Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. júní 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Frá ársþingi Rotaryumdæmisins á laugardag. Ársþing og formót Rotary -á Sauðárkróki um síðustu helgi Ársþing og formót Rotaryum- dæmisins á Islandi var haldið á Sauðárkróki sl. föstudag og iaugardag. Um 230 manns voru á ársþinginu þegar mest var og var þingið haldið í íþróttahús- inu. Áð mati Gests Þorsteinsson- ar fyrrv. umdæmisstjóra Rotary sýndi þetta og sannaði að Sauð- árkrókur hentar vel sem ráð- stefnu- og fundastaður. Rotaryklúbbur Sauðárkróks undirbjó þingió. Klúbburinn hefur nýlega, auk þessa undirbúnings, staöiö fyrir útgáfu upplýsingabæk- lings um Sauöárkrók, Króksbók. I henni er að finna ágrip af sögu bæjarins og ýmsar aðrar upplýs- ingar. Einnig eru kort af bænum, annars vegar götu- og húsheita- kort og hins vegar kort af gamla bænum með upplýsingum um húsin. Rotaryþingið var haldið í sal íþróttahússins, en fundir vinnu- hópa og kvenna í Inner Wheel voru í húsnæði Gagnfræðaskól- ans. Þegar mest var sóttu 230 manns ársþingið og rúmuðust auóveldlega í sal íþróttahússins, sem Rotaryfélagar höfðu skreytt listilega. Þetta sannar að bærinn er vel í stakk búinn aó taka á móti ráðstefnum, að mati Gests Þor- steinssonar. Hann sagði salinn henta vel sem fundarsal og nægt gistirými væri í Hótel Áningu. Fundapláss ykist enn og batnaði með tilkomu bóknámshúss FNV. Á föstudaginn var haldið svo- kallað formót, en þar fór fram fræósla fyrir verðandi embættis- menn í umdæminu, þ.e. forseta og ritara í klúbbunum. Klúbbarnir á landinu cru 25 talsins, þannig að 50 verðandi embættismenn fengu fræðslu á formótinu. Ágúst Guð- mundsson tckur við starfi forseta Rotaryklúbbs Sauðárkróks af Reyni Barðdal, en Kristján Arason verður ritari. Gestur Þorsteinsson Iætur nú af starfi umdæmisstjóra og við tekur Jón Hákon Magnús- son. Farin var skoðunarferð um Skagafjöró á föstudag og fóru 70 manns í hana. Á laugardag var síðan sjálft umdæmisþingið, scm er það 47. í röðinni. Aö lokinni þingsctningu hélt Ab Boers full- trúi forseta Rotary International ræðu. Ymsir aðilar iluttu ávörp og ræður og ýmis mál voru afgreidd. Jafnframt var haldið ársþing Inner Wheel, sem í eru eiginkonur Rot- arymanna. Aó loknu þingi var helgistund í Sauðárkrókskirkju og að lokum hátíðarkvöldvcrður. Þar voru veitt verðlaun úr Starfs- greinasjóði Rotary og hlaut Sveinn Guðmundsson hrossarækt- andi á Sauðárkróki þau. sþ Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu: Verulegur samdráttur í sölu sauðflárafurða á þessu ári - ef við hættum að framleiða landbúnaðarvörur hættum við að vera sjálfstæð þjóð „Að niínu inati horfir það illa nieð sölu á kindakjöti á þessu verðlagsári að gera verður ráð fyrir verulegum samdrætti á greiðslumarki fyrir næsta verð- lagsár,“ sagði Gunnar Sæ- mundsson, bóndi í Hrútatungu og formaður Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga, á fundi um stöðu og framtíðarhorfur í íslenskri sauðfjárrækt á Hvammstanga. Gunnar rakti nokkuð þróun landbúnaðarmála og byggðar í Vestur-Húnavatnssýslu á undan- förnum árum með tilliti til sam- dráttar í hefðbundnum greinum landbúnaðar og þá einkum sauð- fjárræktinni. Lagði hann fram töl- ur máli sínu til stuðnings og sagði aó stór hluti búa væri þegar kom- inn undir þau mörk sem svonefnt vísitölubú væri miðaó við. Við óbreyttar aðstæður og áframhaldandi samdrátt mætti gera ráð fyrir að fleiri og fleiri bú felli niður fyrir þau mörk. Þá myndi bændum óhjákvæmilega fara fækkandi. Gunnar sagði að ef engar breytingar yrðu á sölu á kindakjöti þá mánuði sem eftir væruaf verðlagsárinu yrði að gera ráð fyrir allt að 10% skerðingu greiðslumarks sauðfjárafurða. Gunnar kvaðst einnig spá því að sala á sauðfjárafuróum myndi dragast saman um allt að 5% á ár- unum 1995 til 1998. Þvíværu eng- ar breytingar til batnaðar fyrirsjá- anlegar aó óbreyttu