Dagur - 12.05.1990, Page 8

Dagur - 12.05.1990, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 12. maí 1990 Brot úr sögu Skógræktarfélags Eyfirðinga Frá námskeiði Skógræktarinnar í Kjarnaskógi sumarið 1982. Pað var 11. maí 1930, sem 12 manna hópur kom saman á Hótel Gullfossi hér á Akureyri og stofnaði Skógræktarfélag Eyfirð- inga, elsta skógræktarfélag landsins. Fremstur í flokki þeirra er hvöttu til stofnunar félagsins var Jón Rögnvaldsson, garðyrkju- maður í Fífilgerði, sem þá hafði dvalist í nokkur ár við garðyrkju- og skógræktarnám í Ameríku. Jón boðaði til fundarins með það í huga að félagið yrði landsfélag, og var stofnun þess samþykkt samhljóða af fundarmönnum og hlaut nafnið Skógræktarfélag Islands. En nokkrum vikum síðar var stofnað á Þingvöllum annað félag með sama nafni. Árið 1932 var síðan nafni þess félags sem hér var stofnað breytt í Skógræktarfélag Eyfirðinga. Jón var fyrsti formaður þess. Starfssvið félagsins varð því Eyjafjarðarhérað og 1937 gekk það í landsfélagið sem stofnað var á Þingvöllum. Guðmundur Karl Pétursson gegndi formannsstöðu í félaginu í rúm 20 ár. Um það bil sem hann tók við forménnsku var veitt heimild til þess að taka deildir inn í félagið og 1951 var því breytt í deildaskipt félag. 1977 var félagsforminu aftur breytt, og nú að mestu í fyrra horf, þ.e. beina félagsaðild, þó geta félög sem áhuga hafa á skógrækt gerst aðilar að félaginu og kjósa þá fulltrúa á aðalfund þess. Núver- andi formaður félagsins er Tómas Ingi Olrich. Skráðir félagar eru nú um 350. Helstu verkefni Friðun lands og gróðursetning trjáplantna var fljótt meðal helstu verkefna félagsins. Garðs- árreitur sem er í landi Garðsár austan Garðsárgils var girtur 1932. Vaglareitur á Pelamörk 1934, Vaðlaskógur handan Akur- eyrar 1936, Leyningshólar 1937- 1938. í Kóngsstaðahálsi í Skíða- dal var girtur reitur 1941, að Mið- hálsstöðum í Öxnadal 1942 og 1982 að Laugalandi á Þelamörk. Heimamenn hafa nú tekið við reitnum í Kóngsstaðahálsi, en girðingin í Vaglalandi á Þela- mörk var fljótlega seld Skógrækt ríkisins. Auk þessa friðuðu flestar deildir félagsins sína eigin reiti og plöntuðu í þá. Stærsta deildin, Skógræktarfélag Akureyrar, fékk nærri 90 hektara lands samkvæmt samningi við Akureyrarbæ úr landi jarðarinnar Kjarna sunnan Brunnár innan Akureyrar, þar sem nú er Kjarnaskógur, útivist- arsvæði Akureyrar. Það var girt 1951 og fyrstu plönturnar gróður- settar 1952. Frá því 1952 hefir félagið plantað í brekkurnar á Akureyri frá Sigurhæðum og suð- ur að Brunná. Jón Kristjánsson var ötull forystumaður í því starfi um mörg ár. 1976 var gerður samningur við Hitaveitu Akur- eyrar um plöntun umhverfis hita- veitulögnina í brekkunum sunn- an bæjarins og er því verki senn lokið. Einnig hefir Skógræktarfélag Eyfirðinga fylgst með ýmsum smærri gróðurreitum og veitt þar aðstoð eftir þörfum. Gróðrarstöðin í Kjarna Árið 1946 var samþykkt. að koma upp gróðrarstöð í landi Steina- gerðis, sem var kotbýli frá Kjarna. Liggur landið að Brunn- ánni