Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 37 Tónleikar Pétur Tyrfingsson hefur frá fyrstu tið verið fremstur í flokki i Trega- sveitinni. Blúskvöld með Trega- sveitinni Ein þekktasta blússveit lands- ins ætlar aö halda tónleika í kvöld á Kringlukránni en undanfarin fimmtudagskvöld hafa verið haldin blúskvöld á Kringlu- kránni og mun því haldiö áfram. Tregasveitin hefur nú um all- langt skeið verið í fremstu röö í blústónlist á landinu og þar eru úrvalstónlistarmenn í hverju rúmi. Ber fyrstan að nefna Pétur Tyrfingsson, blúsgúrú sem hefur aíla tíð verið fremstur í flokki manna sem skipað hafa sveitina, ekki langt að baki honum er son- ur hans, gítarsnillingurinn Guð- mundur Pétursson, þá má nefna Sigurö Sigurðsson munnhörpu- leikara sem lengi hefur leikið með sveitinni. Það verður því boðið upp á góða skemmtun fyrir blúsgeggjara í kvöld á Kringlu- kránni og er aðgangur ókeypis. Það þykir ekki mikil heimsborg sem ekki getur státað af nætur- klúbbum. Skemmtistaðir og barir Stærsti skemmti- og dansstaður heimsins er Gilley’s Club í Hous- ton, Texas, sem opnaður var 1955. Þegar hann var stækkaður 1971 var hann með sæti fyrir 6000 manns á 1,6 hektara landi. Stærsti hefðbundni næturklúbb- urinn er sjálfsagt Mikado í Aka- saka-hverfinu í Tokyo. Hann er með sæti fyrir 2000 manns og þjóna 1250 veitingastúlkur gest- um. Til aö geta notið skemmtiat- riðanna er nauðsynlegt að hafa leikhúskíki. Elsti næturklúbbur- inn var le Bal des Anglais í París. Hann var stofnsettur 1843 en lagður niður í kringum 1960. Blessuð veröldin wDórnuv Kjósendð «*• 8KýlðU8.1<ífÓ8- etidur oridtr- StviKS tóstmd- uwi sattiavi aöég etQt að letSa Þenriðtl ltsta“ n=) e F=iM3í<n:<3e?X MF=?FTsif=?fRT='í3l=ffRoFDrR'-\ SSaRFTFc* £<KI Mf=cerf=i=aíc* pyRúm, S-en td í gærkvöldi lék Kombóið á Gauk á Stöng við góðar undirtektir gesta staðarins. Hljómsveitin mun end- urtaka leikinn í kvöld. Kombóiö er hfjómsveit sem stofnuð var seinnpart vetrar 1993. Hún vakti þá strax athyglí enda tónfistin að mörgu leyti ólík því sem gengur og gerist í poppbransanum hér á Fróni. Kombóið er skipaö fjórum liðsmönnum. Fyrst ber aö telja söngkonuna góðkunnu Ellen Kristjánsdótt- Skemmtanir ur. Með henni eru Eðvarð Lárusson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þóröur Högna- son kontrabassaleikari. Á síðasta ári gafa Kombóiö út plötu sem bar heíti hljómsveitarinnar og verða örugglega leikin lög af henni í kvöld ásamt öðru efni. Tónleikar Kombósins hefjast kl. 23. Kombóið flytur lög af plötu sinni sem ber nafn sveitar- innar. Þungfært á heiðum Flestir vegir landsins, sem eru opn- aðir á þessum árstíma, eru nú færir nema í Dölum er þungfært um Svinadal en fært um Klofning. Á Vestfjöröum er Breiðadalsheiði ófær og Súgandafjarðarvegur er lokaöur Færð á vegum og Steingrímsfjarðarheiði þungfær. Á Austurlandi er ófært til Borgar- fjarðar og Mývatns- og Möðrudafsör- æfi eru þungfær en verið er að moka þau. [3 Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Lengstu barirnir Lengsti varanlegi barinn í heim- inum er 103,6 metra langur bar í Lulu’s Roadhouse í Ontario í Kanada. Var bar þessi opnaður 1984. í Verkamannaklúbbnum í Mildura í Victoria í Ástrahu er 90,8 metra langt barborð sem á eru 27 bjórkranar. Enn