Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Fréttir Viðbrögð yfirstjómar lögreglu um kærur á hendur lögreglumönnum: Breytinga þörf á rannsókn málanna „Þaö væri mjög nauðsynlegt að óháður aðili fjallaði um þessi mál því ef saksóknari fellir mál niður lítur fólk stundum svo á að mál hafi ekki fengið réttláta meðferð. Við viljum ekki sitja undir því heldur sinnum við þessum málum vel og lögreglan á sjálf gjarnan frumkvæði að rann- sókn slíkra mála,“ segir Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Eins og greint var frá í DV i gær hafa Rannsóknarlögreglu ríkisins borist 19 kærur á hendur lögreglu- mönnum fyrir meint harðræði. Rík- issaksóknara hafa verið send 15 mál- anna og hefur hann fellt niður 11 þeirra en 4 eru enn þar til meðferðar og jafn mörg enn til rannsóknar hjá RLR. „Oftast eru kærumar til komnar út af smávægilegum atriðum. Þær fjalla kannski fyrst og fremst um það hvort menn hafi farið nákvæmlega eftir settum reglum og leiða ekki til sakamálshöfðunar. Hins vegar getur verið beitt agaviðurlögum í viðkom- andi lögregluliði. Viðurlög eru ekki bara refsingar, skaðabætur geta komið til, lögreglustjóri getur gripið tii tiltals eða áminningar gagnvart þeim sem farið hefur út af réttu brautinni. Málin era þá afgreidd á vettvangi einkamálaréttar. Mér finnst vel koma til greina að kærur á hendur lögreglunni verði skoðaðar í nefnd svipaðri þeirri sem starfar í Danmörku og eftir svipuðum reglum og þar gilda,“ segir Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri. Guðmundur Guðjónsson segir að horfa verði til fleira en heildarijölda kærumála á hendur lögreglumönr. um. Hafa verði í huga bakgrunn málanna og að sjálfsögðu sé það al- varleiki þeirra sem horfa verði til og sú staðreynd að langflest tilvikin séu í tengslum við lögmætar handtökur þar sem lögreglan þurfi að beita valdi. Atvik sem slík geti ætíð leitt til meiðsla, sama hversu varlega lög- reglumaður fer. í raun hafi kæru- málum sem þessum fækkað á und- anfórnum árum ef litið er lengra aft- ur í tímann. í dag séu þau hlutfalls- lega fá miðað við það sem til dæmis gerist á Norðurlöndunum og einnig miðað við það hve handtökur hér eru margar á ári. í sömu frétt var sagt frá því að rannsóknarlögreglumenn hafi gefið til kynna í samtölum við nefnd á vegum Evrópuráðsins, sem stödd var hér á landi í fyrra og fjallaði um mál Kærur vegna meints at «. BH 10 1991 1992 1993 1994 ............— af þessum toga, að þeim félh ekki vel að fjalla um kærumál á hendur lög- reglumönnum. „Hér fást einungis yfirmenn við rannsóknir á málum sem þessum og þeir taka á málunum eins og öllum öðrum. Það getur verið að þetta séu viðhorf annarra lögreglumanna, sem ekki fást við mál af þessum toga, en þessi viðhorf hafa ekki áhrif á fram- gang kæranha né meðferð," segir Bogi. Handteknum lesinn réttursinn Þá má geta þess að dómsmálaráð- herra hefur þegar ákveðið að útbúið verði staðlað form þar sem hand- teknum mönnum verði gerð grein fyrir réttindum sínum. Jafnframt hefur hann ákveðið að settar veröi reglur um tilhögun yfirheyrslna. Hvað spurningu um hljóðritun á lög- regluyfirheyrslu varðar er þörf á lagabreytingu til að slíkt sé fram- kvæmanlegt. Rétt er að geta þess aö embættis- menn dómsmálaráðuneytis hafa þeg- ar svarað spurningum Evrópunefnd- ar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu um hver annanst rann- sókn á kærum í tilefni af meðferð manna í haldi lögreglu. Einnig hefur ráðuneytið svarað því til hvaða úr- ræða umboðsmaður Alþingis getur gripið þegar leitað er til hans af mönnum sem halda því fram að þeir hafi sætt illri meðferð meðan þeir voru í haldi hjá lögreglu. -PP SlagurinnumUA: Úrslitin um helgina Gylfi Khstjánsson, DV, Akuxeyn: Gert er ráð fyrir að niðurstaða tveggja óháðra aðila sem fengnir voru til að meta áhrif þess að flytja sölumál _ Útgerðarfélags Akureyringa til íslenskra sjávar- afurða lif. liggi fyrir í dag en þeirra niðurstaðna er beðið með mikilli eftirvæntingu. Verði niðurstöðurnar afdrátt- arlausar og samstiga má telja vist að þær ráði úrslitum í baráttu Sölumiðstoðvar hraðfrystihús- anna og íslenskra sjávarafurða iif. um viðskiptin við ÚA. íslenskar sjávarafurðir hafa þrýst mjög á að fá svar fyrir helgi við tilboði sinu um fiutning höf- uðstöðva fyrirtækisins til Akur- eyrar gegn því að ftTÍrtækið ann- ist sölumál fyrir Útgerðarfélagið sem SH hefur haft á sinni könnu. Bæjarfulltrúar munu þvi hafa hraðar hendur þegar skýrslurnar tvær liggja