Dagur - 12.05.1990, Side 7

Dagur - 12.05.1990, Side 7
Laugardagur 12. maí 1990 - DAGUR - 7 Danski bjórínn Evrópu er stundum skipt í þrjú belti frá suðri til norðurs, og þá ekki miðað við veðurfar eða landshætti, heldur neyslu áfengra drykkja. Syðst er vínbeltið, Grikkland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Portúgal. í þessum löndum er ræktaður vínviður, vínber og gert vín. Þar drekka menn vín bæði kvölds og morgna og miðjan dag, eru oft góðglaðir en sjaldan mjög drukknir. (Innan sviga verð ég að taka fram, að ég nota orðið „vín“ um það sem á íslensku er oftast kallað „veik vín“, „borðvín“ eða „ávaxtavín“, en áður fyrr var kallað ,,Spánarvín“.) Næst kemur bjórbeltið, Aust- urríki, Tékkóslóvakía, Pýska- land og Danmörk. í þessurn löndum drekka menn bjór,. margra lítra á dag, og borða feita pylsu með, og sést þetta á vaxtarlaginu, bæði á konum og körlum, og eru þarna mikil kjötrassakyn. Nyrst er svo brennivínsbeltið, Rússland, Pólland, Finnland, Svíþjóð, Noregur og ísland, svo nefnd séu nokkur lönd í hverju belti. í brennivínsbeltinu drekka menn mest brennt vín, brennivín, vodka eða ákavíti. Sagt er að Finnar, Norð- rnenn, Svíar og íslendingar drekki sjaldan - en mikið þegar þeir drekka á annað borð. Ef til vill hefur þetta að einhverju leyti átt við hér áður og fyrrum, þegar þeir menn voru kallaðir drykkjumenn á fslandi, sem sáust drukknir vor og haust, og sama máli gilti um Norðmenn og Svía. En þetta á varla við lengur, þegar þriðjungur fólks fær sér í staupinu um hvérja helgi og drekkur þá bæði vín, bjór og brennivín. Mörgum þykir ef til vill undarlegt, að Danmörk er í bjórbeltinu en hin Norðurlönd- in í brennivínsbeltinu. En svona er það nú samt, og ef maður leyfir sér að alhæfa dulítið, þá er mikill munur á drykkjusið- um og drykkjuvenjum Dana annars vegar og íslendinga, Norðmanna og Svía hins vegar. Danir eru meginlandsþjóð, hafa raunar lengi nokkuð verið hluti af Þýskalandi, ef svo má að orði komast, en hinar þjóðirnar eru „útkjálkaþjóðir", sem verða að fara yfir haf til að komast til meginlandsins. Og þetta hefur sitt að segja, hvað sem öðru líður. En danski bjórinn, danska ölið, sem nú er heimsfrægt, á sér ekki ýkja langa sögu. Að vísu hefur í Danmörku verið hitað öl og gerður bjór síðan á miðöldum, en það var ekki fyrr en 1847 aðJ. C. Jacobsen stofn- aði fyrsta brugghúsið í Dan- mörku, sem bruggaði þýskt öl - eða öl frá Bæjaralandi. Brugg- hús sitt nefndi J. C. Jacobsen CARLSBERG BRYGGERI- ERNE og á sér langa og merki- lega sögu, sem meðal annars tengist vísindum og listum, þótt það sé önnur saga. Nú er CARLSBERG hluti af De for- enede Brygerier, sem er stærsta brugghús í Danmörku en auk þess eru ótalmörg lítil brugg- hús og á hvert hérað og hver sveit sér sitt brugghús og sinn bjór. Danir hafa nokkrar tekjur af útflutningi á bjór, þótt sjálfir drekki þeir raunar nrestan hluta af þeim bjór, sem í Danmörku er bruggaður. Árið 1988 drakk hver Dani, 15 ára og eldri, að meðaltali um 150 lítra af bjór, liver Finni tæpa 90 lítra, hver Norðmaður um 55 lítra, hver Svíi 53 lítra. Það ár ráku íslend- ingar lestina með tæpa 40 lítra, enda þótt sala á áfengu öli væri bönnuð á íslandi það ár, en sennilega eigum við eftir að bæta úr þessu. Hver Dani drekkur því um það bil þrisvar sinnum meiri bjór að meðaltali en aðrir Norðurlandabúar. Þegar vorar í Nýhöfninni er líka handagangur í öskjunni. Þá bregða menn undir sig betri fætinum og fá sér „én öl eller to“ og líta þá út eins og Tom Wikborg sýnir á með- fylgjandi teikningu. Hinar þjóðlegu venjur Dana konia berlega í Ijós þegar sól hækkar á lofti. Aku rey ri ngar- Eyfirðingar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins Hafnar- stræti 90, Akureyri, mánudag- inn 14. maí milli kl. 17-19. Þeir sem vilja hafa tal af Hall- dóri, vinsamlegast hringi í síma 21180 og panti tíma. Framsóknarfélag Akureyrar. Menntamálaráðuneytið Nám á framhaldsskólastigi skólaárið 1990-91. Á vegum menntamálaráðuneytisins er fyrirhuguð kennsla á framhaldsskólastigi fyrir nemendur sem hafa þörf fyrir sérkennslu. Námið fer aðallega fram í formi námskeiða sem haldin verða á ýmsum stöðum í Reykjavík og Reykjanes- umdæmi. Helstu kennslugreinar eru: Heimilisfræði, lestur, leikræn tjáning, líkamsþjálfun, mál og tjáning, mynd- og handmennt, samfélagsfræði, skrift, stærðfræði, tónlist. Upplýsingar um fyrirkomulag námsins verða veittar í framhaldsskóladeild menntamála- ráðuneytisins kl. 13.00-19.00, mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maí í síma 609570. sfo sfo Húseigendur Húsbyggjendur Tökum að okkur ásetningu á utanhússklæðningar- efnunum frá sto á ný og gömul hús, með eða án einangrunar. Leitið nánari upplýsinga hjá: Egill Stefánsson MÚRARAMEISTARI MÓASÍOU 6C 600 AKUREYRI SlMI 96-24826 • 5 U MA — WPÚOIRWAR J |40 H l'QLAVATNI | 1 Innritun er hafin Flokkaskrá sumarið 1990 Fl. Aldursflokkar Frá Ak. Til Ak. Dvalartimi 1. Drengir8 ára og eldri 5. júní 15. júni 10 dagar 2. Drengir 8 ára og eldri 18. júní 28. júní 10 dagar 3. Stúlkur 8 ára og eldri 29. júní 9. júlí 10 dagar 4. Stúlkur 8 ára og eldri 10. júlí 20. júlí 10 dagar 5. Stúlkur8ára og eldri 20. júlí 27. júlí 7 dagar 6. Drengir 8 ára og eldri 2. ágúst 9. ágúst 7 dagar Dvalargjald er kr. 11.000 fyrir 7 daga en kr. 15.500 fyrir 10 daga. Innritun fer tram í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnu- hlíð, Akureyri, mánudaga og miðvikudaga kl. 17-18 sími 26330 og utan skrifstofutíma hjá Önnu í síma 23929 og Hönnu í síma 23939. Sumarbúðirnar Hólavatni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.