Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Stuðlað að olíusamkeppni Þótt sjálfsagt hafi verið að greiða götu Irving Oil til eflingar samkeppni í olíu- og benzínsölu á íslandi, er ekki jafn sjálfsagt að greiða götu nýs smásölufyrirtækis, sem hyggst skipta við eitt af fyrirtækjunum þremur, er hingað til hafa einokað olíu- og benzínverzlun 1 landinu. Skeljungur hefur þegar nægar lóðir á Reykjavíkur- svæðinu, alveg eins og Olíufélagið og Olíuverzlunin. Ekkert þessara félaga þarf nýjar lóðir næstu árin. Ef hægt er að útvega nýjar lóðir undir benzínstöðvar eiga þær að fara til nýrra félaga utan einokunarhringsins. Ef Hagkaup og Bónus fá aðstöðu til að selja benzín í samvinnu við þriðjunginn af þríhöfða þursi ohuverzlun- arinnar, verður að reyna að tryggja, að það sé ekki dulbú- in leið til að fjölga benzínstöðvum þursins með því að hagnýta velvilja í garð neytendavænna kaupmanna. Slík benzínsala má vera á lóðum, sem hin vinsælu verzlunarfyrirtæki hafa til sinna starfa, en ekki á nýjum lóðum, sem síðan rynnu smám saman til olíufélagsins, er stendur að baki framtakinu. Reykjavíkurborg þarf að gæta þess, að neytendur verði ekki gabbaðir. Benzínnotendur munu ekki njóta ávaxta af samkeppni fyrr en rofm hafa verið tök hins þríhöfða þurs á benzín- markaðnum. Áratuga reynsla er fyrir því, að íslenzku olíufélögin hafa rekið sameiginlega og lengst af ríkis- verndaða einokun gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við þurfum fleiri en þrjú olíufélög í landinu alveg eins og við höfum fleiri en þrjá fréttamiðla. Við þurfum líka fleiri en tvö stór tryggingafélög og fleiri en þrjá banka. Ekki síður þurfum við fleiri en eitt stórt skipafélag og eitt stórt flugfélag. Við þurfum frelsi frá kolkrabba. Reynslan sýnir, að innlendir aðilar hafa í flestum til- vikum ekki bolmagn til að ráðast gegn einokunar- og fáokunarfyrirtækjum landsins. Til þess að frjáls verzlun fái að njóta sín hér á landi þurfum við að greiða götu erlendra kaupmanna á borð við Irving Oil feðgana. Með aðild okkar að fjölþjóðlegum viðskiptasamning- um opnast leiðir til að rjúfa heljartök innlendra einokun- ar- og fáokunarfyrirtækja. Skandia er að reyna að gera það í tryggingum og Irving Oil í benzíni. Við þurfum að laða hingað fleiri slíka aðila og á fleiri sviðum. Ríkisvaldið hefur löngum rekið velferðarkerfi einok- unar- og fáokunarfyrirtækja og reynt að hindra erlenda samkeppni, til dæmis í flugi og flugafgreiðslu. Stærstu stjómmálaflokkamir tveir hafa lengst af verið reknir sem þjónustustofnanir kolkrabbans og smokkfisksins. Reykjavíkurborg og nágrannabyggðir hennar leggja lóð á vogarskál viðskiptafrelsis með því að útvega að- stöðu fyrir nýja samkeppni að utan, óháða áratuga sam- ráðum innlendrar fáokunar. Þetta gera sveitarfélögin með því að bjóða hafnaraðstöðu og verzlunarlóðir. Hagkaup og Bónus hafa reynzt vera neytendavæn fyr- irtæki og em alls góðs makleg. En þau starfa saman og hafa á sínu sviði markaðshlutdeild, sem er yfir hættu- mörkum. Hún gæti valdið erfiðleikum, ef skipt yrði um ráðamenn og viðskiptastefnu í fyrirtækjunum. Af öllum þessum ástæðum er eðlilegt að líta öðrum augum á benzínsmásölu Skeljungs, Hagkaups og Bónus- ar en á nýja samkeppni af hálfu Irving Oil, sem þarf nýjar lóðir til að geta farið af stað. Skeljungsafkvæmið getur athafnað sig á lóðum málsaðilanna þriggja. Aðalatriðið er, að Reykjavíkurborg veiti nýjum aðilum nýjar lóðir, en ekki gömlum og grónum aðilum, hvort sem þeir eru undir eigin nafni eða í nýjum dulargervum. Jónas Kristjánsson Jóhanna segir fiskmarkaði mikilvægan aðgang fyrir nýsköpun í sjávarútvegi og megináherslu verði að leggja á fullvinnslu sjávarafla hérlendis. Landsf undur Þjóðvaka Landsfundur Þjóðvaka hefst nk, laugardag að Hótel Sögu og stendur öllum opinn sem gerast félagar í Þjóðvaka. Þar verður gengið end- anlega frá skipulagi hreyfingarinn- ar og málefnagrundvelli m.a. í sjáv- arútvegsmálum. Ný stefna í sjávarútvegi I sjávarútvegsmálum leggjum við áherslu á að fiskveiðilögsagan og fiskstofnarnir séu ótvírætt þjóðar- eign og að afnotaréttur skapi ekki eignarrétt á auðlindinni. Hámarks- afrakstur af auðlindinni þarf að nást með skynsamlegri nýtingu fiskstofnanna. Jafnframt þarf að taka tillit til hyggðasjónarmiða, umhverfisáhrifa, áhrifa einstakra veiðarfæra og kjara sjómanna og fiskvinnslufólks, sem byggja af- komu sína á sjávarfangi. Brýnt er að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fárra