Dagur - 12.05.1990, Síða 18

Dagur - 12.05.1990, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 12. maí 1990 poppsíðan Gítar er göfugt hljóðfæri f lok fyrri greinarinnar um Gary Moore var greint frá veru hans í Colosseum 11. Snemma árs 1977 er Colosseum var í fríi frá hljómleikahaldi og plötuupptök- um, fékk Moore beiðni frá Phil Lynott um að taka sæti Brian Robertson í Thin Lizzy (Þess sama sem á sínum tíma hafði leyst Moore af hólmi) tímabundið á tónleikaferð um Bandaríkin, því Robertson hafði brotið aðra hendina í slagsmálum. Varð Moore við óskinni og var meðlim- ur í Thin Lizzy í tvo mánuði eða allt þar til Robertson hafði jafnað sig í hendinni. Mál þróuðust síð- an þannig að árið eftir, 1978, hætti Moore í Colosseum 11 og gekk í þriðja sinn til liðs við Thin Lizzy þar af í annað skipti sem fullgildur meölimur og aftur var það Robertson sem vék fyrir honum. En líkt og í hin tvö skiptin varð dvöl hans í hljómsveitinni ekki löng, náði hann þó að leika inn á eina plötu Black Rose sem út kom 1979. Skömmu áður en sú plata kom út hafði Moore gert sólósamning við Virgin útgáfuna og varð afrakstur þess samnings platan Back on the Street. Seld- ist hún vel og lagið Parisienne Walkways náði áttunda sæti á breska vinsældalistanum. Hins- vegar seldist Black Rose ekki eins vel og virtist það fara fyrir brjóstið á Phil Lynott. Urðu nú samskipti hans og Moore æði stirð og svo fór að á miðju tón- leikaferðalagi um Ameríku gekk Moore út úr hljómsveitinni. Hann var þó ekki lengi aðgerðalaus því þetta sama ár, 1979, hafði hann sett á stofn nýja sveit, G-Force í Los Angeles og sendi hún frá sér samnefnda plötu um svipað leyti. Hlaut platan þokkalegar viðtökur en vegna samskiptaörðugleika milli Moore og útgáfufyrirtækis G-Force Jet Records varð ekkert af frekari útgáfu og liðaðist hljóm- sveitin við það í sundur. Næstu árin er sama flöktið á Moore í tónlistarheiminum. Hann gerist meðlimur í sveit Greg Lake (sem var einn þriðji Tríósins fræga Emerson, Lake and Palmer) og gerði með þeirri hljómsveit tvær plötur, Greg Lake sem út kom 1981 og Manoeuvres 1983, en áður en sú plata kom út var púðr- ið að mestu farið úr hljómsveit- inni, og það reyndar löngu áður því strax eftir útkomu fyrri plöt- unnar var Moore farinn að setja saman nýja sveit undir eigin nafni, og var hljóðrituð tónleika- plata með henni þetta sama ár, 1981, í Marquee klúbbnum fræga í London. Á svipuðum tíma var svo tekin upp platan Dirty fingers en bæði hún og hin áðurnefnda Live at the Marwuee komu þó ekki út fyrr en 1984 í Bretlandi. Eins og af þessari upp- Sitthvað af Gary Moore talningu sést hefur Gary Moore verið afkastamikill á þessum árum en vegna mikils óstöðug- leika með mannskap auk annars gekk dæmið ekki upp. Viss breyt- ing til batnaðar verður þó 1982 er Virgin/10 Records gerir samning við Moore á ný og önnur platan undir þeirra merkjum Corridors og Power kom út. Seldist sú plata ágætlega og hefur stjarna hans síðan risið hátt undir merkj- um Virgin/10 Records. í kjölfar Corridors of Power hafa síðan komið út sjö plötur. Tónleikaplat- an Live in Japan 1983, (Upphaf- lega gefin út í Japan líkt og Live at the Marquee) Victims of the Future 1983 sömuleiðis, We Umsjón: Magnús Geir Guömundsson Seinni grein want Moore enn ein tónleikaplat- an 1984, Run for Cover 1985, Wild Frontier 1987, Afterthe War í fyrra og loks sú nýja Still got the Blues sem út kom nú fyrir stuttu. Á þessum plötum er mörg perlan t.d. má nefna Empty Rooms of Victims of the Future, Out in the fields of Run for Cover og The Loner