Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. júní 1993 - DAGUR - 11 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Knattspyrna, 2. ílokkur A-deild: Oruggur sigur KA á UBK KA og Breiðablik áttust við í 2. flokki karla á KA-velIi sl. sunnudag. KA hafði nokkra yfirburði í leiknum framanaf en gaf síðan eftir. Sigur KA var þó aldrei í hættu og hefði getað orðið mun stærri hefðu leik- menn spilað á fullu allan tím- ann. KA hóf lcikinn af fullum krafti og fljótlega varð ljóst aó yfir- burðir þeirra voru talsverðir á vellinum. Þorvaldur Sigbjörnsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KA og Ivar Bjarklind bætti öðru við skömmu síðar. KA-menn voru ekki hættir og Brynjólfur Sveinsson breytti stöðunni í 3:0 áður en flautað var til leikhlés. I síóari hálfleik gáfu KA menn talsvert eftir og UBK komst meira inn í leikinn og lagaði stöð- una í 3:1. Þá skoraði Ivar Bjark- lind sitt annaó mark en skömmu fyrir leikslok bættu Blikar öðru við og lokatölur því 4:2. „Þetta var auðveldur leikur en Knattspyrna 2. flokks: Þórsarar misstu imniim leik niður í jafiitefli -gerðu 2:2 jafnteíli við ÍR-inga í Reykjavík Lið 2. flokks Þórs gerði jafntefli við ÍR á íslandsmótinu í knatt- spyrnu sl. laugardag. Leikurinn fór fram á grasvelli IR í Reykja- vík og endaði 2:2.1 hálfleik var staðan 1:0 fyrir Þór. Má segja að Þórsarar hafi misst unninn leik niður í jafntefli en þeir voru yfir 2:0 þegar um 15 mín. voru til leiksloka. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en lítið um færi. Um miðjan hálfleikinn skoraði Elmar Eiríksson glæsilegt mark eftir hornspyrnu og kom Þór yfir. Hann fékk boltann utarlega í víta- teignum og sendi hann með góðu skoti í fjærhornið. Snemma í síðari hálfleik bætti Brynjar Ottarsson við öðru marki fyrir Þór af stuttu færi. Arnar Bill Gunnarsson átti þá skot að marki sem markvörður ÍR-inga varði cn hélt ekki og Brynjar var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Eftir markið fór heldur af draga af leikmönnum Þórs og IR-ingar komu meira inn í leikinn.. Þeir náðu aó minnka muninn þegar um 15 mín. voru til leiksloka, eftir þunga sókn. Þegar svo um 5 mín. voru eftir, jöfnuðu IR-ingar og varð Arnar Bill, fyrirliði Þórs, fyrir því óláni að skora sjálfsmark, eftir horn- spyrnu. Eftir markið fengu bæöi lið tækifæri til aó bæta við mörk- urn cn þau urðu ekki fleiri og úr- slitin því 2:2 eins og áður sagði. Þórslióið náði sér engan veginn á strik í þessum leik og virkuðu leikmenn liðsins mjög þungir á stórum og blautum velli ÍR-inga. Liðið hefur nú hlotið 7 stig aö loknum fjórum leikjum, unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapaó einum leik. strákarnir hættu þrátt fyrir að lagt hafi veriö upp úr því aó halda áfram og gefast ekki upp. Þaó er sjálfsagt að nýta „sénsinn“ þegar maóur hefur tækifæri á aó vinna 5-6:0. En við unnum og það skiptir mestu máli,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari KA. ívar Bjarklind skoraði tvívegis fyrir KA. Mynd: KK Körfubolti: Hrannar þjálfar Þór Eins og greint hefur verið frá í Degi hafa staðið yfir samn- ingaviðræður milli körfu- knattleiksdeildar Þórs og Keflvíkingsins Hrannars Hólm um að hann taki við þjálfun hjá Þór næsta vetur. Samning- ar hafa nú tekist og verður Ilrannar yfirþjálfari félagsins næstu 2 árin a.m.k. Hrannar hefur getió sér gott orð sem þjálfari, m.a. í Þýska- landi þar sem hann er mcnntaður í íþróttafræðum. Hann mun mæta til starfa hjá Þór um mán- aðamótin júlí-ágúst en nú er hann staddur í Þýskalandi á námskciði fyrir körfuknattleiks- þjálfara þar sem Pat Rilcy og flciri NBA þjálfarar cru mcóal þátttakenda. Auk þess að þjálfa meistara- flokk kemur Hrannar til með aö hafa umsjón með allri þjálfun hjá Þór að meótöldum 2 nýjum kvennaflokkum sem nú cr fyrir- hugað að fara af stað mcð svo frcmi scm æfingatímar fáist í íþróttahúsum bæjarins. Fyrsta æfing meistaraflokks Þórs var í gær en Hrannar skildi eftir ná- kvæma æfingaáætlun sem notuð vcrður þar til hann mætir. Björn Sveinsson mun halda strákun- um við efnið fram að þeim tíma. Þórsarar hafa nú sett stefn- una á úrvalsdeiidina að nýju og munu í stórum dráttum halda sínum mannskap. Örvar Er- lendsson