Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 24
Þykknar upp í kvöld 36 Steingrimur J. Sigfússon. Sama gamla fréttin „Það urðu hér sárindi og þaö er ljóst... Þetta er ekki ný frétt heldur sama gamla þriggja, fjög- urra, fimm, sex vikna gamla fréttin... “ segir Steingrímur J. Sigfússon í Alþýðublaðinu. Fyrst persónan, síðan flokkurinn „ ... Ég hef tekið eftir því að fólk vill hafa áhrif á það hvernig fram- boðslistar eru skipaðir án tillits til flokka, sérstaklega yngra fólk- ið. Það kýs fyrst persónukosn- ingu og kýs svo flokk..." segir Kristmundur Ásmundsson, odd- viti Alþýðuflokks, í DV. Ummæli Lífræn ræktun og þjóðarátak „Viö viljum breytta stefnu í at- vinnumálum og sjávarútvegs- málum. Við viljum standa meö bændum í að breyta landbúnað- inum yfir í lífræna ræktun. Þá viljum við þjóðarátak til að eyða atvinnuleysi... “ segir Árni Björn Guöjónsson, stofnandi Kristilegrar stjórnmálahreyfing- ar, í DV. Hjörleifur hafði ekki áhuga á mér „... En hins vegar varð ég var við ákveðnar breytingar á þessu þegar fór að nálgast framboðs- málin. Það var augljóst að Hjör- leifur hafði ekki áhuga á að ég yrði við hliðina á honum áfram þótt hann hafi aldrei orðað það sjálfur við mig,“ segir Einar Már Sigurðsson varaþingmaður í Al- þýðublaöinu. Vill fá stærðir í dæmið „Við erum að ræöa leiðir sem gætu leitt til góðs. Þannig að ég er ekki ósáttur viö farveginn sem umræðan er í. En það líður að því að maöur vilji fá einhverjar stærðir í dæmið... “ segir Eirík- ur Jónsson, formaður Kennara- sambandsins. Brottfall stúlkna úr íþróttum Umbótanefnd ÍSÍ mun efna til funda með íþróttafélögum og iþróttasamböndum um niður- stöður skýrslu sem gerð var í 8. bekk í grunnskólum á möguleg- um orsökum brottfalls stúlkna úr iþróttum og verður fyrsti fundurinn í Sporthóteli ÍSÍ í kvöld kl. 20. Þar mun Þorlákur Karlsson, sem sá um að skipu- leggja, fi-amkvæma og vinna úr könnuninni, kynna niðurstöð- urnar og efni skýrslunnar. Fundir Umræöufundur á vegum Kvennakirkjunnar í kvöld kl. 20.30 stendur Kvenna- kirkjan fyrir umraeðufundi í safnaðarheimili Neskirkju. Þar mun JónínaM. Guðnadóttirfialla um bókina Þú misskilur mig, eft- ir Deborah Tannen. Atferllsmeöferð barna með einhverfu Umsjónarfélag einhverfa heldur opinn fund i kvöld kl. 20.30 á barna- og unglingadeild Land- spítalans. Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur verður með fyrir-, lestur sem hún nefnir Atferlis- meðferð bama með einhverfu. Fremur hæg norðanátt, víðast gola eða kaldi meö bjartviðri sunnan- lands en smáéljum annars staðar. í Veðrið í dag kvöld þykknar upp með vaxandi austanátt sunnanlands og í fyrra- málið verður komin allhvöss austan- og suðaustanátt með snjókomu syðst á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola og bjartviöri í dag en þykknar upp með austan- kalda í kvöld, stinningskaldi eða all- hvasst og snjókoma þegar líður á daginn. Frost 6 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.55 Sólarupprás á morgun: 10.24 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.10 Árdegisflóð á morgun: 03.10 Heimild: Almanak Haskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí skýjað -6 Akumes heiðskirt -5 Bergsstaöir alskýjaö -7 Bolungarvík snjóél, -7 Keílavíkurflugvöllur léttskýjað -6 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -6 Raufarhöfn alskýjað -5 Reykjavík heiðskírt -7 Stórhöfði léttskýjað -2 Bergen snjóél 0 Helsinki skýjaö 1 Kaupmannahöfn rigning 1 Stokkhólmur léttskýjað -6 Þórshöfn snjóél -1 Amsterdam alskýjaö 12 Berlín þokumóða 6 Frankfurt rign. á síð. klst. 11 Glasgow snjók. á síð. klst. 1 Hamborg rign. ásíð. klst. 4 London rigning 9 Mallorca léttskýjað 13 Nice skýjað 9 París rigning 11 Þrándheimur snjóél 1 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Leikid í neðri deildunum Frekar rólegt er í innlendum keppnisíþróttum í kvöld. Ekki verður leikið í úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þar sem fram undan eru úrslit í bikarkeppn- íþróttir inni þar sem Njarðvíkingar og Grindvíkinga munu leiða saman hesta sína. Einn leikur er þó í 1, deildinni í körfuboltanum. í íþróttahúsi Kennaraháskólans keppa Reykjavíkurliðin ÍS og Leiknh. Hefstleikurinn kl. 20.30. Það er heldur ekki mikið um að vera í handboltanum i kvöld, en einn leikur í 2. deiid er á dag- skrá og er það nágrannaslagur milii Reykjavíkurliðanna Fylkis og Fiölnis. Fer leikurinn fram í Fjölnishúsinu og hefst hann kl. 20.30. Það er ekki fyrr en á sunnu- daginn