lengri barir hafa verið settir upp um stundarsakir. Á barnum hjá Eric- son viö Bumside Street í Portland í Ohio í kringum aldamótin síð- ustu var um tíma 208,48 metra langt barborð. Litlu drengirnir á myndinni eru tvíburar sem fæddust 7, janúar á fæðingardeild Landspítalans kf. 15.02 og 15.48. Annar þeirra var 2740 grömm við fæðingu og 48 sentímetra langur en hinn 2980 grömm og 47 sentímetra langur. Foreldrar þeirra eru Ágústa H. Ámadóttir og Þor- leifur Hjálmarsson og era tví- buramir þriðja og fjóröa bam þeirra. Natalie Portman leikur unga stúlku sem leitar ásjár hjá at- vinnumorðingjanum Leon. Leon hinn ódauðlegi Bíóborgin hefur hafið sýningar á nýjustu kvikmynd Luc Besson, Leon en hann er einhver frægasti leikstjóri Frakka i dag og hefur gert kvikmyndir sem hafa notið vinsælda um allan heima, má þar nefna Subway, The Big Blue og Nikita. Þá gerði hann heimilda- myndina Atlantis sem var að öllu leyti tekin neðansjávar. í Leon er aðalpersóna leigu- Kvikmyndahúsin morðinginn Leon, sem er misk- unnarlaus og samviskulaus morðingi og er honum lýst sem ósnertanlegur, ósýnilegur og umfram allt ódrepanlegur, vopn- aður skuggi sem grúfir yfir New York. Dálítið af grímunni fellur þó þegar hann kynnist ungri, t stúlku sem leitar ásjár eftir að hafa misst fiölskyldu sína, en lög- reglumenn sem höfðu dulbúist myrtu fiölskyldu hennar og nú er hún á flótta. Skyndilega er leigumorðinginn orðinn uppeld- isfaðir og hin nýja dóttir hans vill hefnd. í fyrstu neitar Leon að vinna verkið en sú stutta gefst ekki auðveldlega upp. Með aðalhlutverldn í myndinni fara Jean Reno, sem leikið hefur í öllum leiknu myndum Luc Bes- son, Natalie Portman, Gary Old- ‘1 man og Danny Aiello. Nýjar myndir Háskólabíó: Okkar eigið heimili Laugarásbíó: Timecop Saga-bíó: Ógnarfljótið Bíóhöllin: Konungur ljónanna Stjörnubíó: Aðeins þú Bíóborgin: Leon Regnboginn: Hetjan hann pabbi Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 22. 26. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,330 67,530 69,250 Pund 107,210 107,530 107,010 Kan. dollar 47,550 47,740 49,380 Dönsk kr. 11,2430 11,2880 11,1920 Norsk kr. 10,1280 10,1680 10,0560 Sænsk kr. 8,9840 9,0200 9,2220 Fi. mark 14,1940 14,2510 14,4600 Fra. franki 12,8220 12.8740 12,7150 Belg. franki 2,1497 2,1583 2,1364 Sviss. franki 52,6800 52,8900 51,9400 Holl. gyllini 39,5500 39,7100 39,2300 Þýskt mark 44,3700 44,5000 43,9100 it. líra 0,04196 0,04217 0,04210 Aust. sch. 6,3000 6,3310 6,2440 Port. escudo 0,4288 0,4310 0,4276 Spá. peseti 0,5089 0,5115 0,5191 Jap. yen 0,67670 0,67870 0,68970 írskt pund 105,920 106,450 105,710 SDR 99,00000 99,49000 100,32000 ECU 83,8900 84,2300 Krossgátan Lárétt: 1 skjóls, 7 kyngdi, 9 bágindi, 10 dauði, 11 sjónvarpsskermar, 13 kúgaöf, 15 samtök, 16 farfa, 18 svara, 20 kunnátta. Lóðrétt: 1 beita, 2 dila, 3 andast, 4 skemmd, 5 ávöxtur, 6 dveljast, 8 gráta, 11 svall, 12 nýlega, 14 utan, 17 drykkur, 19 tvíhljóði. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 máldagi, 8 ofur, 9 sel, 10 kar, 11 ekla, 13 al, 14 kistu, 16 flatt, 17 ið, 18 læri, 20 æra, 21 túlkar. Lóðrétt: 1 moka, 2 áfall, 3 lurkar, 4 dreit- il, 5 ask, 6 geltir, 7 il, 12 auðar, 15 stæk, 16 fló, 19 æt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.