Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Fréttir FiskiskipastóUinn stækkar þrátt fyrir úreldingar: Mörg ný og f ullkomin skip hverfa úr f lotanum - alls búið að greiða rúmar 1100 milljónir í styrki Búið er að greiða út úreldingu á 98 fiskiskipum. Styrkir vegna þeirra nema 1 milljarði og 119 milljónum. Uppistaða þessa flota er smábátar. Þarna eru þó áþerandi ný og full- komin fiskiskip. Um er að ræða skip á borð við Hálfdán í búö ÍS sem seldur var til Nýja-Sjálands. Hálfdán var smíðaður árið 1989 fyrir Norðurtangann á ísafirði. Þá er Haukafell SF smíðað fyrir Homfirðinga 1990. Ásgeir Frí- manns ÓF 21 frá Ólafsfirði var smíð- aður árið 1986. Lísa María sem einn- ig var frá Ólafsfirði var smíðuð 1988. Lómur HF, Snæfari GK, Sæfari Ak og Frár VE fylla einnig þetta fríða fóruneyti sem nú er horfið úr fiski- skipaflotanum. Allt eru þetta skip af stærðinni 150 til 300 tonn, bæði tog- bátar og línubátar. Þegar hafa verið úrelt 7 nýleg fiskiskip. Þau eru byggö á árunum 1984 til 1990. Þrátt fyrir að úreldingar fiskiskipa hafi aldrei verið fleiri stækkaði fiski- skipastóllinn að rúmlestatölu um rúmlega 500 brúttórúmlestir milh áranna 1993 og 1994. Alls var flotinn samkvæmt tölum frá Fiskifélagi ís- lands 121.230 brl. í árslok 1993.1 árs- lok 1994 hafði flotinn stækkað og er orðinn 121.786 brl. Hinrik G'reipsson, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, segir að inni í þess- um tölum séu skip svo sem Snorri Sturluson RE, Arnarnes SI, Amar 2 HU og Ottó Wathne sem öll séu án. veiðileyfis í íslenskri lögsögu. Þetta skekki myndina um 2.659 brl. Búið að samþykkja 4.4 milljarða „Þetta er svipað og menn reiknuðu með. Það er ekki marktækar tölur hvað varðar úreldingu sem Fiskifé- lag íslands gefur upp. Inni í þeim tölum em fiskiskip sem eru af svo- kallaðri B skrá, sem eru skip sem ekki mega veiða í íslenskri lögsögu," segir Hinrik Greipsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins. Hann segir að nú sé alls búið aö greiöa út 1100 milljónir í úreldingar- styrki en alls sé búið að samþykkja 4 milljarða 377 milljónir til úrelding- ar 305 fiskiskipa. Það komi þó ekki í ljós fyrr en í mars hve margir muni ganga alla leið og úrelda skip sín. -rt Skipum fækkar, flotinn stækkar CB ÍOOO 800 jjg 600 tf) *D 400 iT 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 200 I 1 i | 1 ■ ■ ■ l l '75 '80 '85 '90 '94 CA O 'O '3 *_ CQ '75 '80 '85 '90 '94 Haukafell SF var smíðað 1990 fyrir Hornfirðinga. Það er nú horfið úr fiski- skipaflotanum vegna úreldingar. Snæfari GK. sem var smiöaður 1984 og var í eigu Vestmannaeyinga hefur verið úreltur. Asgeir Frímanns OF sem er full- komið línuveiðiskip smíðað árið 1986. Hann var í eigu Ólafsfirðinga en hefur verið úreltur. I dag mælir Dagfari Bensín á útsölu Olíufyrirtækin þrjú, sem hér hafa ráðið olíu- og bensínmarkaðnum svo lengi sem elstu menn muna, hafa átt hágt að undanfórnu. Er- lendir og óviðkomandi aðilar hafa sóst eftir aðgangi að markaðnum. Olíufélögin hafa barist árangurs- lausri baráttu gegn þessari árás og innrás og bent á það fómfúsa starf sem þau hafa unnið í þágu þjóðar- innar og fyrir hana. Þau hafa bent á að hingað sé ekki aö sækja neinn gróða vegna þess að bensínverð sé í algjöru lágmarki og ekkert af- gangs til að lækka verðið til neyt- enda. Olíufélögin hafa sýnt fram á það með tölum og fortölum að þau hafi nánast verið