessum árum? Keyptu ekki flest- ir á frjálsum markaði? „Jú, allir sem mögulega gátu keyptu á frjálsum markaöi. Félagslega kerfið var fyr- ir þá sem nauðsynlega þurftu á hjálp að halda. í dag fer hver maður sem kemst inn í félagslcga kerfið, sein er skiljanlegt því það er ólíkt þægilegra að greiða 15% af kaup- verði og setjast inn í fullbúna íbúð í stað þess að kaupa á frjálsum markaði og leggja hverja krónu og frístundir í íbúðina. Það er ntiklu minni röskun hjá fólki sem kaupir félagslegar íbúðir. Hér á árum áður, sérstaklega upp úr 1970, þegar húsaæðið reið yfir þjóðina þá fóru menn hreinlega vfir um. Menn byrjuðu frá grunni og byggöu í aukavinnu, sáust ekki heima hjá sér árum saman, og eftir að þeir voru fluttir inn þurftu þeir að halda aukavinnunni áfram til að standa undir þessu. Svo byggðu menn náttúrlega eins og greifar, eignalausir ntenn með 150-200 fer- metra íbúðir. Þetta hefur snúið mörgum af minni kynslóð bókstaflega á hvolf í 10-15 ár." - Hin glötuðu ár, eða hvað? „Já, þetta er alveg synd. Venjulega var þetta fólk 20-25 ára sem sturtaði sér út í svona ævintýri, fólk sem var að byrja í sambúð, en það var enginn tími lyrir neitt heimilislíf eða samvistir við börnin. Svona var þetta og það er alveg kominn tími til að það breytist. Og í rauninni er það að breyt- ast." „Kröfurnar ekki jafn geigvænlegar“ - Er hugsunarhátturinn kannski aö breytast og eignastefnan á undanhaldi? „Fólk er farið að hugsa raunsærra. Það gerir sér grein fyrir því að það þarf að borga húsin og nú hugsar það meira um að koma sér fyrir í öruggu húsnæði, ekki endilega að eignast það. Kröfurnar eru ekki jafn geig- vænlegar, enda var þetta komið út í öfgar. Fólk hugsaði meira um hvað náunginn var að gera og vildi gera eins, eða jafnvel aðeins meira." - Nú eru verktakar á Akureyri að slást um að byggja félagslegar íbúðir vegna dræmrar sölu á frjálsum markaði. Þessár íbúðir eru hins vegar innan við helmingur áf öllum þeim íbúðum sem byggðareru árlega. Hvernig gengur þetta dæmi upp? „Þetta eru í kringum 70 íbúðir í það heila, í verkamannabústöðum, kaupleiguíbúðuni. hjá Búseta og leiguíbúðir hjá Akureyrarbæ. Það tínast alltaf nokkrar út á frjálsum mark- aði en það er grætilega lítið. Þetta er náttúr- lega þróun sem enginn verktaki vill, að þurfa alltaf að standa frammi fyrir kerfis- kaupum. Auðvitað vilja menn byggja sínar íbúðir og selja á frjálsum markaði og taka hinar með, en það er eitthvað öfugt við það þegar við erum bókstaflega farnir að byggja tilveru okkar á félagslega kerfinu." Haraldur og Guðlaugur hafa selt töluvert af raðhúsaíbúðum á frjálsum markaði en íbúðir í fjölbýlishúsum hreyfast varla nema í félagslega kerfinu. Þetta er í stuttu máli þversnið af stöðu verktaka f dag. „Sé ekkert nema gott viö álverið“ - Hvað með framtíðina í byggingariðnaðin- um? „Lóðaúlhlutanir eru í bama- legum ólestri ó Akureyri" - segir Haraldur Júlíusson, byggingameistari og golfleikari

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.