ástandi. Gunnar sagði að gegn þessari þróun yrði að vinna meö öllum til- tækum ráðum. „Ef við hættum að framleiða landbúnaðarvörur í landinu þá hættum við að vera sjálfstæð þjóð en verðum föst í hlekkjum erlendra auðjöfra," voru lokaorð hans á fundinum. ÞI Mývatnssveit: Um 2.500 flár á afréttarlandinu Nokkur styr hefur staðið milli Landgræðslu ríkisins og nokk- urra bænda í Mývatnssveit um ástand upprekstrarlands Mý- vetninga en fé var rekið á afrétt áður en Landgræðslan taldi landið undir það búið. Ekki hafa allir verið sammála þeirri túlkun, þ.m.t. formaður land- búnaðarnefndar Skútustaða- hrepps, Hjörleifur Sigurðarson bóndi á Grænavatni. Líklegt er að um 2.500 fjár séu nú komin á afréttarlandið. Engin viðurlög eru við því að reka fé á afrétt fyrr en samkomu- lag segir til um heldur hefur þaó verið samkomulagsatriði milli Landgræðslunnar, bænda í Mý- vatnssveit og gróðurvemdarnefnd- ar hvenær talið yrði óhætt að beita landið. Samkvæmt lögum er það sveitarstjórn Skútustaða- hrepps sem hefur ákvörðunar- valdið og hún getur sett bændum stólinn fyrir dyrnar gagnvart upprekstri en kannski er erfitt aó setja strangari viðurlög en yfir- völd eru tilbúin til að fylgja eftir. GG Kaupfélag Þingeyinga: Nýir deildarstjórar -þrír stjórnendur hjá KÞ nýlega komnir til starfa Sl. mánudag tóku til starfa tveir nýir deildarstjórar hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga. Akureyringur- inn Jón Stefán Einarsson tók við sem verslunarstjóri Miðbæjar - sérvöruverslunar KÞ á Húsavík. Nýr verslunarstjóri í söluskála KÞ, Naustagili, heitir Svava Kristjánsdóttir og er hún af Tjörnesi. Fyir í vor létu tveir deildar- stjórar Kaupfélags Þingeyinga af störfum og aó sögn Hreiðars Karlssonar kaupfélagsstjóra hafa Jón Stefán og Svava nú verió ráð- in til þeirra starfa. Jón Stefán cr stúdent af verslunarsviói og hefur m.a. reynslu af rekstri skóbúðar á Akureyri. Svava er verslunar- skólagengin og er auk þess með búfræðimenntun að sögn Hreið- ars. Dagur hefur áður sagt frá því að iönaðartæknifræðingurinn Páll Arnar frá Reykjavík hefur tekið við sem sláturhússtjóri í slátur- húsi/kjötiðju KÞ. GT Sjallinn 30 ára: Aftnælishátíð á laugardag —lífið fyrir þrjátíu árum í hnotskurn Á laugardaginn verður haldin afmælishátíð í Sjallanum. Til- efnið er 30 ára afmæli þessa merka húss, húss sem hefur hýst landsmenn á gleðistundum í öll þessi ár. Glæsileg skemmtiatriði og góður matur verða á boðstól- um. Á laugardaginn 26. júní verður haldin afmælishátíó í tilcfni þess að Sjallinn hefur verið starfræktur sem skemmtistaður í 30 ár. Aö sögn Kolbeins Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Sjallans, koma margir góðir gestir fram á skemmtuninni s.s. hljómsveit I. Eydal, Herntann Gunnarsson, Omar Ragnarsson, Ragnar Bjarna- son, Helena og Finnur Eydal, Júlí- us Guðmundsson, Inga Eydal o.fl. Reynt verður að varpa ljósi á stemmninguna eins og hún var fyrir 30 árum og sýndar vídeó- myndir úr húsinu og frá hljóm- sveit Ingimars Eydal. Húsið veró- ur skreytt gömlum myndum þar sem fólk ætti aó geta þckkt gömlu poppstjörnurnar uppi á veggjum. Glæsileg tvíréttuö máltíð með for- drykk og kaffi verður á boðstól- um. SV Frumsýnd kyimingarmynd rnn Dhnmuborgir Næstkomandi föstudag verður frumsýnd í Reykjavík ný kynn- ingarmynd um Dimmuborgir í Mývatnssveit sem Landgræðsla ríkisins og Valdimar Leifsson standa að. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, segir að um sé aó ræða kynningarmynd um Dimmuborgirnar, sögu og ýmis- legt er lýtur að verndun þeirra. Sveinn sagði aó myndin yrði síðar sýnd í sjónvarpi, en ekki væri búió aö ákveða útsendingar- dag. óþh Þjóðleikhúsið sýnir: HAFIÐ Akureyri ......miövikud. 23. júní kl. 20.30 Miðgaröi......fimmtud. 24. júní kl. 20.30 Aðgöngumiðasala samdægurs á sýningar- stöðum, á Akureyri í Samkomuhúsinu frá kl. 16.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.