Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. júní 1993 - DAGUR - : Hafnasamlagi EyjaQarðar ýtt úr vör: „Með hafnasamlaginu fæst skilvirkari uppbygging og aukin hagkvænmi og þjónusta“ segir Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Ólafsfirði Bæjarfulltrúar og gestir fylgjast mcð undirritun í Sæluhúsinu á Dalvík. Myndir GG Staðfesting þriggja sveitar- stjórna við utanverðan Eyja- fjörð, þ.e. Ólafsfjarðar, Dalvík- ur og Árskógshrepps a stofn- samningi Hafnasamlags Eyja- fjarðar var mikill og stór áfangi í samstarfi viðkomandi sveitar- félaga en með honum verða hafnirnar í Ólafsfírði, Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi reknar sem ein heild, undir sameiginlegri stjórn. En aðlög- unartíminn hefur verið nokkuð langur, og um tíma leit jafnvel út fyrir að ekkert yrði af sam- einingu hafnanna. Hálfdán Kristjánsson hefur ekki setið í stól bæjarstjóra í Ólafsfírði nema í nokkra mánuði en hefur kynnt sér nokkuð vel aðdrag- anda stofnunarinnar og unnið ötullega að stofnuninni á síð- ustu þrepunum. Miðstjórn Alþýðubandalagsins fundaði á Sauðárkróki um sl. helgi en auk fundarstarfa var farið í skoðunarferð uin Skaga- fjörð, komið að Hólum og Hofs- ósi og Siglufjörður heimsóttur. Eitt aðalviðfangsefni fundarins voru sjávarútvegsmál og í sam- þykkt fundarins segir að ljóst sé að markmið gildandi laga um stjórn fískveiða hafí ekki náðst. I lögunum er tekið fram að fiskistofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun vciðihcimilda skuli ekki mynda eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfír veiðiheimild- um. í reynd sé kvótinn hins veg- ar mcðhöndlaður sem „eign“ handhafanna. Miðstjórn Alþýóubandalagsins leggur áherslu á aó hvers kyns rannsóknir á viskerfi hafsvæða, einstökum fiskistofnum, mismun- andi veiðiaöferóum og ólíkum út- gerðarháttum verði stórauknar með það að markmiði að bæta umgengni um lífríkió og stuðla að þróun þeirra útgerðarhátta sem bcst reynast í því sambandi. Menntun í sjávarútvegi verði bætt og þjónustu og stoðkerfi greinar- innar verði eflt. Gert verði átak til aó auka tekj- ur grcinarinnar meó því að auka sókn í vannýtta stofna. Rannsókn- ir á nýjum veiðislóðum og van- nýttum tegundum verði stóraukn- ar með samstarfsverkefni Haf- rannsóknastofnunar og útgerða um tilraunaveiðar og leit að nýj- um veiðislóóum og meö því að veita útgerðarfyrirtækjum stuðn- ing til reynsluveiða á djúpslóð. Einnig veröi kannaðir skipulega allir möguleikar til veiða á fjar- lægum mióum og sjávarútvegs- fyrirtækjum og ráðgjafar- og söluaðilum auðveldað að mark- aðssetja þekkingu sína og auka umsvif erlendis. Hálfdán Kristjánsson undirritar stofnsamning Ilafnasamlags Eyja- fjarðar. Strax verði hafist handa við mótun framtíðarstefnu í stjórn fiskveiða í nánu samráði allra stjórnmálaflokka og hagsmunaað- ila og stefnt að því að lögfesta nýja fiskveiðistjórn og grundvöll nýrrar sjávarútvegsstefnu fyrir lok næsta fiskveiðiárs. Skoðað verði hvort setja eigi sérstakar hömlur á veiðar meó botnvörpu til að vernda lífríkið, t.d. þannig aó þær verði bannaðar á grunnslóð út frá Reykjaneshrygg á þeim tíma þegar hrygningafiskur gengur