Dagur - 12.05.1990, Side 6

Dagur - 12.05.1990, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 12. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÚN HAUKUR BRYNJÚLFSSON (Iþr.),_______ KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skógrœktarfélag Eyfirðinga 60 ára Þann 11. maí 1930 var haldinn merkur fundur á Hótel Gull- fossi á Akureyri, er tólf fram- sýnir menn og stórhuga mæltu sér þar mót, þeirra erinda að stofna fyrsta skógræktarfélag landsins. Friðun lands og gróðursetning trjáplantna voru fljótt meðal helstu verkefna félagsins og frumherjarnir létu strax að sér kveða á Eyjafjarð- arsvæðinu. Áhuginn var mikill og verkefnin svo sannarlega óþrjótandi. Skógræktarfélag Eyfirðinga er gott dæmi um það hverju hægt er að áorka, sé áhugi og einbeittur vilji fyrir hendi. Félagsmenn réðust fljótlega í það þrekvirki að stofna gróðrar- stöð, sem valinn var staður á Kjarnanýræktinni við Akureyri og þar var sáð í fyrsta skipti árið 1947. Segja má að kafla- skipti hafi orðið í starfseminni þegar Akureyrarbær og Skóg- ræktarfélagið gengu til sam- starfs um rekstur útivistar- svæðis í Kjarnaskógi árið 1972, 25 árum eftir að fyrstu plönt- urnar voru gróðursettar þar. Þá þegar hafði frumherjastarfið borið ríkulegan ávöxt, enda félagar í Skógræktarfélaginu þá búnir að gróðursetja nær eina milljón plantna á svæðinu. Kjarnamóarnir höfðu smám saman breyst í þann Kjarna- skóg sem allir Akureyringar og flestir þeir, sem heimsótt hafa bæinn, þekkja. Allt frá því úti- vistarsvæðið í Kjarnaskógi var opnað hefur ötullega verið unn- ið að því að bæta þar alla aðstöðu til útivistar. Svo vel hefur til tekist að Kjarnaskógur er tvímælalaust eitthvert glæsi- legasta og hlýlegasta útivistar- svæði landsins. Tvisvar sinnum frá gerð samningsins 1972 hef- ur Kjarnasvæðið verið stækkað. Á næstu árum er enn frekari stækkun fyrirhuguð því Skóg- ræktarfélagið hyggst planta um 2,5 milljónum trjáplantna á 1000 hektara svæði á Glerárdal, í samstarfi við Akureyrarbæ og Landgræðslu ríkisins. Af stór- hug er stöðugt hugað að nýjum landvinningum og merki frum- herjanna þannig haldið hátt á lofti. Þótt Kjarnasvæðið sé stærsta verkefni Skógræktarfélags Ey- firðinga er starfsemi félagsins langt í frá bundin við það svæði eingöngu. Félagið hefur umsjón með alls 13 svæðum, sem öll hafa breyst eða eru að breytast í falleg og eftirsótt úti- vistarsvæði að tilstuðlan félagsmanna. Starfsemi Skóg- ræktarfélagsins hefur tekið miklum breytingum í áranna rás, eins og gefur að skilja. Fyrstu árin var eingöngu um sjálfboðavinnu félagsmanna að ræða en nú er starfsemin að mestu borin uppi af launuðum starfsmönnum. Engu að síður er sjálfboðavinna enn mjög mikilvægur þáttur í starfi félagsins, sérstaklega hvað gróðursetningu varðar. í grein í blaðinu í dag, kemst Jón Dalmann Ármannsson, fyrrum starfsmaður Skógrækt- arfélags Eyfirðinga um langt árabil, svo að orði: „60 ár er ekki langur tími í sögu skóga en Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur þó markað spor þar sem fá voru fyrir. Ósk mín er sú að sem flest þeirra verði til heilla fyrir framtíðina. “ Undir þessi orð Jóns Dal- manns geta örugglega allir tekið. Megi Skógræktarfélag Eyfirðinga eflast og dafna um ókomin ár, eyfirskum byggðum til heilla og hagsbóta. BB. til umhugsunar Fátækt fólk á Akureyri Eftir Þórð Ingimarsson. Leikfélag Akureyrar er að sýna Fátækt fólk. Verkið er byggt á æfisögu Tryggva Emilssonar sem ólst upp í sveitum Eyja- fjarðar og á Akureyri upp úr aldamótum. Þótt fyrstu teikn um breytta tíma væru orðin sýnileg á árunum 1924 til 1929, áður en heimskreppan skall á, lá bjargarleysið og fátæktin við næstu leiti. Frásögn Tryggva