að norðan. Var strax byrjað á undirbúningsvinnu og vorið 1947 var fyrstu trjánum plantað í svæðið og sáning trjáfræs hafin. Það ár var Ármann Dalmannsson ráðinn starfsmaður félagsins og var hann síðan framkvæmda- stjóri þess til ársins 1968. Plöntuuppeldið var erfitt á fyrstu árum gróðrarstöðvarinnar. Landið vantaði skjól og því var strax byrjað að planta skjólbelt- um og limgirðingum. Til þess var einkum notað birki og víðiteg- undir, fyrst gulvíðir og þingvíðir og síðar viðja. Einnig greni, fyrst rauðgreni en líka blágreni og sitkagreni. Fyrst var sléttaður reitur í ofurlitlu skjóli við Steinagerðis- hólinn suður undir Brunnánni. Birki, lerki og furu var sáð undir striga, en útbúnir nokkrir karmar með gleri eða rimlum yfir grenið. Plönturnar voru síðan dreifsettar 2-3 ára. Vatnsleiðsla var lögð úr ánni nokkur hundruð metrum ofar, en fallhæð var lítil og kraft- urinn á vatninu því oft lítill í þurrkatíð þegar minnkaði í ánni. Jarðveginn þurfti einnig að bæta og það tók sinn tíma. Faðir minn greip því til þess ráðs að setja niður dálítið af stiklingum í lóð sína að Aðalstræti 62 og dreif- setja þar sumt af sáðplöntunum í skjóli fyrstu gróðrarstöðvarinnar, sem nú er Minjasafnsgarðurinn. Þarna var m.a. fyrstu asparstikl- ingunum stungið niður. Einnig var leigð aðstaða í gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands og þar var mestöll sáning og nokkuð af dreifsetningunni í nokkur ár eftir 1950, en síðan fluttist upp- eldið að fullu í Kjarnaland. Miklar framfarir Og framfarir hafa orðið miklar í stöðinni eftir því sem þekking og tækni hefir aukist. Fyrsta stóra gróðurhúsið var byggt 1980, með dyggum stuðningi frá KEA í tengslum við 50 ára afmæli félagsins. Nú eru stóru plasthúsin 3, og tvö þeirra þegar upphituð, en auk þess 13 hús klædd plast- dúk. Sjálfstýrð vökvun er nú um nær alla stöðina. Svonefndir fjöl- pottabakkar voru teknir upp fyrir 5 árum. Er þá sáð beint í pottana og síðan fara plönturnar í þeim til gróðursetningar. Nú mun vera um hálf milljón plantna í uppeldi í gróðrarstöð- inni. Gróðursetningin óx fljótt og 1960 voru gróðursettar 110.000 plöntur. Nokkuð dró úr gróður- setningu um tíma, en nú er hún aftur vaxandi og áætlað er að planta um 200.000 plöntum í ár. Margar tegundir hafa verið gróð- ursettar, en lerki og stafafura hafa vaxið sérstaklega vel. Fjölbreytt framleiðsla Fyrstu árin var gróðursetningin nær eingöngu í sjálflioðavinnu. Oft voru stórir hópar sjálfboða- liða og sumir létu sig sjaldan vanta. Það var heldur ekki slegið slöku við hjá þeim sem mest mæddi á í' þessari gróðursetn- ingu. En auk formanns og fram- kvæmdastjóra minnist ég sérstak- lega þeirra feðga Þorsteins og Tryggva Þorsteinssonar, sem þá voru helstu máttarstólpar Skóg- ræktarfélags Akureyrar. Um tíma unnu hópar 12-14 ára drengja að gróðursetningu og greiddi Akureyrarbær laun þeirra. Auk skógarplantna hafa garð- plöntur verið ræktaðar í gróðrar- stöðinni í Kjarna og hefir félagið haft af þeim verulegar tekjur. Á síðustu