fyrir, jafhvel er búist við næturfundum og aö boðað verði til aukafundar í bæjarstj órn um helgina þar sem ákvörðun verður tekin i málinu. .:* KvennaJistinn: Hansína efst á Vesturlandi Kvennalistinn á Vesturlandi hefur gengiö frá framboðslísta sinum vegna komandi alþingis- kosninga. Listinn var samþykkt- ur einróma á félagsfundi í Borg- arnesi á þriðjudaginn i síðustu viku. í fyrsta sæti listans er Hansína B. Einarsdóttir og í öðru sæti Sigrún Jóhannesdóttir. Á eftir 'i A Stuttar fréttir Lífsvogstofnuð Stofnfundur samtakamia Lífs- vogar var haldinn í gærkvöld. Samtökin eiga aö veita fólki sem hefur oröið fyrir læknamistökum ráðgjöf og stuðning. Fyrirhugað er að koma á fót ráðgjafarskrif- stofu. Neytendasamtökin hafa boðið fram aöstöðu til að byija með. Þetta kom fram á RÚV i gær. Ríkiðkaupihúsin Margir ibúar á Súðavík hyggj- ast yfirgefa hús sin og hafa óskað eftir því að stjórnvöld kaupi eign- ir þeirra til að gera þeim kleift að flytja burt frá staðnum. Þetta kom fram hjá RÚV í gær. 200 milljónafjón Viðlagatrygging hefur metiö 15 altjón og skemmdir á 11-13 hús- um á Súöavik. Bótaskylt tjón er taliö nema allt að 200 milljónum króna, samkvæmt Mogganum. Rikiðskuldar Erlendar skuldir íslenska ríkis- ins voru hærri en árstekjur ríkis- sjóðs árið 1993. Erlendar skuldir námu 102,3 milljörðum króna en tekjuraar rúmum 100 milljörð- um, samkvæmt Mogganum. Verðfall hugsanlegt Útgerðir frystitogara ætla að senda togarana á löndunarhafnir í loðnuvertíðinní til að vinna frysta loðnu um borð, samkvæmt Tímanum. Forsvarsmenn frysti- húsa óttast að þetta valdi offram- boði og verðfalli á útflutnings- mörkuðum. Rækjuveiðar áfram Norsk stjómvöld telja sig ekki geta stöðvað rækjuveiðar ís- lenskra skipa á Svalbaröasvæð- inu, samkvæmt RÚV í gær. . Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra og Karsten Lid snjóflóðasérfræðingur ræða saman áður en málþing um snjóflóðavarnir hófst i Rúgbrauðsgerðinni í gær. DV-mynd BG þeim koma þær Helga Gunnars- dóttir, Þóra Kristín Magnúsdótt- ir, Ása Sigurlaug Harðardóttir, Dóra Líndal Hjartardóttir, Sigríö- ur V. Finnbogadóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Svava Svandís Guðmundsdóttir og Danfríður K. Skarphéðinsdóttir. -kaa Alþingi: Forsetiminntist þeirrasem iétust Alþingi kom saman i gær eftir jólaleyfi þingmanna. Þingfundur var stuttur. Davíð Oddsson for- sætisráðherra las upp forsetabréf um að Alþingi komi saraan 25. janúar. Þessu næst minntist for- seti Alþingis, Salome Þorkels- dóttir þeirra sem fórust í snjóflóð- unum i Súðavík og í Reykhóla- sveit. Einnig minntist hún látins alþingismanns, Valdimars Indr- iðasonar frá Akranesi. Þessu næst var fundi slitið. Á eftir hófust þingflokksfundir og síðan hefiast venjuleg þingstörf í dag. Karsten Lid á málþingi um snjóflóðavamir með Islendingum: |g Snjóflóðið innan þeirra marka sem við getum reiknað - segir norski serfræðingur um flóðið í Súðavík „Það er mjög erfitt aö segja til um það hvort við hefðum með okkar tækni getað séð fyrir snjóflóðið í Súðavík. Sérstaklega nú þegar við vitum um þetta snjóflóð. í ljósi þeirr- ar vitneskju er ekki hægt að segja til um hlutleysi mitt. Ef litið er til reiknilíkana okkar þá er ljóst að snjóflóðið er innan þeirra marka sem við getum reiknað," segir Karsten Lid, sérfræðingur í snjóflóðavöm- um, sem sat málþing var haldið á vegum umhverfisráðherra í Reykja- vík í gær. Þingið sátu þingmenn Vest- firðinga, fulltrúar frá Veðurstofu, Almannavömum ríkisins auk íjölda annarra sem koma að snjóflóöavörn- um. Alls sátu rúmlega 20 manns málþingið þar sem Karsten Lid miðl- aði fundarmönnum af reynslu Norð- manna varðandi snjóflóð og kynnti sér reynslu íslendinga. „Það er bundið í reglugerð hjá okk- ur að ef útreikningar gera ráð fyrir að snjóflóð falli á svæði á þúsund ára fresti þá er ekki byggt á því svæði. Ég þekki ekki þær reglur sem þiö byggið á, ég reikna með því að þær verði til umfjöllunar hér,“ segir hann. Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra, sem fékk Norömanninn hingað til ráðgjafar, segir að hann vænti skýrslu frá honum og í fram-« . haldi af því samvinnu um snjóflóða- ll varnir hérlendis. „Þetta mun byggjast á samvinnu- grundvelli; staðbundinni reynslu ykkar af snjóflóðum fram að þessu og þeirri þekkingu og reynslu sem við Norðmenn höfum af snjóflóða- vörnum. Viö getum náð árangri með því að sameina þetta tvennt," segir - KarstenLid. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.