fjallar um fólk er átti sér lífsþrótt en reis vart undir þeirri byrði er það bjó við. Fátækt fólk er ekki saga héraðs eða þjóðar. Hún er saga ákveðinna aðstæðna og viðhorfa sem kviknuðu við að hrinda breytingum í framkvæmd. Atvinnubylting var í aðsigi og finna varð form til að deila afrakstri hennar meðal meðbræðra. Par greindi menn á og gerir raunar enn þótt samskipti atvinnurekstrar og þeirra sem lifa af sölu vinnustunda hafi fallið í nokkuð beinan farveg í tímans rás. Lífsreynslusaga og sjónarmið Eftir fremur daufan áhuga á verkum Leikfélags Akureyrarað undanförnu hefur tekist að setja upp sýningu sem virðist höfða til fólks. Þótt liðinn sé nær mannsaldur frá uppvaxtar- árum höfundar er bærinn og héraðið sögusvið hans. Bækur Tryggva urðu umtalaðar eftir að þær komu út. Þar ntunu skarpar línur og tæpitungulaus frásögn eiga sinn þátt í athygl- inni þótt allir væru ekki sammála um sögulegt gildi hennar. Trúlega hafa bein sagnfræðiskrif aldrei vakað fyrir höfundi, heldur það að koma ákveðinni lífsreynslusögu og sjónarmið- um er af henni sköpuðust á framfæri við síðari tíma menn og beita til þess skarpri hugsun og stílsnilld er hann réð yfir. Það tókst Tryggva Emilssyni að gera og höfundur leikgerðar, leik- stjóri og leikendur ná að kalla þá líflegu mynd fram, sem Tryggvi dregur upp af aðstæðum sínum og viðhorfum, ná athygli fólks í byrjun og halda henni til enda. Pað virðast leik- húsgestir kunna að meta og skemmta sér á sýningunni þótt tónn hennar sé annars alvarlegs eðlis. Atburðir er áttu sér stað Akureyringar sem nú fara í leikhúsið, til að horfa á Fátækt fólk, þekkja fæstir þær aðstæður sem verið er að lýsa. f>ví má vera að fólk leggi takmarkaðan trúnað á frásögnina. Þótt hún sé skerpt frá hálfu höfundar og átakamestu atriðin í sögu hans sitji í fyrirrúmi á leiksviðinu lýsir atburðarásin aðstæðum sem voru til. Fátæktin á fyrri hluta aldarinnar er staðreynd þótt tekist hafi að vinna bug á henni að mestu leyti. Samtímamenn Tryggva þekktu göngu frá Krossanesi að Tanga þaðan á Torfunef og síðan áHöepfnersbryggju þar sem þeir báru upp spurninguna um hvort eitthvað væri að gera. Ef svarið var alls staðar neikvætt héldu þeir slóðina til baka og áfram var spurt. Akureyringar hafa ekki þurft að spyrja slíkra spurninga í mörg ár eða hafa verulegar áhyggjur af afkomu og efnahag síðan á fyrri hluta aldarinar ef undan eru skilin nokkur skammvinn samdráttarskeið sem tókst að sigla fyrir. Skemmtun eða viðvörun Líklega hefur ætlunin verið, þegar ákveðið var að semja leik- gerð eftir frásögu Tryggva Emilssonar, að skemmta fólki eina kvöldstund. Sýningin vekur þó ýmsar spurningar. Hún vekur spurningar í ljósi þeirra aðstæðna sem Akureyri og Eyjafjarð- arbyggðir standa frammi fyrir í dag. Þegar þetta er skrifað, er ekki ljóst hvort unnt verður að stýra framhjá efnahags- og atvinnusamdrætti í bráð. Atvinnufyrirtækjum sem komið var upp með elju og dugnaði eftir að atvinnubyltingin, er var við sjónarrönd á ungdómsárum Tryggva Emilssonar, varð að veruleika. Framleiðsla og atvinnustarfsemi á Akureyri hefur að miklu leyti byggst á vinnslu úr heimafengnu hráefni. Einnig að nokkru á nauðsyn þess að komast um höfin til fiskj- ar og flutninga. Nú eiga þær atvinnugreinar í erfiðleikum vegna þess að ekki er þörf fyrir framleiðslu þeirra. Það er offramboð af skipum í heiminum og okkur hefur ekki tekist að halda þeim mörkuðum er við höfðum áunnið fyrir vörur úr ull og skinnum. Verksmiðjurnar á Gleráreyrum og Slippstöð- in voru rneðal stærstu vinnustaða við Eyjafjörð. Nú eru fá verkefni í sjónmáli fyrir það fólk er helgaði sig þessum fram- leiðsluþáttum og starfsmenn Slippstöðvarinnar hafa að undanförnu