á miðin og aó þær sæti sömu tak- Er aö hans mati mikill áfangi unninn í nánara samstarfi sveitar- félaganna við utanverðan Eyja- fjörð? „Já, það er ekki spurning um þaó, og sérstaklega horfi ég björt- um augum til þeirrar markvissu uppbyggingar sem mun eiga sér stað og ekki er verið að dreifa kröftunum á of marga staði. Viö Olafsfirðingar sjáum l'ram á ákveðna erfiðleika við aö taka inn stór skip í höfnina, en með stofn- un Hafnasamlagsins getum við einbeitt okkur aó uppbyggingu fiskihafnar hér. Með tilkomu af- léttingar á þungatakmörkunum milli Olafsfjarðar og Dalvíkur þegar búið verður að Ieggja þar bundið slitlag þá verða samgöngur þannig að það verður ekkert vandamál og koma afurð- unum til útskipunar á Dalvík en mörkunum um páska og aðrar veiðar og að þær verði bannaðar innan tólf mílna. Lögð er áhersla á að vannýttar fjárfestingar í eigu opinberra að- iía sem fyrir cru í landinu til físk- eldis veröi boðnar til rekstrar án endurgjalds til nokkurra ára. Rannsóknar- og undirbúningsstarf svo sem klaktilraunir og kynbæt- ur eldisstofna verói eflt til að undirbyggja framþróun á þessu sviði, sem leggur sífellt stærri hlut til matvælaframleiðslu í heiminum. GG því hafa fylgt ákveðnir erfiðleikar að undanförnu. Jarðgöngin eru nú ákveðinn þröskuldur á flutningi gáma á þessari leið, en þó er þar eingöngu um hurðakarmana að ræða en með minni háttar breyt- ingum á þeim verður hægt að ná þeirri hæð sem nauðsynleg er til þess að gámavagnarnir komist inn og út úr göngunum.“ Vió upphaf umræðna milli hafnarstjórna Dalvíkur og Olafs- tjarðar gætti mikillar ótrúar á samstarfi og margir Ólafsfirðing- ar töldu að með því hyrfu at- vinnutækifæri úr bænurn og hag- urinn af samstarfmu væri alfarið Dalvíkinga. Hefur orðið breyting á þessu sjónarmiði? „I upphafi viðræðnanna var ekki búið að lcggja neinar línur um skiptingu tekna og m.a. voru uppi hugmyndir um aó þær tekjur sem yrðu til á Dalvík yrðu alfarið notaðar til uppbyggingar hafnar- innar þar en ekki fyrir svæóið í heild sinni. Þegar mcnn fóru að sjá fyrir alla enda í samstarfinu og hinir mörgu ávinningar þess komu í ljós hurfu varnaglarnir að sama skapi, einn af öðrum. Það er tvennt sem vinnst með þessu samstarfi, annars vegar skilvirkari uppbygging og hins vegar aukin hagkvæmni og þjónusta." Jón Sigurðsson, fyrrverandi iónaðarráðherra, sagói nýlega á fundi á Akurcyri að það væri hans mat að þetta hafnasamlag stæði ekki undir nafni meðan Akureyr- arhöfn stæði utan við það. Er það rétt mat ráðherrans? „Hafnasamlag Eyjafjarðar verður víkkað út og ég held aö það sé ekki langt í það að það nái um allan Eyjafjörð og þar er ég cinnig með Grímsey í huga. Með hafnasamlaginu verðunt við virk- ari í frumkvæði og framkvæmda- röð. En það voru ekki fleiri mcð í byrjun þrátt fyrir að þcim stæði það til boða cn kannski voru sam- eiginlcgir hagsmunir þeirra hafna sem stofnuðu það mestir," sagði Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Ólafsfirói. GG Samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsmálum: Botnvörpuveiðar takmarkaðar um páska og bannaðar innan tólf mílna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.