Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 13 Neytendasamtökin -fyrirþig Neytendasamtökin voru stofnuð á árinu 1953 og eru því rúmlega 40 ára. Þau eru hagsmunasamtök neytenda og vinna í umboði þeirra og sækja þangað styrk. Vegna tak- markaðs stuðnings stjórnvalda verða samtökin aldrei öflugra hagsmunatæki en neytendur sjálfir gera þau. Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna neytenda. Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna á að ná þessu markmiði með: a) Að vinna að því að sjónarmið neytenda séu virt þegar ákvarð- anir eru teknar eða reglur settar er varða hagsmuni neytenda. b) Að annast útgáfu-, rannsóknar-, ráðgjafar- og fræðslustarfsemi til þess að auka skilning á hags- munamálum neytenda, þar á meðan að auka verð- og vöru- þekkingu þeirra. Kjallariim Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna „Neytendasamtökin eru ein elstu sam- tök sinnar tegundar 1 heiminum og þrátt fyrir að samtökin séu þau fjöl- mennustu 1 heimi miðað við íbúafjölda vantar enn mikið upp á að þau séu jafn öflug og neytendasamtök í mörgum nágrannalandanna. “ c) Að styðja réttmætar kröfur ein- stakra neytenda og berjast fyrir því að réttur neytenda sé virtur. d) Aö vinna að umbótum á löggjöf til hagsbóta fyrir neytendur. Lýðræðisleg samtök Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög fyrir Neytendasamtökin og eru þau ein þau lýðræðislegustu hér á landi. Þar er m.a. ákvæði um að allir félagsmenn sem þess óska hafi rétt til að sitja þing samtak- anna. Tryggt er að í stjórn sitji full- trúar af öllu landinu í samræmi við íbúafjölda hinna ýmsu landshluta. Neytendasamtökin hafa áhuga á að virkja hinn almenna félags- mann í stefnumótun. Stjórnin ákvað aö setja á laggirnar ýmsa starfshópa sem hver skal móta stefnu og áhersluatriði á sínu sviði og gera tillögur til stjórnar. Starfs- hóparnir fjalla m.a. um: neytenda- löggjöf, umhverfi - umferð, fram- leiðslu, verðmyndun, samkeppni, mat - kröfur neytandans, opinbera þjónustu, fjármál heimilanna - Frá þingi Neytendasamtakanna í október sl. banka - tryggingar, neytenda- fræðslu, staðla, verslun í dreifbýli, fjölmiðla - auglýsingar. Starfshóparnir eru opnir öllum félagsmönnum Neytendasamtak- anna og eru félagsmenn hvattir til að skrá sig í þá á skrifstofu samtak- anna. Takmarkaður stuðningur hins opinbera Neytendasamtökin eru ein elstu samtök sinnar tegundar í heimin- um og þrátt fyrir að samtökin séu þau fjölmennustu í heimi miðað við íbúaíjölda vantar enn mikið upp á að þau séu jafn öflug og neytenda- samtök í mörgum nágrannaland- anna. Ástæður þessa eru einkum tvær. í fyrsta lagi eru neytenda- samtök í fjölmennum löndum (t.d. Bretland, Frakkland og Bandarík- in) sem byggja tekjur sínar að mestu leyti á útgáfustarfsemi. í öðru lagi fá fámennari þjóðir, t.d. frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um verulegan fjárhagsstuðning frá hinu opinbera. Framlag stjóm- valda í Svíþjóð til neytendastarfs er 95 kr. á íbúa, í Danmörku 132 kr„ í Finnlandi 135 kr. og í Noregi 142 kr. Hér á landi er þessi stuðn- ingur aðeins 40 kr. og er þá meðtal- ið kostnaður við neytendamála- deild Samkeppnisstofnunar. Ef ein- göngu er miöað viö stuðning ríkis- ins við Neytendasamtökin var hann 13,50 kr. á hvem íbúa á síð- asta ári. Á meðan skilningur stjórnvalda á mikilvægi neytendastarfs er jafn lítill og raun ber