fer þó aó öllum líkind- um suöur yfir heiðar og Haf- steinn Lúðvíksson til Bandaríkj- anna. Stefnan er að byggja iiðió upp á góðum kjama heima- manna í stað þcss að lcggjast í lcikmannakaup. Fótboltabókin 93 komin út Fótboltabókin 93 er nú komin út en bókin kom í fyrsta skipti út í fyrra. Hún hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um ís- lenska knattspyrnu m.a. yfirlit yfir alla leiki sem fram fara í Getraunadeildinni, 1. deild kvenna og 2. deild karla, alls 240 leiki. Stutt umsögn er um 150 af þessum leikjum, spáð í úrslit fyrri ára, árangur heima og úti o.fl. Hægt er að færa inn öll úrslitin í deildunum og sérstök tafla fylgir þar sem hægt er að færa inn stigafjölda liða Getraunadeildar- innar og fylgjast þannig með stöðunni hverju sinni. Þá er kynn- ing á öllum liðum í dcildunum Knattspyrna, KA-Þór: Akureyrarmót yngri flokka Akureyrarmót yngri flokka í knattspyrnu eru hafin fyrir nokkru síðan og sem fyrr er að jafnaði mikið fjör í leikjum og leikgleðin svo sannarlega í fyrir- rúmi þó alvaran kraumi undir niðri. Búið er að leika í 4. og 6. flokki karla á KA vellinum og hafa lióin skipt bróðurlega með sér stigunum það sem af er. 4. flokkur: KA vann sigur í flokki A-liða og skoruóu Jóhann Heimisson og Heimir Arnason mörkin. Þórsarar hefndu fyrir tapiö í flokki B-liða og unnu 4:2. Þar skoraði Haraldur Logi Hringsson bæði mörk KA en Ragnar Konráðsson, Óðinn Árna- son, Tryggvi Valdimarsson og Rúnar Jónsson fyrir Þór. 6. flokkur: Jafntefli var niðurstaðan hjá bæói A- og B-liðum en báðir Ieikirnir enduóu 2:2. í flokki A-lióa skor- aði Andri Rúnarsson bæði mörk Þórs en Einar Ingi Egilsson og Arnar Sæþórsson fyrir KA. Daði Kristjánsson skoraði bæði mörk Þórs í flokki B-liða en Jóhann Helgason fyrir KA og að auki gerðu Þórsarar sjálfsmark. Hjá C- liðum vann KA 3:1 og skoruðu Atli Sigþórsson, Heimir Bjöms- son og Jónas Sveinsson mörk KA en Hreiðar Hreiðarsson fyrir Þór. Einnig var keppt í flokki D- og E-liða. Bjarni Pálmason skoraði mark KA í 1:0 sigri en leikur E- liða endaði 1:2 fyrir Þór. Fyrir KA skoraði Ivar Kárason. Mikill hasar upp við markið í leik 6. Ilokks og lcikmcnn bcggja liða fylgjast áhyggjufullir með framvindu mála. Mynd: KK þremur. Sérstök Mjólkurbikarsopna er í bókinni og liægt að færa þar inn liðin sem leika í 16 liða úrslitum og skrá úrslit leikja. Einnig er landsleikjasíóa þar sem fjallað er um landsleiki Islands. Að auki fylgja mcð ýmsir fróð- leiksmolar um íslenska knatt- spyrnu fyrr og síðar og fjöldi af bráóskemmtilegum sögum tengd- um fótboltanum. Tugir mynda cru í bókinni og forsíöu hennar prýðir mynd af Þórsaranum Lár- usi Orra Sigurðssyni í baráttu við Skagamanninn Sigurð Jónsson. Verð bókarinriar er 300 kr. og verður hún seld á mörgum knatt- spyrnuvöllum landsins á næstunni auk þcss sem gengið verður í hús. Lárus Orri Sigurðsson fckk afhcnt scrstakt cintak af Fótboltabókinni 93 cn mynd af honum í baráttu við Sigurð Jónsson prýðir forsíðu hcnnar. Sunna Gestsdóttir íþróttamaður USAH Frjálsíþróttakonan snjalla, Guðrún Sunna Gestsdóttir, UMF Hvöt, var kjörin íþrótta- maður ársins á síðasta ársþingi USAH. Þetta er í 3. sinn sem Sunna hreppir þennan titil og þó hún sé ung að árum, aðeins 17 ára, er hún þegar komin í fremstu röð hérlendis. Hún á fast sæti í unglingalands- Frjálsar: UMSE Norður- landsmeistari í frétt af Norðurlandsmóti í frjáls- um íþróttum á Laugum kom ekki fram að þaó lið sem flest stig hlýtur samanlagt er Norðurlands- meistari 1993. Eins og fram kom hlaut UMSE flest stig samtals eða 164 og HSÞ 143. Stigin skiptust þannig að HSÞ hlaut flest stig í karlaflokki, 112 og 31 í kvcnnaflokki en UMSE sigraði örugglega í kvennaflokki með 93 stig og var í öðru sæti í karlaflokki með 71. lióinu í frjálsum og keppir þar í hlaupum og langstökki. Þess má geta að fyrir skömmu setti hún stúlknamct í sjöþraut. Þá má ekki gleyma glæsilegri frammistöðu hennar á Norðurlandsmótinu í frjálsum íþróttum um síðustu helgi þar sem hún rakaði saman verðlaunum fyrir félag sitt. Víst er að ferill Sunnu cr rétt að byrja og verður gaman að fylgjast með hcnni í framtíðinni. Sunna Gcstsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.