Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 23. júní 1993 Dagdvelja Stiörnuspa * eftlr Athenu Lee * Mibvikudagur 23. júní f Vatnstoeri A yaL/R (20. jan.-18. feb.) J Árangur þinn í dag byggist á góbu samstarfi við aðra. Kannski þarftu að ganga á eftir fólki; jafn- vel að múta því. Heppni setur svip á kvöldið. (S Fiskar (19. feb.-20. mars) ) Nú er upplagt að byrja á ein- hverju nýju; annað hvort af hag- kvæmnisástæðum eða afla nýrra vina. Þú munt brátt fá meiri tíma til að sinna vinum þínum. (2 Hrútur (21. mars-19. apríl) Ekki móðgast þótt einhver sýni áhuga á einkalífi þínu, sérstaklega ekki ef það er fólk sem hefur reynslu sem gæti nýst þér. Leit- aðu ráða. (W Naut (20. apríl-20. maí) ) Athygli þín beinist að fjölskyld- unni í dag svo láttu allt sem hana varðar hafa forgang. Ræddu mál- in við hana í ró og næbi. ®Tvíburar j (21. mai-20. júni) J Þab er bjart yfir hvers konar sam- skiptum og peningum í dag og líkur á,ab þú gerir jafnvel góð kaup. í þetta skipti fara saman viðskipti og ánægja. (3[ Krabbi (21. júni-22. júli) D Þetta verður annasamur morgunn hjá þér en þab róast þegar líbur á daginn svo ef þú bara verbur þol- inmóbur ætti þetta ekki ab leiða til vandræða. \jf\(25. júli-22. ágúst) y Þú ættir ab skoða peningamálin vel í dag. Athugabu hvernig þú hefur fjárfest nýlega og ef naub- synlegt reynist, skaltu innheimta gamla skuld. <£ Meyja (23. ágúst-22. sept.) ) Breytingar eru í þína þágu svo ef þér bjóbast einhver tækifæri skaltu taka þeim. Þér er alveg óhætt ab fara að eigin hugboði. Happatölur eru 7,14 og 25. @vbg 'N (23. sept.-22. okt.) J Þú ættir ekki að hlusta á utanab- komandi ráð í vibskiptum heldur treysta eigin dómgreind. Þú færð fréttir af gömlum vini sem munu hafa djúp áhrif á þig. fXÆC. Sporödreki^ (23- okt.-21. nóv.) J Þér vegnar vel ef þolinmæðin er á sínum stað og þrjóskan líka. Þetta á við um hvers konar samninga- mál eða prútt um verð. f Bogmaður A (22. nóv.-21. des.) J í dag reynir á ástarsambönd og hætta er á ágreiningi. Ef kringum- stæðurnar leiða til efa af þinni hálfu skaltu reyna ab fara örugg- ustu leibina. Steingeit (22. des-19. jan.) J Einhver röskun verður á hefb- bundnum störfum þínum í dag. Sennilega mun þér ekki takst að koma í veg fyrir þetta svo reyndu bara ab halda ró þinni. A léttu nótunum Storkurinn „Mamma, er ég fæddur í Afríku?" „í Afríku? Hvers vegna í ósköpunum heldur þú það barn?" „Jú, ég er fæddur í janúar, og þá eru allir storkarnir í Afríku..." Afmælisbarn dagsins Þú freistast til að fara styttri leib- ina til ab ná þínu fram og því er hætta á ab þú eybir of miklum peningum. Næstu mánuðir verða fremur rólegir en eftir september ætti að lifna yfir ástarmálunum; sennilega til frambúbar. Orbtakib Þegar í langbakkann slær Orðtakið er kunnugt frá 18. öld og merkir „þegar til lengdar læt- ur". LANGBAKKI merkir að öllum lík- indum „löng, þykk skýjaröð, sem boðar óvebur". Eiginleg merking orðtaksins er því „ef stöbugir stormar gera frest". Þetta þarftu ab vita! Fyrsta hótelið Low's Grand Hotel við Kings Street 43, London, var opnað í janúar 1744 í húsi sem sérvitring- urinn Russel lávarður (1710- 1771) hafbi látib byggja með skipslagi. Áður en Low rakari opnaði hótel sitt höfbu ferba- menn fengib inni á einkaheimil- um þar sem leigb voru herbergi meb húsgögnum. Hjónabandib Maburinn vill... „Maðurinn vill að konan sín sé nægilega skynsöm til ab gera sér grein fyrir þeim hæfileikum, sem hann er búinn - og nógu heimsk til að dást ab þeim." Ókunnur höfundur. STÓRT Hinn hæfasti mebal hæfra Nú í byrjun vikunnar lauk einhverju mesta leik- verki sem sett hefur verið á svið fyrir al- menning á Is- landi, nefni- lega rábningu bankastjóra Seðlabanka íslands í stab jó- hannesar Nordals. Varla þarf ab taka fram hver rábinn var eftirmabur hans því ríkisstjórn- in var hreinlega „stokkub upp" til ab Jón Sigurbsson gæti orbib Seblabankastjóri. Allir vlta ab rábib er pólitískt í þessa stöbu og hver heilbrigb- ur mabur veit þess vegna ab stjórnmálaflokkarnir rába því hver fær stöbuna. Þess vegna var þab merkilegt þegar for- mabur bankarábs Seblabank- ans lýsti yfir mikilli hamingju meb hve margar góbar um- sóknir bárust. Hvers vegna þarf ab vera meb þennan felu- leik? Aubvitab var fyrir löngu búlb ab ákveba ab Jón yrbi Seblabankastjóri og mótum- sóknirnar skiptu því engu máli. • Sighvatur sendir skeytin Sighvatur Björgvinsson, eftirmabur Jóns í vib- skiptarábu- neytinu, fékk eblilega þab hlutverk ab skipa Jón í bankastjórastólinn. Hann sá ástæbu til ab senda almenn- ingi í landinu tóninn í fjölmibl- um um leib og hann skipabi Jón og furbabi sig á vibbrögb- um fólks vib málinu. Orðrétt sagbi hann í Morgunblabinu í gær: „Ég skil ekki í ab fólki finnist þab sanngjarnt ab láta menn gjalda þess ab hafa sinnt opinberum störfum eins og stjórnmálastörfum í ein- hvern ákvebinn tíma." Þessi ummæll lýsa kannski best þeim undarlega ávana margra stjórnmálamanna ab horfa nibur til fólks eins og þab sé skilningslaust meb öllu og hugsi ekki sjálfstætt. Fólki of- býbur þab kannski ekki ab Jón Sigurbsson njóti reynslu sinnar og menntunar til ab fá starf Seblabankastjóra heldur of- býbur því sú sýndarmennska ab auglýsa stöbuna, tala um vandabar umsóknir frá hæfu fólki og hafa tvo sýndarfundi í bankarábi Seblabankans um málib þegar allir vita ab á bak vib hin stóru tjöld var búib ab ákveba fyrir löngu ab Jón yrbi eftirmabur jóhannesar. Eba heldur vibskiptarábherrann Sighvatur Björgvinsson ab fólk- ib í landinu trúl því ab forverl hans Jón Sigurbsson, hefbi nokkurn tíma vikib úr góbum rábherrastól og meira ab segja sagt af sér þingmennsku til ab láta hafna sér sem umsækj- anda um bankastjórastólinn. Nei, svo heimsk er þjóbin ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.