vitni þurfa neyt- endur sjálfir að auka styrk Neyt- endasamtakanna, vilji þeir öflugra neytendastarf. Samtökin munu á næstu vikum hafa samband við íjölmörg heimili til að kanna hvort þau hafi áhuga á að efla neytenda- starfið. Það er von okkar að sem flestir sjái sér hag í öflugra neyt- endastarfi. Á meðan skilningur stjórnvalda er með þeim hætti sem nefnt hefur verið hér er það eina leiðin til að tryggja öflugt neyt- endastarf. Og væntanlega eru flest- ir sammála um að full þörf sé á öflugu starfi á þessu sviði. Jóhannes Gunnarsson Talsmenn launafólks á Alþingi Þeir eru margir sem hafa haft þá skoðun að það samræmdist illa eða alls ekki að starfa bæði sem for- ystumaður í samtökum launafólks og sem fulltrúi þjóðarinnar á Al- þingi íslendinga. Því miður hefur það líka oft orðiö að þeir flokks- bundnu einstaklingar sem gegnt hafa báðum þessum hlutverkum hafa mátt lúta flokksaga og sam- þykkja í hlutverki þingmannsins ákvarðanir sem ekki samræmast - eða ganga jafnvel þvert á - þá stefnu sem þeir hafa tekið að sér að fylgja sem forsvarsmenn í verkalýðshreyfingunni. Þetta hefur orðið til þess að al- mennt launafólk hefur fáa tals- menn átt á Alþingi og þær raddir hafa verið hjáróma sem þar hafa reynt að tala máli almennings í landinu. Þess vegna hefur ríkjandi stjórnvöldum veist næsta auðvelt að koma fram sínum stefnumálum. Þess vegna hefur launafólk orðið að láta sér lynda að lífskjör þess rýrna ár frá ári, samningsréttur þess er fótum troðinn, öryggisnetið sem velferðarkerfinu var ætlað að vera er orðið götótt og ónýtt. Þess vegna breikkar sífellt bilið milli þeirra sem safna auði og völdum og hinna sem draga fram lífið af launum sem eru langt undir fram- færslukostnaði heimilanna. Ákvarðanir um stefnu og stjórnun Atvinnurekendur og fulltrúar KjáUarinn Svanhildur Kaaber kennari peningavaldsins eru löngu búnir að átta sig á því að það er á Al- þingi sem ákvarðanir um stefnu og stjórnun samfélagsins eru teknar. Þess vegna tryggja þeir að tals- menn þeirra eigi sæti á Alþingi og gæti hagsmuna þeirra. Hreyfing launafólks hefur hins vegar lítið gert til að tryggja sínum fulltrúum tækifæri til þingsetu - enda er ástandið í íslensku samfélagi orðiö því sem næst óþolandi. Ég var áður á þeirri skoðun aö erfitt væri að sameina hlutverk þingmannsins og verkalýðsforingj- ans. En ég er horfin frá henni - einkum og sér í lagi vegna þess að mér finnst augljóst að það fólk sem ekki er tilbúið að láta endalaust ganga á rétt sinn, það fólk sem að- hyllist sjónarmið félagshyggju og jöfnuðar verður að tryggja að það eigi talsmenn á Alþingi - þeirri stofnun lýðveldisins sem tekur ákvarðanir um lífskjör þess og vel- ferð. Almenningur hefur mátt reyna á eigin skinni undanfarið að réttlátar kröfur um jöfnuð, samhjálp og samábyrgð hafa ekki átt nægilega marga talsmenn á Alþingi og lítinn hljómgrunn hjá ríkjandi stjórn- völdum. Þessu ástandi verður að breyta. Það verður að tryggja að almennt launafólk og aðrir sem hafna ríkjandi stjórnarstefnu eign- ist öfluga talsmenn á Alþingi. Óháðir, óflokksbundnir kjósendur Alþýðubandalagið - sem hefur ofangreind markmið með starfi sínu - hefur tekið upp samstarf við fjölda óháðra, óflokksbundinna einstakhnga og mun bjóða fram undir nýjum formerkjum í kom- andi kosningum. Á lista þess eru bæði fulltrúar flokksins sjálfs og fulltrúar hins óháða óflokks- bundna afls sem