Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 23. júní 1993 Fréttir Magnús kynnir sér náttúruvernd Magnús Magnússon, hinn þekkti sjónvarpsmaður í Bret- landi, er nú staddur hér á landi, reyndar ekki sem sjón- varpsmaður, heldur sem for- maður skoskra náttúruvernd- arsamtaka sem kalla má „Skoski náttúruarfurinn“. Magnús er hér í kynnisferð ásamt framkvæmdastjóra sam- takanna og aðalvísindamanni þeirra. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, segir að þeir þre- menningar séu hér til að kynna sér hvemig ísiendingar taki á skógvemd, gróðurvemd og nátt- úmvemd. Á morgun, fimmtudag, verða þeir í Mývatnssveit og kynna sér vemdunarstörf þar. Með þeim í för verður Andrés Arnalds frá Landgræðslu ríkisins. óþh „Óttumst að dregið verði úr norræna velferðarkerfinu með þátttöku í EB“ - segir Jóhann Pétur Sveinsson formaður NHF Stjórnarfundur Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum, NHF, var haldinn á Akureyri um sl. helgi. Formaður bandalagsins nú er Jóhann Pétur Sveinsson og Islendingur er einnig for- maður íþróttasambands fatl- aðra á Norðurlöndum (NORD- HIF), Ólafur Jensson. Af því tilefni var Ólafur sérstakur gestur þessa stjórnarfundar og um leið var stigið fyrsta skrefið að samstarfi þessara samtaka og þess vænst að sameiginlega komi samtökin sterkari út, t.d. gagnvart stjórnvöldum. Jóhann LISTASUMAR - FESTIVAL'93 „LISTASUMAR-FESTIVAL'93" verður haldið á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu dagana I O.júlí-31 .ágúst 1993. Það er Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar, Ferðamálafélag Eyja- fjarðar, Gilfélagið og Menor sem standa að „Listasumar- Festival '93" og er tilgangurinn tvíþættur: Annarsvegar að efla ferðamannastrauminn og auka þjónustu við ferðafólk og hins vegar að gera listafólki auðveldara að koma list sinni á framfæri við bæjarbúa og ferðafólk. Stuðningur áðurnefndra aðila við „Ustasumar '93" verður einkum fólginn i: A) Að tryggja listafólkinu aðstöðu og búnað til að flytja list sína. B) Að annast eins markvissa og lifandi kynningu á dagskráratriðum eins og mögulegt er. C) Aðstaðan sem m.a. verður boðið uþþ á er: Fjölnotasalurinn Kaupvangsstræti 23, Laxdalshús, göngugatan, tjaldstæðið og Lystigarðurinn. Meiningin er að „Ustasumar'93“ verði fjölbreytt sumarhátíð þar sem bryddað verður upp á öllu mögulegu: Leiklist, myndlist, tónlist, dans, spuna, upplestri, kvikmyndum og Ijósmyndum, svo eitthvað sé nefnt Allar nánari upplýsingar verða gefnar á skrif- stofunnl í síma 12609 alla virka daga frá kl. 09-17 Þeir sem hafa áhuga á að vera með dagskrár- atriði, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Gilfélagsins og Menor, Kaupvangstræti 23 fyrir Mánudaginn 28.júni UlJ Framsóknarmenn Norðurlandi eystra Útivistarhelgi í Vaglaskógi 26.-28. júní 1993. Föstud. 26. júní kl. 17.00: Tjaldsvæði opnað í Stórarjóðri. Laugard. 27. júní kl. 13.00: Gróðursetning að lllugastöðum. Laugard. 27. júní kl. 19.00: Grillað í Stórarjóðri (grill verður á staðnum en annað hefurfólk meðferðis). Laugard. 27. júní kl. 21.00: Kvöldvaka í Stórarjóðri. Sunnud. 28. júní: Tekið saman og skilið vel við fallegan stað. Að sjálfsögðu verður farið í leiki og sund og annað þess háttar. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Varðeldur? Nefndin. Pétur Sveinsson segir að aðild- arlöndin skiptist á um að halda þessa stjórnarfundi, fimmta hvert skipti er stjórnarfundur- inn haldinn hérlendis en 20 ár eru liðin síðan stjórnarfundur var haldinn á Akureyri og þá var formaðurinn einnig íslensk- ur, Theodór A. Jónsson. Jóhann Pétur segir að aðal- áhyggjuefni stjórnarmanna í NHF sé sá nióurskurður á lífskjörum sem fatlaðir á Norðurlöndum standi frammi fyrir. Þær efna- hagslegu þrengingar sem dunið hafa yfir hafi skert mjög lífskjör fatlaðra og það sé óviðunandi því þeir megi ekki við neinni skeró- ingu. Af því tilefni hefur Noróur- landaráði verið bent á nokkrar staðreyndir máli fatlaðra til stuón- ings en samkvæmt fjárhagsáætlun ráðsins verður framlag til NHF á árinu 1994 um 30 milljónir danskra króna sem er um 20% niðurskurður. Nú óttast NHF nokkuð þátttöku sumra Norðurlandanna í Evrópu- bandalaginu. Af hverju stafar sá ótti? „Við óttumst dálítið hvað muni henda þetta norræna velferðar- kerfi sem byggt hefur verið upp undanfarna áratugi og hefur verió ákveðin fyrirmynd í öörum heimshlutum og við erum að velta fyrir okkur hvort sá niðurskurður sem við stöndum frammi fyrir