Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 23. júní 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Atvinnuleikarar á ferð Starfsfólk Þjóðleikhússins er um þessar mundir á leikferð um landið og hafa ágætar sýningar þess veitt landsbyggðarfólki prýðilega skemmtan. Á sama tíma liggur starfsemi Þjóðleikhússins í Reykjavík að sjálfsögðu niðri. Ríkisstjórnin hefur líklega séð það fyrir að ekki mætti við svo búið standa að ekkert leik- verk yrði fært upp í næsta nágrenni við Arnarhólinn á þessum árstíma. Hún tók sig því til og skrifaði handrit að farsaleik í nokkrum þáttum og hefur landsmönnum gefist kostur á að fylgjast með fram- vindu verksins síðustu vikur. Helstu framámenn þjóðarinnar léku stærstu „rull- urnar" í verki þessu, sem fært var upp í stjórnarráð- inu, Alþingishúsinu, viðskiptaráðuneytinu, Seðla- banka íslands og víðar. Það var reyndar afar vel við hæfi að lokaþáttur farsans fór fram í húsakynnum Seðlabankans, sem er, eins og menn vita, aðeins steinsnar frá Þjóðleikhúsinu. Hér er að sjálfsögðu átt við farsann um ráðningu nýs bankastjóra Seðlabanka íslands. Helstu fjölmiðlar landsins greindu frá því fyrir rúm- um tveimur árum að Jón Sigurðsson, þáverandi við- skiptaráðherra, tæki við af Jóhannesi Norðdal sem seðlabankastjóri, þegar Jóhannes léti af störfum. Þá þegar var fullyrt að Jón Sigurðsson myndi láta af þingmennsku og ráðherradómi um mitt kjörtímabilið og flytja sig yfir í Seðlabankann. í kjölfarið myndu fylgja „hrókeringar" innan ríkisstjórnarinnar. Um líkt leyti hófst fyrsti þáttur farsans: Jón Sigurðsson neit- aði því að hann væri á leið í Seðlabankann en hélt þó öllum leiðum opnum. í tæp tvö ár neitaði Jón að við- urkenna að hann ætti bankastjórastöðuna vísa og hygði á flutning í Seðlabankann. Þessi hluti verksins þótti ögn langdreginn en áhorfendur gátu þó stytt sér stundir yfir getgátum um væntanlega leikfléttu stjórnarflokkanna í stöðunni sem upp kæmi. Höfundar farsans lögðu sig alla fram um að gera hann spennandi. Þótt það verk væri nánast óvinn- andi, þar sem áhorfendur vissu allan tímann hver endirinn yrði, gerðu handritshöfundarnir sitt besta. Þeir bættu m.a. inn einum þætti þar sem staða bankastjóra Seðlabankans var auglýst laus til um- sóknar. Atriðið kom mörgum í opna skjöldu í fyrstu, en smám saman varð áhorfendum ljóst að hér var einungis um ómerkilegan útúrdúr að ræða. Strax í næsta þætti verksins kom nefnilega í ljós að Jón Sig- urðsson vék úr ríkisstjórninni þótt bankaráð Seðla- bankans hefði enn ekki fjallað um þær sjö umsóknir sem bárust um bankastjórastöðuna. Farsinn náði hápunkti sínum nú í vikunni þegar meirihluti bankaráðs Seðlabankans mælti með því að margnefndur Jón yrði ráðinn næsti bankastjóri hinn- ar merku stofnunar.Reyndar skemmdi minnihluti ráðsins heildarsvip sýningarinnar nokkuð með því að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Hann gaf þær skýringar einar að úrslitin væru löngu ákveðin og at- kvæðagreiðslan því helbert sjónarspil! Hvað sem því líður hljóta allir að vera sammála um að farsi þessi var í flesta staði vel heppnaður, enda atvinnuleikarar á ferð. Hafi þeir þökk fyrir framtakið. BB. Finnskir náttúruskoðendur frá Borgá, staddir við Skútustaði í Mývatnssveit. Mynd GG. Finnskir náttúruskoðendur á ferð: Meðlimir „Naturvetar-klubben i Borgá“ hafam.a. komið til SvaJbarða Fimmtíu manna hópur frá Borgá í Finnlandi kom til landsins í byrjun júní en hópur- inn samanstendur af núverandi og fyrrverandi grunnskólanem- um sem eru meðlimir í klúbbi sem hefur náttúruskoðun og náttúruvernd að markmiði. Lengsta ferðalag hópsins hing- að til var ferð norður á Sval- barða. Þátttakendur eru því á aldrinum 11 ára til 28 ára en aldur flestra fararstjóranna liggur þar fyrir ofan. Hópurinn kom með „Norröna“ til lands- ins 3. júní sl. og fer ekki heim aftur fyrr en 17. júní og sagði aðalfararstjórinn, Anita Rosen- gren, að ódýrara hefði verið fyrir hópinn að koma með eigin langferðabíl með en að taka hann á leigu hérlendis. Þegar blm. hitti hópinn nýlega í Mývatnssveit í norðan nepju voru allir himinlifandi yfir því sem fyr- ir augu hafði borið, en