ekki vill lengur búa við misrétti, ranglæti og sundr- ung undanfarinna ára. Með því að greiða atkvæði sitt lista Alþýðubandalagsins og óháðra leggja þeir sem vilja stuðla að jöfnuði og samhjálp, réttlátri tekjuskiptingu og bættum mögu- leikum almennings til þátttöku og ábyrgðar við stjórn samfélagsins sitt af mörkum til að tryggja að rödd þeirra heyrist á Alþingi á næsta kjörtímabili og að talsmenn þeirra taki þátt í ákvarðanatöku þingsins með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Svanhildur Kaaber „Almenningur hefur mátt reyna á eigin skinni undanfarið að réttlátar kröfur um jöfnuð, samhjálp og samábyrgð hafa ekki átt nægilega marga talsmenn á Alþingi og lítinn hljómgrunn hjá ríkj- andi stjórnvöldum.“ Meðog ámóti Breytingar á skipuriti SVR Starfsmaður siturístjórn „Um leið og SVR var gert að borgarfyr- irtækiaðnýju var almenn samstaða um aö láta fara fram úttekt á skipulagi fyr- irtækisins, boðleiðum og stjórnunar- maðurstJðmarSVR þáttum. Niðurstaðan lá fyrir í desember og var þá kynnt fulltrú- um starfsmanna og stjómendum fyrirtækisins. Stjóm SVR hefur fjallað um þessar tillögur og hef- ur ekki verið neinn efnislegur ági'einingur um þær. Rekstri og ráðgjöf var í lok ársins falið að vinna tillögumar þannig að hægt væri fyrir stjórn og borgarráð aö taka afstöðu til þeirra og kynning gæti farið fram. Á tveimur fund- uíh í stjórn fyrirtækisins í síðustu viku, þar sem fulltrúi starfs- manna situr, var fjallaö um tillög- urnar, þær samþykktar sam- hljóða og mælst til þess að borg- arráð staöfesti þær. Jafnlramt ákvað stjórnin að standa að kynningu fyrir starfsfólk fyrir- tækisins og hafa þegar verið haldnir tveir íjölmennir kynn- ingarfundir. Auövitað liggur í augum uppi að tillögur og starfs- lýsingar verða unnar í samstarfi við fulltrúa starfsmanna eins og verið hefur. Markmiðið meö þessum tillögum er að bæta stjómsýslu SVR með skýrari verkaskiptingu, skilvirkari sam- skiptum og bættri upplýsinga- tækni. Jafhíramt er ætlunin aö styrkja innri starfsemi með markvissri starfsmannastjómun og leggja aukna áherslu á mark- aðs- og þróunarstarf." Forkastanleg vinnubrögð „Ég er ekki á móti skipu- ritsbreyting- unum sem slíkum og Lil- lagan lítur ágætlega út. Mér finnst bara vinnu- brögðin við kynmngu á «>n, tutitrúi sjáHstæði*- henni hafa tiokkststjómsvR verið mjög klaufaleg og reyndar alveg forkastanleg. Tillagan var ekki kynnt fyrir starfsmönnum fyrr en aö stjórn SVR hafði sam- þykkt hana og því mótmælti ég á stjómarfundi. Ég vildi að starfs- menn væm hafðir með í ráðum um þessar breytingar og að þeir fengju að segja sitt áður en tillag- an væri borin upp til samþykktar í stjóminni. Það er alltof seint að kynna breytingarnar fyrir starfs- fólki þegar stjómin er búin að samþykkja þær. Þá er erfitt að breyta. Ég minni á skipuritsbreytingar sem uröu á Borgarspítalanum. Þar voru allir starfsmenn með á öllum stigum. Við höfum ekki fongið að hlusta á ábendingar starfsmanna og vitum þess vegna ekki hvaða skoðanir þeir hafa á þessum breytingum. Það verður erfitt að eiga við breytingar af þessu tagi ef starfsmenn em ekki sáttir viö þærog fá ekki að benda á vankanta. í kosningabæklingi Reykjavíkurlistans kom fram að þeir ætluðu að hafa aukið samráð viö starfsmenn Reykjavíkurborg- ar en í staö þess að hafa samráð er vaöiö yfir þá.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.