Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 7 Fréttir Rúmir fimm milljarðar til í sjóði Viðlagatryggingar: Viðlagasjóður bundinn 10 prósenta álag á viðlagatryggingariðgjald fjármagni Ofanflóðasjóð „Það er ekki svo einfalt að íjár- magna Ofanflóðasjóð beint með framlögum úr sjóði Viölagatrygg- ingar íslands. Viðlagatrygging, sem mæta á áföllum af því tagi sem urðu í Súðavík, er með endurtrygg- ingar eins og flest tryggingafélög. Eigin áhætta Viðlagatryggingar vegna einstaks tjóns er 65 milljónir dollara eða um 4,5 milljarðar króna. Hún er svona há til að greiða þurfi sem minnst fyrir endurtrygg- ingarverndina. Áætlað tjón í Súða- vík, sem Viðlagatryggingu er ætlað að borga, er af stærðargráðunni 250-300 milljónir og ræöur hún vel við þaö. En þó viðlagatrygging eigi um fimm milljarða í sjóði gera þeir peningar ekki mikið meira en standa undir þeirri eigin áhættu sem þeir eru með vegna meirihátt- ar tjóna. Ef Suðurlandsskjálfti verður getum við verið að tala um margra milljarða tjón,“ sagði Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, við DV. Verði lagabreytingarfrumvarp um Viðlagatryggingu íslands að lögum verða þeir aðilar sem greiða brunatryggingu af húsum sínum og hafa brunatryggt innbúið sitt að greiða 10 prósent álag ofan á þann þátt iðgjaldsins sem fellur undir viðlagatryggingu. Álagið, sem greitt verður næstu fimm ár, mun renna til Ofanflóðasjóðs sem ætlað er að standa undir kostnaði við snjóflóðamat og snjóflóöavarnir á landinu. Þannig er gert ráð fyrir að tekjur Ofanflóðasjóðs nær þre- faldist, verði allt að 55 milljónir í stað 20 áður og hægt verði að gera átak í snjóflóðavörnum. Ríkisstjómin samþykkti í nóv- ember að sú leið yrði farin i tekju- öflun fyrir Ofanflóðasjóð að leggja álag á viðlagatryggingaiðgjaldið en nefnd hafði gert tillögur þar um. Athygli vekur að í Viðlagasjóði eru nú rúmir fimm milljarðar króna og því var Dögg spurð hvort ekki mætti sækja fé í Ofanflóðasjóð þangað í stað þess að leggja meiri álögur á þá sem brunatryggja. Til þessa hefur Ofanflóðasjóður fengið 5 prósent af heildariðgjöld- um Viðlagatryggingar. Þannig hef- ur sjóðurinn haft um 20 milljónir í tekjur á ári auk 6 milljóna framlags af fjárlögum. Geir Zoéga, fram- kvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir reyndar að framlög ríkisins til Ofanflóðasjóðs hafi farið minnk- andi með árunum. Súðavlkurbörn í húsnæði á Isafirði Snúum heim þegar búið er að vinna úr mesta áfallinu - segir Bergljót V. Jónsdóttir skólastjóri Reykjavikurmeistarar í sveitakeppni 1995, frá vinstri eru Ásmundur Páls- son, Örn Arnþórsson, Hörður Arnþórsson, Karl Sigurhjartarson og Guðlaug- ur R. Jóhannsson. DV-mynd GVA Reykjavíkurmótið í bridge: Öruggur sigur sveitar VÍB „Við byrjum hægt og á því að vinna með börnin. Þetta byggist mest á því að koma saman og koma fastri reglu á hlutina. Við leggjum mikla áherslu á list og verkrænar íþróttir. Síðan eru hérna sálfræðingar að fara í gegnum áfalhð með þeim,“ segir Bergljót V. Jónsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Súðavík, sem heldur nú uppi kennslu í húsnæði Hús- mæöraskólans á ísafirði. Berghnd segir ekki ljóst hvenær hægt verði aö snúa aftur th Súðavík- ur. „Það eru um 33 börn hérna en nokkur eru í fríi vegna jarðarfarar. Ég á von á aö hér verði 35 eða 36 böm. Við stefnum heim strax og hægt er að fara, en fyrst verðum við að styðja það vel við bakið á nemend- unum að þeir séu tilbúnir í þennan stóra skóla hér og að við séum búin að vinna okkur út úr mesta áfah- inu,“ segir hún. „Það em ýmsar ástæður fyrir því aö ekki munu allir snúa th Súðavík- ur í vetur. Fólk vantar húsnæði og vhl ekki af öðmm ástæðum snúa th baka strax. Stefnan er að hefja skóla- starfiö heima þegar fram í sækir en það verður örugglega ekki fyrr en viö teljum okkur vera tilbúin að fara,“ segir Berghnd. -rt Sveit Verðbréfamarkaðar íslands- banka sigraði sveit Landsbréfa með miklum yfirburðum í úrslitaleik um Reykjavikurmeistaratithinn í sveita- keppni í bridge um helgina. Ný- krýndir Reykjavíkurmeistarar eru Ásmundur Pálsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Hörður Arnþórsson, Karl Sigurhjartarson og Örn Arn- þórsson. Undanúrsht og úrsht keppninnar voru sphuð um helgina í nýju hús- næði Bridgesambandsins að Þöngla- bakka. í undanúrshtum áttust við sveitir VIB-Jóns Stefánssonar ann- ars vegar og Landsbréfa-Trygginga- miðstöðvarinnar hins vegar. Sveit VÍB vann sinn leik 161-54 og sveit Landsbréfa hafði einrúg sigur 148-40. VÍB og Landsbréf mættust því í 64 spha úrshtaleik en sveit Landsbréfa sá aldrei th sólar í þeim leik. Lokatöl- ur voru 176-83, VIB í vh. Kristján Hauksson keppnissijóri stýrði mótinu af röggsemi en Sig- tryggur Sigurðsson, formaður Bridgesambands Reykjavikur, af- henti verðlaun í mótslok. Jón Gauti Jónsson: Aðkoman miklu veiTi en ég hafði ímyndað mér „Ég verð að viðurkenna að að- koman var miklu verri en ég hafði getað ímyndað mér og þó var maður búinn að gera sér í hugarlund að þetta væri slæmt, Þetta er eins og hvert annað verk- efni sem bíður þarna og þarf að takast á við,“ segir Jón Gauti Jónsson, nýr sveitarstjóri í Súða- vik, eftir fyrstu heimsókn sína í þorpið. Hann segir að nú taki viö hreinsunarstarf í kauptúninu. „Það koma menn frá viðlaga- tryggingu og í framhaldi af því er hægt að byrja að skipuleggja hreinsunar- og björgunarstörf,“ segir JónGauti. -rt Súöavík: í Svíþjóð „íslendingar í Svíþjóö eru með hugann hjá þeim fyrir vestan. Þeir hafa stofnað gíróreikning fyrir fjárframlög handa þeim sem eiga um sárt að binda vegna snjó- flóöanna," segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur íslendinga í Svíþjóð og Noregi. Bjóðast til að gróður- setja í Súðavík Sigrún Lovísa, Hveragerði: Nemendur Garðyrkjuskólans í Hveragerði hafa boðið Súðvíking- um aðstoð sína við að gróðursetja minningarreiti á þá staði þar sem snjóflóðin féllu í Súðavík. Það eru 35 nemendur sem hafa gefið sig fram th að vinna verkið næsta sumar og að taka að sér verkefnið í samráði viö heima- menn. BílðSðlð GdrðdrS - Nóatúni 2 - sími 61 10 10 ■“ ““Bílar við allra hæfi - Skiptamöguleikar.^" “■ ■“ Bílasalan Braut - Nóatuni 3 - sími 61 75 10 Opel Astra 1400 station '94, ek. 7.000 km, rauður, álfelgur, sem nýr bíll. Pajaro '92, ek. 82.000 km, V6 3000 vél, ABS, sóll., ssk., auka- lj., glæsil. vagn m/öllu. Toyota touring 4x4 XLI, '91. Einnig Toyota touring XL '91. Nissan Sunny SLX '92, álfelgur, dökkblásanseraður, einnig Niss- an Sunny '93. Toyota Landcruiser '92, ek. . 57.000 km, toppl., 7 manna, sk. á ódýrari. Cherokee Pajoner 4 I, '88, ek. 64.000 km, sjálfsk., gullfallegur bíll, sk. á ód. Mercedes Benz 190E '85, ek. 150.000, sjálfsk., toppl., sk. á ód. Daihatsu Charade TS '88, ek. 82.000, ath. skuldabréf. Toyota double cab '94, bensín, ek. aðeins 15.000 km, 33" dekk. Toyota Carina E '93, ek. 68.000 km, sjálfsk., rafm. í rúðum, o. fl„ sk. á ód. MIKiÐ ÚRVAL AF NOTUÐUM OG NÝJUM BÍLUM. VERIÐ VELKOMIN! FYRSTIR MEÐ LEYFI SAMKV. NÝJUM LÖGUM UM BÍLASALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.