í dag og aukin þátttaka í kostnaöi við heilbrigóiskerfið sé aðlögun að evrópsku kerfi, en við vitum aó í Suður- Evrópu búa fatlaðir við miklu lakari aðstöðu. Það er að- eins sænska ríkisstjórnin sem hef- ur lýst því yfir að hún muni ekki skerða réttindi fatlaðra heldur muni hún halda áfram aö bæta þeirra lífskjör," segir Jóhann Pét- ur Sveinsson. Hvaða hag hefur NHF af sam- starfi vió NORD- HIF? „Við sjáum aó íþróttirnar hafa félagslegt gildi ekki síður en íþróttalegt og þar fara hagsmunir samtakanna saman og unga fólkið tekur yfirleitt þátt í íþróttum áður en það tekur þátt í hagsmunabar- áttunni en einnig er ýmislegt frí- stundastarf á mörkum þess aó vera íþróttastarf eða félagslegt starf og þar fara hagsmunirnir mjög sam- an. Á þessum stjórnarfundi liggur fyrir að samþykkja samstarf vió íþróttasamband fatlaðra á Norð- urlöndum og í tengslum við Vetr- arólympíuleikana í Lillehammer í Noregi 10. til 20. mars á næsta ári veróur haldin ráðstefna um það hvemig samstarfinu verði best háttað og einnig verður komið á fót sýningu á hjálpartækjum sem tengjast tómstundastarfi fatlaóra. Einnig verður reynt að ná til stjómmálamanna og gera þeim grein fyrir þörf fatlaðra á slíkum hjálpartækjum.“ Sú staóreynd að fatlaður íþróttamaður hefur í fyrsta skipti verið valinn í landslið Islands hlýtur aö gleðja ykkur mjög og vera viss áfangasigur? „Full þátttaka í öllu því sem fram fer í þjóðfélaginu og jafn- rétti er það sem bæði samtökin stefna að og því var þctta mjög mikilvægt skref í þá átt,“ sagði Jóhann Pétur Sveinsson formaður NHF. GG Treyst Steinullarverksmiðj an: á góðan útflutning Rekstrartap Steinullarverk- smiðjunnar hf. á Sauðárkróki á síðasta ári nam 57 millj. króna, fyrst og fremst vegna misvægis milli gengis og verðlags. Þessar niðurstöður voru kynntar á að- alfundi fyrirtækisins á miðviku- dag í síðustu viku. „Eg er auð- vitað ekkert ánægður að þurfa að kynna svona mikið tap,“ seg- ir Einar Einarsson fram- kvæmdastjóri. Hann segir út- flutning vaxandi og því voni menn að hann verndi fyrirtækið að einhverju leyti gegn hugsan- legum gengisfellingum. Heildarskuldir Steinullarverk- smiðjunnar nema 432 millj. kr. og eru að miklu leyti í erlendri mynt. Með gengisfellingu hækka lán og því lítið hægt að gera til aó kom- ast hjá gengistapi, að sögn Einars. „Ég tala nú ekki um gengisfell- ingu sem kemur svona seint á ár- Ríta gengur menntaveginn Já, Ríta gengur menntaveginn, í orðsins fyllstu merkingu. Margir menntskælingar hafa klöngrast upp stíginn frá Hafnarstræti upp að mótum Barðstúns og Eyrar- landsvegar þar sem hin virðulega stofnun, Menntaskólinn á Akur- eyri, blasir við. Nú gengur Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverki Rítu þennan menntaveg og þess má geta aó næstu sýningar verða í Skjólbrekku í kvöld og á Húsavík annað kvöld. Síöan liggur leiðin cftir fyrirhuguðum „menningar- vegi“ austur á land. Mynd: Robyn inu. Þegar gengisfelling kemur á síðasta mánuöi ársins, þá kemur allt það sem hún hjálpar ekki til góða fyrr en árió eftir, en fjár- magnskostnaður sem hún veldur allur á það ár sem gengið er fellt," sagði Einar. Hann sagði að áætlun næsta árs geri ráð fyrir enn frekari samdrætti á innanlandsmarkaði, en aó það yrði unnið upp með auknum útflutningi og væri áætl- uð rekstrarafkoma fyrir fjár- magnskostnað svipuó. „En það þýðir ekki að viö séum að áætla 57 milljóna króna tap, heildarnið- urstaðan ræðst sem fyrr af gengis- þróuninni,“ sagði Einar. Hann kvaðst vonast til aó útflutningur þessa árs yrðii upp á 150 milljón- ir. Aðalfundurinn í síðustu viku var hefðbundinn, að sögn Einars, aðalmenn í stjórn allir endurkjörn- ir og sömuleiðis Lára M. Ragnars- dóttir stjórnarformaður. sþ Hótel Húsavík 20 ára: Grillveisla í tilefni dagsins Hótel Húsavík á 20 ára afmæli í dag 23. júní. í tilefni dagsins verður Húsvíkingum boðið til grillveislu við hótelið milli 17 og 19. Þann 23. júní 1973 var Hótel Húsavík opnaó meó 11 hcrbergj- um. I dag, 20 árum síðar, eru þau orðin 33 og reksturinn allur mun víðtækari. I tilefni þessara tíma- móta verður efnt til grillveislu viö hótelið milli 17 og 19 í dag þar sem boðió verður upp á mat frá K.Þ. og drykki frá Ágli Skalla- grímssyni. Þctta verður allt selt á kostnaðarverói. Bæjarhljómsveitin Gloría sér um að skemmta gestum og eru allir hvattir til aó mæta. I sumar vcróur boðið upp á af- mælisafslátt af gistingu. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.