of Wild Frontier en öll þessi lög náðu miklum vinsæld- um. Aðalsmerki Gary Moore í gegnum tíðina hefur verið gítar- inn en sem gítarleikari hefur hann þótt flestum snjallari og staðfestist það best á nýju plöt- unni Still got the Blues en þar hefur hann heldur betur söðlað um úr melódísku þungarokki í blús með glæsibrag og hefur platan allstaðar fengið góða dóma. Það verður því fróðlegt að fylgjast með ferli Gary Moore nú sem endranær. Gary Moore hefur nú söðlað um og spilar nú glimrandi blús á nýju plötunni. Hítt og þetta Madonna Aðdáendur Madonnu geta nú farið að kætast allhressilega því að von er á nýrri kvikmynd með henni ( sumar. Heitir myndin „Dick Tracef og leikur söngkonan þokkafulla annað aðalhlutverkið á móti Warren Beatty. Fyrir þá aðdáendur Madonnu sem hyggja á ferðalag til Englands í sumar má svo geta þess að hún verður með tónleika á Wembley dag- anna 20. og 21. júlí og mun tónlistin úr myndinni verða gefin út á plötu um svipað leyti til að fylgja þeim eftir. The Cult Bassaleikarinn The CultJamie Stew- art hefur nú sagt skilið við hljóm- sveitina eftir sjö ára starf í henni var Madonna verður með tónleika á Wembley ( sumar. Ferðamál á þriðjudegi Áhugafólk um ferðamál Munið opinn fund, þriðja-þriðjudag - þ.e. þann 15. kl. 13.00 á Hótel KEA. viöskilnaðurinn í hinu mesta bróð- erni við hina meðlimi sveitarinnar þá lan Astbury söngvara og Billy Buffy gítarleikara, en ástæðan fyrir hon- um er sú að Stewart þykir kominn tími til að sinna öðrum áhugamálum sínum sem lítill tími hefur verið fyrir vegna æ lengri tónleikaferða hjá The Cult. Af hljómsveitinni er svo það annað að frétta að hafin er vinna á nýju efni á plötu sem vænt- Jamie Stewart bassaleikari Cult er hættur í hljómsveitinni. anlega verður byrjað að taka upp í lok þessa árs. Plötupunktar Trúbadorinn Billy Bragg er nýbúinn að senda frá sér nýja mini EP plötu og kallast hún The Internationale. Þá er gamli rokkarinn NickLowe kominn með nýja skífu og heitir hún því skemmtilega nafni All men are Liars. Að síðustu skal unnendum þyngra rokks bent á tvær athyglisverðar skífur. Er önnur þeirra með sveit frá New York Prong og nefnist platan Beg to Differ. Hin er með hljómsveitinni Black Crowes og nefnist Shake your Moneymaker. i kvikmyndarýni *J Umsjón: Jón Hjaltason Hundurinn Hooch Borgarbíó sýnir: Turner og Hooch. Leikstjóri: Roger Spootiswoode. Aöalhlutverk: Hoodi og Tom Hanks. Touchstone Pictures 1989. Tom Hanks leikur lögreglumann- inn Turner sem er piparsveinn, ákaflega vandur að útliti sínu og sjúklega þrifinn. Hann er í þann veginn að segja skilið við þægi- legt rannsóknarstarf hjá saksókn- ara til að takast á við alvarlegri afbrot í New York. En einmitt þegar hann á lítið annað eftir en að pakka niður í tösku byrja að gerast óhugnanlegir atburðir. Gamall maður er myrtur og svo vill til að það hefur farið vel á með þeim gamla og Turner en um gæludýr gamla mannsins gegnir hins vegar allt öðru máli. Það er einn stór og hræðilegur bolabítur, nefndur Hooch. En Turner grunar að Hooch hafi séð morðingjann og kemur í veg fyrir að honum sé sálgað. Og nú hefj- ast sambúðarraunir þeirra Hooch og Turners en meginmál kvik- myndarinnar er einmitt um þær en ekki glæpinn. Turner og Hooch er græsku- laus gamanmynd, fyndin á köfl- um sem er raunar mest að þakka Hooch sem stelur algjörlega sen- unni. Leikur hans er í einu orði sagt stórkostlegur og aldrei hef ég séð nokkurt dýr jafn ægilegt og Hooch þegar hann tekur á rás og vill bíta menn. Hooch og Tom Hanks.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.