sem fram fer umferð í 1. deildinni. Skák Hér eru tveggja ára gömul tafllok eftir Barth. Hvítur á þrjá létta menn en svart- ur aðeins tvö peð en svo virðist sem a- peðið sé að verða að drottningu. Samt á hvítur að vinna taflið. Eftir 1. Kc6! al = D 2. Bb3+ Kcl 3. Rd3+ Kbl 4. Kb7! kemur í ljós aö svart- ur er í leikþröng. Kóngurinn getur sig hvergi hrært og drottningin á heldur ekki í nein hús að venda. Svartur getur heldur ekki fórnað drottningumii með árangri. Ef 4. - Dc3 5. Bxc3 dxc3 6. Rb4 c2 7. BÍ5 og vinnur peðið, eða 4. - Db2 5. Rxb2 Kxb2 6. Bc4 og vinnur. Jón L. Árnason Bridge Þetta spil kom fyrir í leik Svía og Sviss- lendinga á Evrópumótinu í sveitakeppni árið 1970 í Estoril í Portúgal. Svíar höfðu 33 impa forystu i hálfleik, en töpuðú síðan leiknum, 9-11, mest vegna þessa spils. Á öðru borðinu fóru Svisslendingar í 6 tígla og sagnhafi var ekki í neinum vandræð- um aö landa heim þeim sampingi. Á hinu borðinu spenntu Svíamir bogann hátt og fóru alla leið í alslemmuna í tígli: ♦ 109864 V 1072 ♦ -- + G10974 ♦ D V K8 ♦ K9875 + ÁD865 ♦ G53 V G954 ♦ D632 + K2 Útspil suðurs var spaðaþristur og sagn- hafi átti slaginn á drottninguna. Fyrsta spuming sem blasti við sagnhafa var hvort spila ætti upp á svíningu í tígli eða að toppa litinn. Ef ætlunin var að svína, í hvora áttina var betra að staðsetja drottninguna? Ef báðir andstæðinganna fylgja lit í upphafi, er lfklegt að spilað sé upp á 2-2 leguna. En ef annar sagnhafa á engan tigul, er þá hægt að vinna samn- ingjnn? Með það í huga verður sagnhafi að trompa tvo tapslagi (í spaða og hjarta). Þegar staða spUanna er skoðuð meö til- Uti til þess er greirúlegt að ekki er hægt að vinna spilið í 4-0 legu nema trompin Uggi hjá suðri því samganginn vantar ef norður á trompin. Þess vegna er besta spUamennskan að taka fyrst á tígulkóng- inn og þá kemur legan í ljós. Næst er tígU spUað á tíuna, spaði trompaður heim, kóngur og ás tekin i hjarta og hjarta trompað. Þegar suöur fylgir Ut, er samn- ingurinn ömggur orðinn. Aðeins þarf að svína tfgU öðm sinni og afgangurinn er aUt slagir. Sagnhafi var hins vegar fljótur að spUa spilinu niður því hann spUaði strax tígU á ásinn og Sviss græddi 16 því impa á spilinu. ísak örn Sigurðsson Grímur Benediktsson, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Strandamanna: kindur enn þá „Eg hef starfaö við Sparisjóð Kirkjubóls- og Fellahrepps frá því 1976, lengst af hef ég verið einn en nú erum viö tveir sem störfum við sjóðinn sem nú heitir Sparisjóður Strandamanna," segir Grimur Benediktsson sparissjóðsstjóri, en Sparisjóður Strandamanna er ekki aðeins einn af þeim allra elstu á landinu, stofnaður 1891, heldur hafði sparisjóðurinn starfað í 103 Maður dagsins ár án þess að tapa á nokkrum út- lánum úr sjóðnum. „SparisjÖðurinn er búinn að vera hér á Kírkjubóli síðan 1946,“ segir Grímur „en faðir minn, Benedikt Grímsson, var þá sparisjóðsstjóri og tók ég við af honum. Reksturinn hefur gengið alveg ágætlega en þaö verður að taka tillit til þess að þetta er lítill sjóður. Við höfum opiö á skrifstofutíma og þjónum aðallega Grímur Benediktsson. fólki á Hólmavik, Drangsnesi og í sveitunum hér í kring. í 103 ár tap- aði Sparísjóðurinn ekki á útlánum en það veröur að segjast eins og er að maður finnur fyrir því að það er að verða miklu erfiðara fyrir fólk og fyrirtæki að standa við skuldbindingarnar. “ Grimur sagði að nafnabreytingin hefði verið orðin aðkallandi. „Fellshreppur var sameinaður Broddaneshreppi. Kirkjubóls- hreppur er einnig lítill hreppur og það gæti verið stutt í það að hann yrði ekki sjálfstætt sveitarfélag og svo þegar sparisjóðurinn var tölvuvæddur var einfaldlega ekki svæði fyrir svona langt nafn í tölvukerfinu og tölvan skrifaði bara út Sparisjóður Kirkjubóls- og, þannig að það þótti best að breyta nafninu enda er Sparisjóður Strandamanna mun þægilegra nafh.“ Grímur býr á Kirkjubóli og stundar þar meö sparisjóðsstarfinu hobbíbúskap eins og hann segir sjálfur. „Hér á Kirkjubóli var tví- býlí og bjó bróðir minn á móti mér en hann er nú fluttur til Hólmavík- ur. Ég er núna aðeins með nokkrar kindur og dunda mér við búskap- inn.“ Eiginkona Gríms heitir Kristjana Ingólfsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn, tveir synir þeirra búa á Hólmavík en dóttir þeirra í Reykjavík. Dregur að sér áhorfendur EyÞo«—'*- Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki V ÁD63 ♦ ÁG104 .1. Q

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.