að selja bensínið fyrir ekki neitt. En allt kemur fyrir ekki; Irving Oil er á leiðinni. Þetta er geigvænleg þróun og ol- íufélögin geta að sjálfsgöðu ekki horft upp á það aðgerðalaus að ein- hverjir utanaðkomandi aðilar selji íslendingum bensín á lægra verði en hingað til hefur þekkst. Þess vegna eru góð ráð dýr. Svo heppilega vill til að Skeljung- ur hefur verið í samvinnu við Hag- kaup og Bónus og Hagkaup og Bón- us eru verslanir sem selja allt milli himins og jarðar af því að þau lifa á samkeppninni og geta boðið ódýr- ari vörur en aðrir af því að verslan- ir á íslandi hafa ekki unnið sér þann sama sess og olíufyrirtækin að eiga markaðinn. Þessi þrjú fyrirtæki, Skeljungur, Hagkaup og Bónus, hafa nú stofnað nýtt fyrirtæki, Orkuna, sem ætlar aö setja upp bensínsölur þar sem boðið verður upp á ódýrara bensín en Skeljungur, Olís og Essó hafa boðiö upp á. Gott ef það verður ekki eins ódýrt og hjá Irving Oil. Þetta eru stórkostlegar fréttir. Sérstaklega er ánægjulegt að Skelj- ungur skuli geta boðið Orkunni ódýrt verð á bensíninu sínu, sem leiðir til lægra útsöluverðs fyrir neytendur. Hin olíufyrirtækin hljóta auðvitað að bregðast við þessari samkeppni meö því aö setja upp sínar eigin bensínstöðvar til að lækka vöruverðið til jafns við Orkuna. Þeir setja sem sagt upp bensínstöðvar til að keppa við sínar eigin bensínstöðvar. Brátt verða bensínstöðvar olíufyrirtækjanna, sem hingað til hafa þjónað við- skiptavinum sínum á lægsta mögu- lega þensínverði, samkeppninni að bráð og heyra fortíðinni til. Ein- faldlega vegna þess aö það verslar enginn við bensínsölur sem eru ekki samkeppnisfærar í verði. Samkeppnin er með öðrum orð- um komin á það stig að olíufélögin eru farin að keppa við sjálf sig. Þetta stafar af óttanum við Irving Oil. Olíufélögin ætla ekki aö láta taka sig í bólinu og verða á undan Irving Oil að bjóða lágt bensínverð og það svo lágt aö olíufélögin verða ekki smakeppnisfær. Þau ætla þess vegna sjálf að ganga í það að drepa sinn eigin rekstur með því að setja upp bensínsölur sem drepa þeirra fyrri bensínsölur. Skeljungur gengur á undan í þessari samkeppni með því að selja Orkunni bensín til þess að Orkan geti selt á lægra verði heldur en Skeljungur. Skeljungur mun því dæla bensíni til Orkunnar til þess að Orkan geti drepiö Skeljung til þess að Skeljungur geti drepið Ir- ving Oil. Allt er þetta gert af hugsjóna- ástæðum í þágu þjóðarinnar vegna þess að olíufélögin hafa margsinnis bent á að bensínverð sé í lágmarki og enginn afgangur til lækkunar ef reksturinn á að bera sig. En hvað gera menn ekki fyrir samkeppnina og hvað gera menn ekki til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar ryðjist hér inn á markaðinn til að drepa þá sem fyrir eru á markaðnum. Gallinn við þetta er sá að Irving Oil ætlar ekki að hætta við að koma þrátt fyrir samkeppni frá Hagkaupi og Bónus og Skeljungi og niður- sprengt verð á bensíni. Irving Oil heldur að fyrirtækið geti enn grætt þrátt fyrir niðurgreitt bensín frá þeim sem fyrir eru á markaðnum. Það sannar aðeins eitt. Það stað- festir að íslendingar eiga ekki að opna landið fyrir erlendri fjárfest- ingu. Hún hefur ekkert nema vand- ræði í för með sér. Hér hafa menn verið að fórna sér og lækka bensínið niður úr öllu valdi fyrir það eitt að útlendingar hóta því að veita þeim samkeppni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.