árum hefir orðið mikil aukning í framleiðslu og fjöl- breytni hennar. Valgerður Jóns- dóttir sér nú um verkstjórn í gróðrarstöðinni. Sala jólatrjáa og greina koma snemma til og nú er töluvert höggvið árlega í eigin skógarreit- um. Þörf fyrir grisjun hefir stöð- ugt aukist og hefir verið gert verulegt átak í grisjun nú síðustu árin. Ræktun skjólbelta hefir lengi verið á döfinni, en erfitt að gera þar stórt átak. Þó hafa einstaka bændur komið upp álitlegum beltum. Eitt hlýlegasta útivistarsvæöi landsins Á meðan ungskógurinn var að vaxa úr grasi í reitum félagsins voru þeir að mestu lokaðir um- ferð. En nú hefir orðið þar breyt- ing á og er aðsókn fólks að þeim ört vaxandi, einkum í Kjarna- skóg. En 1972 var gerður samn- ingur við Akureyrarbæ um rekst- ur útivistarsvæðis þar. Hallgrím- ur Indriðason tók við stöðu fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga 1976 af Gunnari Finn- bogasyni. Kom því í hans hlut með góðum stuðningi annarra að skipuleggja útivistarsvæði í Kjarna, en hann hafði m.a. lagt stund á landnýtingarfræði í Nor- egi. Stöðugt er unnið að því að bæta þar aðstöðu til útivistar og nú hefir verið bætt við svæði allt norður í Naustaborgir og er þeg- ar byrjað að planta í það svæði. Verkstjóri í skógarreitum og úti- vistarsvæði er nú Aðalsteinn Sig- fússon. Fólk sem ekki hafði komið í Kjarnaskóg fyrr en eftir að hann var opnaður sem útivistarsvæði hefi ég heyrt lýsa undrun yfir því að slíkur reitur skyldi leynast hér í næsta nágrenni bæjarins. Við sem nánast uxum upp með þess- um skógi urðum ekki vör við neina stökkbreytingu, en sáum Kjarnamóana breytast ár frá ári jafnt og þétt, þar til þeir urðu að Kjarnaskógi, sem nú telst eitt hlýlegasta útivistarsvæði landsins. Svipað á við um fleiri skógarreiti á félagssvæðinu. Að lokum Margs væri enn hægt að minnast úr starfi félagsins, en það læt ég öðrum eftir að sinni. Fárra er get- ið sem vel unnu, en margir eru geymdir en ekki gleymdir. Starf þeirra mörgu sem unnið hafa fyr- ir félagið skilar sér í hverjum þeim árssprota, sem upp vex vegna framlags þeirra. Lítið hefir verið fjallað um starf félagsdeildanna nema upp- byggingu Kjarnaskógar. Ekki hefir heldur verið getið um aðra skógrækt í héraðinu t.d. á vegum einstaklinga og sveitarfélaga, sem á ýmsan hátt hefir tengst starfi Skógræktarfélags Eyfirð- inga. 60 ár er ekki langur tími í sögu skóga, en Skógræktarfélag Eyfirðinga hefir þó markað spor þar sem fá voru fyrir. Ósk mín er sú að sem flest þeirra veröi til heilla fyrir framtíðina. Jón Dalmann Ármannsson. Höfundur er skrifstofumaöur og fyrrum starfsmaður Skógræktarfélags Kvfirð- inga. í Kjarnaskógi við sólsetur. Mynd: RÞB Garðyrkjustöðin á Grísará Sími 96-31129. Rósir. Bóndarósir. Mold í sekkjum og 3 1 pokum. Blómstrandi dahlíur, frauelsblóm, bláhnoður, nellikur o.fl. Matjurtafræ og kryddjurtafræ. Acrýldúkur og jarðvegsdúkur. Aburður, tilbúinn og lífrænn. V/SA Opið frá kl. 13.00 til 18.00 alla daga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.