getað farið ferða sinna án þess að hafa áhyggjur af því að vera að skrópa í vinnu. Þjónustustarfsemin dregst saman þegar tekjumöguleikar minnka. Mikinn taprekstur verslunaraðila má að hluta rekja til þess að fólk hefur minni möguleika til að kaupa þótt fjármagnskostnaður, sem tæp- ast á sinn líkan í veröldinni, eigi þar einnig mikla sök. Allar aðstæður atvinnustarfsemi og efnahags á Eyjafjarðar- svæðinu eru það tengdar innbyrðis að mikill samdráttur stórra atvinnufyrirtækja hlýtur að hafa afdrifarík áhrif. Við siíkar aðstæður er ekki óeðlilegt að upprifjun á atburðum og við- horfum fyrir tíma veki menn til umhugsunar um hvert eyfirsk byggð sé að stefna. Þótt æskudagar Tryggva Emilssonar komi ekki aftur og atvinnuleysissaga, sem getur orðið til nú undir næstu aldamót, muni hafa á sér annan blæ en í aldarbyrjun er það vel við hæfi að Leikfélag Akureyrar minni menn á að ekki er víst að allir hafi að býta og brenna það sem þeir æskja á næstu tímum. Skemmtun um kvöldstund í Samkomuhúsinu undir brekkunni má því einnig skoðast sem þarft innlegg til daglegrar umræðu og áminning til íbúa bæjar og héraðs um að óvissutímar geta verið framundan ef ekki verður tekist á við það verkefni af alvöru og ákveðni aö finna framleiðslu- og atvinnustarfsemi í stað þeirrar sem nú virðist bráðlega heyra sögunni til. Stóriðjan eða hvað? fbúar Akureyrar og Eyjafjarðarbyggða binda nú vonir við að bygging stóriðju, sem fyrirhugað er að reisa á íslandi; verði staðsett á Dysnesi í Eyjafirði. Og víst er að einungis Reykja- nesskaginn og Eyjafjörður korna til greina hvað byggingu slíks fyrirtækis varðar. Þegar þetta er skrifað liggur staðsetn- ing umrædds iðjuvers ekki fyrir. En ljóst er að stjórnvöld í landinu eiga tök á að hafa veruleg áhrif á hvar hin nýja stór- iðja verður reist. Með hliðsjón af þeirri þróun sem undanfarið hefur átt sér stað í byggðamálum á íslandi er mikil nauðsyn á að slík staðsetning verið ákveðin utan þéttbýlisbyggðanna á Reykjanesi. í bráð verður ekki komið auga á aðra starfsemi er komið gæti í veg fyrir mikla fólksflutninga af landsbyggð til borgar ef fyrirtæki sem skapar um 600 ársverk í framleiðslu eða um 1300 ársverk ef önnur atvinnustarfsemi, sem fram- leiðslan leiðir af sér er reiknuð með, bættist við höfuðborgar- svæðið á einu bretti. Faxaflóasvæðið og Suðurnes yrðu ekki tilbúin að láta Eyfirðinga og aðra Norðlendinga hafa veruleg- an hluta af þorskveiðikvóta sínum í staðinn fyrir stóriðju. Þær raddir hafa heyrst að Eyfirðingar haldi að sér höndum um alla nýsköpun í atvinnulífi í trausti þess að stjórnvöld færi þeim álver á einhverju siflurfati. Álbræðslur væru ekkert töfraorð ef þær væru ekki einu fyrirtækin sem hugsanlega er hægt að fá hingað því þær nýta raforku sem mestan hluta hrá- efnis síns. Þessar raddir eru úr tengslum við allan raunveru- leika og ljóst að væri einhver arðvænleg starfsemi fyrir eyfirskar byggðir í sjónmáli þá hefðu menn hafist handa en geymdu þær ekki í vösunum. Það er því ekki að ástæðulausu sem treyst er á vilja stjórnvalda í stóriðjumálinu. Fari svo að slíkt atvinnutæki rísi á Reykjanesi verður að finna aðra starf- semi ef Eyjafjarðarsvæðið á að bera sitt barr. Það er því til umhugsunar hvort boðskapurinn frá fjölum Samkomuhússins eigi ekki meira erindi við íbúa bæjar og byggða en skemmta þeim eina kvöldstund. Þótt menn fari ekki framar slóð Tryggva Emilssonar, frá Krossanesi til Höepfners í leit að laun- uðu handtaki ganga of margir nú þegar sambærilega götu. Hvað þá innan tíðar. Er fátækt fólk á Akureyri sú framtíðar- sýn sem blasir við nú á hundraðasta hátíðisdegidegi verklýðs- ins?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.