skoðaður hafði verió Leirhnjúkur, fuglalífið á Mývatni, Dimmuborgir, Náma- skarð o.fl. og enginn setti þaó fyr- ir sig þótt enn væri gróöur lítt á veg kominn og svalt í veðri. Meira aö segja hafði hópurinn lát- ið sig hafa þaó að baðast í Stóru- gjá. Aðspurð hvort þau væru ekki of snemma á ferðinni miðað vió árstíma sagði Anita að þaö væri ekki síður gaman og fróólegt að skoða landið þegar það væri að vakna af vetrardvala en þegar það væri í fullum sumarskrúða. Það væru auk þess svo margir ferða- menn á stjái þegar sumarió væri í öllu sínu veldi. Meira að segja hafði hópurinn látió sig hafa þaó að baðast í Stórugjá. Ur Mývatns- sveit var stefnan tekin til Akureyr- ar en hópurinn gisti síðan í Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal en Borgá er vinabær Dalvíkur. Þaö voru Norræna félagið og Sigur- björg Arnadóttir sem ættuð er frá Dalvík sem skipulögðu ferðalag Finnanna hérlendis. Ur Svarfaðardal lá leiðin svo í Mosfellsbæ og þaóan austur fyrir fjall til Hveragerðis, Skálholts o.fl. staóa „því við höfum líka áhuga á að skoða fræg menning- arsetur og sögufræga staði,“ sagði Anita Rosengren. Auk þess verða ýmis náttúrufyrirbrigði á Suður- landi skoðuð. Þaðan liggur leiðin austur á Seyðistjörð í veg fyrir vNorröna“ þar sem ferðalagið um Island hófst. Aðeins þrír úr þess- um fimmtíu manna hópi hafa heimsótt Island áður. GG Djassað á í kvöld verður efnt til djasstón- leika á Hótel Vertshúsi, Hvammstanga á vegum Tónlist- arfélags V-Hún. Þessir tónleikar eru fyrir utan föstu mánaðar- legu tónleika félagsins, en eigin- legu starfsári þess lauk í maí sl. Það er Sigurður Flosason sax- ófónleikari sem hefur sett saman kvintett sem hann kallar Norræna jazzkvintettinn. I norræna kvin- tettinum eru Islendingarnir Sig- urður Flosason, Eyþór Gunnars- son sem leikur á píanó, trommu- leikarinn Pétur Ostlund, sem bú- settur er í Svíþjóð, sænski tromp- Lesendahornið Börniní stórhættu Húsmóðir í Ólafsfirði hringdi og vildi koma á framfæri ábendingu til bæjaryfirvalda í Ólafsfirði um öryggisleysi barna á leiksvæði við Ólafsveg. Hún sagði að á dögun- um hafi stórvirk vinnutæki verið viö leiksvæði barnanna og þeim hafi fylgt stórkostleg hætta. Hús- móðirin sagöi að eftir hádegi væri gæsla á leiksvæðinu, en fyrir há- degi væri ekkert eftirlit haft með börnunum og á sama tíma og vinnuvélar væru á svæðinu væru börnin í stórhættu. Hún sagði þetta verðugt mál til umhugsunar fyrir bæjaryfirvöld og ráða yrói bót á þessu án tafar. Hvammstanga í kvöld Sigurður Flosason, saxófónleikari og félagar hans í Norræna jazzkvin- tcttinum munu skemmta djass- áhugafólki á Ilvammstanga í kvöld. etleikarinn Uld Adáker en hann hefur verió máttarstólpi í sænsku djasslífi undanfarna þrjá áratugi og jafnframt komið tvisvar áóur og spilaó á Islandi og síóast en ekki síst danski kontrabassaleikar- inn Lennart Ginman, en hann er talinn einn fremsti kontrabassa- leikari Dana af yngri kynslóðinni. Norræni jazzkvintettinn mun fiytja okkur ný og cldri lög eftir saxófónleikarann Sigurð Flosason, en stefnt er að útkomu geisladisks í nóvember á þessu ári. Tónleikarnir eru haldnir sem fyrr segir á Hótel Vertshúsi, Hvammstanga og hcfjast þeir kl. 21.00 stundvíslega. Þetta gullna tækifæri gefst ekki oft og því hvetur Tónlistarfélagiö alla sem eiga heimangengt að láta sjá sig. Staðarskáli: Norskir meistarakokkar um Jónsmessuna Sérstök dagskrá, Júnídagar, stendur nú yflr í veitingastaðn- um Staðarskála í Hrútafirði. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var boðið upp á þjóðlegt hlaðborð fyrir alla Qölskylduna með heit- um og köldum réttum og fengu börn, 6-14 ára, 50% afslátt. I kvöld, 23. júní, verður sér- stakt Jónsmessukvöld en þá verða norskir meistarakokkar gestir Staðarskála og ef veóur leyfir verður grillað úti og spilað og sungió í bjartri sumarnóttinni. Norsku matrcióslumeistararnir Roll' Johansen og Dagfinn Gaut- vik frá Leangkollen hótelinu í As- ker veróa í Staðarskála dagana 23. til 25. júní og munu þeir mat- reiða fjölbreytta rétti, handa gest- unurn, norska sem og annarra þjóða. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.