manna hendur sem getur valdið byggðaröskun og slæmu atvinnuástandi, sérstaklega í fámennum sveitarfélögum. Dreifð eignaraðild í sjávarútvegsfyrir- tækjum er því nauðsynleg, ásamt því að tryggja betur hlut smábáta- útgerðarinnar, en rekstrargrund- velli hefur verið kippt undan mörg- um tugum smábáta, sem þó hafa verið meginstoð heilu byggðarlag- anna. Þjóðvaki leggst eindregið gegn því aö heimilt verði að veðsetja aflakvóta enda er um þjóðareign að ræða en ekki eign einstakra fyr- irtækja. Jafnframt leggjumst við gegn því að forkaupsréttur sveitar- félaga við skipasölu úr byggðalag- inu sé í reynd gerður óvirkur meö því að stofnað sé fyrirtæki innan sveitarfélagsins sem kaupi við- komandi skip, en geri það síðan út frá öðrum landshluta. Þjóðvaki tel- ur rétt að útgerðin greiði fyrir af- not af auðlindinni, þannig að komið Skoðanir aimarra yfirlýsta tilgang að selja eldsneyti á lægra verði en tíðkazt hefur á markaðnum. ... Hér er um mjög áhugaverða þróun að ræða og forvitnilegt að sjá með hvaða hætti Olís og Olíufélagið munu bregðast við þessu útspili Skeljungs." Úr forystugrein Mbl. 24. jan. Skuldirnar í skil „Vextir hafa verið hækkaðir í húsnæðiskerfinu. Þetta hefur leitt til gífurlegrar skuldasöfnunar, en þeir sem eiga fjármagn hafa fengið góða ávöxtun og orðið ríkari um leið og þeir sem minna mega sín hafa orðið fátækari. Það er áríðandi að snúa þessu við. Þar er brýnasta verkefni að leggja skipulega vinnu í það að koma skuldum almennings í skil. Vanskilin mynda hengingaról, sem stöðugt herðir að og leiðir fyrr eða síðar til gjaldþrota sem allir tapa á, líka þeir sem eigafjármagnið í bönkunum." Ur forystugrein Tímans 25. jan. Smæð fyrirtækja „Menn hljóta að spyrja sig hvort skynsamlegt sé að hafa erlend stórfyrirtæki sem velta hundruðum milljarða króna og veita tugþúsundum manna at- vinnu með. í samanburði við íslensk fyrirtæki. Að margra mati væri nær að bera saman arðsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á erlendri grundu við þau íslensku. Þar með er ekki sagt að arðsemi smærri fyrirtækja eigi að vera minni en stórfyrirtækjanna, en samanburðurinn yrði óneitanlega meira viðeig- andi.“ Sólmundur Már Jónsson viðskiptafr. i 3. tbl. Vísbendingar. Tíðindi af olíumarkaðinum „Nýjastu tíðindin, sem líklega vekja hvað mesta eftirtekt og hafa í fór með sér róttækustu breyting- una á olíumarkaðinum hér á landi, er stofnun Ork- unnar hf. síðastliðinn föstudag, sem hefur þann Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður lenskar aðstæður. Leita þarf allra leiða til að afla sé ekki hent í sjóinn. Kanna þarf í því sambandi hvort ekki sé rétt að greitt sé tiltekið lágt gjald, sem taki mið af kostnaði við að koma undir- málsfiski í land eða að sjómenn eða samtök þeirra fái andvirði slíks undirmálsfisks. Rannsóknir á strandeldi botnflsks þarf einnig að efla stórlega. Fiskmarkaðir Leiguviðskipti endurspegla oft alvarlegan galla í kerfinu, ekki síst þar sem verðlagning á hráefni fer ekki eftir framboði og eftirspurn. Þjóðvaki telur að verðmyndun á fiskmörkuðum sé réttlátasta verð- lagning hráefnis. Um 100.000 tonn af botnfiski eða um 30% af ferskum botnfiski lönduðum hérlendis fer „Leiguviðskipti endurspegla oft alvar- legan galla 1 kerfinu, ekki síst þar sem verðlagning á hráefni fer ekki eftir framboði og eftirspurn. Þjóðvaki telur að verðmyndun á fiskmörkuðum sé réttlátasta verðlagning hráefnis.“ verði á hóflegu veiðigjaldi í áföng- um og að tekjumar verði nýttar til endurskipulagningar og hagræð- ingar í sjávarútvegi, til hafrann- sókna og að bæta hlut þeirra byggð- arlaga sem verst hafa oröið úti vegna samdráttar í aflaheimildum. Þjóðvciki leggur áherslu á aö kannað verði ítarlega, m.a. með samanburði við fiskveiðistjórnun- arkerfi í öðrum löndum, hvort ann- að fyrirkomulag veiðistýringar, s.s. svæðakvóti, veiðarfærakvóti eöa kvóti á einstakar gerðir fiskiskipa, sé heppilegt og hagkvæmt við ís- nú um innlenda fiskmarkaði. Rétt er að stuðla að því með lög- gjöf eða samningum að allur afli fari um innlenda fiskmarkaði. Með því fæst eðlileg verðmyndun á hrá- efni, eftirlit með lönduðu magni verður auðveldara og tortryggni milli útgerðarmanna og sjómanna minnkar. Fiskmarkaðir eru einnig mikilvægur aðgangur fyrir ný- sköpun í sjávarútvegi og meginá- herslu verður að leggja á full- vinnslu sjávarafla hérlendis. Jóhanna Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.